Tíminn - 20.01.1962, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.01.1962, Blaðsíða 2
hjá honum eins og venja er til. Húsin þrjú voru svo yfirfuTl, að varla var hægt að komast inn í þau og þurfti fjóra stóra flutn ingabíla til þess að flytja þýfið til lögreglustöðvarinnar í Glo- strup. Smiðurinn hefur játað, að hann hafi lengri tíma farið í ránsferðir um Kaupmanna- höfn og nágrenni og flutt síðan ránsfeng sinn heim til sín í bíl. Það er mönnum enn algjör náðgáta, hvað þjófurinn hefur ætlazt fyrir með alla þessa stolnu muni, en að því cr virð- ist, hefur hann ekki gert tilraun til þess að selja neitt af birgð- um sín um. Danska lögreglan hefur nýlega komið upp um stór- felldan þjófnað, sem framinn var af þrítugum smið. Hann FÉLAGSHEIMILIN, sem rlslð hafa upp í sveitum landsins hin síSari ár, eru flest mjög reisuleg, falleg og vel búin hús, þótt nokkur mun ur sé að sálfsögðu á þeim eftir stærð og fjölmenni þelrra byggðar laga, sem að þeim standa. Þessi samkomuhús eru að sjálfsögðu mik il lyftistöng félagslífi, einkum með al unga fólksins, þar sem það fær nú í fyrsta slnn sæmileg skilyrði til æfinga og sýninga á sjónleikj- um. Þetta hefur allvel verið notað, og er víða genglð að þessu með festu og alvöru. EITT HINNA NÝJU félagshelmila er í Biskupstungum, mjög vandað hús og vel búlð, og unga fólklð í sveit Innl virðlst hafa tekið ástfóstri við það og leggur í það metnað slnn að nota það vel og gæta þess vel. Er vafalítið sömu sögu að segja úr mörgum öðrum byggðarlögum. — Biskupstungnamenn hafa að undan förnu æft og sýnt hið ágæta leik- rit Lénharð fógeta, eldkl aðeins heima, heldur í mörgum öðrum fé- lagsheimilum á Suðurlandl. Sýnir hafði fyllt þrjú hús sín með stolnum munum, og hafði í hyggju að byggja fjórða hús- ið til eigin afnota. þetta, að fólklð tekur sér veiga- mlkil viðfangsefni, þegar því er búinn sæmilegur kostur til þess. Hefur meðferð Tungnamanna á Lénharði vaklð verðskuldaða at- hygli. UNGT OG MJÖG STARFSAMT leik- félag hefur um sinn sýnt ýmsa sjónleiki i hinum unga og hrað- vaxandi kaupstað, Kópavogl. Er saga þess og starf merkilegt dæmi um það, hvernig ósamstæðir kraft- ar geta átt samlelð í góSu verki, þegar viljl, dugur og skilningur ræður ríkjum. Leikfélag Kópavogs brá sér fyrir hálfum mánuði aust- ur í Biskupstungur og sýndi þar sjónleik í félagsheimllinu, og einn leikandlnn, góður og gegn trésmið ur úr Kópavogi, lét þau orð falla við höfund þessa þáttar, að sú för hefði orðið sér lærdómsrík, og við dóm hans mega Tungnamenn vel una. -- ÉG HEF Á FÁA staði komið, þar sem ég hef orðið eins hrifinn af umgengni og búnaði sem þarna, Lö'greglan kom upp um þjóf inn af einskærri tilviljun, eftir að hann hafði verið kærður fyrir ólöglegar héraveiðar, en þá gerði lögreglan húsrannsókn sagði hann. — Húsið sjálft er svo vandaö og vel frá gengið, að mað- ur sér varla misfellu en hlýtur að dást að flestu. Og umgengni fólks- ins um húsið er svo frábær, að maður blátt áfram fellur í stafi. Þar er hvergi að sjá í skotum og kompum þáð rusl, sem skemmtana lífi fylgir og oft sést í samkomu- húsum, hvergi flöskur eða óhrein- indi — aðeins ströngustu snyrti- mennsku sem lýsir umhyggju og ást á húsinu. Og viðtökur fólksins, maður mlnn. Okkur var teklð eins og langþráðum vinum, hresstir á beztu súpu og öðrum veitingum Lögreglan hefur enn ekki tal- ið alla þá hluti, sem fundust í fórum smiðsins, en áliti.ð er, að þeir séu um 10.000, og kennir þar margra grasa, m.a. fundust þarna útvörp, benzín og skurð- áhöld. Enn esm komið er, hef- ur ekki verið hægt að áætla verð mæti þýfisins. í Feneyjum og Rvík „Á síðastliðnu ári var fram- kvæmd gagnger rannsókn á lungnia'krabba í Feneyjum, vegna þess að íbúarnir voru taldir vera í nokkurri hættu vegna hins ó- hreina lofts, sem myndast yfir borginni frá iðnaðinum. En nið- urstöður þessarar rannsóknar virðast leiða í ljós, að aukning lungnakrabba þar muni fremur eiga rót sína að rekja til auk- inna sígarettureykinga en til þessa óhreina lofts. Krufning manna, sem látizt höfðu af völdum krabbameins, leiddi í Ijós, að lungnakrabbinn er langsamlega algengasta teg- und kra'bbamenis, eða 28%. Með al kvenna, sem látizt höfðu af völdum krabbameins, höfðu 5% l'átizt úr lungnakrabba. 84% þeirra karlmanna, sem látizt höfðu úr lungnakrabba, höfðu reykt sígarettur. Rannsóknir á íslandi hafa sýnt, að á tímabilinu frá 1932— 1950 hafði aðeins 1,5% þeirra karimanna, sem krufnir voru, dáið úr lungnakrabba. Á árun- um 1956—1960 hafði prósent- talan tvöfaldazt. Á þeim árum jókst þar einnig sala á sígarett- um að miklum mun. Skömmu áður en aukning lungnakrabba átti sér stað, var hætt að hita Reykjavík upp með kolum og olíu, en tekið að nota heita vatn ið til þess í staðinn. Það hafði þau áhrfi, að loftið yfir Reykja- vík er hreinna en yfir nokkurri annarri höfuðborg í Evrópu“. (The Scotsman). Svíar vilja sumartíma og allt fúslega og glaðlega í té látlð. Þetta var sannarlega gaman. Og áhugi fólksins um lelklist var eftirtektarverður og umræður þess við okkur um þá hluti báru því vitni, hve föstum tökum þeir hafa tekið sitt leiklistarstarf, hafá á þvi brennandi áhuga og kunna á þvi góö skil. Aðbúnaður og aðstaða til leiksýninga i húsinu er lika með sérstökum ágætum, — Hárbarður. NTB Stokkhólmur, 15. janúar — Mörg félagssamtök í Sviiþjóð hafa gengizt fyrir baráttu fyrir því, að sumartími verði tekinn upp í Svíþjóð. Eru það meðal annars læknasamtökin, íþróttasamtökin og feKðaskrifstofur, sem standa að þessu. Ekki er ákveðið, hvort baráttan á að miða við, að klukkunni verði flýtt um klukkustund á sumrin eða hvort henni verði flýtt allt árið um eina klukkustund. f tllefnl hins nýja árs hafa þeir í Ameríku valið 10 konur, sem þelr telja að hafi verið bezt greiddu kon- urnar á gamla árinu. Myndirnar hér að ofan sýna þessar 10 heppnu. Efst til vinstri er Jacqueline Kennedy, forsetafrú, en hárgreiðsla hennar hefur um nokkurn tíma skapað tízkuna í Ameríku og Evrópu. Þar fyrir neðan er ítalska kvlkmyndaleikkonan Sophia Loren. Efst tll vinstri af smámyndunum er leikkonan Eva Gabor, þar fyrir neðan Mrs. Wllliam McCormick Blair, sem gift er ameríska sendiherranum í Danmörku, og þar fyrir neðan kemur svo leikkonan Cara Williams. Efst aftur er blaðakonan Nancy Hanschman/fyrir neðan leik- konan Cyd Charisse og neðst tízkúteiknarinn Anne Klein. Efst til hægri er Margrét prinsessa frá Englandi og fyrir neðan hana er Dina Shore. 1 Jálning og kvein Forystugrein Þjóðviljans hefst á þessum setningum í gær: „Furðulega mikill þ'áttur í skrifum sumra íslenzkra blaða um alþjóðamál og alþjóðavið- burði virðist miðað við það eitt, hvort hægt sé með ein- hverju móti að nota þau til á- róðurs gcgn verkalýðslireyfing- unni á íslandi, gegn Sósíalista- flokknum og Alþýðubandalag- inu. Slík afstaða skekkir að sjálfsögðu allt skynsamlegt mat og skilning á þróun mála“. Þessi orð geyma nokkurn sannleika, en opna eigi að síð- ur skýra sýn í það ástand, sem ríkir í Sósíalistaflokknum og Alþýðubandalaginu. Þau eru kveinstafir vegna salts, sem lcomið hefur í opna und. Hinir, trúu konnnúnistar hér á landi vilja að fá að þjóna Rússum í friði oig kemur illa, ef á það er bent, að slík þjónustusemi við erlend einræðissjónarmið hæfi ekki mönnum í brjóstvörn ís- lenzks verkalýðs. Þessi orð sanna líka, að kommúnistarnir vita, að íslenzkir verkamenn vilja ekki slíka crlenda þjón- ustu heldur íslcnzk sjónarmið í forystu sinni. Þess vegna er svo óþægilegt, að á þetta sé bent. Hins vegar er heldur ó- venjulegt, að Þjóðviljinn geri það tvennt í einu, að játa þann ig sekt sína og kveina sér und an aðfinnslunum. - ;;; ’ !Í É É,-W ' ** Hííslrygglngar- iffgjöldin gela lækka® Árið 1954 gerði tryggingar- aðili tilboð um stórfellda lækk- un iðgjalda á húsatryggingum í Reykjavík frá því sem verið hafði. Þetta Ieiddi til þess, að efnt var til bæjarreksturs trygginganna. Var ákveðið, að iðgjöld skyldu verða óbreytt, en af hagnaði trygginganna stofnaður hústryggingasjóður, er yrði handbær til að bæta tjón og fé úr honum yrði einn- ig varið til að bæta brunavarn- ir og Iækka iðgjöld hústryggj- enda, er sjóðurinn efldist. — Mikill hagnaður hefur orðið af tryggingunum eins og búizt hafði verið við, 2—4 milljónir króna á ári. Borgarstjórnarmeirililuti í- haldsins lét hins vegar allt fé sjóðsins renna sem lán til bæj- arsjóðs og innstæða trygging- anna hjá borgarsjóði er nú 22 milljónir króna. Lítillega hef- ur verið sinnt öðru aðalmark- miði sjóðsins, brunavömum, en ekkert hinum aðaltilganginum, — Iækkun iðgjalda. Þórður Björnsson, bæjarfulltrúi Fram- sóknarflokksins, bar í fyrra- dag fram tillögu í borgarstjórn inni um að 2 milljónum af reksturshagmði hústrygginga- sjóðs á sl. ári skyldi varið til lækkunar iðgjalda. Sagði Þórð- ur í framsögu fyrir tillögunni, að geymslufé sjóðsins væri nú orðið svo mikið, að ekkert á- horfsmál væri Iengur að fara að sinna þessu yfirlýsta verk- efni sjóðsins — lækkun ið- Ígjaldagjalda. Þessari tillögu vísaði borgarstjórnarmcirihluti Sjálfstæðisflokksins frá, án þess að gera nokkra viðhlít- i andi grein fyrir hverju slík af- K staða sætti. ,2 TÍMINN, laugardaginn 20. jariúar 1962.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.