Tíminn - 05.12.1961, Page 16
Einum leikaranum hefur verið hent svo off í gólfið, að í gær ákvað hann í
að fara með jakhann sinn í hremsun, einkum vegna þess, að jakkinn er
iánsfHk og von var á eigandanum í Iðnó um kvöldið. En sjálft leikritið er
eins konar andieg efnaiaug, þótt það hafi ekki hrinið á þessum jakka.
Stóra myndin er af Gísla og Steindóri, en minni myndin af Gísla og Helgu.
Um þessar mundir sýnir
Leikfélag Reykjavíkur amer-
íska sjónleikinn Kviksandur
eftir V. Gazzo. Við skruppum í
Iðnó um daginn og læddumst
að tjaldabaki. í hléinu verður
okkur gengið niður í búnings-
klefa í gömlu Iðnó, sem eru
einna líkastir hásetalúkarnum
á Súðinni gömlu. Þó er mikill
munur á því þegar allt var
þar óþiljað, gólfið ekki annað
en sjávarmöl og rotturnar átu
smínkið óhikað frá leikurun-
um.
Gjaldkeri Leikfélagsins, Guð-
mundur Pálsson, situr og gruflar
yfir reikningi frá Shemíu h.f. þeg-
ar við komum niður. Hann tuldrar
fyrir munni sér: Eitt gallon
shampoo, sjötíu krónur, ein flaska
rauður matarlitur, eitt glas af
sósulit.
— Hvað er gert við rauðan mat-
arlit? spyrjum vér.
— Það er rauðvínið sem þau
drekka á sviðinu, segir Guðmund-
ur Pálsson (Putti), og í staðinn
fyrir viskí er notast við sósulit.
Það er ódýrt sprúttið á senunni.
En hætt við þau finni lítið á sér.
Engin furða þó maður leiðist út
í dópið, segir Steindór Hjörleifs-
son og kemur í þessu niður stig-
ann í einu svitabaði, skyrtan rifin,
hárið úfið. Gjaldkerinn horfir á
hann áhyggjufullur og ásakandi:
— Það liggur við þú farir með
i-eina skyrtu á kvöldi, segir hann.
— Og það þessar dýifndis skyrt-
mr frá P.Ó., segir Birgir Brynjólfs-
son og horiir saknaðaraugum á
skyrtuna.
Treyjan í hreinsun
En skyrtan gleymist fljótlega
fyrir nýju próblemi. Gísli Halldórs-
son (Póló) kemur hlaupandi niður
og er mikið niðri fyrir:
— Það gengur ekki lengur með
þessa súpu. Hún er alltaf brimsölt
og við sitjum þarna og tölum ekki
um annað en hvað hún sé dauf á
bragðið. Það verður að tala við
dömuna!
Leikstjónnn Helgi Skúlason
stingur upp á því að láta dömuna
bora einn disk af súpunni svo hún
salti minna fyrir næstu sýningu.
Það væri ekki beint í anda verks-
ins að leikararnir grettu sig yfir
súpu sem ætti að vera vatnsgut).
— Og svo má ekki gleymast að
láta símtólið á. Það er ekki hægt
að láta áhorfendur heyra símann
hringja og svo liggur tólið kann-
ske á gólfinu.
— Ég verð að fara að láta treyj-
una mína i hreinsun, segir Birgir
Brynjólfsson (epli), hún er öll orð-
in óhrein af því mér er fleygt í
gólfið.
— Ógurlega geturðu verið pjatt-
aður, segir Helga Bachmann
(Celia).
— Ég fékk treyjuna lánaða, svar
aði Birgir, og eigandinn kemur á
næstu sýningu. Eg get ekki látið
hann sjá hana svona.
Nútímasjúkdómur
Helgi Skúlason leikstjóri hefur
hlotið einxóma lof gagnrýnenda
fyrir sviðsetninguna á Kviksandi.
Hann fer einnig með lítið en mik-
ilvægt hlutverk í leiknum, leikur
eiturlyfjasalann sem er auknefnd-
ur „Mamma“ og hefur ráð dópist-
anna í henai sér. Skuggaleg undir-
heimatýpa með dökk gleraugu og
hanzka á höndum.
— Hefur áður verið sýnt hér
leikrit um eiturlyfjaneyzlu?
— Þetta er fyrst og fremst mann
eskjudrama, svarar leikstjórinn og
tekur ofan glæpamannssvipinn,
eiturlyfin eru ekki aðalatriði í
sjálfu sér, þó það vandamál sé út
af fyrir sig nógu tímabært. En
dópið er nokkurs konar umgerð
verksins, höfundur notar það til
að velta dramanu af stað. Hann
kafar dýpra, stefnir lengra.
— Svo leikurinn á erindi við
fólk þó það sé ekki forfallið í heró-
in eða morfín?
— Vissulega. „Kviksandur" fjall-
ar um andlegan sjúkdóm sem er
einkennandi fyxir okkar tíma, okk-
ar öld: rótleysið, lífsóttann, hyl-
dýpið milli föður og sona, blekk-
inguna og lífslygina.
Ekki betri
Jonni (Steindór Hjörleifsson),
er eini dópistinn í leiknum en
bróðir hans og pabbi hans eru ekki
hótinu skárri, þeir reyna líka að
skjóta sér undan ábyrgðinni sem
þeim er á herðar lögð, engu síður
en sjúklingurinn. Þeir eru allir
þrír með sama markinu brenndir.
Pabbinn kemur til Bandaríkj-
anna. sem innflytjandi frá Ítalíu,
hann festir aldrei rætur í nýja
iandinu. Þá fyrst fer allt að flosna
upp, hann kemur strákunum af
sér, kemur þeim á munaðarleys-
ingjahæli, lætur þá flækjast á milli
frændfólksins. Að vísu er mamma
þeirra dáin, og karlinum er vor-
kunn. En liann gerir ekkert fyrir
drengina, þekkir þá ekki í raun
9g veru, lifir í blekkingum um þá.
í augum hans er Jonní stríðshetj-’
an, fyrirmynd æskunnar. Ög sjálf-j
ur þykist hann góður faðir sona j
sinna.
I
Dóp fyrir mörg þúsund dali
Svo er Póló, bróðir Jonna. Vístj
þykir honum vænt um bróður sinn, j
fórnar öllu fyrir hann. En það fer |
allt í öfuga átt. Póló er ekki dóp- \
isti, en hefur ekki manndóm í sérj
til að spyrna við fótum, kýs heldur j
að skjóta öllu á frest. Hann forðast!
að stinga á kýlinu. Hann mokar j
peningum endalaust í bróður sinn,
þangað til ekkert er eftir. Borgar
fyrir hann eiturlyfin, mörg þúsund
dali, selur bílinn sinn hvað þá
meira. Hann gerir þetta síður en:
svo til að leggja líf bróður síns í
rúst, hann gerir það til að lina
þjáningu hans, leyna fyrir sjálfum
sér og öðrum hinu alvarlega á-
standi.
Hvorki Póló né faðirinn vilja
leita til læknis og lögreglu þegar
allt er komið í óefni.
Póló: Meðan hann fær það, er
ekkert að honum. Þig mundi aldréi
gruna að hann væri neitt öðiuvísi
en annað fólk.
Og faðirinn segir: Við getum
annast um hann öll í sameiningu.
tFrjmhgiö a 2 siðu >
■■ 'v *s
■M
Læknir kenndi Steindóri
viðbrögð eiturætunnar