Tíminn - 23.12.1961, Blaðsíða 14

Tíminn - 23.12.1961, Blaðsíða 14
Maðurinn var beinvaxinn, og þó hann væri hvorki hár né skrautlega búinn, var svip ur hans og látbragS svo tign arlegt, a3 það hlaut aS vekja undrun manna. Hann gekk lengra áfram og lyfti upp höfðinu, og sáu þeir nú að andlitsdrættir hans voru fagr ir og ákveðnir. Hann bar skegg og undir hinum breiðu brúnum hans tindruðu tvö, fögur augu, sem, þótt þau sýndust dreymandi, virtust geta feéð inn í hugskot manna. Hassan fursti féll á kné, og snerti gólfið með enninu, en bræðumir, er skildu að þeir myndu vera í návist hins vold uga keisara Saladíns, heils- uðu að vestrænum sið. Soldán bauð nú Hassan að rísa á fætur og mælti: — Eg sé að þú treystir þess um riddurum, emír, og hann benti á hin löngu sverð þeirra — Herra, svaraði hann, — ég treysti þeim eins og sjálf- um mér. Þeir eru hraustir og göfugir menn, þó að þeir séu vantrúaðir. Soldán strauk skegg sitt. — Já, sagði hann, — van- trúaðir, því miður. En þeir dýrka óefað Guð á sína vísu. Miklir á velli eins og faðir þeirra, ég man vel eftir hon- um ,og sé það allt satt, sem ég hefi heyrt, eru þeir einnig hraustir. Riddarar, skiljið þið mál mitt? — Nægilega til þess að geta talað það, svaraði Godvin, — við höfum lært það frá barn æsku. — Gott, segið mér þá eins og hermenn til hermanns, hvers leitið þér hjá Salah-he-dín? — Prænku vorrar, lafði Rósamundu, sem eftir skipun yðar, herra, var stolið frá heimili okkar í Englandi. — Riddarar, hún er frænka ykkaifc, það er mér fullljóst, eins og hún er systurdóttir mín. En segið mér, er hún ykkur nokkuð meira? og hann horfði á þá rannsóknaraug- um. __Herra, við elskum hana, sagði Godvin, — og erum lof aðir henni. — Hvað! Báðir? spurði Saladín undrandi. — Já, báðir. — Og prinsessan lofuð ykk; um báðum? — Já, báðum. — Og hún elskar ykkur báða? — Já, svaraði Godvin,,— báða, því það hefur hún sjálf sagt. Saladín strauk skegg sitt og Hassan brosti. — Segið mér þá, riddarar, hvorn ykkar hún elskar meira, sagði hann allt í einu. — Það veit hún aðeins sjálf, herra. Þegar tíminn er kominn mun hún segja oss það, en fyrr ekki. — Eg skil nú að ein eða önn ur saga muni felast bak við þessa gátu, sagði Saladín. — Setjizt nú niður og segið mér hana. — Sannarlega undarleg saga, sagði Saladín, er þeir höfðu lokið frásögn sinni, — og henni sé ég Allahs hand- leiðslu. Riddarar. þér haldið, að ég hafi gert ykkur órétt — ykkur og föðurbróður ykkar, Sir Andrev, sem einu sinni 14 var vinur minn, og sem með því að stela systur minni, lagði grundvöllinn undir all- an þennan kærleika, stríð og óhamingju, og máske ófyrir- séða haming'íu. Heyrið nú. Sagan, sem þessir tveir menn, presturinn og hinn fláráði riddari Lozelle sagði ykkur, var sönn. Eins og ég skrifaði föðurbróður ykkar, dreymdi mig draum. Já, þrisvar dreymdi mig að systurdóttir og sem mun leiða okkur öll| framvegis. — Vel sagt, svaraði Saladín. — Eg hef varað ykkur við, gestir mínir, ásakið bví mig ekki, þó ég haldi orð mín, en ég krefst einskis loforðs af ykkur, þvi það mundi aðeins freista göfugra riddara til þess að Ijúga. — Já, AlJah hef ur lagt fyrir oss þessa gátu, og vonandi verður hún ráðin af honum á sínum tíma. H. RIDER HAGGARD BRÆÐURNIR SAGA FRA KROSSFERÐATIMUNUM 60 mín væri á lífi, og að hún, ef ég gæti fengið hana til þess að búa hjá mér, mundi stemma stigu fyrir miklum blóðsúthellingum, með göfug lyndi sínu, á einn eða annan hátt. Já, lífi tíu þúsund manna mundi verða þyrmt hennar vegna, og ég sá andlit hennar í draumnum. Og nú með aðstoð ykkar, já af ykk- ur er hún frelsuð frá valdi hins mikla launmorðingja, og er nú óhult við hirð mína og þess vegna er ég vinur ykk- ar. — Herra, hafið þér séð hana? spurði Godvin. — Riddarar, ég hef séð hana, og andlit hennar er hið sama, sem mér birtist í draumnum, og ég er þess full viss, að í þeim draum hefur Allah talað til mín. Sir God- vin og Sir Vulf, hélt Saladín áfram, og var nú rödd hans hörð og skipandi, — Oiðjið mig um hvað sem þér óskið helzt og ykkur skal veitt það fyrir afreksverk ykkar, hvort sem heldur er: auðæfi. lönd, tignamöfn, eða hvað sem vera skal, en biðjið mig aðeins ekki um systurdóttur mína, prins essuna af Baalbec, sem Allah hafur fært mér til þess að þjóna honum Vitið enn frem ur, að ef þið reynið að stela henni, munuð þið deyja, og ef hún sleppur og ég næ henni aftur, mun hún sömuleiðis deyja. Allt þetta hef 'ég sagt henni, og ég sver það við Allah’s nafn. Hún er hingað komin og hjá mér skal hún búa þangað til tign min er fullkomnuð. Bræðurnir litu ráðþrota hvor á annan því þeim fannst þeir vera enn fjær takmarki sínu en í höll Sínans fursta. Allt í einu birti yfir Godvin og hann stóð upp og mælti: — Voldugi drottnari Austur landa, við höfum hiusta? á yður, og vitum hvað við eig- um á hættu. Þér hafið lofað oss vináttu yðar; við þiggjum hana og erum þakklátir fyrir og æskjum einskis frekar. Guð hefur, segið þér, leitt Rósamundu frænku okkar til yðar í ákveðnum tilgangi. Lát um þann tilgang verða upp- fylltan eftir hans vilja, á hvern hátt viturn við ekki. Við bíðum hans úrskurðar, sem hefur leitt okkur hingað, Síðan benti hann m.eð hend inni til merkis um að áheyrn- inni væri lokið. XVII. Brœðurnir fara frá Damaskus Við hirð Saladíns voru bræð umir í hávegum hafðir. Þeir fengu hús út af fyrir sig til að búa í, og marg^ þjónustu- menn, er áttu að sjá um þæg indi þeirra og vemda þá gegn hættum. Þeir fengu leyfi til að veiða dýr á eyðimörkinni og máttu nota hesta sína, svo ef að þeir hefðu viljað. hefði þeim verið hægðarleikur að komast frá fylgdarliði sinu og flýja til hinríar næstu kristnu borgar. í rauninni mundi eng inn hafa reynt að hindra för þeirra, því þeir máttu fara hvert sem þeir vildu, en hvert áttu þeir að fara án Rósá- mundu? Oft sáu þeir Saladín, því honum þótti gaman að segja þeim sögur frá fvrri timum, þá er faðir þeirra og föður- bróðir höfðu verfð I Austur- löndum, og að tala við þá um England og Frakkland. Já, jafnvel einnig að tala um trú- arbrögð við Godvin. Til að sýna traust sitt á þeim, veitti hann þeim foringjastöður í lífverði sinum. Að vísu var friður enn, en bræðurna grunaði, að það mundi ekki verða lengi. Dama skus og slétturnar í kring, var ein stór herbúð, og á hverjum degi komu þúsundir af villtum trúarbræðrum, er bjuggu um sig þar, er þeim var til visað. Þeir spurðu Masondu, sem vissi um allt er gerðist, hvað þetta ætti að þýða. — Það þýðir hið „heilaga stríð“ er boðað hefur verið í hverju einasta musteri i öll- um Austurlöndum, sagði hún. — Það þýðir, að aðalstriðið milli1 krossins og hálfmánans stendur fyrir dyrum, og þá, pílagrímar, Jón og Pétur. verð ið þið að bera ykkar hluta. — Efi getur verið á. hverj- um flokknum við fylgjum, sagði Vulf. — Enginn efi, sagði Mas- onda brosandi, — Að sönnu mun ykkur þykja leitt, að berjast gegn prinsessunni af Baalbec og móðurbróður henn ar, stjórnanda trúaðra. Já, þannig var það: Rósa- munda frænka þeirra og heit mey, var nú fyrir þá, aðeins prinsessan af Baalbec. Hún naut mikillar virðing- ar og frjálsræðis. Enginn á- reitti hana fyrir trú hennar og enginn reyndi að fá hana til að kasta henni; en hún var í landi því, er kvenfólkið hef- ur engin sammök við karl- menn, einkum ef þær eru hátt settar. Svo sem prinsessu í keisaradæmi Saladíns sömdi, varð hún að hlýða lögunum, og jafnvel setja blæju fyrir andlit sér, en hún gekk út og ekki mæla við nokkurn mann orð. Godvin og Vulf báðu Sala- dín um leyfi til að fá að tala við hana af og til, en hann svaraði stuttlega: — Riddarar, vér höfum vora siði fyrir okkur. Þar að auki tel ég ykkur fyrir beztu, að þið sjáið prinsessuna af Baalbec sem sjaldnast, og sömuleiðis fyrir mig, er bíð þess að sýn sú uppfyllist, er engillinn birti mér. Bræðurnir yfirgáfu hann hryggir í huga. Þeir sáu, að það myndi verða ómöguíegt að ná henni burt frá Dama- skus. Hún bjó í sinni.eigin höll, og voru þar sveitir úr lífverði keisarans á verð nætur og daga og vissu þeir fyrir víst, að þeir myndu verða að láta líf sitt, ef hún hyrfi eða noklc uð yrði að henni. En innan hallarveggja var hennar gætt af geldingum, undir stjórn geldings er Mesrour hét, er var hinn mesti refur, og allar þernur hennar voru njósnar- ar og mjög athugular. Einá huggun höfðu þeir samt sem áður. Þegar Rósa- munda kom til hirðarinnar. hafði hún beðið soldán þess, að mega hafa Masondu hiá sér, og fékk hún því fram- gengt, þó stirt gengi, vegna þátttöku hennar í flótta og frelsun prinsessunnar. Hjá henni fréttu þeir, að Rósamunda væri að vlsu að nokkru leyti ánægð, og hafði hún ástæðu til þess, þar sem hún var nýsloppin frá Al-je- bal, en hún var þó þreytt á þessu undarlega Austurlanda lífi, og allri þeirri þvingun, er hún varð að sæta, og hrygg yfir því, að fá aldrei að tala við bræðurna. En þá kom fyrir atburður, sem jók aðdáun soldáns á þeim og heiður Masondu. Þeir sátu einn morgun við gosbrunninn í garðinum hjá húsi því, er þeir bjuggu í, og horfðu á þá er fram hjá gengu gegnum grindurnar í hliðinu. Hús þeirra lá við eina fjöl- förnustn götu Damaskusborg ar, og þar var því sífelldur straumur af alls konar fólki um vrötuna> Allt í einu heyrðu þeir mannamál við hliðið, og varð þeim litið þangað. Þeir komu þá auga á konu, er var sveip- uð síðri kápu, og var að tala við vörðinn, er rétti út hand- legginn hlæjandi, eins og hann ætlaði að leggja hann u^n mitti hennar. Þeir sáu þá blika á hníf í hendi hennar. Svo vörðurinn vék til hllðar og opnaði hliðið brosandi. Konan kom svo inn í garð- inn .Það var Masonda. Þeir stóðu upp og hneigðu sig fyrir henni, en hún gekk fram hjá þeim inn í húsið. Þeir fylgdu henni eftir, en vörðurinn við hliðið hló aftur, og roðnaði Godvinj er hann hevrði hláturinn. Hún varð þess vör, þó svalt og skuggalegt væri inni í her berginu, og sagði sorgbitin: — Hvað gerir það til? Slík- ar móðganir eru mér daglegt. brauð, því þeir halda — og hún hikaði. — Það er bezt fyrir yður að segla mér ekki neitt hvað þeir halda, mælti Godvin. SPIL Menn halda, að fyrstu spilin hafi orðið til í Aust- urlöndum, og þá helzt í Kína. Til eru spil frá Ind- landi, sem eru orðin 8000 ára gömid. í Evrópu hafa spilin komizt löngu seinna í notkun. Elztu spilin,_sem til eru frá Evrópu, eru tár- okspil, sem geymd eru í hinu fræga safni í Lundún- um, British Museum. Eru /það 78 spil. Tarok var spilað víða um heim, en aldrei náði það spil mikilli út- breiðslu. Spil nútímans með tveimur litum, rauðum og svörtum, urðu til í Frakk- landi á ríkisstjórnarárum Karls sjötta, 1380-1422. Fyrir þann tíma voru spilin ekki eins og nú að nafni, fjölda og skiptingu, ekki 52 talsins og ekki með tvöföld- um mvndum, af kóngi, drottningu og gosa. hað vat sérstaklega við hirðir kon- unga og fursta, sem spilað var á spil og eins í klaustr- um. Helzt er talið, að kross- ferðarmenn hafi kynnzt spil- unum austur í Asíu og haft þau með sér til Evrópu. Spilamennskan greip fljótt um sig, og sumar ríkisstjórn- ir bönnuðu hana. Kirkju- samkundurnar bannfærðu spilin og töldu þau djöfuls- ins verk. Elztu spilin voru handprentuð með móti, sem skorið var í tré. En þegar frá leið, fullkomnaðist spila- prentunin mjög, og vönduð og dýr spil, sem nú eru gerð, mega heita listaverk á sína vísu. Bridgespilið er ekki gamalt spil, þvf að það er búið til upp úr vistinni um 1890. Enginn stafur mun vera til fyrir þvi, hvenær spil komu fyrst til íslands, en íslendingar hafa alltaf haft rnikla skemmtun af spila- mennskú. TÍMINN, laugardaginn 23. desember 1961. \ l

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.