Tíminn - 03.12.1961, Blaðsíða 16

Tíminn - 03.12.1961, Blaðsíða 16
( 307 blaS Sunnudaginn 3. desember 1961 Þeir höndla V ' með andann - halda þeir selji vel í ár Vikurnar fyrir jól eru vertíð bókaútgefenda og bóksala. Blöðin leggja það í vana sinn að birta fréttir af vertíð þeirra, sem stunda sjóinn. í gær hringdum við í nokkra bókaútgefendur og seljendur og spurðum um vertíðarhorf- ur þeirra. Við hringdum í Valdimar Jó- hannsson hjá Iðunnarútgáfunni fyrstan manna. Valdimar taldi ekki ástæðu til að reikna með neinum sérstökum breytingum. — Eg geri ráð fyrir, að bækur muni seljast fyrir' þessi jól eins og að undanförnu, sagði Valdimar. — Mér virðist ekkert benda til, að fólk hafi minni pen- ingaráð en að undanförnu. Og bæk ur eru jafn heppilegar til gjafa og áður. Hækkun á bókaverði er yfir leitt sáralítil þrátt’ fyrir verulega hækkun á tilkostnaði. Mér virð- ist raunar salan heldur lítil enn, en bækur fara yfirleitt ekki að hreyfast neitt að ráði fyrir 10. des ember. Varðandi framboð hef ég grun um, að bókamagnið sé held- ur meira nú en að undanförnu. Þó getur verið að útgefendur séu yfirleitt fyrr á ferðinni með bæk- urnar en áður. En þar'eru ekki öll kurl komin til grafar. Eg veit ekki til, að útgefendur séu hrædd- ir við sölutregðu venju fremur og sé ekki ástæðu til að óttast slíkt. Varla pláss — Góðar horfur í á_, sagði Jó- dís Vilhjálmsd., afgreiðslustúlka í Bókhlöðunni. Aðalhrotan byrjar eftir næstu helgi, og stendur fram undir jól. Hér er komið svo mik ið af bókum, að við höfum varla pláss fyrir þær. Eg held að það hafi sjaldan verið eins mikið. Um stórsölu á ákveðnum bókum er ekki að ræða. Huglækningar selj- ast einna mest. Guðrún frá Lundi, Kristmann og Élinborg seljást all- vel, Öldin átjánda, sömuleiðis ög samtal Matthíasar við Pál fsólfsson fer vel af stað. „Altid glad" Þorvaldur Sigurðsson í Fróða sagði of snemmt að koma með get- gátur um gróða eða tap. , — Eg gæti trúað, að salan yrði í meðallagi, tæpast verri, sagði Þorvaldur. — Fólk er ekki farið að hugsa mikið um bókakaup enn. Það eru helzt krakkabækur, sem seljast á þessum tíma. Einstaka bækur eru þó keyptar strax í nóv ember, en það eru bækur, sem seljast á hverjum ái’stíma. Eg hef ekki orðið var við, að útgefendur séu neitt óttaslegnir. Sjálfur hef ég engar áhyggjur. „Jeg er altid glad, om jeg penge har eller ikke“, eins og Danskurinn segir. Bóka- verðinu hefur verið haldið niðri svo það er alveg á takmörkunum að borga kostnað. Eg held, að fólk fái ekki betii gjafir handa kunn- ingjum sínum fyrir jafn lítið verð. Það væri þá helzt eitthvað skran, i . > ’ j L-V 4: Éfc.J í M ?■ „> óekta stáss, sem kostar venjulega meir en meðal bók. Framboðið er sennilega meira en nokkru sinni fyrr. í rauninni er það of mikið. Það fer ekfe hjá því, að einhverj- ar bækur vei'ði útundan á markaði, ög það geta allt eins vel orðið bæk ur, sem eiga skilið að vera lesnar og geymdar eins og aðrar, sem verðskulda þetta hvorugt. En ég vildi taka' undir það, sem einn sveitabóndi sagði við mig. — Að setjast niður 'og lesa góða bók, það er fín sjcemmtun. 150 bækur « — íslenzku bækurnar seljast jafnt og þétt, sagði Steinar Guð- jónsson, verfclunarstjóri í bókabúð Snæbjarnar Jónssonar. — Það hef ur ekki komið stórsala á neinni sér stakri. En Huglækningar eftir Ólaf Tryggvason hafa selst vel. Bæk- urnar eru enn að koma á markað- inn. Það kom mikið í gær og morg- un, og eitthvað á eftir að koma. Annars virðist mér, að útgefendur' séu heldur fyrr á ferðinni en vant er. Nú eru um 100 nýjar bækur komnar út og um 50 barnabækur þar að auki. Eftir þessa helgi má gera ráð fyrir að lifni yfir sölunni. í erlendum bókum er vaxandi sala. The Bridge on the Drina eftir Ivo Andric, júgóslavneska Nóbelsverð- launahöfundinn, hefur selzt mikið. Sama er að segja um Mila 18, en það er ný skáldsaga eftir Leon Ur- is, þann, sem skrifaði Exodus. Ice- land reluctant Ally, bók útgefin í Bandaríkjunum, sem fjallar um samskipti íslendinga og Banda- i'íkjamanna frá því að bandaríski herinn kom hér á stríðsárunum og fram til þessa dags, er uppseld. Upphæðirt stendur — Vertíðin er slæm, sagði Gunn ar Einarsson í Leiftri, — á maður ekki að segja það, þegar um er spurt? En ef ég á að segja eins og er, þá held ég, að bækur seljist nú eins og að undanförnu. Þótt margt sé um varning, sem fólk vildi kaupa til jólagjafa, þá er flest svo dýrt, að menn hafa illa efni á að kaupa það, enda hafa flestir í mörg horn að líta, þegar þeir ætla að fara að gefa jólagjaf- ir. Þegar kaupgetan er af skornum skammti, verður á það að líta, að hægt er að kaupa fallega og vand- aða bók, sem ánægja er að gefa og þiggja, fyr'ir upphæð, sem mundi •hrökkva skammt til annaira kaupa. Hér hefur orðið samdráttur í bóka- markaði, þannig að eintakafjöldi seldra bóka hefur minnkað nokk- uð. Hins vegar verja menn álíka fjármagni til bókakaupa. Þetta hef ur orðið til þess, að upplög bóka hafa minnkað. Bókaverðið hefur hækkað meir en útgefendur vildu. Þó eru íslenzkar bækur sízt dýrari en erlendar bækur af fyrsta upp- lagi, seldar hér. Erlendar bækur eru að vísu ódýrari, þegar búið er að endurprenta þær mörgum sinn- um, en við eium alltaf með fyrstu upplög. Eg geri ráð fyrir, að bóka- framboðið sé heldur minna en í fyrra. En um það er erfitt að full- yrða að svo- stöddu. Það kemur í ijós eftir miðjan þennan mánuð. Full búS — Útlitið er gott, sagði Þorvarð ur Magnússon, verzlunarstjóii í bókabúð Kron. — Salan er fylli- lega eins mikil og um þetta leyti í fyrra. Engin stórsalá á ákveðnum bókum enn sem komið er. Fólk er að athuga þetta. En búðin er full af fólki. Hér er í nógu að snúast. Bjartsýnismaður — Eg er ekkert svartsýnn, sagði Oliver Steinn hjá Skuggsjá. — enda mundi ég ekki gefa út bækur, ef ég væri það. Án efa verður mikið útundan af bókum á markaði í ár. Það er heldur ekk- ert nýtt. Markaðurinn hefur lengi verið yfirfullur. Þvi segi ég, það þarf bjartsýnismenn tii að gefa út bækur. En ég veit ekki til, að út- gefendur séu hræddir við sam- drátt. Sjálfur er ég ósmeykur. Eg geri ráð fyrir, að sölumagnið verði svipað og undanfarin ár, en skipt- ingin er alltaf óviss. Bækur eru nokkuð fastar í sessi, þannig að vissu magni af þjóðartekjunum er vai'ið til að kaupa þær árlega. En meðan markaðurinn er yfirhlaðinn, verður alltaf eitthvað af bókum, sem gera ekki í blóðið sitt. Og þá er að taka því. — BÓ. w ÁA . ráfs ster

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.