Tíminn - 20.01.1962, Qupperneq 4

Tíminn - 20.01.1962, Qupperneq 4
Hann er gamall maSur með sítt skegg og hár niður á herðar. Hárið er algrátt, en skeggið virðist yrjugult eftir því hvernig birtan fell- ur á það. Hann er Ijós yfir- litum, holdskarpur og blá- eygur. Höndin er löng og sterkbyggð og beinaber framhandleggur gægist fram úf erminni, þegar hann réttir fram höndina. Hann heitir Sun — Wu — Kungh. Hann situr löngum stundum á Landsbókasafninu og les gamlar bækur með stækkunar- gleri. Hann situr beinn við lest- urinn og heldur bókinni langt frá sér. Stækkunarglerinu held ur hann um það bil miðja vegu milli augans og bókarinnar. Fólik segir að hann sé spá- maður. Við spurðum hann, hvort það væri satt. — Ég er kannske likur spá- manni?, sagði Sun — Wu — Kungh, og það vottaði fyrir brosi í augunum, sem eru blá, en óræð. — Nei, ég er ekki spámaður, og ég vil helzt ekki láta kalla mig spámann. Þú getur kallað mig vísindamann. ef þér sýnist. — Hvaðan ertu, Sun — Wu — Kungh? — Það er búið að skrifa í eitt'hvert blað, að ég sé frá Asiu. Það er Híka nóg fyrir þína lesendur.' — En Asía er stór . . . — Sun — Wu — Kungh lít- ur á frét.tama'nn blaðsins þess- um bláu augum, og í þeim er ekkert svar? — Hvað ertu gamall maður? Sun — Wu — K"noh le'ti'’" í tösku sinni og dregur þar fram prentað rit. Hann leggur það á borðið Ritið heitiv Atlantis — Ég geri ráð fyrir, að þú viljir vita erindi mitt tii fs- lands, segir hann. — Svarið er hér. grein, sem gefur til kynna, að á þesfeu landi kunni að finn- ast eitthvað, sem varpi ljósi á örlög hins forna ríkis, Atlantis, sem var áður en sögur hófust. Þessi grein vakti áhuga minn fyrir landinu, bætir hann við og þagnar. Sun — Wu — Kungh ber teið á Ingólfskaffi að vörum sér og er hugsi. — Það er til kenning um Atlantis, segir hann svo, en það er aðeins kenning. — Hver er sú kenning? — Atlantis er horfið af yfir- borði jarðar. Það var háþroað menningarríki. En hvers vegna sökk Atlantis? Kenningin er, að íbúar þessa ríkis hafi haft vald á þeirri tækni, sem íbúar vesturlanda eru nú að fikta við. Að þeir hafi haft vald á kjarnorkunni og tortímt landi sínu með kjarnorkutilraunum. Kjarnorkuvísindin eru ekki ný. Þau hafa lifað í Indlandi um aldaraðir. En þeir, sem þekkja kjarnorkuna þar, hafa ekki beitt henni. Til þess er hún of hættuleg. — Hvernig gátu slíkar til- raunir hafa tortímt Atlantis? — Landið hefúr--semHlega tortimzt við pólveltu. Það hef- ur horfið undir yfirborð hafs- ins um leið og jarðmöndull inn færðist. Slík röskun gæti hafa átt sér stað vegna kjarn- orkutilraunar. En það er ekki víst, að íbúar Atlantis hafi tor- tímzt fyrir það. Kenningin ger- ir ráð fyrir, að tækni þeirra hafi gert þeim kleift að taka sér bó’lfestu í iðrum jarðar, og að þeir lifi þar enn. Hún gerir einnig ráð fyrir, að þeir muni leita upp á yfirborð jarðarinnar og taka alla stjórn í sínar hendur. — Trúir þú þessu, Sun — Wu — Kungh? — Þetta er aðeins lvmn- ing.i —1- Hvaða leiðarmerki gerir þú ráð fyrir að finna hér? — Það er ekki sennilegt, að allir íbúar Atlantis hafi átt þess kost að flýja inn í jörð- ina. Það er heldur ekki víst, að allir hinir hafi farizt. Hitt er sennilegt, að einhverjr þeirra hafi bjargazt til nærliggjandi eyja, íslands, Grænlands og Bretlandseyja tii dæmis. Það eru til mannvirki á Englandi, sem gefa vísbendingu um, að menn af þessari þjóð hafi ver- ið þar, og viðar á ströndunv Vestur-Evrópu. Island er ekki hiuti af hinu sökkna Atlantis. Það er eyja, sem var í nágrenni þess. Það er líka vitað, að menn höfðu hér bólfestu áður en norrænir vikingar námu landið. Papar til dæmis. Kirkju feður þeirra í Róm vissu að landið var til. Hér gætu fleiri hafa verið. — Hvar ætlar þú áð leita þessara sögutengsla hér? Fyrst og fremst í munnmæl- um. Á íslandi eru munnmæli um göng niður í iður jarðar. Hekla er einn þeirra staða, Trúin á undirheima er merk. — Hefurðu komið til Heklu? — Nei, en ég þarf að komast að Öskju, minnsta kosti að. sjá hana úr lofti. Ég þarf á mikilli vitneskju að halda varðandi ís- lenzk eldfjöll. — Hvenær -komstu hingað? — Fyrir jól. Ég, kom með skipi frá Hamborg. — Og hvað ætlarðu að dvelja hér lengi? — Ég geri ráð fyrir tveggja til þriggja mánaða viðdvöl. En kannske verði ég að bíða sum- ars. Mér liggur ekkert á. Það getur líka verið að ég komi aft- ur. — Hefurðu kynnzt mörgum íslendingum? — Ég þekki formann Guð- spekifélagsins. Guðspekingur í Amsterdam benti mér að leita til hans. — Þú hefur víða farið? — Ég hef verið í París í þrjá- tíu ár. Annars hef ég víða farið. — Og talar mörg mál? — Ég hef áhuga fyrir saman- burðarmálfræði. Ég er að byrja að læra íslenzku. — Hvað talarðu mörg mál? Það vottar aftur fyrir brosi í augum Sun — Wu — Kungh. — Það skiptir lesendur bl-aðs- ins ekki miklu hvað ég tala mörg mál. — B.Ó. 4 TÍMINN, laugardaginn 20. janúar 1962.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.