Tíminn - 20.01.1962, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.01.1962, Blaðsíða 3
48 stunda stjórnl Trujillosinna felld Hroóalegur eldsvoVi Mynd þessi er tekin í Nurnberg í Þýzkalandi á íimmtudaginn var, þegar 17 manns fórust í eldsvoða. Úr giugganum efst til hægri fleygSu einn maður og þrjár konur sér út úr eldhafinu, en fallið var of hátt og þau fórust öll. (Ljósmynd: Politlken). NTB—Santo Domingo, 19. jan. Stjórn Trujillo-sinna í Dóm- inikanska lýðveldinu var steypt í dag eftir aðeins tveggja sólarhringa völd henn- ar. Forsprakki Trujillo-sinna, flughershöfðinginn Rodríguez Echaverría, var handtekinn í gær af liðsforingjum sínum, sem síðan skipuðu nýjan for- sætisráðherra við mikinn fögn- uð íbúa höfuðborgarinnar. Andstaðan gegn byltingarstjórn Trujillo-hershöfðingjanna jókst stöðugt eftir valdatöku þeirra á miðvikudaginn. Náðu óeirðirnar í höfuðborginni hámarki sólai'hring eftir valdatökuna, en þá létu átta manns lífið í villtum uppþotum í Santo Domingo. Þá voru allar verzl anir lokaðar, hæstaréttardómarar og opinberir embættismenn sögðu af sér í mótmælaskyni við hers- höfðingajstjórnina. Þegar fréttist um fall byltingar- stjórnarinnar, streymdi fagnandi mannfjöldinn um götur Santo Dom ingo, kirkjuklukkum var hringt, skips- og verksmiðjuflautur baul- uðu látlaust. Eohaverría var stungið í fang- elsi, en Rafael Bonelly, fyrrver- andi varafor’sætisráðherra, var skipaður forsætisráðherra. í Bandaríkjunum var nýju bylting- unni tekið með fögnuði. Stjórnin þar hefur tilkynnt, að Bandarikin muni styðja nýju stjórnina stjórn- málalega og efnahagslega. sbandalag Skrifa ekki upp á fyrir Uibricht NTB—London, 19. jan. Stórblaðið Times í London birti í morgun frétt, sem hefur vakið óskipta athygli vest- rænna stjórnmálamanna. Þar segir, að Sovétríkin hafi ákveðið að skrifa ekki undir sérfriðarsamn inga við Austur-Þýzka- land á þessu ári. Krústjoff hafi skýrt Ul- biiclit, foringja kommúnista í Austur-Þýzkalandi, frá þessu fyrir stuttu og jafn- framt sagt honum, að Sovét- ríkin mundu ekki skrifa und- ir samninga um Berlín, en ekki heldur auka spennuna með því að skerpa hreyfinga- hömlurnar. Blaðið segir, að ríkisstjórn Bandaríkjanna sé kunnugt um þetta, og þess vegna haldi hún stöðugu sambandi við Sovétríkin með viðræð- um þeirra Thompson sendi- herra og Gromyko utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna. Þess vegna hafi Bandaríkin einn- ig dregið brynbifreiðar sínar til baka frá múrnum milli Vestur- og Austur-Berlínar. Brezkir embættismenn eru vantrúaðir á sannleiksgildi þessarar fréttar og halda þeir því fram, að stefna Sovétríkjanna í Berlínar- málinu sé óbreytt. Þeir segja að árásirnar á Molotoff, sem birtust í Pravda um daginn, séu að- eins meintar sem nokkurs konar inngangur að ferð Molotoff til Vínarborgar, og eigi aðeins að sýna fram á, að álit flokksins á skoðun- um Molotoffs sé hið sama og áður, þótt hann fái stöðuna aftur. NTB—París, 19. jan. Á þingi Atlantshafsbanda- lagsins, sem hófst í dag í París, var einróma samþykkt álykt- un, þar sem óskað er eftir, að komið verði á fót Atlantshafs- efnahagsbandalagi innan tveggja ára til þess að hamla viðgangi heimskommúnism- ans. Þessi ályktun NATO-þingsins hefur hlotið nafnið Parísar- ályktunin. Skoðanir eru skiptar um hana. Fyrrver- andi aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna^ William Clayton, sagði, að sameiginlegt efnahags- bandalag Vestur-Evrópu og Norð- ur-Ameríku yrði einn s’tærsti við- burður veraldarsögunnar. Iðnaðar- málaráðherra Ítalíu, Matteo Lom- bardo, sagði aftur á móti, að álykt- unin bæri öll einkenni ótta, — ef við sameinum okkur ekki í fullu frelsi, þá eigum við á hættu að sameinást i þrælkun, sagði hann. STJÓRN ÍLAOS! NTB—Geneve, 19. janúar. í dag var stigið stórt skref ti! samkomulags í Laos-málinu. Prinsarnir þrír komu sér sam- an um myndun þjóðstjórnar í Laos eftir margra mánaða þóf. í nýju stjórninni verður for- sætisráðherrann Souvanna Phouma og hlutleysingjaflokkur hans fær 10 af 18 ráðherrastólum. Vinstri og hægri menn fá fjóra ráðherra- stóla hvor, þar á meðal sinn hvorn aðstoðaiforsætisráðherrastólinn. Verkefni nýju stjórnarinnar verð ur að skapa raunverulegt vopnahlé í Laos, en þar hefur ríkt löng og hörð borgarastyrjöld kommúnista og hægri manna. Stjórnin mun senda nefnd á Geneve-ráðstefnuna um Laos fyrir lok mánaðarins, að því er Souvanna Phouma sagði blaðamönnum í gær. Ekkert lát á Kongóerjum NTB—Leopoldville, 19. jan. í dag voru allar horfur á því, að herflokkur, sem styður Giz- enga, fyrrum varaforsætisráð- herra Kongó, gegn stjórninni, væri í þann veginn að ráðast á kaþólska trúboðsstöð í Kong- oló-héraði. Þá hafði einn helzti stuðningsmaður Gizenga, Pak- assa ofursti, verið handtekinn og send hafði verið flugvél frá Stanleyville til þess að flytja Gizenga fanginn þaðan. Sam- tímis fréttist frá Elisabethville, að Tsjombe forseti og Kimba, utanríkisráðherra Katanga, væru að koma úr leynilegu ferðalagi til Rhodesíu. Alþjóða Rauði krossihíi til- kynnti í dag, að uppreisnarsveitir úr her Kongó væru í þann veginn að ráðast á stóra, kaþólska trú- boðsstöð, Sola, í Kongoló-héraði á landamærum Kivu og Katanga. Flugvélar Sameinuðu þjóðanna flugu á vettvang og komust að raun um, að sitthvað væri hæft í tilkynningu Rauða krossins. Þeir sáu úr flugvélunum Kongó-her- menn á leið til trúboðsstöðvar- innar. Á trúboðsstöðinni Sola eru um 30 hvítir prestar auk margra nunna frá Fransiskusar-reglunni. Þar er menntaskóli og stúlkna- skóli auk venjulegra trúboðsstöðv arbygginga. ÞorpiS í Ijósum logum Þegar flugvélar Sþ gátu síðast í kvöld séð til í Ijósaskiptunum, höfðu hermennirnir kveikt í þorp- inu við trúboðsstöðina og tveir vörubflar hersins voru að koma til stöðvarinnar. Herlið Sameinuðu þjóðanna ætlar að reyna allt, sem í þess valdi stendur, til að bjarga trúboðsstöðinni. Það er erfitt um vik, því að Sþ hefur ekkert herlið í þessu héraði. Helzt verður í ráði að senda herlið með þyril- vængjum á staðinn. Pakassa og Gizenga fangnir Hersveitir miðstjórnarinnar hafa handtekið Pakassa ofursta, sem er talinn öflugasti stuðnings- niaður Gizenga. Hann var herstjóri í Kindu-héraði, þegar 13 ítalskir flugliðar Sameinuðu þjóðanna voru myrtir 11. nóvember síðastliðinn. Hann var handtekinn í Stanley- ville síðdegis í dag. Gizenga verður fluttur flugleið- is til Leopoldville á laugardaginn. Flugvélin er á leið til Stanleyville, þar sem Gizenga er í stofufangelsi. Tsjomlið me$ leynd fi! Phodesm Tsjombe Katangaforseti og Kimba utanrfkisráðherra komu í dag til ElisabetvUIe úr leynilegu ferðalagi. Þeir sögðust hafa farið til bæjanna Kolwezi í Norðvestur- Katanga og Kipushi við landamæri Rhodesíu. Almennt er talið, að þeir hafi brugðið sér til Rhodesíu, en ekki er vitað, í hvað'a erindagerð- um. Hermannauppreisn í Albertville brutust í dag út flokkadrættir innan herliðs mið- stjórnarinnar. Gerðu sumir her- mannanna uppsteit gegn ákvörðun- um herforingjanna. Er reiknað með, að Nikita herforingi verði fluttur frá staðnum, en Lundula hershöfðingi verði fenginti til að koma á reglu innan hersins í Al- bertville. Óstaðfestar fregnir hermdu, að Kongóhermenn hefðu drepið fjóra trúboða og 11 borgara við Kabonga, um 500 kílómetrum norðvestan við Elisabethville.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.