Tíminn - 03.12.1961, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.12.1961, Blaðsíða 9
TÍMINN, sunnudaginn 3. desember 1961 9 Þórhallur Daníelsson, fyrrum kaupmaður og útgerðarmaður á Höfn í Hornafirði, lézt aðfara- nótt síðastliðins þriðjudags, 28. fyrra mánaðar, á Landsspítalan um, fáum dögum eftir skurðað- gerð, en hann hafði áður verið vanheill alllengi. Þórhallur náði háum aldri, var orðinn 88 ára og fullum þrem mánuðum betur, er hann lézt. Hann var fram á siðustu ár hraustur heilsu og hélt óskert- um líkams- og sálarkröftum lengur en flestum auðnast. Með Þónhalli er tiil moldar geng inn einn hinna þjóðkunnustu og merkustu manna úr kaupsýslú stétt á fyrri hluta þessarar ald- ar, er jafnan stóð í fremstu röð um athafnir og framkvæmdir á þeim tíma, sem starf hans féll á, og meðal þeirrar kynslóðar, sem hann lifði með og starfaði fyrir. Verk hans verðskulda, að þeirra sé að nokkru minnzt og verða því æviatriði hans rakin hér að nokkru, þótt í stuttu máli verði og af meiri vanefn- um en vera ætti. Þórhallur er fæddur 21 ágúst 1873 á Hafursá á Völlum á Fljóts dalshéraði, en þar voru þá for- eldrar hans, hjónin Sigríður Þor- bergsdóttir og Daníel Sigurðsson póstur frá Lýtingsstöðum í Vopnafirði, en síðar bóndi á Steinsstöðum í Skagafirði. For- eldrar Sigríðar voru Steinunn Þorsteinsdóttir og maður henn- ar, Þorbergur hreppstjóri og bóndi í Þingmúla, Mjóanesi, Sauð haga og víðar á Héraði, Berg- vinssonar prests 'á Skeggjastöðum Þorbergssonar. Árið eftir að Þórhallur fædd- ist, fluttust foreldrar hans með hann frá Hafursá að Mýnesi í Eiðaþinghá og enn einu ári síð ar til Seyðisfjarðar, en ekki var fjölskyldan lerigi þar, því að 1877 eru foreldrar hans komnir norður til Eyjafjarðar, en þang að voru áður fluttar tvær móð- ursystur hans, Guðrún og Þor- gerður, og urðu þær báðar hús- freyjur í Eyjafirði. En ekki fór Þórhallur með foreldrum sín- um þangað, heldur að Klypp- stað í Loðmundarfirði, á heimili prestsins þar, síra Finns Þor- steinssenar, en hann var afi þeirra síra Jakobs prests í Hallgríms- prestakalii og Eysteins Jónssonar fyrrv. ráðherra. Á Klyppstað virðist Þórhall- ur dvelja árin 1876 til 1879, en fer þá, á 6. ári, til foreldra sinna að Háhamri í Eyjafirði og er þar og á Rifkelsstööum hjá Þor- gerði móðursystur sinni og manni hennar, Hallgrími Hallgríms- syni, til vorsins 1881, er faðir hans flytur ásamt börnum sín- um að Holtastöðum í Langadal, Móðir Þórhalls, Sigríður Þor- bergsdóttir var þá dáin, hún lézt á Akureyri 27. júlí 1880. Hefur Þórhallur lítið dvalizt með móð ur sinni, hann er aðeins tæpra 7 ára, er hennar missti við og hafði lengst af verið hjá öðrum en henni. Á Hoitastöðum var hann að- eins til vorsins 1883, er faðir hans flytur að Ásum í Svína- vatnshreppi, og þaöan er Þórhall ur fermdur vorið 1887. En ekki beið hann þar lengi boðanna, því að árið eftir er hann kominn að Hrólfsskála á Seltjamarnesi og er skráður þar vinnumaður 15 ára. Hann mun þá hafa ætlað að nema smíðar, en ekki komizt að hjá þeim, sem hann hafði hugs að sér, og hvarf þá frá þeirri ráðagerð að fullu. Má segja, að Þórhallur hafi á æskualdri stöð ugt verið á ferð og flugi. Hrólfs skáli mun hafa verið níunda heim ilið á 15 árum. Hann hefur því snemma kynnzt ýmsum og vafa laust búið við kröpp kjör og mis munandi stundum á æskuárun- um, en á misjöfnu dafna börn- in bezt, segir gamalt máltæki. Aðbúnaðurinn á níunda tug 19. aldarinar, var víst ekki blómum stráður meðal flestra af þeirri kynslóð, er þá byggði landið. t Eftir að smíðanámið fórst fyr ir, hvarf Þórhallur aftur norður í Húnavatnssýslu og gerðist fyrst vinnumaður hjá Pétri Sæm undssen, faktor á Blönduósi, og ári síðar, eða 1890, er hann orð- inn verzlunarmaður hjá honum. En brátt snýr hann sér að meira námi og gengur inn í Möðruvalla skólann haustið 1891 og dvelur þar þann vetur og hinn næsta og tekur burtfararpróf þaðan vorið 1893, tæpra 20 ára gamall. Að loknu gagnfræðaprófinu hefur hann gerzt kennari í Skagafirði að vetrinum, en stundaði ýmsa vinnu að sumr- inu. Hann var heimilismaður 1895 og 1896 á Mælifelli, hjá sr. Jóni 0. Magnússyni og mun þá hafa kennt þeim sonum hans, Magnúsi prófessor og Þorsteini rithöfundi, er þá voru á unga aldri. Árið 1897 flytur Þórhallur al- farinn úr Norðurlandi til Djúpa- vogs og gerist kennari þar það ár og hið næsta, meðal annars hjá Stefáni Guðmundssyni, fakt or Örum og Wulfsverzlúnarinnar og var heimilismaður hans. Væntanlega hefur hann jafn- framt kennslunni unnið að verzl unarstörfum hjá Stefáni og kynnzt þar og hneigzt meir til þess, er svo varð ævistarf hans, en það var verzlun og kaupsýsla ýmis. Hann fer síðan til Kaupmanna hafnar haustið 1899, og er við verzlunarnám þar fram á næsta * Þórhallur Daníelsson og Ingibjörg Friðgelrsdóttir. Þórhallur Daníelsson vor, en kemur heim að því búnu og gerist verzlunarstjóri Tuliní- usarverzlunar á Hornafirði, snemma á árinu 1901, er eigandi hennar, Otto Tulinius, flutti til Akureyrar og gerðist þar kaup- maður. Þessari verzlunarstjórastöðu gegndi Þórhallur til ársloka 1908 en keypti þá verzlunina sjálfur og rak hana til 1. júní 1920, en þá hafði Kaupfélag Austur- Skaftfellinga keypt verzlunar- hús hans og önnur mannvirki, er verzluninni tilheyrðu, ásamt vörubirgðum o. fl. Ætlaði hann þá helzt að flytja burtu og snúa sér að öðru. Hafði meðal ann- ars hugleitt það, að kaupa hér sunnanlands eða vestan ein- hverja meiri háttar bújörð og gerast bóndi, annað hvort ein- vörðungu eða með einhverju kaupsýslustarfi. Af þessu varð þó ekki, enda reið þá yfir stór- kostleg verðlækkunaralda á öll- um búsafurðum og fjárhags- kreppa meiri en margir gátu borið og olli hinum þyngstu bú- sifjum i öllum atvinnurekstri. Hann hvarf því frá þeim ráða- gerðum og sneri sér að áfram- haldandi störfum á Hornafirði, við að auka og umbæta þar þá aðstöðu, sem bátar, er gerðir voru þaðan út, þurftu að hafa. Hann reisti i því skyni mikil hús á Hafnarkauptúni, stækkaði bryggjur og bætti þau skilyrði er fyrir voru til útgerðar og viðlegu fiskibátanna.* Jafnframt hóf hann verzlun að nýju vegna útgerðarinnar og rak hana i nokkur ár eða þar til Landsbankmn á Eskifirði keypti af honum eignirnar og verzlunina. Allt fram undir 1940 átti Þórhallur útgerðaraðstöðu á Hornafirði og leigði hana bát- um af Austfjörðum á vetrar- vertíð, en seldi hana þá Kaupfé- lagi Austur-Skaftfelllnga. Þórhallur hafði þannig á hendi nærri fjóra áratugi hin mikilvægustu störf í þágu Aust- ur-Skaftfellinga og fjölmargra Höfn I Hornaflrði Austfirðinga, er atvinnu ráku þar. í tvo áratugi, 1901—1920, mátti heita, að verzlun sú, sem hann veitti forstöðu, annaðist alla þjónustu i viðskiptalegum efnum fyrir alla íbúa sýslunnar. En seinna tímabilið 1920—1940 vann hann fyrst og fremst fyrir bátaútgerðina, einkum fyrri hluta þess tímabils og lagði sig þá oft mjög fram um að leysa úr þörfum þeirra og nauðsynj- um, bæði fjárhagsefnum og við- skiptum. Dugnaður hans var mikill og verkefni hans voru fljótar af hendi leyst heldur en oft var unnt að áætla, og hann leysti gjarnan úr meiri erf iðleikum fyrir útgerðarmennina h,eldur en á flestra færi var og lagði þá hag sinn stundum í meiri og minni hættu fyrir aðra. Eftir að Þórhallur hvarf frá útgerðarmálum, tókst hann á hendur tollvarðarstörf á Horna- firði og hélt áfram að telja þar heimili sitt um allmörg ár, og vann þá jafnframt að ýmsum störfum á skrifstofu, meðal ann ars við skattnefndarstörf, en í skattanefnd Nesjahrepps var hann frá 1921 fram yfir 1940 og síðar í Hafnarhreppi, alls meira en 30 ár. Einnig var hann í hreppsnefnd Nesjahrepps um skeið og í stjórn sparisjóðs, er starfaði í hreppnum í meira en tvo tugi ára. Hann var sæmdur riddarakrossi fálkaorðunnar. Þórhalli var mjög sýnt um störf á skrifstofu og við færslu reikninga. Var allur frágangur hans hinn prýðilegasti og rit- hönd hans skýr og myndarleg. Einnig eftir að hann var orðinn háaldraður, bar hún af rithönd flestra annarra. Kona Þórhalls var Ingibjörg Friðgeirsdóttir, bónda i Garði í Fnjóskadal Skúlasonar. Móðir hennar var Anna Ásmundsdóttir ; bónda á Þverá í Dalsmynni j Gíslasonar. Hún var systir Ein- ! ars alþingismanns og umboðs- j manns í Nesi. Systkini frú Ingibjargar voru: Einar, prestur á Borg á Mýrum; Olgeir, stórkaupmaður í Kaup- mannahöfn; Friðrika kona Gunn laugs Einarssonar bónda í Suð- urr'íki; Nanna, kona Þórarins Erlendssonar bónda á Kárastöð um. Bræður hennar tveir, Ás- geir og Björn fóru til Vestur- heims og ílentust þar. Þau Ingi björg og Þórhallur giftust á Búðum á Fáskrúðsfirði 23 ágúst j 1901, en bjuggu allan sinn bú- ! skap á Höfn í Hornafirði. Hún j lézt á heimili þeirra þann 30. maí 1934. Börn þeirra eru þessi: j Geir, flutti ungur til Vestur- heims; Olga, ekkja Kristjáns Þ. Jakobssonar, lögfræðings; Anna söngkoua í Reykjavík; Ásta, gift Guðm. Gíslasyni umboðs- sala Reykjavík; Bertha, gift Vigfúsi Sigurgelrssyni, ljósmynd ara frá Akureyri, hún lézt 16.4. 32; Hulda, gift Knúti Kristins- syni f. héraðslækni, nú í Reykja- 1 vík; Þorgerður, gift Thulin Jo- hansen afgreiðslumanni á Reyð , arfirði; Daníel, kvæntur Dag- I mar Fanndal, útgerðarmaður á Siglufirði. Kjörsonur þeirra j hjóna er Haukur Dan, nú skip- stjóri á Tungufossi, kvæntur Önnu Heiðdal. Fósturdætur þeirra tvær, báð ar látnar, voru Ingibjörg Gunn- laugsdóttir, systurdóttir frú Ingibj argar, kona Bjarna Guð- mundssonar fyrrv. kaupfélagsstj. og listmálara á Höfn og Þóra Tryggvadóttir, bróðurdóttir Þór halls, er gift var Jóhanni Jó- hannessyni, bankaritara í Rvík. Heimili þeirra hjóna var með miklum glæsi- og myndarbrag og mjög rómað fyrir gestrisni og hvers konar höfðingsskap. Þar gistu og dvöldu allir lang- ferðamenn, bæði innlendir og er lendir og mjög margir innanhér aðsmenn. Allir nutu hins bezta beina, enda var á fyrstu árun- um ekki til margra að leita í kauptúninu um greiða, þar eð þá voru aðeins tvö eða þrjú heimili til þar. Glaðværð og hlý leg framkoma húsbændanna beggja laðaði gesti að heimil- inu, hvenær árs sem var. Þar var jafnan margt heimilisfólk og mikið umleikis, bæði vegna heim ilisins sjálfs, en einnig vegna bú skapar, er rekinn var. Margs þurfti búið með og fanga var Teit- að víðar en heima við. Ekki verður skilið svo við þessi minningarorð um Þórhall látinn, að ekki sé minnzt þeirrar miklu breytingar á verzlunar- háttum A-Skaftfellinga, þá er hann lét verzlun sína og hús- eignir í hendur nýstofnaðs kaup félags snemma á árinu 1920. Þeir atburðir gerðust þá, að forgöngu Sigurðar Sigurðssonar kennara frá Kálfafelli, að flest ir bændur á verzlunarsvæði Þór halls stofnuðu kaupfélag með samþykktum á almennum bændafundum, er haldnir voru í hverri sveit. Þetta gerðist svo að kalla í einu vettfangi eða á tveim til þrem vikum. Ekki var orsökin sú, að Þórhallur nyti ekki trausts og vinsælda viðskipta- manna sinna, heldur þrátt fyrir tiltrú og vinsældir hans. Hann sótti fundi þessa í einum tveim sveitum og tók einhvern þátt í umræðum þar. Honum sagðist svo frá síðar, að er hann hafði heyrt á mál nokkurra vina sinna, roskinna, velmegandi bænda. hefði sér fallið allur ket ill í eld og ákveðið að beita sér ekki gegn áhugamálum þeirra í verzluninni, heldur leggja i hendur kaupfélagsins verzlunar aðstöðu sína þá þegar, og bregða (Framhald a 12 siðu;.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.