Tíminn - 31.12.1961, Page 9
að gefa upp á bátinn þá
stefnu sína, að láta fiskselj
endur og fiskkaupendur á-
kveða fiskverð með frjáls-
um samningum — eftir að
hún hafði valdið þjóðinni
tjóni, sem nemur mörgum
milljónatugum. —
Sömu leiðina hefur farið
sú yfirlýsta stefna ríkis-
stjórnarinnar, að skipta sér
ekki af vinnudeilum. Hefur
hún tekið upp alveg þver-
öfuga stefnu, sem nálgast
algert einræði ríkisstjórnar
innar um kaup og kjör vinn
andi fólks sbr. m. a. gengis
fellinguna hina síðari og
þær óbeinu hótanir, sem í
henni felast. —
Sjávarútveginum átti „við
reisnin“ að koma á svo „ör-
uggan grundvöll", að ríkis-
stjórnin þyrfti ekki að
standa í „langdregnum
samningum" um hver ára-
mót, um styrki eða uppbæt-
ur honum til handa. En eft
ir „langdregna samninga"
og frestun landsfundar L.í.
Ú„ meðan á þeim stóð. hef
ur ríkisstjórnin orðið að lofa
vaxtalækkun og að greiða
vátryggingargjald fiskiskipa.
Þar með hraktist ríkisstjórn
in frá þessu stefnuatriði
sínu og loforðum á þessu
sviði. —
U*
En þótt ríkisstj órnin hafi
þannig ýmist gengið frá eða
lappað upp á fyrri stefnu-
yfirlýsingar sínar til þess að
bjarga sér í bili, hefur hún
í flestu haldið þeim megin-
atriðum! samdráttar- og' í-
haldsstefnunnar, sem verst
gegnir. —
Afleiðingarnar fyrir sjáv-
arútveginn hafa komið í
ljós svo greinilega á lands-
fundum íslenzkra útvegs-
manna, að ekki þarf um að
deila.
Bændur telja sig — og á-
reiðanlega með réttu — búa
við mjög skarðan hlut. Hef-
ur þetta nú undanfarið kom
ið fram í fundarsamþykkt-
um víða um land.
í iðnaði og verzlun gætir
einnig víða samdráttar. —
Allt hefur þetta verið rak
ið svo ýtarlega í útvarpsum
ræðum frá Alþingi nýlega,
að ég sé ekki ástæðu til að
orðlengja það. —
Ríkisstjórnin hefur hrós-
að sér af því, að ekki hafi
enn komið til atvinnuleysis.
Hið sanna er, að framfara-
tímabil undanfarinna ára
skilaði svo miklu af hvers
kyns tækjum i öllum grein-
um íslenzks atvinnulífs í
hendur núverandi rikis-
stjórnar, að enn er að þvi
búið. — Má þar á meðal ann
ars nefna síldarverksmiðj-
urnar á Austurlandi. Þær
hétu áður á máli stjórnar-
flokkanna „pólitísk fjárfest
ing“ og voru taldar bera vott
um spillt efnahagskerfi —
hagfræðilega skoðað skað-
legar. En það voru þessar
_________________\___________
TÍMINN, sunnudaginn 31. desí
verksmiðjur, sem áttu sinn
stóra þátt í að bjarga síld-
arvertíðinni sl. sumar.
í annan stað hefur fisk-
gengd aukizt á grunnmiðum
engu minna en björtustu
vonir stóðu til, er landhelg
in var færð út 1958.
Eg'fullyrði, að allar líkur
bendi til — svo að ekki sé
meira sagt, — að erlendir
toearar væru enn að sarga
hér á grunnrriiðum upp að
fjórum mílum, ef vinstri
stjórnin hefði ekki komið
til valda og tekið af skarið
svo sem hún gerði þrátt fyr
ir tregðu og beina mótstöðu
núverandi stiórnarflokka.
Þeirra skoðun var einatt, að
bað gengi glæfrum næst,, að
færa út landhelgina ein-
hliða, láta erlenda vini okk
ar standa frammi fvrir gerð
um hlut. Þeirra ráð voru og
eru að semia, sem "aldrei
hefði leitt til neins.
Ríkissiómínni hefur bví i
bessu atriði lánazt fram til
bessa „að vevma sitt hræ við
annars eld“ eins og það er
orðað í hinu hekkta kvæði
„Fróðarhirðin", sem að vísu
er talið ort um aðra íhalds-
stjórn.
En hvað tekur við fyrir
hina aðþrengdu fram’eiðslu
þjóðarinnar, þegar fram-
leiðslutækin ganga úr sér og
end.urnýjunin verður knýj-
andi nauðsyn eftir kyrr-
stöðutímabilið? —
Tvær gengisfellingar ,við-
reisnarinna.r“ og dýrtíðin,
sem yfir þjóðina hefur verið
leidd, koma þar óþægilega
við sögu. —
Hve margir geta byrjað
búskap, er hinir eldri hætta,
þegar það kostar með sæmi
legri jörð um 800 hús. kr.?
Hver gerir slikt, þótt hann
ætti peningana, þegar vextir
af peningunum nálgast
sömu fjárhæð og búið gefur
af sér nettó, þótt bæði bónd-
inn og húsfreyjan leggl
fram alla vinnu sína?
Hve margir geta keypt
fiskiskip, þegar 50 tonna
stálbátur kostar um sjö og
hálfa millj. króna og leggja
þarf fram um tvær og hálfa
milljón úr eigin vasa?
Hve margir geta byggt hús
í sveit eða við sjó, fyrir 450
þúsund kr., þegar ekki fæst
að láni nema um 100 þús-
und krónur?
Af þessum fáu dæmum af
mörgum geta landsmenn
séð, að þótt rikisstjórnin
hafi hrakizt frá stefnuyfir-
lýsingum sínum, er hún þó
á góðri leið með að hrinda
gömlu íhaldsstefnunni í
framkvæmd. — ,
Fjöldinn á ekki að byggja
eigin hús eða íbúð. Það eiga
beir að gera, sem ráða yfir
fjármagninu. Hinir fátækari
eiga að vera leigutakar. —
í framleiðslunni á ekki að
gæta lengur framtaks hinna
mörgu einstaklinga — eins
1961.
og Framsóknarflokkurinn
hefur haldið fram, að væri
þjóðinni fyrir beztu. Efna-
hagskerfið — „viðreisnin“ —
á svo að segja á sjálfvirkan
hátt að koma því til leiðar
— án afskipta ríkisstjórnar
innar, að framleiðslutækin
komist sem- víðast á örfárra
manna hendur. Það er —
hinna fáu útvöldu, sem hafa
fjármagn sjálfir, eða aðgang
að bönkum fyrir pólitísk á-
hrif. Þá er ,,viðrej,snin“ að
nálgast fullkomnun. At-
vinnukóngarnir ráða atvinn
unni — og þar með yfir fólk
inu, hver á sínu svæði —
eins og forðum. Þá eru hin
ir „gömlu, góðu dagar“ aft-
ur runnir upp á Tsiauui
Það leynir sér ekki, að
stjórnarflokkarnir vilja nú
sem minnst um „viðreisn-
ina“ tala, eins og hún var
boðuð i öndverðu.
Flest af því sem mest var
auglýst, hefur mistekizt,
enda margt óekta skraut-
fjaðrir. Hins vegar eru allar
líkur til. ef stjórninni endist
aldur, að henni takist að
innleiða hina „gömlu, góðu
daga“. Að ná þeim tilgangi,
sem ekki var auglýstur, en
'sagt frá í fljótfærni.
En þótt þessum tilgangi
verði náð, mun ríkisstjórnin
gæta þess mest að hrósa sér
ekki opinberlega af þeim
sigri. — Ríkisstjórnin er þvi
byrj uð á að hugsa fyrir nýj
um stórloforðum fyrir næstu
kosningar, og það er þegar
tekið að bóla á sumum
þeirra.
Hið fyrsta er ný tollskrá,
þar sem tollar yrðu stór-
lækkaðir og rakið til ,,við-
reisnarinnar“. Það er vinsælt
að lækka tolla og hentugt
fyrir kosningar. Þetta er
líka svo haglega hugsað, að
auðvelt verður að sanna að
kosningum loknum, að
reynslan sýni, að ríkissjóð-
ur þoli ekki þennan tekju-
missi og hækka þá tollana
að nýju. — Landsmenn hafa
séð, að núverandi stjórnar-
flokkar kunna vel slík vinnu
brögð.
Annað er að gera áætlun
til fimm ára um miklar fram
kvæmdir. — Skynsamlega
gerð framkvæmdaáætlun
getur verið til mikilla bóta.
En íhaldsstefna verður
aldrei annað en hún er í eðli
sínú, þótt hún setji fram-
kvæmdaáætlun á bíað. —
Við þekkjum líka, hvernig
þessar framkvæmdaáætlan-
ir hafa verið notaðar í
Reykjavík fyrir hverjar bæj
ar st j órnarkosningar.
Hið þriðja er að koma á
fót stóriðju í landinu með
erlendu fjármagni. Stóriðja
getur' verið okkur gagnleg
en varúðar er þörf í sam-
bandi við hlutdeild erlendra
auðjöfra í 'íslenzku atvinnu-
lífi. Margir munu treysta
stjórnarflokkunum miður vel
til að sýna gætni gagnvart
ásælni erlendra gróða-
manna. ístöðuleysi ríkis-
stjórnarinnar gegn ásælni
erlendis frá hefur þegar
gert landsmenn reynslunni
ríkari. —
Hið fjórða er að ganga í
Efnahagsbandalagið. Það á
nú að sögn að „bæta lífskjör
in miög hratt“ — í stað
„viðreisnarinnar".
Okkur íslendingum ef eðli
legt og nauðsynlegt að skipta
mikið v-ið Vestur-Evrópu.
Til þess þurfum við að ná
skynsamlegum samningum
við bandalagið — án aðild-
ar af því tagi, sem lög banda
lagsins gera ráð fyr’r.. —
Fvrir þessu sjónarmiði eru
mörg rök og sterk. sem hér
verða ekki greind að sinni,
enda ýmis þeirra rakin áður
hér i blaðinu.
Eg tek undir hað, sem gáf
aöur bóndi sagði nvlega á
fundi- Við skulum gæta þess
i sambandi við Efnahags-
bandalagið, að við höldum
ekki árið 1962 upp á bæði
afmæiin frá 1262 og 1662.
Hávaðinn kringum þetta allt
mun verða meiri fyrir næstu
kosningar en nokkurn tíma
fyrr — og efndirnar munu
verða eins og áður.
/X
Ýmsir spyrja, hvort Al-
þýðuflokkurinn muni ekki
tekinn að þreytast af þessu
samstarfi,. sem svo mjög
stefnir í íhaldsátt. Eg veit
ekki um hug hins almenna
kjósanda. En forvígismenn
flokksins hafa jafnt og þétt
verið að þokast í þessa átt
siðustu árin. Vinstri sinnað
ir menn, sem fylgdu upphaf
legri stefnu flokksins, hafa
yfirgefið hann, stundum í
stórhópum. stundum einn og
einn. Stefnuskrár Alþýðu- og
Sjálfstæðisflokksins voru
svo til alveg eins fyrir síð-
ustu kosningar. Enda deildu
blöð þessara flokka um það,
hvor flokkurinn hefði frum
samið stefnuskrána. — eða
hvor hefði hnuplað stefn-
unni frá hinum. Eg hef spurt
allmarga menn um það,
hvort þeir geti greint ein-
hvern mun flokkanna í fram
kvæmd, en aldrei rekið mig
á neinn, sem hefur getaö
það.
Helzti munurinn kynni að
vera sá, að Alþýðuflokkurinn
virðist upp á síðkastið vilja
sýna launþegum meira harð-
ræði í vinnudeilum. í útvarps
ræðu frá Alþingi nýlega
sagði einn þingmaður, sem
talaði af hálfu Alþýðuflokks-
ins, að verkföllunum sl. sum
ar hefði ekki verið mætt
nógu ákveðið. Það yrði að
búa sig undir það, ef verk-
föll yrðu í vetur, að mæta
beim með meiri hörku.
En hvað, sem þessu líður,
virðist það nánast smekksat-
riði, hvort menn kunna bet-
ur við sig á höfuðbólinu eða
í hjáleigunni, eins og Haga-
lín orðaði það. —
Klókara mun þó talið, að
Alþýðuflokkurinn komi fram
sem sjálfstæður flokkur í
kosningum fyrst um sinn.
Með því mun talið líklegra,
að flokkarnir tveir nái meira
atkvæðamagni samanlagt.
Áður en ég enda þessa
grein, ætla ég að minnast
með nokkrum orðum á utan-
ríkismálin. Þau eru hér eins
og margt annað, rædd með
nokkrum öðrum hætti en er-
lendis. — Þó með þeirri und-
antekningu, að í þessu blaði
einkanlega birtast annað
slagið um utanríkismál hlut-
lægar og fræðandi greinar og
yfirlit Einnig þýddar grein-
ar eftir þekkta erlenda höf-
unda. En margt af því sem
hér á landi er skrifað um
utanríkismál, er til þess fall-
ið að villa um fyrir þjóðinni,
fremur en skerpa skilning
hennar. —
Afstaða flokkanna til þess
þáttar utanríkismála, er
snertir okkur íslendinga
mest, er þessi:
Framsóknarflokkurinn sam
þykkti á síðasta aðalfundi
miðstjórnar flokksins eftir-
farandi ályktun meff sam-
hljóða atkvæðum fulltrú-
anna:
„Aðalfundur miðstjórnar
Framsóknarflokksins vísar
til fyrri samþykkta flokksins
um utanríkismál og ítrekar
þá stefnuyfirlýsingu, að ís-
lendingar hafi samstarf um
öryggismál við nágranna-
þjóðirnar m a. með þátttöku
í Atlantshafsbandalaginu og
að unnið sé að því, að her-
inn hverfi sem fyrst úr
landi“
Þessi yfirlýsing er skýr og
reist á þeirri skoðun að
vegna legu landsins, vegna
menningartengsla og þjóð-
skipulags, sé þessi samvinna
eðlileg og sjálfsögð. Við vilj-
um hins vegar ekki gefa upp
þá von, að innan tiðar verði
svo friðvænlegt í heiminum,
að tækifæri gefist til að láta
herinn hverfa héðan — og
því tækifæri viljum við
sæta.
Við getum ekki sætt okkur
við þá hugsun, að herinn sé
í landinu um ófyrirsjáanleg-
an tíma. Þessi var stefna
Framsóknarflokksins, er
hann greiddi atkvæði með
því, að íslendingar gerðust
þátttakendur i Atlantshafs-
bandalaginu til 20 ára, þ. e.
til 1969, án uppsagnarheim-
ildar — og þegar liervarnar-
samningurinn var gerður
1951, en hann er samkvæmt
skýrum ákvæðum í sjálfum
samningnum, uppsegjanleg-
ur með 1 y2 árs fyrirvara. —
Stefnan frá 1949 og 1951 er
óbreytt. —
Jafnframt hefur Framsókn
arflokkurinn alltaf haft og
hefur þá stefnu. að herinn
(Framh. á 13. síðu.)
9