Tíminn - 03.12.1961, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.12.1961, Blaðsíða 3
3 TÍMINN, smtnudaginn 3. desember JÓLABINGÓ Fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna verður í Lido í kvöld kl. 8.30. Stjórnandi verður Svavar Gests. Meðal vinninga er borðstofusett að verðmæti 16 þús. kr., tólf manna kaffistell, myndavél, ilmvötn, eftirprentanir málverka og ryksuga, ásamt mörgum öðrum góðum vinningum. Verðmæti vinninganna alls er 25 þús. kr. • Enn nýjar bækur Menningarsjóðs SVAVAR Blaoaummæli um Kviksand, lelkrlt Lelkfélags Reykjavíkur. SlgurSur Magnússon t Morgun- blaðlnu: . . . sýnlngln er sam- felld og tllþrifamlkil . . . og llst- ræn tök á flesfum hlutum Indríðl G. Þorstelnsson 1 Al- þýðublaðinu: . . . er sýningin eft- Irmlnntleg f hæsta máta og vfða framúrskarandi. Gunnar Dal í Tímanum: Á Leik félag Reykjavfkur þakklr sklllð fyrir þetta nýja afrek sltt og ekki vafl á að gestlr lelkhússins munu meta það að verðlelkum. Ásgeir Hjartarson f Þjóðviljan- um: Áhorfendur tóku leiknum forkunarvel og fylgdust með af slfkri athygll að heyra mátti flugu ahdá. Oddur Björnsson f Frjálsri Þjóð: Lelkstjórn, ásamt ágætum leik, llátrænum svlðsútbúnaðl og fallegrl og orðhagri þýðingu, megna að lyfta lelknum í hátt veldl. Næsta sýning á Kviksandl er f kvðld klukkan 8,30. Á myndlnni: Talið frá vlnstrl: Erlingur Gíslason, Blrglr Bryn- jólfsson, Helgi Skúlason og Bryn dís Pétursdóttir. Sjógangur upp á tún Miðvikudaginn, 22. þessa mánað- ar skall hér á norðanhríð eins og annars staðar á Vestur- og Norður- landi. Stórhríð var í fjóra sólar- hringa. og mikill sjógangur, svo að víða gekk upp á tún, en ekki mun það hafa valdið teljandi tjóni. Bátar voru á sjó frá Hólmavík og Drangsnesi, þegar veðrið skall á, en þeim gekk vel að ná landi, þótt veðrið væri slæmt. Fjárskaðar hafa ekki orðið hér að neinu ráði, en þó vantar nokkr- ar kindur á sumum bæjtirh, ög ér talið víst, að eitthvað af þeim hafi fennt. G.R.G. Bókmenntasaga og þióðfræði hjá AB Almenna bókafélagið er í þann veginn að gefa út nokkr- ar bækur. Eru það síðustu mánaðarbækur ársins, svo og gjafabók ársins. Nóvemberbókin er Frakkland eftir D. W. Brogan, þýdd af Gísla Ólafssyni. Þetta er fyrsta bókin í miklum flokki um lönd og þjóðir. Á næstunni mun Almenna bókafé- lagið gefa út hliðstæðar bækur um Rússland, Ítalíu, England og Jap- an og síðar fleiri lönd. Desemberbókin er Hannes Haf- stein, ævisaga hans eftir Kristján Albertsson. Það er fyrra bindið af tveimur, sem nú kemur út. Gjafabókin verður Sögur Þór- halls biskups i útgáfu Tómasar Guðmundssonar og myndskreytt af Jóhanni Briem. íslenzk þjóðfraeði Á næsta ári er von á upphafi útgáfu flokks um íslenzka þjóð- fræði. Bjarni Viihjátmsson cand. mag. og Ós'kar Halldórsson cand. mag. eru að vinna að mjög yfir- gripsmi'klu málsháttasafni meg um 8000 málsháttum. Halldór Halldórs son prófessor er að vinna að ís- lenzku orðtakasafni, Sveinbjörn Beipteinssoh skáld vinnur að lausa vísnasafni og Jón M. Samsonar- son magister vinnur að þjóðkvæða safni. Þá gefur bókafélagið út á ríæsta ári fyrsta bindi bókmenntasögu Einars Ól. Sveinssonar prófessors. V.érkih allt verður þrjú bindi og tekur yfir fimm fyrstú aídir íS- létlzkra bókmennta. Næsta ár er einnig von á Moby Dlfck éftir MéÍViÍÍé í þýðingu Júlí- usar heitins Havsteens sýslu- manns, Fuglum Evrópu, merku fræðiriti um fugla eftir heims- þekkta vísindamenn og loks Ævi- sögu Hannesar Þorsteinssonar. 12j{t£S57, sunnudaginn 3 desem- ber, verður sérstök æskulýðsmessa i Dómkirkjunni í Reykjavik, og hefst hún kl. 2 síðdegis. Biskup ís- lands, herra Sigurbjörn Einarsson mun prédika, og ungmerini úr Kvennaskólanum og Gagnfræðaskól anum í Vonarstræti munu lesa lex- íur dagsins. Sérstök messuskrá mun afhent kirkjugeitum við kirkjudyr, en mess an sjálf er byggð á víxllestri prests og safnaðar og vonazt til, að allir taki virkan þátt í guðsþjónustunni. Skömmu fyrir helgina boð- aði bókaútgáfa Menningar- sjóðs fréttamenn á fund sinn, til þess að segja þeim frá út- gáfu nokkurra nýrra rita. Eru það tímaritið Andvari og Alm- anakið, félagsbækurnar og nokkrar fleiri. Bókaútgáfa Menningarsjóðs hef- ur þá á árinu gefið út rúmlega 20 bækur auk Aandvara og Almanaks ins. Félagsbækur Félagsbækur eru þær bækur nefndar, sem félagsmenn fá fyrir árgjald sitt, sem nú er 210 krón- ur. Fyrir það fá þeir Almanakið og Andvara, en - síðan eina bók í flokkrium Lönd og lýðir, og er það að þessu sinni Mannkynið, menn- ingarsaga eftir Ólaf Hansson, menntaskólakennara, fyrri hluti, bók prýdd fjölda mynda og heldur forvitnileg. Kjörbækur Þá eru gefnar út fimm kjörbæk- ur, en þær eru svo nefndar vegna þess, að félagsmenn geta valið sér tvær þeirrá fyrir félagsgjaldið. Þessar bækur eru nú Segðu mér að sunnan, úrvalsljóð Huldu, Út- lendingurinn, saga eftir Nóbels- verðlaunarithöfundinn Albert Cam us, Strönd og vogar, sagnaþættir og frásögur af Suðurnesjum eftir Árna Óla. Veröld sem var, sjálfs- ævisaga Stefáns Zweig, og Bréf frá fslandi, eftir Uno von Troil. Þessi bók er heldur athyglisverð, því bréfin eru skrifuð í fslands- ferð höfundar árið 1772, og skreytt teikningum tveggja. Englendingá, sem vorh í sama Ieiðangri. Teikn- ingar þessar eru geymdar í Brith- ish Museum, og hafa aldrei birzt allar á sama stað áður, þótt nokkr- ar þeirra séu þekktar. Barnabækur Þá koma riú út fjórar barnabæk- ur. Þær' eru: Ævintýrabókin eftir Júlíus Havsteen, fyrrum sýslu- mann, Kóngsdóttirin fagra og Álfa gull eftir Bjarna M. Jónsson, náms stjóra, báðar í III útgáfu, og loks Æviritýraleikir, leikrit fyrir börn eftir Ragnheiði Jónsdóttur. Væntanlegar bækur Þá erú væntanlegar eftir helginá þrjár bækur frá Menningarsjóði. Þar má fyrst telja myndabók miklá sem nefnist Forsetabókin, en I henni eru myndir varðandi forset- ann og forsetaembættið, allt frá því að lýðveldi var stofnað á fs- landi 1944. Þorsteinn á Skipalóni, heitir ævisaga Þor'steins Daníels- sonar, bónda og smiðs á Skipalónþ og loks kemur út úrval smásagna Friðjóns Stefánssonar á markað- inn. Aldarminning í dag gangast stúdentaráð, Al- menna bókafélagið og Stúdentafé- lag Reykjav.kur fyrir aldarminn- ingu Hannesar Hafstein. Á dagskrá er ræða Bjarna Bene diktssonar forsætisráðherra, Ein- söngur Kristins Hallssonar óperu- söngvara, ræða Tómasar Guð- mundssonar skálds, upplestur Æv- ars Kvaran leikara, Róberts Arn- finnssonar leikara og'Hjartar Páls sonar stúdents. Félagar úr karla- kómum Fóstbræð'rum syhgja kór- söng. Aðgöngumiðar kosta 20 krónur og fást við innganginn. Bretar bíða dóms Isafirð'i 2. desember — Brezku sjóihennimir þrír, sem árásina gerðu á Arnar Jónsson, lögregluþjón á ísafirði, sitja nú í gæzluvarðhaldi. Saksóknari ríkis- ins hefur nú fyrirskipað tnálshöfð un á sjómennina. Jón Grímsson hefur verið skipáður verjandi þeirra og fékk hann frest til að semja vörnina, en málið verður tekið fyrir strax og verjandi er reiðubúinn. Togarinn má leggja úr höfn, en getúr að sjálfsögðu ekki farið, þar sem Skipstjórinn situr í gæzluvarð'haldi. Arnar Jónsson lögregluþjónn er við sæmilega héilsu, eh með helj armikið glóðarauga og marinn á handleggjum. — Það má kallaast undarlegur leikur örlaganna, að þetta var slðasta vakt Amars sem lögregluþjónn á ísafirði, er hann verður fyrir þessari líkamsárás. Arnar flytzt héðan búferlum og fer með Heklunni suður í kvöld. — Guðm. Kaupfélag Árnesinga opnaði nýja kjörbúð síðastllðinn þrlðjudag I húsríæðl slnu í Þbrlákshöfn. Búðinni er skiþt i margvislegar delldir, nýlenduvörur, kjöt og aðrar matvörúr etu annars vegar, erí fatnaður, skór, rltföng o. fl. hins vegar. — Allar innréttingar eru sérlega smekklegar og sklpulag verzlunarlrínar tll fyrlrmyndar. Tímlrín óskar íbúum Þorlákshafnar og öllum aðllum til hamingju með nýju verzíunina. Myndin er af verzlunarhúslnu. (Ljósmynd JG).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.