Tíminn - 20.01.1962, Blaðsíða 9

Tíminn - 20.01.1962, Blaðsíða 9
T í MIN N, laugardaginn 20. janúar 1962. „Það er leikari í hverjum rnanni" Spjallaö viö Val Gíslason, leikara Húsdyr opnast. Valur Gíslason leikari stendur á þröskuldinum, brosir, ný- lega orðinn sextugur með þrjátíu og fimm ára leik- listarferil að baki. — Við skulum ekkert tala um hvers vegna ég varð leikari. Ég veit það ekki. Ef til vill var það tilviljun. En þegar maður er byrjaður, tekur þetta mann heljartökum, og maður losnar' ekki aftur. Það er ekki hégóma girnd gagnvart áhorfendum, sem heldur manni föstum. Bezti tíminn er oft sá, þegar engir áhorfendur eru, — á æf- ingum, þegar hlutverkið er að skapast. Það er heldur ekki hægt að segja, að maður hafi ánægju af því að leika: Það fylgir því oft þjáning og kvíði, og maður er feginn, þegar því er lokið. — Hvemig er það, þegar hlutverk skapast? — Satt að segja veit maður ekki, hvernig hlutverk verður til. Það er engin sérstök að- ferð til í því sambandi. Maður getur stuðzt við i'eynslu ann- arra, en ekki meira. En eitt er víst: Það þarf mikla vinnu og hugsun til, ef einhver veruleg- ur árangur á að nást. Manns- líkaminn er viðkvæmt verkfæri að spila á, — ein hreyfing eða raddblær getur orsakað það, að leikari nái ekki þeim áhrifum, sem -hann ætlar sér. Það tekur leikara oft margar vikur að fá það fram, sem hann vill, jafn- vel þótt hann viti, hvað það er, sem á og þarf að koma. Og sannleikurinn er sá, að maður veit aldrei, hvort sýning heppn ast fyrr en á sýningarkvöldi. Það er eitthvert beint samband milii leikara og áhorfenda, sem ræður úrslitum. Áhorfendur eru beinir þátttakendur í sýning- unni, — leiksviðið er ekki að- eins leiksviðið sjálft, heldur allt leikhúsið, þegar það renn- ur saman í eina heild, ætti til- ganginum með sýningunni að vei'a náð. Valur sem Harry Brock [ „Fsdd í gær". — Og þegar þetta samband verður ekki? — Þá færist fjórði veggurinn, sem á að vera aftast í salnum, og verður á milli áhorfenda og leikara. — Finnið þið það á klappinu, hvar veggurinn er?' — Við finnum það áður en klappið kemur. — Það er þá mikið undir áhorfendum komið, hvernig til tekst? — Já, þeir verða að leika með, því að án þess getur ekk- ert leikhús staðizt. — í raun og veru er leikari undir niðri í hverjum manni, og menn leika meira og minna í daglegu lífi, — sem dæmi um leiklist í dag- legu lífi má nefna stjórnmála-' mennina. — Þessi leikþörf virð ist hafa fylgt mannkyninu frá því að sögur hófust og á upp- runa sinn í dansi og látbragðs- leik, og svo koma orðin. — Hvernig eru íslenzkir leik- húsgestir? — Yfirleitt eru þeir góðir á- horfendur. Þeir eru krítiskir, en þeir meta líka, þegar vel er geit. Persónulega er ég þakk látur íslenzkum áhorfendum. Þeir hafa oft sýnt mér mikla þolinmæði og skilning. — Ertu uppnæmur fyrir gagnrýni? — Seinustu árin hef ég ekki verið uppnæmur fyrir henni, hvort sem hún er lof eða last. Áður fyrr gat hörð gagnrýni sheirt ájann ilía, sérstaklega, ef ma'nni fannst hún vera ósann- gjörn. Þó er maður alltaf eitt- hvað viðkvæmur fyrir því, sem um mann er talað. — Kemur oft fyrir, að leikar ar séu óánægðir með undirtekt- ir áhorfenda? — Það kemur oft fyrir, að sýningar, sem að okkar viti eru góðar, hafa ekki tilætluð áhrif, en hið gagnstæða kemur líka oft fyrir. —. Hefurðu nokkurn tíma orðið kaldur fyrir hlutverki? — Ég hef aldrei leikið al- gjörlega vélrænt. Jafnvel þótt maður sé lítið hrifinn af hlut- verki, getur maður ekki kastað til þess höndunum, þvf að þá verður ekkert úr því. Það eru náttúrulega. ekki alitaf jól í leiklistinni fremur en annars staðar, og maður verður að taka við þeim hlutverkum, sem að er rétt, hvort sem manni finnst þau hæfa sér eða ekki. Leikhús á Norðurlöndum byggja rekst- ur sinn á tiltölulega fámennum hópi leikara og geta ekki alltaf teflt fram nýjum mönnum. Hér heima og á Norðurlöndum og í Þýzkalandi fær því hver leikari mörg hlutveik á leikhúsárinu, en í stórborgum erlendis er svo mikið úrval leikara, að fjöldi þeirra gengur atvinnulaus allt árið. Þar gapga leikrit líka oft svo lengi, að sami leikari hefur sama hlutverk á hendi mánuð- um og jafnvel árum saman, — það er hætt við að slíkt geri leikara einhæfari en ella, og þess vegna er okkar fyrirkomu lag kannske heilbrigðara. — Færðu ekki leikleiða, ef þú leikur sama hlutverkið lehgi? — Nei, yfirleitt ekki, annars fer það eftir leikritinu og hlut- verkinu. Ef hlutverkið er gott, skynjar maður alltaf eitthvað nýtt í því, það vex og maður fær nýja innsýn í það. Stund- um vakna gömul hlutverk upp í huganum mörgum árum eftir að maður lék þau og maður sér eitthvert atriði í nýju ljósi. Það þarf ekki að vera mikið, kannske bara spurning um raddblæ eða áherzlu. — Lifir þú þig mjög inn i persónur þínar? — Mér finnst samband af inn lifun og kaldri hugsun vera sterkast. Agalaus leikur, sem byggist eingöngu á innlifun, getur verkað truflandi á áhorf- endur, og leikarinn getur misst hlutverkið úr höndum sér. Það er nauðsynlegt fyrir leikara að geta stórnað tilfinningalífi sínu að vild. — Ertu ekki misjafnlega fyrir kallaður frá kvöldi til kvölds? — Leikarar eru auðvitað mjög misupplagðir, en það er þó ekki einhlítur mælikvarði á leik þeirra. Leikari sýnir oft beztan leik, þegar hann þarf að hafa mest fyrir því. — Þótti þér ekki erfitt að leika hér áður fyrr, þegar þú hafðir unnið fullan vinnudag? — Maður var ungur og hraust ur þá. Annars er ávallt mikil vinna fólgin í þessu starfi. Leik arar verða yfirleitt að brjóta hlutverkin til mergjar í ein- rúmi heima hjá sér. Það er ekki tími til þess að undirbúa hlutverkið á æfingum. Ég þekki ekkert starf, sem gerir meiri kröfur til manna. Leikarar verða alltaf að mæta jafnt á æf ingar sem sýningar, jafnvel þótt þeir séu lasnir og eigi r'aunverulega að liggja rúm- fastir. Ef þeir ekki mæta, stöðv ast starfið, hvort sem um æf- ingu eða sýningu er að ræða. — Hvernig semur þér við Húsvörðinn? — Þetta hlutverk, sem ég hef, er mjög erfitt, en það gefur góð tækifæri, ef maður nær tök um á því- — Hvað gerir það svona erfitt? — Það er alltaf erfitt -að veia inni á sviðinu allan þann tíma, sem sýningin stendur yfir. — Textinn er líka með afbrigðum erfiður. Samtölin eru oft ekki í i'ökréttu samhengi á yfirborð- inu — þótt þau séu það undir niðri — og þess vegna koma tilsvörin ekki af sjálfu sér. Þau byggjast upp af sífelldum endurtekningum og sérstakii hrynjandi. Persónurnar lifa hver i sínum eigin lokaða heimi, og þegar þær talast við, eru þær líka að tala við sjálfa sig. — Er ekki mikils virði fyrir leikara að hafa góða mótleik- ara? — Það getur alveg ráðið úr- slitum og þá ekki síður leik- (Framfiaio a 13 siðu Valur sem Antróbus í „Á yztu nöf".

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.