Tíminn - 20.01.1962, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.01.1962, Blaðsíða 8
saman hefðu þessi verzlunarsam- tök gert meðlimunum fært að veita sér betri fatnað og húshún- að vegna þess, að þeir spöruðu fé við hagkvæmari kaup á brýn- ustiu nauðsynjum. Þegar fyrs’ta kaupfélagið var stofnað á íslandi kom hið sama í Ijós. Samvinnu- hreyfingin gerði mönmum kleift að spara sér til hagsbóta. Selstöðu verzlanirnar einkenndust af fá- breytni. í vöruvali og það var fyrst í gegnum kaupféTögin, sem hingað fluttust ýmsir hlutir, sem miðuðu að því að gera heimilin ánægju- legri á marga lund. Til þessa fræðslukvölds sagði Páll, að væri fyrst og fremst stofn að vegna þess, að S.Í.S. vildi halda sem nánustum tengslum við heim- ilin. Kaupfélögin, sem sambandið mynda, eru í þjónustu heimilanna og því er skylt og Ijúft að kynna og afla hluta, sem gera hvort tveggja í senn, að létta störfin á heimilunum og vei.ta mö'guleika til að búa þau sem bezt. Þjónustan við heimilin er sem rauður þráður gegnum alla starfsemi samvinnu- Saumavélin kann sitt af hverju, ef liðugar og kunnáttusamar hendur stjórna — og raunar er hún harla auSveld í meSförum. I pr jóna- og saumaboði Fræðsludeild og véladeild Sambands ísl. samvinnufélaga bauð s.l. miðvikudagskvöld handavinnunámsstjóra, skóla- stjóra, kennurum og nemend- um Húsmæðrakennaraskóla ís- lands, handavinnudeildar Kenn araskólans og vefnaðarkenn- aradeildar Handíðaskólans, á kynningar- og skemmtikvöld. Pál H. Jónsson forstöðumaður fræðsludeildar,, ávarpaði gestina, ' bauð þá velkomna og minnti á það, að fyrsti sýnilegi árangur af stofnun hins fyrsta kaupfélags í j Roahdale í Englandi, hefði birzt í bættum hag heimilanna. Smám hreyfingarinnar hvarvetna í heim inum. Er Páll hafði lokið máli sínu, var sýnd kvikmynd frá Singerum- boðinu um nýjustu gerð Singer- saumavéla. Þar næst sýndu þær frú Þuriður Árnadóttir og frú Erla Eggertsdóttir notkun Sing- er-saumavélar og prjónavélar, og vöktu báðar vélarnar verðsikuld- aða athygli. Þá var veitt kaffi, sungið og hlýtt á gamanþátt hjá Karli Guð- mundssyni leikara. Að lokum þakkaði Vigdís Jónsdóttir skóla- stjióri, fyrir hönd gestamna, og síðan var kvaðzt með söng og gleðskap. Höfðu allir gestir bæði skemmtan og fræð'slu af þessu á- gæta heimboði. S. Th. Ný grasafræði eftir Geir Gígiu I bókinni er kafli um grasasöfnun og sérstakar leiðbeiningar við að fjekkja nokkrar algeng- ustu jurtir Nýlega er komin út á vegum Ríkisútgáfu námsbóka Grasa- fræði eftir Geir Gígju. Bókin er ætluð til notkunar í fram- haldsskólum. Hún skiptist í 14 aðalkafla, sem nafnast: Tún- grösin, Kálgarðurinn, Gróður- reitir og gróðurhús, Skrúð- garðurinn, Náttúruvernd, Um holt og hlíðar, í skóginum, í mýrinni, Á ber jamó, Á heiðum og háfjöllum, Við sjóinn, Vatna- og sægróður, Sveppir og gerlar og Erlendar nytja- jurtir. — Þá er einnig í bók- inni kafli um grasasöfnun og sérstakar leiðbeiningar við að jiekkja nokkrar algengustu jurtirnar. , I I Grasafræðinni eru 62 litmynd- ir. Þær eiu af algengustu íslenzk-1 um jurtum, sem greint er frá í bókinni og nokkrum erlendum nytjajurtum. Enn fremur eru í bók | inni um 200 svarthvítar myndir af jurtum, jurtahlutum og atvinnu-| háttum landsmanna fyrr og nú, j einkum í sambandi við gr'asarækt og uppskeru garðávaxta. Bjarni Jónsson teiknaði mynd-j irnar í samráði við höfund bókar-j innar að undanskildum myndum j af grasafræðingnum Helga Jóns-; syni og Stefáni Stefánssyni, sem gerðar voru eftir ijósmyndum. Bók j in er 126 blaðsíður í Skírnisbroti. j Setningu annaðist fsafoldarpr'er.t-j smiðja en Offsetprentsmiðjan Lit-j brá h. f. prentaði. | Hér er prjónavélin frá Singer aS verki og Ieikur alls konar listir f mynztrum og myndum. 8 TÍMINN, laugardaginn 20. janúar 1962,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.