Tíminn - 05.12.1961, Side 7
/
7
TÍMINN, þríðjudaginn 5. desember 196L
fstenzka ríkið komi upp vönduðu sjdnvarpi
- er verði rekið sens þjóSlegt menningartæki
Fullnægjandi ráð-
stafanir verði gerðar
til að koma í veg fyrir
stækkun sjónvarps-
sviðs Keflavíkur-
' • ■ ■ \
stöðvar varnarliðsins
Þingsályktunartillaga Framsóknarmanna í sjón-
varpsmálinu
Fimm þingmenn Framsókn-
arflokksins, þeir Karl Krist-
jánsson, Jón Skaftason, Ágúst
Þorvaldsson, Eysteinn Jóns-
son og Þórarinn Þórarinsson
hafa lagt fram tillögu til þings-
ályktunar um sjónvarpsmál.
Tillagan er í þremur liðum og
hljóðar svo.
1. A3 gera nú þegar fullnægjandi
ráðstafanir til þess að koma í
veg fyrir þá stækkun sjónvarps-
sviðs, sem fyrirhuguð hefur ver
ið, frá Keflavíkurstöð varnar-
liðsins.
2. Að ganga ríkt eftir því, að af
hálfu varnarliðsins sé fullnægt
þeim skilyrðum, sem sett voru
árið 1954 fyrir sjónvarpsleyfi
þess.
3. Að láta ríkisútvarpið hraða ýt-
arlegrí athugun á möguleikum
þess, að íslenzka ríkið komi upp
vönduiðu sjónvarpi, er nái til
allra landshluta og sé rekið sem
þjóðlegt menningartæki.
Áætlanir um stofn- og rekst-
urskostnað slíks sjónvarps svo
og álit sitt og tUIögur um þetta
mál leggi stjóm rfkisútvarpsins
sem fyrst fyrir Alþingi.
í greinargerð með þessari til-
lögu segir: '
Utanrikisráðherra fslands hefur
nýlega veitt leyfi til þess, að kraft
ur srjónvarpsgtöðvar varnarliðsins
á Reykjanesskaga verði stórlega
aukinn.
Talið er, að sjónvarpið frá hinni
fyrirhuguðu stöð geti náð um
byggðirnar við Faxaflóa og á Suð
urlandi eða til meira en helmings
allra landsmanna.
Hér hefur mikil yfirsjón átt sér
stað af hálfu ríkisstjómar íslands.
sem henni er skylt að bæta úr.
Sjónvarpssvföfö verSi
bundfö vi«S
Keflavíkurflugvöll
Ekki er óeðlilegt, að varnarliðs-
menn telji æskUegt að hafa sjón-
varp í húsum sínum, eins og þeir
geta haft í heimalandi sínu. En til
þess verður samt að ætlast, að
þeir sem gestir okkar lands búi
þannig um hnúta, að sjónvarps-
sviðið sé einungis þeirra dvalar-
byggð. Sé sú takmörkun á not-
hæfu sjónvarpssviði ekki tækni-
lega framkvawnanleg, verða þeir
að taka því.
Enginn getur lág þjóð, þó að
hún vilji ekki láta aðra þjóð yfir-
skyggja sig með útvarpi og sjón-
varpi og fela henni þar með upp-
eldi æsku sinnar á svo áhrifarík-
an hátt.
Flutningsmenn þesarar þings-
ályktunartillögu leggja í fyrsta
lið tillögunnar til, að AJþingi skori
á ríkisstjómina að koma strax í
veg fyrir stækkun sjónvarpsins frá
því, sem þag má vera samkvæmt
sjónvarpsleyfi til vamarliðsins, út
genfu 1954. Það leyfi var takmark
að þannig, að nothæfar sjónvarps
sendingar næðu ekki til annarra
en þeirra, sem dveldust á vamar
hðssvæðinu (samnmgssvæðinu),
og leyfið afturkallanlegt, ef út af
bærL
Ekki væri sæmilegt — og skal
ekki heldur hér gert — að gera
Bandaríkjastjóm getsakir um, að
hún muni ekki gefa eftir hið
fengna leyfi, ef þess er óskað af
íslenzku ríkisstjóminni, sem ekki
hafði veitt það í eamráði við Al-
þingL
SkiIyr'Öunum ver'Öi full-
nægt
Flutningsmenn telja ríka ástæðu
tU, að Alþingi leggi fyrir ríkis-
stjómina að sjá um, að skilyrð-
unum, sem sett vom fyrir leyfinu
1954, verði fullnægt eftirleiðis, en
á því hefur verig misbrestur. Um
það er 2. liður tillögunnar.
Því miður verður ekki að ó-
reyndu trúað, að Bandaríkin
vilji misbjóða vinveittri smáþjóð
með þvi ag setja upp vegna sinna
manna, er eiga um stundarsakir
dvöl í landi hennar sjónvarpsstöð.
er trufli andlegt líf hennar og sér-
þjóðlega menningarviðleitni.
SambúíJinni spillt
Sú framkoma gagnvart íslend-
ingum mundi stórlega spilla sam-
búð þeirra við þessa þjóð. sem
þeir virða mikils og kjósa að hafa
samstöðu með.
Að áliti flutningsmanna er eng
in ástæða til að gera ráð fyrir
öðru en ag bandarísk stjómarvöld
bregðist vel og drengilega við
þeim erindum, sem 1. og 2. liður
þessarar tillögu leggja íslenzku
ríkisstjórninni á herðar að taka
f sambandi við þá sjálfsögðu
ákvörðun að leyfa ekki erlendum
aðila að setja upp á íslandi sjón
varpsstöð, er nái tii íslendinga.
hlýtur að koma fram spumingin
um það, hvort fslendingar sjálfir
eigi að stofna og reka sjónvarps
starfsemi.
Ýmsir telja sjónvarp alls ekki
eftirsóknarvert, — aðrir álíta það
aftur á móti mjög æskilegt
En hvort sem fólki líkar betur
eða verr hugmyndin um. að ríkið
stofni og reki sjónvarp, má ekki
draga á langinn að gera sér, svo
sem unnt er. ýtarlega grein fyrir
öllum hliðum þess máls
Verði það t.d staðreynd innan
skamms — eins og spáð er — að
þær þjóðir. sem rág hafa á þvi,
að endurvarpa frá gervihnöttum
tali sínu og myndum úr háloft-
unum um heim allan. þá verða
varla skiptar skoðanir um það
meðal fslendinga. að koma þurfi
upp á fslandi sjónvarpi. er rekið
sé sem þjóðlegt menningartæki og
nái til allra byggða á landinu. ■
, Flutningsmenn leggja til í 3
lið till. sinnar, að ríkisút-.arpinu,
sem hefur ag undanförnu átt að
bafa athugun siónvarpsmálsins
með liöndum. verði falið að gera
þá athugun ýtarlega og hraða
henni. Ríkisútvarpið leggi síðan
niðurstöður athugunar sinnar fyr
ir Albinsi.
Vanda togaranna má ekki leysa á
kostnað bátanna eða landhelgi
1. umr. um bráðabirgðalög
ríkisstjórnarinnar um ráðstaf-
anir vegna gengisfellingarinn-
ar var framhaldið í neðri deild
í gær. Umræðunni var frestað
kl. 4, en fundur settur að nýju
kl. hálf níu í gærkvöldi.
Emil Jónsson sjávarútvegsmála-
ráðh. sagði að
togaraútg. hefði
orðið fyrir svo
mildum áföllum
i undanförnum
árum og síðasta
áfalTið var út-
færsla laudhelg-
innar, — að gera
vrði ráðstafanir
til að bæta tog-
urunum upp tjón
ið. Sagði hann, að nefnd hefði
verið að rannsaka þessi mál.
Möguleikana til að bæta togara-
útgerðinni upp tjónið taldi Emil
ag veita togurunum veiðileyfi að
takmörkuðu eða verulegu leyti inn
an fiskveiðitakmarkanna eða veita
þeim fjárbætur — beint úr rík-
issjóði eða með fyrirgreiðslu
hlutatryggingasj óðs.
Gísli Jónsson rakti sögu togara-
útgerðar á fslandi og taldi, að
Björn Páisson hefði við umræðu
málsins sýnt litla þelvkingu á tog
araútgerð.
Björn Pálsson svaraði Gísla og
sagði, að ef menn
oyrftu á leiðsögu
nanni ag halda,
'á vildu þeir að
■iðsögumaður-
nn horfði fram,
■n ekki aftur. Þá
araði Bjöm við
ieim hugsunar-
etti hjá mönn-
m, að telja sig
oina hafa vit á
öllu. Þá sagði Björn aðalatriði í
sambandi við togaraútgerð vera,
hvort hagkvæmara væri ag reka
togara eða báta. Benti hann á, að
meðalafli á þá 48 togara sem væru
í landinu naemi um 2 þús. lestum,
en margir bátar næðu því magni
að meðtalinni síldveiðinni.
Björn sagði. að lausn vanda tog
araútgerðarinnar væri að létta af
þeim útgjöldum.
Björn sagði. að gengisfellingin
• hefði verið hið mesta feigðarflan.
Sagði Björn að það hefði verið
betra fyrir útgerðarmenn og sjó-
menn að fá á si.g 8% beina lækk-
un á fiskverðinu í staðinn fyrir
13% gengislækkun Það er stað-
reynd að flest ö]l fyrirtæki f land
mu gátu ’tektð á sig kauphækkun-
ina. Fiskvinnslufyrirtækin stóðu
höllustum fæti. Raunverulega hef
ur fiskverð til sjómanna og út-
gerðarmanna verið lækkag um
13% raeð gengisfellingunni, því
að sjómenfi og útgerðarmenn fá
nú jafnmargar krónur, en 13%
verðminni en áður. Þó ag öll
kiauphækkunin bæði f ár og á
næsta ári hefði komið fram í lækk
uðu fiskverði til þeirra, þá hefði
það orðið sjómönnum og útgerð-
armöonum hagkvæmara en gengis
Mlingin. Þá hefur rekstursfjár-
skortur útgerðarinnar vaxig um
13% og erlendar skuldir útgerð- j
armanna vegna skipakaupa hækk |
að að sama skapi.
Gengisfellingin hefði gert þá
ríku ríkari og þá fátæku fátækan
Það eru launþegar og sparifjár
eigendur, sem eru látnir taka á
sig skellinn. Rökstuðningur stjórn
arinnar fyrir gengisfellmgunni er
endemisvitleysa frá upphafi til
enda, en þar er m. a. sagt, að
lækka verði gengið vegna fjölg-
unar vinnandi manna og tilfærslna
niilTi launaflokka. Ætlar ríkis-
stjórnin að fella gengið í hltitfalli
við fjölgun þjóðarinnar?
Þá sagði Björn, að ánægjuleg
hugarfarsbreyting væri orðin hjá
útgerðarmönnum. Þeir væru farn
ir að skilja, að þeir græddu ekk-
ert á gengisfellingu, þar sem
hlutur sjómanna væri bundinn við
aflaverðmætig og því hefðu þeir
ekki viljað þakka stjórninni fyrir
gengislæbkunina í sumar.
Björn sagði, að Sókrates hefði
komizt að þeirri niðurstöðuj að
þeir, sem sögðust vera vitrastir,
vissu í raun minnst og væru jafn
vel heimskastir. Hann hefði oft
lesið vamarræðu Sókratesar. Síð-
ast núna í sumar, og vig lestur
hennar hefði sér fyrst dottið í
hug hagfræðingarnir og síðan rík-
isstjórnin og síðast útgerðarmenn
irnir.
Lúðvík Jósepsson sagðist and-
vígur því, að reynt yrði að leysa
vanda togaraútgerðarinnar á kostn
að bátaflotans og algerlega and-
vígur því að togaraútgerðinni
yrði hjálpað með því að veita tog
urunum undanþágur innan fisk-
veiðilögsögunnar. Sagði Lúðvík,
að það myndi draga skammt fyrir
togarana, en yrði til óbætanlegs
tjóns fyrir bátaútveginn.
Evsteinn Jónsson sagði, að ríkis-
stjórninni hefði
kki tekizt að
•era fram nein
sldbær rök fyr-
gengisfelling-
■nni í sumar.
Ráðherrarnir
'vndu að rök-
vðja hana með
rðum Jakobs Frí
mannssonar á að-
alfundi KEA i vor, löngu áður en
kjarasamningarnir voru gerðir
Jakob ræddi þá kröfur þær. sem
verkalýðsfélögin höfðu sett fram.
en þær voru margfaldar við það
seni samið var um Jakob sagði.
ag óhóflegar kauphækkanir gætu
leitt til dýrtíðar óg verðfalls krón
unnar. Hins vegar er fjarri því,
að Jakob hafi nokkur slík ummæli
látið falla um samninga þá, sem
samvinnu- og verkalýðsfélögin
gerðu og voru eins hóflegir og
hugsast getur. — Ráðherrarnir
leggjast hins vegar svo lágt í rök-
þrotum sínum og úrræðaleysi, að
þeir halda þvi fram að Jakob Fri-
mannsson hafi sagt að kauphækk
unin, sem samið var um, hlyti að
leiða til gengisfalls.
Þá minnti Eysteínn á beiðni
sína til forsætisráðherra um að
gefa yfirlýsingu um að ríkis-
stjórnin teldi ekki fært að hleypa
togurunum inn í landhelgina, en
íorsætisráðherra svaraði þessari
beiðni með útúrsnúningum ein-
um. Forsætisráðherra hafði þó
vakið þessar umræður sjálfur. er
hann sagði. að ríkisstjórniu hefði
til athugunar hvort rétt væri að
veita ísl. togurum auknar undan-
þágur tii veiða í fiskveiðilandhelg
inni|Og frá þessum ummælum ráð
herrans hafði verið skýrt í útvarps
fréttum og þessi ummæli vakið ó-
hemju athýgli og kvíða Beiðnin
til ráðherrans um að gefa slíka
yfirlýsingu var tO að létta ótta
af mönnum og ef ráðherrann
vildi ekki gefa slíka yfirlýsingu
hvort hann vildi þá ekki lýsa því
yfir, að út um málið yrði ekki gert
án samráðs við Alþingi, málig yrði
lagt fyrir Alþingi, þar sem það
ætti nú setu. þótt ríkisstjórnin
hefði vaid til að skipa þessum mál-
um með reglugerð.
Eysteinn beindi orðum tinuro
til sjávarútvegsmálaráðherra og
bað hann að athuga. hvort hann
teldi sér ekki fært að gefa slíka
yfirlýsingu ium að ekkert yrði gert
f málinu. nema það vrði fyrst lagt
fyrir þingið. Einnig ag hann upp
lýsti, hverjir ættu sæti í þeirri
(Framhald á 2. siðuj