Tíminn - 03.12.1961, Blaðsíða 11

Tíminn - 03.12.1961, Blaðsíða 11
TÍMIN N , sunnudaginn 3. desember 1961 11 litli bærinn að fá á sig svip og vekja mikla athygli. Börnin voru þarna í essinu sínu. Nú eru þarna 37 hús, og eru 3—4 börn um hvert hús. Dreng ir og telpur byggja saman, og þau fá að fara algjörlega eftir eigin höfði og smekk, og verð- ur ekki annað séð en að það gangi bærilega. Tilgangurinn með „Holubæ“ er meðal annars sá, að kenna börnunum smám saman þýð- ingu samfélags og samvinnu. Ýmsum reglum og skyldum er komið á, sem renna saman við leik barnanna, án þess að trufla hann á nokkurn hátt. Það mundi ekki hafa sþmu þýðingu, ef börn réðu sér al- gjörlega sjálf á slíkum leik- vangi. Þar verður að vera ein- hver fullorðinn, sem leiðír þau. Börnin, sem þarna koma, eru frá sex og upp í tólf ára, og þau hafa ekki nógu mótaðar, hugmyndir um, hvernig leysa skal hin margvíslegu vanda- mál, sem koma fram í slíku samfél'agi. Þau koma þangað til þesS að leika sér, og þarna fá þau útrás hugmynda sinna og athafnaþrá, hvort sem það við kemur húsbyggingum, garð-, rækt eða matartilbúningi. —O— Það líkar börnunum vel, þau geta þá bysgt hús sin eftir nýj um hugmyndum á hverju ári. Á veturna geta bömin svalað athafnaþrá sinni á verkstæði sem reist hrfur verið fyrir þau, þar sem þau smíða, mála og dunda allt mögulegt, og þar una þau langtímum saman Börnin greiða ekkert inn- tökugjald tll bæjarins, og þau greiða eng'n útsvör þar, en þar sem þau þurfa sjálf að greiða um 20 prósent af rekstr arkostnaðinum, verður að afla fjár eftir ýmsum leiðum. Það gera þau með því að safna gömlum llöðum, frímerkjum og öðru sliku. Það hefur gef- izt vel fram að þessu, en nú Því miður hefur „Holubær" enga möguleika til þess að stækka og fjölga húsunum. Á hverju hausti eru húsin rifin og byggð upp aftur að vori. Ekki hafa öll húsin í „Holubænum" elgin eldavél til umráða, svo að matartllbúnlngurinn á sér oft stað yfir eldi úti undir berum himni. Hér er verið að búa til súpu og pönnukökur. Byggingameistararnir, sem eiga heiðurinn af þessu frumlega húsl, hafa ekki verið afturhaldssamir í list sinnl. Fegurðarskynið breytist. verður að fara að leita ann- arra fjáröflunarleiða. —O— En það eru til „Holubæir“ víðar en í Emdrup. Einn slíkur er í Brede. Sá bær var stofn- aður af jarðeigendafélagi og rekinn með nokkuð öðrum hætti en í Emdrup. Þar var kosið í bæjarráð. Þetta ráð fjallar um öll minni háttar vandamál, sem fram komu, en ef einhver meiri háttar mái eru á ferðinni, komu allir íbú- arnir saman og ræddu málið. Nýlega voru tíu fínustu hús- in í „Holubænum" rifin, því að foreldrar barnanna höfðu lagt þar hönd að verki. Það þykir að vísu ágætt, að foreldr arnir sýni tómstundaiðju barna sinna ahuga, en þetta Hænsnin leika lausum hala í lltia bænum og börnin hugsa vel um þau, enda sjá þau íbúunum fyrtr þeim eggjum, sem þeir þarfnast. hafði það í för með sér, að börnin misstu áhuga á því að byggja sjálf. Þau sáu, að þau stóðu ag baki hinum fullorðnu hvað hugmyndir og hæfileika snerti, og þau voru ekki leng- ur ánægð með vinnu sína. En nú er allt í lagi á ný, og þarna er barið, sagað og mál- að, eins og lífið liggi við. Mörgum virðist ekki vera nein regla á neinu í „Holubæn- um“, en ef betur er að gáð, komast menn að raun um allt annað. Þarna er raunverulega lítið samfélag með stórar á- ætlanir og reglu á hlutunum. Bæjarráðið hefur að vísu ver- ið afnumið, það gafst ekki vel, skapaði öfund og stéttármis- mun, en þarna þarf að sækja um borgarabréf árlega. Ef ein hver meðlimur bæjarfélagsins vill stækka húsið sitt eða byggja nýtt, verður hann að sækja um leyfi fyrir bygging- arefni. Þegar rignir, vinna börnin innan dyra. í húsunum eru litrík áklæði á veggjum, slitn- ar mottur á gólfum og hrein- þvegnir pottar og pönnur í hillunum. Blágrár reykur stígur upp frá reykháfunum, sögunarhljóð og hamarshögg hljóma allan liðlangan daginn. Og llmur af snúðum og brenndum pönnu- kökum leggur langár leiðir. Þar er lif. Væri ekki ráð að koma upp slíkum bæ hér í höfuðstaðnum, eða jafnvel víðar á landinu? „Holubær" er töfrandi sambland af samræmi og ósamræmi. Bærinn er bæði fallegur og heillandi. Hann er furðulegt, en töfrandi sambland af sam- ræmi og ósamræmi. Byggingar meistararnir hafa reist hús sín þar, án þess að 'láta aldagaml- ar reglur og siðvenjur villa um fyrir sér, og skilningur þeirra á nútíma byggingarlist er al- gjörlega einstaklingsbundinn. Byggingarefnið, sem var hend inni næst, og óþrjótandi hug- myndaauðgi meistaranna hef- ur ráðið byggingarstílnum. Og hvað sem um árangurinn mætti segja, er þó eitt víst, að skemmtilegur er hann. Um hvaða bæ er verið að tala? Hann heitir reyndar „Holubær", og það er það eina, sem að honum er, því að nafnið er alls ekki nógu fal- legt. Pyrir fimmtán árum fann byggingafyrirtæki í bænum Emdrup í Danmörku upp á þvi að stofna leikvang fyrir börn, þar sem þau gætu byggt úr úrgangsefnum. sem fyrirtækið lagði til og haft þar alla sína hentisemi til athafna. í upp- hafi var þetta aðeins hugsað sem leikur til að skapa börn- unum eitthvað við að vera, en nú er mönnum orðið ljóst, hversu mikið gildi slíkur leik- völlur hefur fyrir uppeldi barnanna. Því að auk ánægj- unnar og athafnafrelsisins, sem börnin fá þarna, læra þau einnig, hvert gildi samvinna og samfélag hefur í lífinu. Þetta fyrirkomulag hefur vakið mikla athygli og orðið fyrirmynd að svipuðum leik- vöngum í fjölda annarra landa. —O— Bæjarstjórinn í „Holubæ". sem jafnframt er yfirbygging- armeistari, er frk. Agnete Vest ereg, og hefur hún haft stjórn ina á hendi frá byrjun. Fyrir fimmtán árum var svæðið, þar sem „Holubær" stendur nú, aðems stór gras- völlur, sundurgrafinn af hol- um. Börnin í Emdrup dunduðu mikið í holunum, en Agnete tókst brátt að fá þau upp á yfirborð jarðar til að reisa sér myndarlegri íverustaði. Byggingarefnið var kassar og annað úrgangsefni frá bygg ingafyrirtækinu, sem átti frum kvæðið að því að stofna þenn an leikvang. Smám saman fór Þetta er líf FIMMTUGUR: Kjartan Guðjónsson framkvæmdastjóri Gamall skólabróðir og vinur, Kjartan Guðjónsson, framkvæmda- stjóri, er fimmtugur í dag. Það er í sjálfu sér ekki frásagnarvert, þó að maður verði fimmtugur. En ein- hvern veginn er það svo, að við slík timamót í lífi vina og vandamanna, langar mann til að senda þeim kveðju og þakka þeim samfylgdina. En orðin ná skammt og kveðjan vill oft verða fátækleg, nema hjá út- völdum meisturum máls og stíls. En fáein orð langar mig þó til að festa á blað í tilefni fimmtugsafmæiis þessa vinar. Fundum okkar Kjartans bar fyrst saman í Menntaskólanum á Akur- eyri fyrir rúmlega 30 árum Urðum við síðan samferða þar sem bekkjarbræður öli skólaárin, og vor- um jafnframt lengst af herbergisfé- lagar. Reyndist Kjartan jafnan hinn ágætasti félagi á hverju sem gekk. Er margs að minnast frá þeim árum Þá tengdumst við vináttubondum, sem siðar hafa ekki slitnað. Höfuir við á liðnum árum átt saman marg ar ánægjulegar stundir, sem gott ei að minnast og rifja upp. Kjartan Guðjónsson er Stranda maður að ætt og uppruna. Voru foi eldrar hans Guðjón Ólafsson, bónd i Heydal og síðar í Miðhúsum í Bæj arhreppi, og kona hans, Ingibjört Sæmundsdóttir Mun Kjartan af mestu hafa dvalizt á heimili foreldrr sinna þar til hann fór í Menntaskó! ann á Akureyri Þaðan lauk hanr svo stúdentsprófi vorið 1935 Þröng ur fjárhagur mun hafa valdið mesti um. að Kjartan réðst ekki í háskóla nám að stúdentsprófi loknu. Fékkst hann fyrst við kennslustörf og skrif stofuvinnu. Gerðist síðan um nokkur ár fastur skrifstofumaður hjá Græn metisverzlún ríkisins Var síðan um skeið kaupfélagsstjóri. fyrst á Eski firði. siðar á Borðeyri, en flutti aft- ur til Reykjavíkur árið 1945. Nokkru síðar gerðist hann starfsmaður hjá Ofnasmiðjunni í Reykjavík og hefur síðan gegnt þar skrifstofustjóra ; starfi. Jafnframt stofnsetti hann ! ásamt nokkrum mönnum öðrum fyr- irtækið Einangrun h.f og hefur ver i ið framkvaémdastjóri þess fyrirtækis. Kjartan Guðjónsson er kvæntur j hinni ágætustu konu, Matthildi Páls I dóttur frá Staðarhóli við Akureyri, systur Gunnars Pálssonar söngvara og þeirra systkina. Eiga þau hjón tvo sonu: Halldór, stúdent, er nú stundar nám í Þýzkalandi, og Gunn- ar, mjólkurfræðinema. Kunnugt er mér um það, að störf sín öll hefur Kjartan Guðjónsson leyst af hendi með prýði. Hafa þar komið fram þeir eiginleikar hans, árvekni, samvizkusemi og lipurð, sem glöggt komu í. ljós á Mennta- skólaárum hgns, er hann um þriggja vetra skeið gegndi umsjónarmanns starfi í heimavist, en það var mikið | trúnaðarstarf,' vandasamt og oft vanþakklátt. Kjartan er einn þeirra manna, sem gott er að eiga að sam- ferðamönnum á lífsleiðinni, prúð- menni f allri framgöngu, samvinnu þýður hjálpsamur og tillögugóður. Mætti rita iangt mál um allt það. er honum má tii gildis telja. Það ætla ég þó ekki að gera. enda myndi hann kunna mér litla þökk fyrir. því að hann er hófsamur maður. Hér nægir ein setning; segir það. sem segja þarf: Hann er drengur góður. Kjartan dvelur nú erlendis. Þang- að munu honum sendar hlýjar kveðj ur og hugsanir. Eg sendi honum og fjölskyldu hans innilegar árnaðar- óskir og þakka öll liðnu árin Undir þá kveðju tekur öll fjölskyldan. Ólafur Jóhannesson. Nýir svamp SVEFNSÓFAR seldir með 1000 00 *<r. af- afslætti til jó!a Frá lOðQOO kr. sófinn. Sendum gegn pósfkt^öfu. Öll tízkuáklæði. SÓFAVERKSTÆ^n GRETTISGÖTU 60 x*v-x*-vy--\.'-v N -v v n x x v TjarnarcEíe Tökum að okknr aiu- r.n)r veizlur OP ^'ndorhölrt _ Pantið n- A ',-riniqrp , isw 125-9 n«imasimi !n0ö.h Kristián '* v%->..x-v.v-vx.x\.,vx-x,v

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.