Tíminn - 23.12.1961, Blaðsíða 8

Tíminn - 23.12.1961, Blaðsíða 8
Kstn 0. jfflí sl. áttu iþau hjánin Ingilbjörg KetUsdóttir og Pétux Guðmundsson, Ófeigsfirði, 50 ára hjúskaparafmæli. Það var mikill mannf jöldi, sem safnaðist saman í Ófeigsfirði á gullhrúðkaupsdegi þeirra hjóna. Sveitungunum hafði gefizt lang- þrlá® tækifæri til að heimsækja þau og þakka þeim störf þeirra í þágu manna og máiefna þessa byggðarlags, sem eru mikil og margþætt og njóta jafnframt enn einu sinni höfðinglegrar gestrisni þeirra og færa þeim árnaðaróskir sínar í tilefni dagsins. — Áður var kominn þangað stór hópur venzla- manna, frænda og vina, sem bú- settir voru í fjarlægum stöðum, en voru nú komnir um langan veg til að samfagna þeim hjónum með þessa merku stund í lífi þeirra. Veður var hið ákjósanlegasta þennan dag. Um morguninn var loftið nokkuð þungbúið, en létti tii þegar fram á daginn kom með mildu s'ólskini. ' j Hinir þrir hljómsterku fossar, sem í augsýn eru heiman frá bæn- um í Ófeigsfirði og oft láta hátt til sín heyra, léku nú á lægri nót- um létt undirspil við óð dagsins, í eyru hinna mörgu gesta. Alit hjálpaðist ag til að gera daginn ljúfan og eftirminnilegan. f Ófeigsfirði er staðarlegt um að litast. Tvö íbúðarhús standa þar á bæjarhólnum, annað gamalt steinhús, stórt og tígulegt, byggt upp eftir að öll íbúðarhús í Ófeigs firði brunnu til kaldra kola á Hvítasunnudag 1914, meðan flest heimafólk var við kirkju. Hitt er nýlega byggt í nýjum stíl af Guð- mundi syni þeirra hjóna. Vitna þessar byggingar um þann stór- hug og myndarskap, sem þar hef- ur verið ríkjandi lengi. Nokkrar minjar eru þar um þau mUdu um- svif, sem þar voru í atvinnulífi og sjósókn þeirri, sem þaðan var rek in fram á annan áratug þessarar aldar, meðan Ófeigi, stærsta opna hákarlaskipinu hér um sTóðir, var haldið þaðan til veiða undir happa samri og farsælli stjórn hins lands kunna athafnamanns Guðmundar Péturssonar, sem bjó þar við mikla rausn og athöfn til lands og sjávar. En nú var Ófeigur, þetta gamla hafskip, ekki lengur til sýn is í Ófeigsfirði. Fyrir nokkru hafði hann verið fluttur á „kvik- trjám“ inn að Reykjum í Hrúta- firði, þar sem hann skal geymast, en ekki gleymast, eftirkomendum til minningar um þá veiðitækni og aðbúnað, sem menn áttu við að búa nokkuð fram á þessa öld. Munu margir þeir, sem í Ófeigs- firði voru þennan dag, hafa sakn- að þess að sjá ekki þetta gamla skip, minjatákn framtaks og at- orku eiganda síns, en sætt sig þó við að vita honum forðag frá al- gerri tortímingu. Heima á staðnum fögnuðu gull- brúðhjónin gestum slnum með innileik. Var þar öllum búin veg- leg veizla, sem stóð þag sem eftir var dagsins og langt fram á nótt. Borðhaldið fór fram í húsi Guð- mundar, hinu nýja. Sátu hundrað manns þar til borðs í einu í þrem samliggjandi herbergjum. — Und ir borðum voru margar ræður fluttar til heiðurs og þakkar þeim hjónum fyrir þeirra miMu og marg háttuðu störf. Oddviti hreppsins, Guðjón Magn ússon, Kjörvogi, tilkynnti þeim í ræðu, sem hann hélt fyrir minni þeirra, gjöf nokkrg, sem hrepps- búar almennt færðu þeim í til- efni dagsins og bað þau vel njóta. Ólafur Guðmundsson frá Eyri var einn gestanna. Ilann mælti fyrir minni Ingibjargar með á- gætri ræðu. Sagði hann m. a„ að mikið væri rætt um flótta fólks úr sveitunum, sem vissulega væri mikill og tilfinnanlegur fyrir þær, hinu væri ekki eins haldið á loft, hvað margt af ágætu fólki, j einkum konum, hefði farið úr kaupstöðunum út í sveitirnar, í- lenzt þar og léyst störf sín af höndum með sóma. „Meðan svo er,“ sagði hann, „að kaupstaðirn- ir leggja sveitunum til slíkar úr- valshúsmæður og Ingibjörg Ketils dóttir er og aðrar slíkar, finnst mér það jafna metin.“ Var ræðu hans vel fagnag af veizáúgestum. — Áður en borðhaldi lauk, stóðu gullbrúðhjónin upp, hlý á svip, og þökkuðu gestum sínum kom- una og öðrum fjarstöddum. Pét- ur flutti síðan ræðu. Hann var að venju ekki margmáll, kvaðst lítið hafa gert sem þakkarvert væri og minna en skyldi. Bar hann við „leti“ sinni að það væri ekki meira. f orðUm hans kom fram sú hógVærð og yfirlætisleysi sem einkennir hann jafnan, en mann- dómur hans leynist samt engum, sem til hans þekkir. — Að loknu borðhaldi fluttu gestimir sig um set inn í gamla húsið þar sem þau Pétur og Ingibjörg ráða enn ríkj um. Þar ríkti gleði og góð skemmt an fram á nótt. Ag lokum fóru gestimir að týgjast til brottferð- ar. Heimamenn fylgdu gestunum til sjávar, því flestallir höfðu kom ið sjóveg í þessa heimsókn, vegna þess að Ófeigsfjörður er ekki í vegasambandi og á langt I land að svo verði þrátt fyrir ríka nauð- syn. Skilnaðarskálin var drukkin og kveðjulög sungin. Að síðustu voru ekki aðrir eftir af gestunum Gullbrúðkaupshjónln Inglbjörg Ketllsdóttlr og I Ófelgsflrðl Pétur Guðmundsson og er þag enn, svo að henni er veitt athygli hvarvetna fyrir þá sök. Hún er góðum gáfum gædd, stjómsöm húsmóðir, hög á hend- ur og vinnuvíkmgur. — Get ég ekki stillt mig um að geta þess sem einn veizlugestanna í gull- brúðkaupi þeirra stakk þá að mér. Hann sagði að Pétri væri andsk. ekki þakkandi þótt honum hefði búnazt vel meg þvílíkri konu. — Hún er söngelsk, lærði ung að spila á orgel. Þegar hún var um tvítugt, réðst hún að Dröngum í Ámeslireppi til að kenna Dranga systkinum, sem þá voru á líku reki og hún, að leika á orgel. Þar hófust, að ég hygg, kynni þeirra Péturs, sem leiddu til þess, að þau hétu hvort öðtu eiginorði og voru gefin saman þann 6. júlí 1911 heima í Ófeigsfirði. Þótt Ingi- björg væri alin upp í kaupstað og óvön sveitavinnu, var hún fljót að tileinka sér störf sveitakonunn ar svo enginn sá þess merki, að hún væri ekki alin upp við þau störf. Hún hefur frá fyrstu tíð staðið fyrir heimili sínu með þeim sóma að það hefur verið rómað fyrir myndarskap á öllum sviðum. Auk venjulegra húsmóður starfa kom þag að miklu leyti í hennar hlut að sjá um bama- fræðslu barna sinna til ferming- araldurs. Var það að vísu léttara sökum námshæfileika þeirra, en Gullbrúðkaup í Ófeígsfirði Og auðvitað þarf að grípa tll báta til að komast kaupsgesti um borð f stærrl vélbát í gullbrúðkaupið og heim aftur. — Hér er verið að ferja brúð en þeir, sem áttu um langan veg að fara og ekki náðu heim um nóttina. Allir finna, að þeir hafa lifað sérstæðan og eftirminnileg- an dag á þessu óðalssetri með þess um rúmlega sjötugu brúðhjónum, sem lifað hafa saman í ást og ein drægni full 50 ár og óska þeim hátt og í hljóði allrar blessunar í framtíðinni. Þau Pétur og Ingibjörg hafa bú ið öll sín búskaparár í Ófeigs- firði, að tveim undanskildum, sem þau bjuggu á Krossnesi í sömu sveit, eftir brunann I Ófeigsfirði. Þau hafa rekið búskap sinn með myndarskap og heimili þeirra hef ur verið í fremstu röð um höfðing- lega rausn. Fyrstu árin voru þau í húsmennsku hjá Guðmundi, föð- ur Péturs, en 1921 seldi faðir hans honum hálfa jörðina í hendur og hefur hann síðan búið á þeim hluta hennar. Ófeigsfjörðurinn hefur löngum verig talin kostajörð. Hlunnindi eru þar mikil. s.s. æðarvarp, sel- veiði og reki mikill. Slægjulönd eru þar mikil en nokkuð óhæg öe mikil útbeit á vetrum. Einn galla hefur sú góða jörð. Það er hve skil yrði til túnræktar eru þar lítil heima við og tún þar af leiðandi lítið. Það er ekki fyrr en nú á síð ustu árum að stórvirkar vélar komu til sögunnar að hægt hefur verið að bæta úr því ag nokkru ráði. Pétur hefur kunnað vel að meta hlunnindi bújarðar sinnar og nýtt þau vel. Hygg ég honum fá störf ljúfari en að fást við nýt- ingu þeirra, en minni áherzlu hef ur hann lagt á fjárbúskapinn, enda er hann ýmsum annmörkum háður í Ófeigsfirði. — Eins og áður er getið, er Ingibjörg kaupstaðarbarn Hún er fædd á ísafirði þann 24. septem- ber 1889. Foreldrar hennar voru Ketill Magnússon, skósmiður á ísafirði og kona hans Guðrún Tóm asdóttir. — Ekki þekkti ég til foreldra Ingibjargar annað en ég heyrði talað um að þeir hefðu verið óvenjuduglegir og Guðrún hafi verið mikil búsýslukona og hagsýn. Þau áttu 5 börn, 4 syni, sem allir urðu nafnkunnir menn á ísafirði og víðar, og Ingibjörgu. Ingibjörg var frábærlega fríð kona þó drjúg viðbót við önnur störf. Ingibjörg hefur helgag heimilinu starfskrafta sína af heilum hug og verið heimiliskær. Hún er höfðingskona í lund og allri fram komu. Alúð hennar og gestrisni við alla, sem að garði ber, er orðlögð. Hún hefur fest drjúgar rætur í þessu byggðarlagi og hug um samferðamanna sinna. Pétur er fæddur í Ófeigsfirði 4. mapz 1890. Foreldrar hans voru merkishjónin Guðmundur Péturs son, bóndi í Ófeigsfirði og Seinni kona hans Sigrún Ásgeirsdóttir frá Heydalsá í Steingrímsfirði. Standa að honum traustir ætt- stofnar í báðar ættir. Guðmundur faðir hans var sonur Péturs Magn ússonar frá Finnbogastöðum og kpnu hans Hallfríðar Jónsdóttur frá Melum. Er það Mela- og Finn bogastaðaætt. Hafa í þeim ættum báðum verið margir greindir menn eg atorkusamir til lands og sjáv- ar. Sigrún móðir Péturs var dótt ir Ásgeirs Sigurðssonar bónda á Heydalsá og konu hans, Guðrúnar Sakaríasdótlur. Móðir Guðrúnar var Ragnheiður Einarsdóttir frá Kollufjarðarnesi, systir Ásgeirs á Þingeyrum. Er sú ætt landskunn að gáfum og dugnaði. Svipar Pétri um margt til þeirra móðurfrænda sinna. Finnst mér hann samtvinna öryggi og snillitök Jóns á Þing- eyrum, þegar I mannraunir var komið og skapfestu og rósemi (Framh á 13 síðu.) Gullbrúðkaupshjónin ásamt börnuni, komendurnir eru orðnir margir tengdabörnum og barnabörnum, er viðstödd voru í guiibrúðkaupinu. Af- 8 TÍMINN, laugardaginn 23. desember 1961.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.