Tíminn - 23.12.1961, Blaðsíða 7
Séð yflr vinnusal Bæjarúi-gerSarlnnar. MaitHías Þ. GuSmundsson stendur á miðju gólfi t. v.
MÆDURNAR í JÓLABAKSTRI
OG BÖRNIN í SÍLDARVINNU
Löndun er aS hefjast úr Rifsnesi. Löndunin gekk vel og strax og búið var að losa skipið, var iagt'frá landi að
nýju og sett á fulla ferS á miðin, þótt komið sé fast að jólum.
Oklipptír verða þeir sjálf
sagt iim jólin, blessaðir —
ÞORVALDUR ARNASON
Það var óvenju mikið líf og fjör
við Reykjavíkurhöfn í gærkvöldi.
f höfninni var fjöldi skipa og báta,
flutningaskip, er verið var að
lesta og losa, toigarar að búast á
veiðar — en þó ekki hvað sízt
sfldarbátar, sem konui drekkhlaðn
ir að bryggju. Það er vægasí sagt
óvenjuleg sjón í Reykjavíkurhöfn
— og það um þetta leyti árs —
komið fast að jólum.
Blaðamaður og ljósmyndari trá
Tímanum voru niður á togara-
bryggju í gærkvöldi, er löndun
stóð sem hæst. Þá var verið að
landa úr þremur skipum samtím
is, Hafþóri, Arnfirðingi II. og Rifs
nesi. Við hittum skipstjórann á
Hafþóri, Þorvald Ámason, á
bryggjunni og tökum hann tali.
(Framh. á 15. síðu.j
ANGANTYR GUÐMUNDSSON
Við brugðum okkur vestur í
Bæjarútgerð í gær, því að nú er
nóg vimna og líf og fjör á söltun-
arstöðvunum, engu síður en í verzl
unum miðbæjarins.
Við hittum Matthías Þ. Guðm.-
son, verkstjóra, að máli.
— Megum við ekki skjóta á
nokkrar af s’túlkunum þínum, Matt
'hías, segjum við og brosum blítt.
— Ætli það ekki, segir hann,
— Þær eru nú að koma úr kaffi
og ættu að líta vel út, þegar þær
eru búnar að næra sig.
— Við gömgum inn í vinnusal-
inn og þar er unnið af kappi.
— Frá hvaða blaði eruð þið?
kallar rauðhærð stúlka í gallabux
um með gúmimísvuntu á magan-
um.
— Við erum frá Tímanum, segj
um við og tökum stúlkuna tali.
• — Hvað ertu að gera núna?
— Eg er að flokka súrsíld eftir
stærð, segir stúlkan, sem reynist
vera HóTmfríður María Óladóttir.
— Hvenær var þessi síld súrs-
uð? spyrjum við í fáfræði.
— Hún var súrsuð fyrir u.m það
bil hálfum mánuði, og síðan er
hún tekin upp og flokkuð í fjóra
stærðarflokka og svo er hún látin
í tunnu og settur á hana pækill.
Er það ekki annars rétt, Margrét?
Margrét lítur upp. Þetta er
allra laglegasta stúlka, dökkhærð
og brosfríð.
— Hún er látin í tunnu og
meira veit ég ekki, segir hún og
kepþist við.
— Hvað heitir þú? spyrjum við.
— Margrét Bárðardóttir og er
í 2. bekk í Venzlunarskólánum.
— Eruð þið báðar í skóla?
— Já, ég er í Gagnfræðaskóla '
Verknáms, segir Hólmfríður, og
við vinnum hérna báðar í jólafrí-
inu. Annars byrjaði ég að vinna
hérna á kvöldin fyrir rúmum mán
uði við síldarsöltun og vinn svo
allan daginn, síðan ég fékk frí í
skólanum, en það var síðastliðinn
laugardag.
— Ætlið þið að vinna milli jóla
og nýárs?
— Já, syara þær báðar í kór.
Svo söltum við milli þess sem við
flokkum síldina. í kvöld kemur
til dæmis mikil síld, og þá ætlum
við báðar að salta.
— Hvort er nú skemmtilegra?
— Miklu skemmtilegra að salta,
segir Margrét, en Hólmfríði finnst
hvort tveggja ágætt.
•— Hvað eruð þið búnar að
vinna ykkur mikið inn?
— Það getum við ekki gizkað á
Við fáurn útborgað viku.lega og
eyðum þessu jafnóðum í jólagjaf-
iv.
— Hvað fáið þið á tímann?
— Eg fæ svona rúmar 17 krón
ur, segir Hólmfríður.
— Uss, nei, ég fæ miklu meira,
segir Margrét, ég fæ rúmar 19
krónur.
— I-Ivernig stendur á því?
— Hún er 15 ára, en ég er 17
ára ,segir Margrét. |
— Uss, ekki segja, hvað ég er
gömul, s'egir Hólmfríður, bara að
ég sé^ í þriðja bekk, það er alveg
nóg.
(Framhald á 15 siðii
MARGRÉT
TÍMINN, laugardaginn 23. desember 1961.