Tíminn - 10.01.1962, Page 7

Tíminn - 10.01.1962, Page 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURíNN Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason. Frétta- ritstjóri: Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýsingastjóri: Egill Bjarnason. Ritstjórna.rskrifstof- ur í Edduhúsjnu; afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur Bankastræti 7. Símar: 18300 — 18305. Auglýsingasími ’ 19523. — Afgreiðslusími 12323. — Prentsmiðjan Edda h.f. — Á&kriftargjald kr. 55 á mán innan lands. í lausasölu kr. 3 eint. Nýtt skurðgoð Það hendir iðulega vissa tegund af predikurunum að falla sjálfir í þá gröf, sem þeir vara aðra við. Þetta sann- ast t. d. á ritstjórum stjórnarblaðanna um þessar mundir. Þeir hafa undanfarið varað við manndýrkun og skurð- goðadýrkun af miklum móði. Jafnframt hafa þeir svo siðan Bjarni Benediktsson lauk forsætisráðherradómi sín- um með áramótaræðunni, hafið hann á stall, stigið dans- inn í kringum hann, lofandi hann og prísandi sem hinn mikla friðarhöfðingja. Allt er þetta sprottið af því, að Bjarni lét nokkur um- mæli falla um friðarvilja í áramótaræðu sinni. Það gildir hins vegar um Bjarna eins og alla aðra, að menn verða ekki dæmdir. af orðum einum. Af ávöxtun- um skuluð þér þekkja þá, segir í hinni helgu bók. Verkin eru öruggari vitni en orðin. Ef menn dæma Bjarna af ávöxtum stjórnarstefnu þeirrar, sem nú er fylgt og hann er einn helzti forustu- maður fyrir, verður hann sannarlega úrskurðaður allt annað en friðarhöfðingi. Þessi stefna beinist»öll að því að auka stéttaskiptingu og stéttabaráttu, því að hún eykur misskiptingu þjóðarteknanna og það án tillits til nokkurra verðleika. Hún stefnir að því að færa auðinn og atvinnu- tækin á fáar hendur'og skapa alræði fjármagnsins í land- inu. Hún gerir þá ríku ríkari og fátæku fátækari. Áþreif- anlegasta og ömurlegasta dæmið um þetta, var gengis- lækkunin á síðastl. sumri. Sú ráðstöfun var með öllu óþörf vegna atvinnuveganna, enda eingöngu sprottin af hefndarhug og þjónustu við þá stefnu að færa fjármagnið í hendur hinna fáu og þrengja kost hinna mörgu. Slík stefna er ófriðar- og sundrungarstefna af verstu tegund. Það væri að sjálfsögðu fagnaðarefni, ef Bjarna væri að snúast hugur og hann teldi það nú rétt, sem Fram- sóknarmenn lögðu til á Alþingi, þegar „viðreisnar“-lögin voru sett, að þeim væri frestað um stund, en reynt að leysa málin með samkomulagi allra flokka og stétta. Þá t' var því sáttaboði hafnað og „viðreisnin“ knúin fram með ofríki og þjösnaskap. Því miður bólar hins vegar ekki neitt á því í verki, að Bjarna og félögum hans hafi snúizt hugur. Enn halda þeir í verki fast við stefnu aukinnar stéttaskiptingar og stéttabaráttu. Meðan svo heldur áfram, getur lofið um Bjarna sem friðarhöfðingja ekki borið annan árangur en að gera ís- lendinga einu skurðgoðinu ríkari. En það skapar ekki þá einingu og frið, sem þjóðin vissulega þarf og svo harka- lega er unnið á móti með „viðreisnar“stefnunni. Bjamí 1958 og 1962 Bjarni Benediktsson hélt því fram í áramótaræðu sinni, að láglaunastéttirnar mættu nú alls ekki krefjast hærra kaups. Sami Bjarni Benediktsson hafði um það samfylkingu við Einar Olgeirsson sumarið 1958 að knýja fram kaup- hækkun, þótt þjóðartekjurnar væru mun minni þá og kaupmáttur launa stórum meiri. Þá taldi Bjarni launþega ekki geta unað við óbreytt kjör. En hvernig eiga þeir þá að geta það nú? Bjarni ætti að skýra það í næsta Reykjavíkurbréfi sínu, hvernig hægt er að samræma afstöðu hans nú og afstöðu hans 1958. inn fremur en kínverska drekann Enskur blatJamaíur lýsir afstöíu Pólverja til Krustjoffs og Mao Tse-tung Hvað er a'ð gerast bak við járntjaldið? Hve djúpt standa rætur ágreiningsins milli Krúst joffs og Mao Tse-tung? Þetta eru mikilvægar spurningar, þegar hugleitt er, hvað árið 1962 muni bera í skauti sínu. í eftirfarandi grein, sem skrifuð er í Varsjá og send þaðan, er lýst áliti fólksins í kommúnistalöndunum, en í Pól landi er talað frjálslegar um þessi efni en í nokru öð’ru landi austan járntjalds. Greinin er þýdd úr Sunday Express: JAZZ-HLJÓMSVEITIN, sem vaii mjög nýtízk, hafði ákaflega hátt og spilaði frámunalega illa, fyllti veitingakjallarann óþekkjanlegum óhljóðum. Ég var að enda við að biðja um aðra umferð af heitu, eldsterku vodka og rauðvínspúnsi þegar ungur pólskur stúdent, sem sat gagnvart mér, laut fram yf- ir borðið og spurði: „Hafið þér heyrt hana þessa? Hann beið ekki eftir neinu merki frá mér, heldur hóf for- málalaust að segja skrítluna um rússnesku kommúnistana tvo, sem sváfu í 'gistiihúsi í Moskvu nóttina eftir að 22. þingi kommúnistaflokksins lauk. Um miðja nótt vaknaði ann- ar þeirra við að herbergisnaut- ur hans æpti upp úr svefnin- um: „Niður með Krústjoff! Niður með Krústjoff!“ Sá, sem vaknað hafði, vakti félaga sinn í snatri og spurði hann, nokkuð þykkjuþungur, hverju þetta sætti, en hann svaraði: „Ég hafði hræðilega mar- tröð.. Mig dreymdi, að 23. flokksþingið væri hafið og ég væri þar fulltrúi.“ Ég hafði heyrt skrítiuna. Hún er uppáhalds stjórnmála- skrítla í Varsjá þessa dagana. í næstu viku verður önnur búin að leysa hana af hólmi. Slíkar skrítlur setja mjög mikinn svip sinn á samræður manna í Pól- landi um þessar mundir. HÉR ER að vísu margs kon- ar skortur. Húsnæðisskortur- inn er til dæmis mjög tilfinnan legur. Þessa stundina er skort- ur á tannkremi, og hann stafar af því, að dreifingarkerfi komm únista hefur gersamlega brugð- izt hlutverki sínu. En það er enginn skortur á frjáisum umræðum. Vladislav Gomulka, sem sjálfur sat í fangelsi stalínista, hefur svipt tjaldi óttans burt. Hinn vest- ræni hlustandi heyrir hér fleira en skrítlur. Pólverjar hafa ákveðnar skoðanir á ágreiningnum milli Krústjoffs og Mao Tse-tungs. Og Pólveijar eru ekki hræddir við að láta þessar skoðanir sín- ar í ljós. Satt að segja teljá margir þeirra mjög nauðsyn- legt fyrir þjóðina, að þeim sé lýst Þeir vilja, að vestrænir menn skilji þær. VINUR MINN, stúdentinn, er fylgjandi Vesturveldunum og andstæður kommúnisman- — Ég viidi óska þess, félagi Mikojan, að þaS væri Mao, sem væri Formósu, en Chiang Kai Shek, sem væri í Peking. um. Þegar hann hafði lokið við skrítluna hélt hann áfram: „Það verður óheillavænlegt fyrir Pólland, ef Krústjoff bíð- ur lægra hlut fyrir Mao. Þú skalt, sko, athuga það, að það er Stalín, sem nú ræður ríkj- um í Peking.“ Menntaður forustumaður kommúnista lét sömu skoðanir í Ijós í samtali við mig, og kvað jafnvel enn fastar að orði: „Vesturveldin verða að gera sér það ljóst, að Krúsljoff er þeirra bezta von.“ Menntamaðurinn hélt áfram útskýringum sínum, milli súpu- spónanna. Og ég hef síðar kom- izt að því, að hann lýsti hinum almennu skoðunum Pólverja á valdaátökunum í kommúnista- ríkjunum: „Krústjoff vill í raun og veru semja,“ sagði hann. „Hann er sannfærður um, að friðsamleg tilvera við hlið Vesturveldanna er bezta von kommúnistanna. Og við Pólverjar erum honum sammála. Það munaði minnstu, að Þjóðverjar eyddu land okk- ar. Við erum að leitast við að byggja þjóðlífið upp aftur, eft- ir því, sem kostur er. „En Mao er á móti samning um eins og nú standa sakir Álit hans er þetta: Hvers vegna ættum við að semja núna, þeg ar vitað er, að ef við bíðum 1 nokkur ár, þá verðum við svc miklu sterkari en Vesturveldin að við verðum hið ráðandi afl?“ MENNTAMAÐURINN sagði það vera skoðun Maos, af kommúnistiáríkin ættu að beita allri orku sinni við að auka hernaðarmátt sinn. — Við vor- um búnir með súpuna og byrj- aðir á kjúklingnum, sem ætt- aður var frá Kiev — og komm- únistinn hélt áfram, milli þess sem liann tuggði: „Vitið þér, að þegar Chou- En-lai var á ferðinni hér í Pól- landi, þá var hann síður en svo hrifinn af tilraunum félaga Gó- mulku til að bæta lífskjör al- mennings. Hann sagði t.d.: „Hvað hafa verkamenn að gera við þrennan klæðnað og þrenna skó? Þetta er ebki nauðsyn- legt.“ (Framhald á 15 síðit > T í MIN N, miffvikudaginn 10. janúar 1962. 7

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.