Tíminn - 23.12.1961, Blaðsíða 15

Tíminn - 23.12.1961, Blaðsíða 15
Úklipptir verða þeir sjálfsagt kluxksn a,'IS i gæ morgun varð harkalegur árekstur mats við benzínafgreiðslu BP á Skúlagötu Volkswagen- bifreið kom austan götuna. Ökumaðurinn sveigði inn að benzínafgreiðslunni tll hægri. Samtímis bar strætis- vagn að vestan götuna. Hann rakst á fremri vinstri hjólhlíf Volkswagenbifreiðarinnar aftanverða og gekk þar inn í farangursrýmlð. Vinstri framhurð bifreiðarinnar eyðilagðist, framrúðan'áprakk út, hjólhlifin tættist sund ur. Bffreiðin, sem er af árgerð 1952, er öll meira og minna af sér gengin eftir áreksturinn. Ökumaður og eigandi bifreiðarinnar, Jón Halldór Þórarinsson, Snorrabraut 36, var fluttur í Læknavarðstofuna. Meiðsl hans voru ekki tslin hættuleg Nokkrir farþegar voru í strætlsvagninum. Þeir voru farnir, þegar lögreglan kom á vettvang. Umferðardeild rannsóknarlögreglunnar óskar að hafa tala af farþegunum og biður þá að gefa slg fram. MæSnmar í jólafeakstri P-:mn^in al 7 siðu — Óli! Okkur vantar síld, hróp ar Margrét og unglingsstrákur kemur hlau.pandi og eys sild upp úr tunnuy sem stendur fyrir fram an borðið, sem stúlkurnar vinna við. — Við viljum ekki tefja þær lengur og gefum okkur á tal við verkstjórann. — Er þetta flest allt skólafólk, seim vinnur hérna núna? — Stúlkurnar eru allar skóla- stúlkur og fjöldinn allur af pilt- unuim er líka í skóla. Til dæmis er þessi héma á ljósu peysunni að læra að fljúga, og ef hann verður eins duglegur að fljúga og hann er í þessari vinnu, verður ein- hvem tíma hægt að fljúga með honum til útlanda. — Ef þið vilj- ið annars vita, hvemig þetta geng ur fyrir siig, þá er síldin fyrst sett í þrær hérna frammi og flytzt síðan með færibandi hingað inn og er flokkuð. Stærsta síldin fer í söltun, en siá smæsta fer í úrgang. Síldin sem á að. súrsa fer í þetta stóra þvotta ker og síðan í flökunarvélina, sem tvær stúlkur vinna við núna, ann- ars er skipt á stundarfjórðungs fresti.. Síðan er síldin látin liggja í súr í hálfan mánuð og er svo tekin upp aftur og flokkuð og það em stúikurnar að gera núna. Þessi síld færi öll í bræðslu, ef ekki væru til þessar flökunarvél- ar. Hún er síðan flutt til Þýzka- lands og Þjóðverjar éta hana mik ið með bjórnum. Svo á að salta hjá okkur í kvöld Aflinn (Framhald af 1 síðu) hve mikið það var. í gær bættust síðan við 26.575 tunnur á þessum stöðum og í Vestmannaeyjum. og er því vikuaflinn um 120 þús. tunnur, sem gerir tæpar 11 millj- ónir króna. Nú verður ekki róið á aðfangadag og jóladag, og mun því nærri lagi að ætla, að yfir jólin tapist síld fyrir fimm milljónir króna. — svo aðeins sé miðað við daginn í gær — en því nær 6.2 milljónir, sé miðað við föstudag- inn. og þá koma stúlkur, sem bara vinna við söltunina, en s-umt af þessu fólki ætlar reyndar líka að salta. Já, það er sannarlega nóg að gera og ekki vert að tefja lengur. Þess vegna kveðjum við og þökk- um fyrir okkur og þykjumst hafa lært margt af þessari heimsókn, bæði hvað snertir síld og þetta starfsama skólafólk. Skrúfudans (Framhald af 2 síðu) „The Peppermint Lounge“ er hrein martröð þessa dagana. í kas- heitu, troðfullu húsnæðinu, sem tekur 200 manns, er gestunum smalað upp að veggjunum og þjappað saman við smá borðkrili. Hljómsveitarstjórinn er 22 ára mjóna með kringlótt barnsandlit. Hann heitir Joye Dee, og lætur hljómsveitarmennina öskra og kalla og hoppa og skoppa eins og púka á glóandi kolum. — það verð- ur að koma svolitlu „fútti“ í mann- skapinn, segir hann. Og smóking- klæddur gestur stynur, aðfram- kominn af mæði: — Svona á mað- ur að slappa af! Og blaðamaður, sem hefur gist danshúsið mörg ^kvöld í röð, reynir að hindra að I svitalækirnir renni upp í munninn á honum, þegar hann segir: — Þessu líkt er hvergi til. Ég hef aldrei vitað annað eins. Úti fyrir bíða langar raðir gesta, iOg hundruð manna snúa heim án jþess að kynnast undrinu. Það er jekki hægt að hringja og panta borð, sá, sem fyrst kemur, situr að sínu — með vissum undantekn- ingum þó, eins og gerist fyrir „úestan“. Lögreglan hefur tvöfalt jlið utan vio staðinn. Faraldurinn breiðist út um álf- una. Fleiri og fleiri staðir auglýsa j „t’he Twist" og 19 ára gólsöngv- jari, Chubby Checker. hefur sung- iið sjálfan sönginn. „the Twist“, ! inn á plötu, sem gefin er út í millj ,óna upplagi I Og meðal annarra orða: Checker er að leggja af stað í söngferð tii Evrópu Skrúfudans hefur eitthvað iverið reyndur á íslandi, en með I misjöfnum árangri. Dregið í kvöld Klukkan 12 í kvöld verður dreg- ið í tveimur happdrættum í sam- komuhúsinu Glaumbæ við Frí- ! kirkjuveg. | Eru það happdrætti Framsókn- arflokksins og Krabbameinsfélags- ins en aðalvinningar í þeim eru íbúð í Happdrætti Framsóknar- flokksins og Volkswagenbifreið í happdrætti Krabbameinsfélagsins. Þeir, sem eru bráðlátir að vita, hvort þeir hteppa íbúð eða bifreið eða e.t.v. hvorutveggja, geta því gengið við i Glaumbæ að loknum jólainnkaupunum og fylgzt með drættinum, sem Þórhallur Pálsson, fulltrúi hjá borgarfógeta mun annast. Rei<$skóli Fáks 'Framnnm -r ih <i0u’ og eru menn látlaust að spyrja, hvenær reiðskólinn eigi að hefj- ast, að sögn Bergs. Rósemary mun annast kennsluna í vetur og ef til vill hafa aðstoð- armann.' i Bergur Magnússon sagði, að þeir Fáksmenn teldu þessa. kennslu hafa rnikið uppeldisgildi j og stórt spor í þá átt að laða j unglinga frá sjoppuhangsi og götu rápi. Skólagjaldið í fyrra var 100 krónur á fyrra námskeiðinu og 150 krónur á því síðara. Félagið fékk styrk frá Landssambandi hestamanna, 15000 krónur. til skólabaldsins, en það mun hafa verið töluvert kostnaðarsamt. Bergur sagði, að félagið gæti tæp ast rekið þennan skóla án þess að njóta til þess nokkurrar að- stoðar. ' amhalö al 7 stðu 1 Þetta er vörpulegur maður, með- allagi hár, rjóður í kinnttm og tekur í nefið. — Þú ert að fá’ana, Þorvaldur. — Þetta eru nú engin ósköp, blessaður vertu. Erum með 700 tunnur og allt fer þetta í gúanó. — Hvar fenguð þið þetta? — Það var í Skerjadýpmu, vest ur af Eldey. Fengum þetta í tveim ur köstum. Það er djúpt á hana, stendur þetta á 25 til 30 föðmum grynnzt. — Þið hafið flestir verið á Skerjadýpinu í nótt? — Já, annars vorum við í fyrri nótt í Kolluálnum og fengum ekk ert. Annars er maður alltaf óá- nægður á þessum sjó, blessaður vertu, hvernig sem gengur. — Hvað eruð þið búnir að fá mikið samtals? — Það eru eitthvað tæp 7 þús- und. Búnir að vera tvo mánuði hér í flóanum. — Og hvað er hluturinn hár? — Blessaður vertu, það er eng in leið að segja til um það, maður veit ekkert hvað maður fær fyrir þetta. Við höfum set.t talsvert í salt og í frystingu og um 2000 tunnur höfum við selt beint í tog- ara. Þegar þetta fer í salt og fryst ingu, gengur svo mikið úr þessu, síldin er sorteruð og úrkastið fer í gúanó og það er töluvert. Það er 1.70 kr. fyrir kílóið í frystingu og 1.60 kr. í salt, en 77 aurar, ef þetta fer í bræðslu. Við sjómenn irnir teljum okkur fá bezta verð- ið, ef við seljum beint í togara. — Er þetta ekki nýr heimur fyrir ykkur að moka síldinni svona upp hér í Flóanum? — Þessar nýju græjur, kraft- blökkin og fisksjáin, gerbreyta þessu öllu, maður. Það er ólíkt frá því sem var, þegar maður var að puða með reknetin hér í fló- anum og týna upp sömu síldina Tapa 100 þús. kr. Framh al 'h siðu vinnunnar við fiskinn koma hér síldartökuskip og síldarmjölstöku- skip á morgun og hinn daginn. Stundum hefur verið sagt. að Raufarhafnarbúar svæfu ekkert á sumrin, en þeim mun \ meira á veturna; nú er þetta úrplt. þeir hafa engan svefntíma þá heldur Flestir vinna þetta 11 til 17 tíma á sólarhring. VeitSitækin (Framhald al 1 síðu) að ræða. Vorgotssíld vantar í stofn- inn, sem er elzti hluti hans, en við hana var skilið fyrir austan land í ágúst í sumar. Það var feit og stór síld. Hún hefur ekki látið sjá sig enn, en ætti að gera það. Hún á að koma upp að Suðurlandinu, og verður allavega að gera það í f ebrúar til að hrygna. Jakob sagði, að annars vonaðist hann til að komast af stað á Ægi upp úr ára- mótunum. Þá verður aðalvérkefnið að finna vorgotssíldina, sem er feitasta og beztd síldin. Hefur alltaf veriS þarna Jakob sagði, að síldin hefði allt- af verið, þar sem henni er mokað. upp þessa dagana, meira eða minna magn af henni eftir atvik- um. Það sem gerir gæfumuninn nú, eru hin nýju tæki. Áður var hún veidd i reknet og þótti þá af- bragðsgott að fá tvö hundruð tunn- ur, en meðallag var níutíu tunnur. Núna þykir aflinn ekkert vera nema báturinn fái þúsund tunnur. Veiðitíminn brgytist einnig með breyttum veiðarfærum. Nokkur undanfarin ár hafa síldveiðar ver- ið stundaðar i desember. en það var ekki fyrr en í fyrra. að síld- veiðar voru stundaðar í janúar og febrúar. Síldveiði allt árið Jakob sagði, að það væri gífur- legt atriði. ef hægt yrði að dreifa flotanum, þanmg. að ekki nema nokkur hluti hans stundi veiðar á línu eða I net. Áður hættu flest skipin um miðjan febrúar, en þeir sem héldu áfram fengu góðan afla í marz. Að lokum sagði Jakob: Það er okkar óskadraumur. að ákveð- inn hluti flotans veiði síld árið um kring. og við vinnum að því eftir beztu getu. þrisvar, fjórum sinnurn. Síldin stendur svo djúpt, að það fengist ekki branda í reknet, þetta er allt nýju tækjunum að þakka. — Og kraffcblökkin? — Þetta er orðið allt annað líf fyrir mannskapinn. Þetta væri bara ekki hægt, ef við hefðum ekki kraftiblökkina. — Er ekki crfiðara að kasta af stóra bátnum? — Þeir sögðu það fyrst, að stóru bátarnir gætu ekki stundað 'þessar veiðar, en nú telja þeir jafnvel 250 tonna skipin bezt, og nú eru þeir farnir að tala um að gera út togara á hringnót og því ekki það, — en blessaður hafðu það ekki eftir mér. — Og þú ætlar ekki að gefa mannskapnum jólafríið strax. —Ræ í kvöld, blessaður vertu. Kem inn seinnipartinn á morg- un. Svo verður maður víst að hætta yfir hátíðina, Það fæst eng inn til að taka á móti þessu. Svo róum við aftur á annan eða þriðja í jólum. . — Og hvað lengi ætlið þið að halda þetta út? — Það er eiginlega óráðið enn þá. Ætli maður verði ekki við þetta eitthvað fram á nýja árið. Það er almennt álitið, að síldin verði liér út janúarmánuð, fyrst hún var svona seint á ferðinni. Eg býst við að flestir bátarnir rói út janúar. Annars verður erfið- leikum háð að koma henni f verð. Það er víst bráðum búið að afla upp í alla samninga og þá verður ekki hægt að láta hana nema í gúanó. (Við fengum að vita það hjá hásetunum, að hluturinn væri víst ekki undir 30 þúsund krón- um þessa tvo mánuði). Og svo stígum við um borð í Rifsnes. Löndun er að hefjast, en skipið er drekkhlaðið síld. í brúnni hittum við Angantý Guð- mundsson, hávaxinn mann, þrek- inn og myndarlegan. Angantýr er ættaður frá Súgandafirði, en er nú búsettur í Keflavík. — Hvað er þetta mikið hjá þér, Angantýr? — Þetta eru víst einar 1400 tunnur býst ég við. — Hvað fenguð þið þetta í mörg um köstum? — Fengujn þetta í fjórum köst um í ákerjadjúpinu. Síldin stend- ur mjög djúpt, — á 30 föðmum, — og maður bara fleytir ofan af torfunum Þetta eru geysilegar lóðningar hjá okkur. f einu kast- inu náðum við henni þó á 22 föðm um og það var ágætt kast, bezta kastið. — Hvað eruð þið búnir að fá mikið samtals-? — Það eru víst um 10400 tunn ur á þessum tveimur mánuðum. Við höfum verið sæmilega heppn- ir með að losa þetta við okkur. Höfum sett mikið í frystingu og salt og einnig selt beint í tpgara, það er bezta salan. — Og þið ætlið að halda áfram við þetta? — Já ég ræ í kvöld, svo framar lega. sem við verðum búnir að landa fyrir miðnætti, — annars er engin hiptta á því, þetta geng- ur svo vel að landa með þessum krönum. Eg ætla að vera kominn snemma annað kvöld. Maður verð ur að leyfa manngreyjunum að I komast í búðir og kaupa jólagjaf- Við skulum vona, að þeir komi það snemma i kvÖld, að þeir kom izt í búðir sæmilega rakaðir. þótt óklipptir verði þeir sjálfsagt að vera yfir jólin blessaðir, eins og kokkurinn á Rifsnesinu sagði við okkur á bryggjunni. Og ekki er fráleitt að afli.nn verði svo mik ill, að það megi kaupa margar og verðmiklar jólagjafir fyrir hluta úr róðrinum. — T í MIN N, laugardaginn 23. desember 1961. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.