Tíminn - 20.01.1962, Síða 14

Tíminn - 20.01.1962, Síða 14
Inni í leikhúsinu gætti Ge- org þess aö ná I sæti yzt, vi5 hlið Hannah Debrett. Hún var lagleg kona með stór, dökkgrá augu og hátt enni. Og Georg fann á sér, að hún myndi fúslega veita honum upplýsingar um Joyce Dou- glas, ef með þyrfti. — Það er leitt, að Douglas- hjónin missa af fyrsta þætti, sagði hann. — Já. Hafið þér hitt þau? Hann hristi höfuðið og hún andvarpaði: — Þá er ég komin í dálag- lega klípu. Eða á ég að vera opinská og vara yður við? Eða á ég að vona, að Harry sitji á sér í kvöld. Eg býst við, að það sé vissara, að ég að- vari yður, svo að veizlan á eft ir fari ekki út um þúfur. Harry er alveg ómögulegur. Kjaftaskjóðurnar hafa sann arlega um nóg að tala. — Eg er ókunnugur meðal ykkar, svo að það er kannske betra, að þér segið mér . . . —* Já, ég hugsa það. Mig langar að ráðleggja yður að heilsa Harry og kveðja hann, en forðast að öðru leyti að skiptast á orðum við hann. Og ef þér talið við Joyce, þá gætið þess að vera ekki einn með henni . . . Ef það verður, er yður sjálfsagt hollast að forða yður út um næsta glugga. Annars eigið þér á hættu, að Harry lemji yður í kássu. Bros frúarinnar var í senn glettnislegt og mæðulegt. — Það liggur við, að það sé eina leiðin að umgangast þau hjón nú orðið. Nú vitið þér það! — Kærar þakkir. Það hlýt- ur að vera býsna erfitt að um gangast þau! — O, Joyce er ágæt. Eg þekki hana ekki sérlega vel, en allir kunningjar okkar tala mjög vel um hana. — Eg hef heyrt, að hún sé allmiklu yngri en hann. Kann ske er hún of ung til að gera sér ljóst, hversu hætuleg af- brýðissemi getur verið? — Já, annaðhvort það eða hún er svo vitlaus, ag henni finnst allir þurfa að vita, hvað hann er hrifinn af henni. Sumar konur eru þann ig, veit ég. En ég held nú ekki, að hún eggi hann til þess, framkoma Harrys er svo óttaleg, að ég trúi ekki að hún geri það viljandi að æsa hann upp. Síðast þegar við vorum saman, var hann með dylgjur og ósvífni við Arnold, þrátt fyrir það, að við vorum þá nýkomin heim eftir hálfs árs dvöl í Indlandi og veslings maðurinn hafði verið með mér allan timann. Margir kunningja okkar hafa verið að stinga upp á því, að hann yrði settur á taugahæli, áður en allt fer í voða. Nú dofnuðu ljósin og Hann ah hallaði sér aftur í stóln- um. — Þau eru allavega ekki komin, svo að við getum not- ið fyrsta þáttar í næði. Hann sá Joyce Douglas tíu mínútum áður en tjaldið var dregið frá fyrir annan þátt. 9 Hún smeygði sér hljóðlega í sæti einni röð fyrir framan hann. Aftan frá séð virtist hún mjög glæsileg í satínkjól og með margfalda perlufesti um hálsinn. Sterk ilmvatns- lykt var af henni. Andartaki síðar settist eiginmaður henn ai\ Hann var hávaxinn og þreklegur, og að dæma eftir litarhættinum á hnakkanum, var blóðþrýstingurinn óhugn- anlega hár. 6. kafli. í hléinu var hann kynntur fyrir Harry og Joyce Douglas. Og þrátt fyrir aðvaranir frú Debretts hreifst hann þegar af rólegri og geðfelldri fram- komu Harrys og töfrandi feg- urð Joyce. (Hún blekkir alla, hafði Tim sagt). ! Þau afsökuðu sig mjög, j hversu seint þau hefðu kom- ið, en þau höfðu einhvern veginn ekki fylgzt með, hvað tímanum leið, þótt bæði vissu, að það væri ekki traust af- sökun. Harry hafði sofið og Joyce hafði lent í basli með kjólinn sinn. — Og ég gat ekki almenni- lega gert við hann, sagði hún. Nennir þú að koma með mér, Hannah,, inn í snyrtiherberg- ið og hjálpa mér? Ilarry sneri sér áð Georg. — Eg stakk upp á, að við skyldum ganga út fyrir og fá okkur sígarettu, en Warren leyfir þag ekki. Þér skylduð aldrei velja yður lækni að vini, ungi maður. Læknar eru dæmalausir harðstjórar. Mér er sagt, að þér starfið við Fréttablaðið og séuð góður vinur Kirks. Svo að ég býst við, að þér séuð góður tennis- leikari? — Eg vildi óska að ég væri jafn góður tennisleikari og þér kappsiglingamaður, hr. Douglas. Þetta virtist koma Harry skemmtilega á óvart. — Þakka yður kærlega fyrir. En það er nú eiginlega liðin saga. Eg hef ekki stigið fæti mínum um borð í bát síð an.. . síðan við Joyce giftum okkur, og nú eru næstum sjö ár síðan og ég hef misst áhug ann. En ég get ekki fengið af mér að selja snekkjuna. Eg fékk hana geymda og lít öðru hverju til hennar. — „Álfurinn" sagði Georg spyrjandh i — Ja, þér hafið svei mér gott minni, það verð ég að segja. Hann sneri sér að Warren. — Hefurðu heyrt það? Þessi ungi maður man enn þá eftir bátnum mínum, þótt hann hafi ekki verið settur fram í sjö ár. — Já og þó að ég hafi gert allt sem ég hef getag til að fá þig til að byrja aftur að sigla. Bæði þú og báturinn hafa gott af því. Joyce reyndar líka. Hún hefur víst líka reynt að fá þig til að byrja aftyr. Brosið hvarf af vörum __ ' ujiiviy hj r? v ,; Harrys. — Eg veit það vel. Hún er í sífellu að nauða um það, en ég ... það er ekki svo auðvelt sem virðist, Warren. Á snekkju af þessari stærð er aðeins rúm fyrir æfða sigling menn. — Já, en þú gætir kennt henni að sigla. Eða þú gætir siglt einn. Þú veizt fullvel, að Joyce hugsar aðeins um, hvað þér er fyrir beztu. , — Já, en ég er lika hálf- partinn búinn að lofá henni að taka hana fram í maí. Hann sneri sér aftur að Georg. — Segið mér, hvernig viss- uð þér um snekkjuna mína? Eg held, að allir séu búnir að gleyma henni. Georg ákvað að segja sem var: — Eg var fyrir skömmu staddur í Maine til ag viða að mér efni í greinarflokk um gömul hús, og þá sagði fyrri kona yðar tnér frá henni. Harry leit áhugasamur á hann. — Þér hittuð Kate? Nýlega? — Það eru tveir mánuðir síðan. Nú komu konurnar aftur og áhugi Harrys hvarf sem dögg fyrir sólu: — Já það hlaut að vera eitthvag svoleiðis. Hann sneri sér frá honum og sökkti sér ofan í sýningar skrána. Eftir sýninguna fór Georg' í leigubíl ásamt þeim Arnold og Hannah Debrett. Hannah gat naumast beðið, þar til dyrunum hafði verið skellt með það að segja: — Arnold. Eg verð að segja þér þag strax. Það er um Joy ce. Hr. Healey veit um þau, svo að það er allt í lagi. Arnold lyfti brúnum og deplaði augunum til Georgs: — Ja, það, sem skeður í hléinu í leikhúsinu, hr. Healey er yfirleitt miklu skemmti- legra og dramatískara en það, sem fram fer á sviðinu. Þér komizt að því, vinur minn, þegar þér hafið fengið yður konu. Hann strauk vinalega hönd konu sinnar og sagði: — Nú út með það þá. — Það var dálítið, sem ég sá. Hún baðaði út höndunum af æsingi. — Joyce og ég stóðum fyrir framan stóran spegil og allt í einu bilaði lásinn á háls festinni hennar ég greip hann og sagðist skyldi reyna að laga hann, en hún veik undan og vildi gera það sjálf. Samt sem áður kom ég auga á að undir festinni var háls inn á henni þakinn bláum blettum eins og einhver hefði reynt að kyrkja hana. — Þetta var viðbjóðslegt, i sagði Arnold. Gaf hún þér nokkra skýringu? — Ekkí orð. Þegar hún skildi, að ég hafði séð blett- ina, lét hún mig orðalaust um að smella lásnum svo fórum við' báðar út aftur. En það er engin vafi á, að þarna hefur Harry verið að verki, þessi kolbilaði maður. — Eg trúi því ekki. sagði Georg svo ákaft. að hin litu forviða á hann. — Eg á við .. . ég rengi auðvitað ekki orð yðar, frú Debrett að þér hafið séð þessa bletti, en ég get alls ekki ímyndað mér ag það geti hafa verið af Harrys völdum Hann .. . hann gæti áreiðan lega aldrei gert neitt slikt. Hann er kannske slæmur á taugum, en ég efast mjög um að hann gæti beitt konu sina ofbeldi. Arnold sagði hugsandi: — Fyrir fimm árum hefði ég sagt nákvæmlega hið sama en hann er breyttur maður, svo að ég held, ag þér hafið ekki rétt fyrir yður. Hvernig í ósköpunum hefðu blettirnirj annars verið þarna?' — Hún getur hafa mariztl á skíðum eða hún hefur lent í árekstri, sagði Georg þrjóskulega. Hjónin þögðu kurteislega, en loks sagði Arnold: — Eitt enn, Hannah. Þú mátt ekki nefna þetta við nokkra fleiri. Það væri. rangt gagnvart þeim báðum. — Þú mátt treysta þvi. Jæja, við erum komin. Eg vildi óska, að við gætum farið heim strax. Hvernig get ég horfzt í augu við þennan mann ,eftir þetta . . . ? Gleðin var byrjuð, þegar þau komu, og hr. og frú Deb- rett fóru þegar að ræða við kunningja sína. en Georg gekk til Harry Douglas, sem sat einn fyrir framan stóran glugga. Hann fylgdist gaum- gæfilegá með konu sinni, sem stóð í miðju herberginu og tal eði við nokkrar konur. En skyndileea leit hann á Georg og sagði: — Hvernig líður Kate? — Ágætlega. Hún spurði mig, hvort ég þekkti yður og vissi. hvernig vður liði. — Það var fallegt af henni. Hann sat, bögull um stund og sagði siðan: — Ef þér hittið hana aftur. viliið þér þá skila kveðiu minn'i os segia henni. að mér 1 íði vel. — Það skal ésr eera með á- nægju. Má ésr seeia henni. að bér hafið ekki skirt bátinn vð ar unn. Hún bbit víst. að þár hefðuð gert bað. — Segið henni. að ég muni aldrei kalla snekk.iuna öðru nafni. hr. Healey. Hann andvarpaði þungan. — Eg hugsa. að henni sárni. þegar hún fréttir að ég ætla að taka hana fram aft- ur í sumar. Mér hefur alltaf fundizt bessi snekkia vera jafn mikii eign Kate og mín og það sé ekki rétt af mér að sigla henni án hennar . . en þau eru alltaf að nauða í mér. Þau segja, að ég muni hafa gaman af því, þegar ég er einu sinni kominn af stað ou kannske . . . en það er engin ástæða til að nefna það við Kate. — Nei, alls ekki, sagði Ge- org. Fjandinn hafi það. hugs aði hann. Harry Douglas var Flugfreyjustörf Ákveðið er að ráða nokkrar stúlkur til flugfreyju- starfa hjá félaginu á vori komanda. Nauðsynlegt er, að umsækjendur hafi lokið gagn- fræðaprófi eða öðru hliðstæðu prófi. Kunnátta í ensku ásamt einu Norðurlandamálanna er áskilin. Lágmarksaldur umsækjenda skal vera 20 ár. Umsóknareyðublöð verða afhent í afgreiðslu fé- lagsins, Lækjargötu 4, Reykjavík og hjá afgreiðslu- mönnum þess á eftirtöldum stöðum: Akureyri, Eg- ilsstöðum, ísafirði og Vestmannaeyjum. Eyðublöðin þurfa að hafa borizt félaginu útfyllt og merkt ,,Flugfreyjustörf“ eigi síðar en 27. jan- úar. vw/efa/7 A/a/ids. ff.J? ICELAMDAIF) 14 T f MIN N, lavgardaginn 20. janáar 1962.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.