Tíminn - 20.01.1962, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.01.1962, Blaðsíða 6
Ný farartæki, sem henta vegleysunum Þeir Páll Þorsteinsson, Ey- steinn Jónsson, Halldór Ásgríms- son, Jónas Péturssom, flytja til- lögu til þingsáiyktunar, og er til- lagan svo hljóðandi: Alþingi ályktar að sfcona á rík- iss-jómina: 1. Að láta rannsaka til hlítar brúarstæoi á Jökulsá á Breiðamerkursandi og gera kostnaðaráætlun um brú þar. 2. Að láta athuga — með sérstöku tilliti til sam- gangna á Skeiðarársandi — nýjar tegundir sam- göngutækja til samgangna um torfærur á landi með hliðsjón af reynslu af slík- um tækjum erlendis. Síð- an skal gera tilraunir með ný samgöngutæki á Skeið- arársandi, ef ætla má að athugun lokinni, að þau muni reynast hæf til sam- göngubóta þar. 3. Að láta fylgjast sem bezt með tæknilegum nýjung- um við brúargerðir, er kynnu að gera kleift að brúa jökulvötnin á Skeið- arársandi. T------------------------------ í gremargerð með tidlögunni segir: G-óðar samgöngur eru lifæð hverrar byggðar. Atvinnulífið og aðstaða manna í lífsbaráttunni er háð samgöngum á hverjum stað. Árlega er varið verulegum fjár- hæðum af hálfu ríkisins til að bæta samgöngur á landi, sjó og í lofti. Kostað er kapps um að gera i þjóðvegina sem bezt úr garði og spehna vegakrefið um landið, renda er nú orðið akfært umhverf- is landið, nema yfir Breiðamerk- ursand og Skeiðarársand. Á Breiðamerkursandi eru skilyrði til 1 þess að ryðja hindruninni úr ; vegi með brúargerðum. Fyrirhug- að er, að Fjallsá verði brúuð á næsta ári. Þá verður Jökulsá eini farartálminn, sem hindrar alger- lega ferðir bifreiða yfir Breiða-; merkursand. Nokkrar athuganir hafa þegar verið gerðar á brúar- i stæði þá’r. Tímabært er að rann- . saka til hlítar brúarstæði á Jök- ulsá og gera kostnaðaráætlun um brú þar. Verklegar framkvæmdir nægðu ; ekki til framfara á sviði sam- j göngumála, ef gerð samgöngu- tækja stæði í stað. Það hef- ur valdið miklu um framfarir í samgöngumálum, að ný samgöngu tæki og fullkomnari en hin eldri ryðja sér til rúms. Er það nauð- synlegur þáttur til að ná góðum árangri við lausn erfiðra viðfangs- efna í samgöngumálum að athuga sem bezt nýjungar í gerð tækja og hagnýta þá reynslu, er þannig fæst. Skeiðarársandur er þröskuldur, sem erfitt er yfir að stíga, á þjóð- veginum umhverfis landið. Ef lit- ið er á þá tækni, sem íslendingar hafa nú yfir að ráða, virðist svo, að varla séu skilyrði til að brúa jökulvötnin þar, einkum vegna hamfara jökulhlaupanna, sem brjótast fram Skeiðarsand að öll- um jafnaði á 5—10 ára fresti. Því fremur ber nauðsyn til, að haft sé vakandi auga á því, hvort ný tæki ryðja sér til rúms erlendis, er ætla má að séu hæf til öruggra ferða yfir óbrúuð jökulvötn og eyðisanda. Og sé svo, þarf að gera tilraunir með slík tæki hér á landi. Þróun á sviði tækni og verk- legra framkvæmda er mjög ör. Nú eru unnin verk á sviði sam- göngumála, sem ókleift hefði ver- ið fyrir einum til tveimur áratug- um að leysa að hendi. Vafalaust heldur þessi þróun áfram og verð- ur hraðfara. í því sambandi geta skapazt nýtr möguleikar til að gera brýr yfir jökulvötnin á Skeið- arársandi. Þess vegna er hér lagt til, að Alþingi skori á ríkisstjórn- ina að láta fylgjast sem bezt með tæknilegum nýjungum við brúar- gerðir. }v i ». . " i. aqöv auW'i jg; ■ Hinn nýi bíll Geirs Björgvinssonar. (Ljósmynd TÍMINN, GE). Skriístoíustúlka Opinber stofnun óskar að ráða skrifstofustúlku. Umsóknir, sem greini aldur, menntun og fyrri störf, sendist afgreiðslu blaðsins eigi síðar en 25. þ. m., merkt „Opinber stofnun“. Guðlaugur Einarsson Freviupötu 37 simi 19740 Málflutninssstofa Bréfaskriftir Þýðingar HARRY VILHELMSSON Haðarstíg 22. Simi 18128. BINGÓ I LÍDÓ annað kvöld kl. 8.30. VINNINGAR: Frigaidaire ísskápur — 12 manna matarstell — 12 manna kaffistell — 12 manna krystal ávaxtasett — Loftljós og standlampi — 5 stálbakkar og skálar — Innskotsborð — 12 bakkar og baðvog — Standlampi og skinn — Myndavél. Stjórnandi: Svavar Gests. — Oansað til kl. 1 — Hljémsveit Svavars Gests. Söngvarar Helena Eyjólfsdóttir og Ragnar Bjarnason — Aðgangur ókeypis. FRAMSÓKNARFÉLÖGIN í REYKJAVÍK. REGN- KLÆÐI VOPNI selur öll regnklæði á gamla verð- inu fyrst um sinn. Gúmmífata- nerSin Vopni Aðalstræti 16 TÍMINN, Iaugardaginn 20. janúar 1962. 6

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.