Tíminn - 23.12.1961, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.12.1961, Blaðsíða 9
FuIIveyi fagn- að í Reykjaskóla Laugar’daginn 2. desember var efnt til myndarlegs fullveldisfagn- aöar að Reykjaskóla í Hrútafirði af neanendum skólans. Þess háttar samkomur hafa verið fastur liður í starfsemi skólans undanfarin ár. Bjóða þá nemendur sínum nán- ustu og hefur ávallt verið fjöl- mennt þangað þennan dag. Svo var og að þessu sinni þótt veður og færð væri hvorugt eins og bezt varð á kosið. Samkoman hófst kl. 21 um kvöldið og var öll hin ánægjuleg- asta og til sóma bæði nemendum og kennurum. Skemmtiatriðin fóru fram í nýreistu íþróttahúsi skólans. Skólastjórinn Ólafur H. Kristjánsson, flutti snjalla ræðu um nauðsyn á góðu samstarfi heimila og skóla í uppeldismálum æskunnar. Þrjár blómar'ósir sungu og léku undir á „guitar“. Nokkrir Söngur me5 gítarundirleik — Ragna, Halldóra, Anne Mary nemendur sýndu þjóðdansa. Þrír nemendur lásu upp, og að lokum fluttu tveir nemendur stuttan leikþátt. Var öllum þessum skemmtiatriðum ágætlega tekið. Síðan þáðu gestirnir rausnarlegar’ veitingar í borðstofu skólans. Að lokinni kaffidrykkju hófst dans- inn, og léku fyrir honum tvær hljómsveitir til skiptis, en báðar eru eingöngu úr skólanum. Var dansinn stiginn af miklu fjöri til kl. 2 að nóttu. Ég átti þess kost að ræða lítil- lega við skólastjórann um skóla- starfið yfirleitt svo og um nauð- synlegustu framkvæmdir skólans á næstunni. Hann fræddi mig á eftirfarandi: Fjöldi nemenda í vetur er 105 og er það hið allra fyllsta er skól- inn getur tekið á móti. Um 140 nemendum varð að vísa fr'á, því að heimavist rúmar vart fleiri en 60—70 nemenduir. Flestir aru nemendur úr byggðum Stranda- og Húnavatnssýslna. Skólinn starf- ar í 3 bekkjum og fastir kennarar eru 4 auk skólastjóra en þeir eru Ragnar Þorsteinsson, Aðalbjöm Gunnlaugsson, Helga Eiðsdóttir og Mattihías Gestsson, er hóf kennslustörfin þar í haust í stað Gunnlaugs Sigurðssonar, er lét af störfum við skólann s.l. vor. Stundakennari er Sólveig Kristj- ánsdóttir, er kennir stúlkum handavinnu. Heilsufar hefur verið ágætt í skólanum það sem af er vetrar. Félagslíf nemenda er gott. Þeir halda uppi málfundafélagi og skólablaðið „Nýgræðingur" kem- ur út fjölritað á þeirra vegum.' Þar í rita nemendur bæði bundið og óbundið mál um ýmiss konar Leikþáttur — Lína og Gústi fara í spurningaleik. Leikendur eru Brynja Jóhannesdóttir og Jón Hilmar Jónsson t efni. Hvað framkvæmdirnar á- hrærir, þá er þeirra brýn þörf. íþróttahúsið er komið vel á veg og verður þar fram haldið eftir því sem aðstæður leyfa. Það, sem nú kallar mest að, er bygging nýrrar heimavistar fyrir nemendur ásamt kennaraíbúðum. Ekki til að fjölga nemendum, heldur til að geta veitt þeim betri aðbúnað en nú er, svo og til að fá húsrými fyrir starfslið skólans, en á því er mikil þörf. Bygging kennaraíbúða er ekki síður brýn. Til að geta haldið góðum kennslu- kröftum, er nauðsynlegt að geta boðið upp á hvort tveggja, góð vinnuskilyrði og sómasamlegt j íbúðarhúsnæði, en eins og allir I vita, sem til skólamála þekkja, þá er fátt nauðsynlegra hverjum skóla, en að fá haldið góðum kenn urum, sem eru orðnir þjálfaðir í starfi. Á þetta ekki síður við um heimavistarskólana, sem eru hvort tveggja í senn, heimili og skóli. „Við væntum skilnings allra góðra manna á þörfum okkar í þessu efni“ segir skólastjóri að lokum. Samræðum okkar er lokið. Ég óska honum, skóla hans, kennur- um, nemendum og starfsliði öllu, allra heilla í nútíð og framtíð með þökkum fyrir ánægjulega kvöld- | sitund. Vonandi verður fljótlega ! hafizt handa um nauðsynlegustu j byggingarframkvæmdir í Reykja- ; skóla. Engir ættu að fagna því fremur en byggjendur Stranda- ; sýslu og Húnaþings. Það er eigi lítils virði fólkinu í þessum byggð- arlögum, að fræðslustofnun sú, er börn þeirra hverfa til, vel flest að loknu námi í bamaskóla, hafi á að skipa samstilltu kennara -og starfsliði, er komið geti nemend- um áfram til aukins þroska, mann dóms og mennta, um leið og að- stæður batna til betri aðbúnaðar nemendunum' sjálfum til handa. Ég er þess fullviss, að skólastjór- inn á visan stuðning þessa fólks í því brýna hagsmunamáli, er hér um ræðir. Þetta er raunar ekki : sér'mál skólans, heldur héraðsins alls. Vonandi verður skilningur þeirra, sem með völdin fara í þess um málum, þ. e. þings og ríkis- stjórnar, á þann veg að fljótlega rætist úr til hins betra. Jónas R. Jónsson, Melum, Hrútafirði. (Myndirnar tók Matthías Gests- son kennari.) ÞjóSdans f Reykjaskóia Nú hefur séra Sveinn Víkingur vinur minn, sagt mér til syndanna í grein sihni: Er spíritisminn hé- gómi? sem birtist í Tímanum síðast liðinn laugardag. Sá er vinur er til vamms segir, ekki sízt ef sá vinur er eins og séra Sveinn að mínu áliti og margra annarra, einn af. gáfuðustu, beztu og skemmti- legustu ræðumönnum, rithöfund- um og skáldum þjóðarinnar. Mér eins og öðrum er líka kunnugt um það að hann hefur valið sér þann leiðtoga sem 12 ára að aldri var gáfaðri og lærðari en allir mestu gáfu- og lærdómsmenn sinnar þjóð- ar, en hafði umfram það þá miklu og sönnu vízku til að bera, sem hafin er upp í það veldi spnar guðsríkis sem er vairanlegri en allar gáfur, lærdómur og sannanir heimsins samanlagðar. Þau skáld sem höfðu gáfnakvóta um 200 og þar yfir, eins og Shakespeare, Milton og Goethe jusu af hinum lifandi nægtabrunni hans og sögðu sumir hverjir í orði kveðnu eins og Páll postuli: Náð þín nægir mér. Jafnvel ókristnum síðari tíma Nóbelsverðlaunaskáldum, eins og skáldi ástarinnar, Rabindranath Tagore, hefur verið talið það helzt til ágætis (sbr. ritdóm Þorsteins M. Jónssonar í sama blaði Tímans, um bókina sem séra Sveinn þýddi em hann nýlega, vegna aldarminn- íngar hans) að „trú hans og lífs- skoðanir eru þó hinar sömu sem grundvallarskoðanir þær, er krist- in trú er reist á.“ Kristur hefur þegar með lífi sínu dauða og upprisu og vitnisburði lærisveina han? gefið okkur, líka með gáfum sínum qg vizku, sem enginn hefur jafnast a við, þá einu algildu og eilífu sönnun sem nægir okkur nú og eilíflega um fram- haldslífið, bæði trúar og þekking- Esra Pétursson, læknir: Er spíritisminn hégómi? arfarslega. Trúum við ekki þeirri sönuun, mun ekki heldur öndum framliðinna, jafnvel þó að það væri örugglega sannað, að þeir væru það, sem þeir segðu sig vera, takast fremur að sannfæra okkur. í stærðfræðinni og í ýmsum öðr- um vísindagreinum nægir líka bara ein einasta sönnun sé hún algild. Forseti guðspekifélagsins hér á landi .lýsti því nýlega yfir opinber- lega á prenti og la^ði á það þunga áherzlu, að guðspeki væri hvorki neins konar trú né kennisetningar. Þó að brautryðjandi spiritismans hér á landi, Einar Hjörleifsson, hafi árið 1905 skipað henni til sætis með öðrum trúarbrögðum með því að kalla Hana andatrú (sbr. Öldin okkar 1901—1930; Fjallkonan 4.4. 1905), sem er „fínna“ nafn en „draugatrú", (Þjóðólfur 7.4. 1905), þá veit ég ekki hvort spíritistar fylgja þeirri stefnu lengur að kalla spíritism- ann trú eða trúarbrögð. Ég vona að svo sé ekki, því að ég,vil manna sízt verða til þess að ráðast á ann- arra trúarbrögð að kommúnisman- um þó undanteknum, jafnvel þó að mér sjálfum virðist þau vera hé- gómi. Eg er þeirrar skoðunar, að spíritisminn sé ekki trúarbrögð af neinu tagi, heldur fremur einhvers konar „fræði eða vísindagrein". Styðst ég þar við orð séra Sveins, en hann segir í grein sinni: Erpsychology spíritisminn hégómi? „Læknirinn hlýtur að vita að ekki aðeins fjöldi lærðra háskólaprófessora, heldur hinir ágætustu vísindafrömuðir víða um heim hafa áratugum sam- an starfað að rannsóknum miðla og sálrænna fyrirbæra.“ Og enn frem- ur orð Sir Oliver Lodge um spírit ismann í grein sinni í Encyclopedia Brittannica er hann segir: „Spritit- ismi, nafn sem notað er af nokkr- um heimspekingum til þess að tákna með heimspekilegt viðhorf eða sjónarhól varðandi alheiminn o. s. frv. ... en oftar er það notað til þess að tákna vaxandi sannfær- ingu viss fólks að áthafnir mann- legra vera eru ekki algerlega bundnar við þau afnot sem þær hafa af líkamlegum eða efnislegum lífverum hér á þessum hnetti ... og enn fremur er það haldið að persónuleikar þeir. sem á þennan háit eru færðir inn í tilveruna, muni flytja með sér minni sitt, eig- inleika, smekk og ástúð, sem þeir höfðu þroskað hér i tengslum við efni, og skulu mega með vissum takmörkunum leiðbeina og hafa áhrif á jarðneska atburði í sam- starfi við þá. sem enn þá lifa á jörðinni . einn hópur rannsókn- armanna .. er ekki undir það búnir að taka við þeirri skýringu að menn lifi eftir dauðann og mis- líkar þess vegna orðið spiritismi og kjósa heldur að nota hlutlaust orð eins og dulspeki og para' þriðji hópur vís- | indamanna hafnar ekki einungis i spíritista tilgátunni (hypothesis) iheldur efast líka um staðreyndirn- | ar, og álita þær vera útkomnar frá villimanna hjátrú og þjóðsögum, og þess vegna ekki þess virði, að þeim sé vísindalegur gaumur gef- inn“. (Orðrétt þýðing, eftir því sem ég kemst næst). Sem sagt spiritisminn er tilgáta, sem styðst við fjölmargar „stað- reyndir“ sem spiritistar kalla „sannanir“, og nálgast það að vera eitthvað af þessu; heimspekistefna, vísindagrein eða meira eða minna merkilegt rannsóknarefni, einkum fyrir þá sem hafa lítinn trúarstyrk tii að bera. ef vera mætti að tæk- ist með hætti spiritista, að styrkja trú 'þeirra. Vitandi það að einn skiptir litlu það, sem annan skiptir miklu, réðst ég á spíritismann fyrst og fremst til þess að gefa spiritistum færi á því, að gera hreint fyrir sínum dyrum og taka af skarið ti_' þess að skærara ljós gæti þá upplýst þá sjálfa um það hvort þeir álíti nú enn þá spirit- ismann vera trú eða trúarbrögð eða ekki. Álíti þeir, eins og ég, ?.ð hér sé um að ræða heimspeki- stefnu, eða eitthvað í áttina við það að vera vísindagrein, verða þeir að vera við þvi búnir að mæta vægðarlausri vísindalegri gagn- rýni. Henni er nær ávallt og ætti alltaf að beita um allar vísindaleg- ar kenningar þeirra sem leita sann- leikans um eitthvert málefni, því að hann einn stenzt þann hreins- unareld, ef bæði forsvarsmenn og andmælendur eru eins einlægir eins og þeim er framast unnt að vera. Til þess að fjalla um spíritisma er sál- og geðfræðileg nútíma- þekking ómissandi, nema því að- eins að spíritistar treysti sér til þess, að leggja fram eina algilda og haldgóða sönnun. Fjöldi þeirra skiptir hér litlu máli, hvort sem þær skipta hundruðum eða þús- undum, ef þær eru allar jafn óvís- indalegar og haldlitlar. Fjoldi þeirra er einmitt óræk sönnun þess að spíritistum hefur ekki enn þá tekizt fyllilega að sannfæra hvorki sjálfa sig né aðra. Sjálf- sagt eru þeir eins og náfrændur þeirra, guðspekingarnir, alltaf að leita án þess að vita hvert, hvem- ig og að hverju ber að leita. Ekki tjóar að leita eingöngu hjá gáfumönnum og meira eða minna ótíndum Nóbelsverðlaunahöfund- um, því að þrátt fyrir miklar gáf- ur sínar geta þeir í skrifum sín- um og allri lífsbreytni verið óvitr- ir sem asnar, og því fjær sem þeir standa kristni, þeim mun óvitrari eru þeir, hvað sem þekkingu, vísindum og gáfum þeirra líður. Því síður er ástæða til að leita sér leiðbeiningar hjá meira eða minna ótíndum, framliðnum önd- um. Eins og ritstjóri guðspekifé- lagsins benti á, verður enginn al- vitur af þvi einu að deyja, um leið og ritstjórinn fagnar því, að endurholdgunarkenningih er nú meira og meira boðuð af vörum miðla. Við eigum annan fagn- aðarboðskap um eilíft líf og náð Guðs, sem er okkur meira virði (Framhald á 12. síðu). TÍMINN, laugardaglir 2S. desember 1961. 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.