Tíminn - 23.12.1961, Blaðsíða 3
rir nýar
NTB—Bruxelles, 22. des.
í dag rættist talsvert úr deil-
unum á ráðherrafundi Sam-
markaSsríkjanna sex um land-
búnaðarstefnu samtakanna.
Viðræður landbúnaðarráðherr
anna gengu svo vel, að jafnvel
getur farið svo, að samkomu-
lag náist um sameiginlega
landbúnaðarstefnu fyrir ára-
mót.
Franski landbúnaðarráðherrann
lýsti því yfir, að viðræðurnar
hefðu snúizt óvenjulega. í gær var
andrúmsloftið mjög kuldalegt á
ráðherrafundinum, en nú horfir
málið allt öðruvísi við, sagði hann.
Stórt skref
Ef ekki næst samkomulág um
stefnuna í landbúnaðarmálum fyr-
ir nýár, ’eru allar hoifur á því, að
fresta verð' öðrum þætti tolla-
lækkana Sammarkaðsríkjanna, sem
átti að framkvæmast um áramótin.
Annar þátturinn er mjög stórt
skref. Þá er meðal annars gert ráð
fyrir 20% tollalækkun, frjálsum
fiutningi á vinnuafli milli land-
anna og einnig mega ríkin í Sam-
markaðnum þá ekki lengur neita
að samþykkja samþykktir Sam-
markaðsins og eru þá miklu háð-
ari honum en áður.
Sameiginleg yfir-
lýsing í Bermuda
Macmillan og Kennedy
NTB—Hamilton, 22. des.
Bermuda-fundi þeirra Mac
millan og Kennedy lauk í
kvöld með sameiginlegri yfir-
lýsingu þeirra beggja um
helztu heimsvandamálin. í yf-
irfýsingunni segir, að umræð-
ur þeirra verði undirstaða
stjórnmálalegrar samvinnu
Bandaríkjanna og Bretlands í
náinni framtíð.
Eitt af helztu umræðuefnum
þeirra var Berlín. í yfirlýsingu
þeirra segir, að Thompson, sendi-
herra Bandaríkjanna í Moskvu,
jverði falið að hafa samband við
Sovétstjórnina um, hvort ekki
,megi finna grundvöll fyrir stór-
Loftárás STENDUR TSJOMBE
veldafundi um Berlín.
I
Kjarnorkutilraunir
í yfirlýsingunni segir einnig, að
undirbúningur verði hafinn að
kjarnorkutilraunum Vesturveld-
anna í andrúmsloftinu, en síðar
verði á'kveðið, hvort af þeim til-
raunum verður.
Kitona-fundur þeirra Adoula og
Tsjombe er í yfirlýsingunni talinn
I ofnilegt skref til friðar í Kongó.
Afvopnun
Macmillan og Kennedy voru
sammála um, að raunverulegur
framgangur í afvopnunarmálun-
um væri eina leiðin til að minnka
spennuna milli vesturs og austurs,
,sem hefur aukizt tnlsvert upp á
síðkastið.
I
Loftárás var gerð á Stykkishólm
f gær. Manntjón varð ekki, en sex
hænnr létu þar líf sitt.
Árásin kom Stykkishólmsbúum
algjörl-ega á óvart, enda er fólk
almennt komið í jólaskap og á sér ,
einskis ills von. Hún upphófst
með þeim hætti, að illfygli mikið
renndi sér skyndilega af himnum
ofan og gerði harða hríð að
hænsnabúi, sem tilheyrir sjúkra-
húsínu á staðnum. Létu þar sex
hænur líf sitt, áður en Hólmur-
um tókst að koma við vörnum.
Fljótlega varð þó árásaraðilinn
yfirbugaður, sem við nánari at-
hugun reyndist vera fálki. Situr
hann nú undir lás og slá og bíður
dóms.
Ruanda og
Uritndi fá
iZorin klagar
VIÐ SAIVI
A N A ? I ®an^ar*kin
NTB— Biuxelles, 22. desember.
Belgíska ríkisstjórnin tilkynnti í
kvöld, að verndarsvæði Belga aust-
an Kongó, Ruanda og Urundi,
mundu hljóta aukna sjálfstjórn í
innanlandsmálum 1. janúar næst-’
komandi. Yfirlýsingunni fylgir lof-
orð um fullt sjálfstæði þeirra
seinni hluta ársins.
Ruanda og Urundi voru upphaf-
lega þýzkar nýlendur, en voru
lagðar undir belgiska stjórn 1919,
eftir fyrri heimsstyrjöldina, þegar
allar nýlendur voru teknar af
Þjóðverjum.
Utanríkismál, hermál, fjármál og
lögregla verða fyrst um sinn í
höndum Bélga, en íbúarnir munu
taka að sér þau mál smám saman
á næsta ári. Ruanda verður lýð-
veldi en Urundi konungsríki.
Leiðrétting
í athyglisverðri grein um sjúkra-
húsmál Selfyssinga, sem birtist í
Tímanum í gær, slæddist með ein
meinleg prentvilla. Þar stóð, að
uppskurðir í sjúkrahúsinu á Sel-
fossi væru nú orðnir 30 talsins,
en átti að vera 300 — þrjú hundr-
uð. Eru hlutaðeigendur beðnir
að fyrirgefa prentvillupúkanum
þessa slæmu villu.
NTB—Elisabethville og
Leopoldville, 22. desember.
Ýmsir óttast nú, aS Tsjomba
Katangaforseti ætli sér ekki
að standa við samninginn, sem
hann gerði við Adoula forsæt-
isráðherra Kongó í gær í Kit-
ona. Ríkisstjórnin í Katanga
lýsti því yfir í dag, að hún
hefði ekki vald til að úrskurða,
hvort samningur Tsjombe ætti
að fá fullgildingu, heldur væri
það þjóðþingsins.
Ríkisstjórnin óskað'i um leið
Tsjombe til hamingju með stað-
festu hans á fundinum í Kitona
og lýsti því yfir, að hún bæri
fyllsta traust til hans.
Adoula hissa <
Adoula forsætisráðherra lýsti
yfir undrun sinni á, að ríkisstjóru
Katanga teldi sig ekki bundna af
Kitona-samningnum. Hann sagð-
ist mundu bíða til 27. desember
til að komast að raun um, hvort
Tsjombe mundi standa við gerða
samninga. Þá þingar einmitt þjóð-
þing Kongó, e*n Tsjombe hefur
lofað að senda fulltrúa frá Kat-
anga til þingsins. .
I
— og hótar valdbeitingu
Adoula sagði, að fulltrúar Kat-
anga mundu fá sæti í ríkisstjórn-
inni, ef þeir mæta í Leopoldville,
en valdi yrði beitt, ef Tsjombe
sýndi ekki lit á, að standa við
samnkigana. |
Adoula vísaði á bug þeim um-,
mælum Tsjombes, að fulltrúar
Banda'íkjanna hefðu þvingað fram
fundi'num í Kitona.
Bunche og U Thant
Bunche ' aðstoðarframkvæmda-
stjóri S.Þ., hefur lýst yfir því, að
hann væri sannfærður um, að Kit
ona-samningurinn mundi leiða til
friðar í Kongó. Hann efaðist ekki
um heiðarleika Tsjombe. U Thant
framkvæmdastjóri samtakanna
sagði, að Tsjombe hefði skuld-
bundið sig skilyrðislaust að virða
stefnu S.Þ. í Kongó.
Ánægja meS samninginn
Samningurinn hefur valdið mik-
illi ánægju á Vesturlöndum, einn
ig í Bretlandi og Belgiu. Víða hef
ur komið fram, að menn telja
Tsjombe skuldbundinn af samn-
ingunum, þar á meða) í banda-
ríska utanríkisráðuneytunum.
NTB—New York, 22. desember.
Valerian Zorin, varautanríkis-
ráðhorra Sovétrikjanna, gagnrýndi
Bandaríkin á blaðamannafundi í
dag fyrir það, sem þau hafa upp
á síðkastið lagt til málanna í
Kongó. Sagðist Zorin ef til vill
krefjast fundar í Öryg.gisráðinu
um Kongó.
Danmörku?
Súkarnó læl
ur ófriðlega
Kaupmannahöfn, 22. desember.
— Einkaskeyti.
f kvöldberlingi dagsins er sagt
frá þvi, að Atlantshafsbandalagið
hafi í hyggju a@ koma á fót há-
skóla í nattúruvísindum og verk-
fræði, þar sem fjögur hundruð út-
lærðir sérfræðingar stundi fram-
haldsnám undir leiðsögn hundruða.
kennara.
Komið hefur til mála, að NATO-
háskóli þessi vcrði staðsettur í
Danmörku, og er máli'ð nú til um-
ræðu við hina þrjá háskóla í Dan-
mörku. Stofnun NATO-háskóla
mun hafa í för með sér umfangs-
miklar byggingar undir rannsókn-
arstofnanir og hefur málið vakið
mikla athygli lærðra í Danmörku.
Eru menn ýmist hrifnir eða mót-
fallnir. _ Aðils.
NTB—Djakarta, 22. des.
Súkarno forseti Indónesíu
herti enn í dag á spennunni,
sem hefur verið milli Indónes-
íu og Hollands um Irian, vest-
urhluta eyjarinnar Nýju-Guin-
eu, sem er nú hollenzk ný-
lenda.
Súkarnó tilkynnti í dag, að ekki
kæmu til greina neinir samningar
við Hollendinga um íran, sem
ekki fælu í sér, að íran yrði lögð
til Indónesíu. Hann skoraði jafn-
frámt- á indónesískar mæður að
senda syni sína og dætur á nám-
skeið, sem hann hefur komið á
fót til þess að undirbúa frelsun
írans, eins og hann orðaði það.
Á varðbergi
Yfirmaður ríkislögreglu Indó-
nesíu hefur allt lið sitt reiðubúið
til innrásar i íran og sjglinga-
málaráðuneytið hefur skipað öll-
um Indónesískum kaupförum að
vera í stöðugu loftskeytasambandi
við Djakarta, höfuðborð Indó-
nesíu.
Hættulegt ævintýri
Landsstjóri Hollendinga i íran
sagði í útvarpsræðu í dag, að á-
slandið væri ekki ógnvænlegt, en
allt gæti gerzt. Hann sagði einnig,
að það yrði Indónesum hættulegt
ævintýri, ef þeir gerðu innrás i
íran.
26 fórusf með
„halasfjömu"
NTB—Ankara, 22. desember.
Brezk farþega þota af gerðinni
Comet, hrapaði til jarðar klukku-
Teknir af lífi
NTB-Seoul, 21. desember.
Fimm Suður-Kóreumenn voru
teknir af lífi i dag fyrir andbylt-
ingarstarfsemi. Meðal þeirra var
innanríkisráðherrann í rikisstjórn
Syngmans Rhee og tveir jafnað-
armannaleiðtogar.
tíma eftir að hún lagði upp af
flugvellinum í Ankara. 26 fórust
með henni, þar af öll áhöfnin, sjö
manns, en 34 voru um borð. Svo
virðist sem skyndilega hafi kvikn-
að í flugvélinni og hún hafi síðan
rifnað í tvennt.
Flugfélagið BEA, sem á vélina,
hefur sent rannsóknarnefnd á stað
inn, því að grunur leikur á, að
um skemmdarverk geti hafa verið
að ræða.
Þeir, sem fórust, voru menn af
ýmsu þjóðerni, þar á meðal fimm
börn og nýgift hjón.
TÍMINN, laugardaginn 23. desember 1961.
3