Tíminn - 20.01.1962, Blaðsíða 12

Tíminn - 20.01.1962, Blaðsíða 12
- • _________________ RITSTJORI: HALLUR SIMONARSON Fjolmennasta íþróttamót hér á landi hefst í kvöld Vinsældir handknattleiksins hér á landi aukast stöðugt, og íslandsmeistaramótið, sem hefst í kvöld, er fjölmennasta iþróttamót, sem nokkru sinni hefur venð haldið hér á landi. Þátttakendur eru samtals 891 og eru flokkar 76. Tvö félög, KR og Víkingur, senda lið í 10 flokka, eða alla, sem keppt er í. Leikkvöld verða alls 34 og verða úrslitaleikirnir sunnu- daginn 15. apríl. Þessi félög senda flofeka í keppn- ina, og er innan sviga getið um fjölda liða. KR og Víkingur (10), Ármann, Fimleikafélag Hafnar- fjarðar, Fram og Valur (9) ÍR og Þróttur (8), Keflavík (6), Haukar i Hafnarfirði (4), Breiðablik, Kópa- vogi (2), Akranes og. Njarðvíkur, sem senda eitt lið hvort í meist- araflokk karla 2. deild. Meistaraflokkur í meistaraflokki karla og kvenna er keppnin tvískipt, 1. og 2. deild. Jahn sigraði ega í Bad Gastein - Keppt í 76 flokkum á Handknattleiksmeistaramóti Sslands og þátttakendur eru samtals 891 Tveir markhaestu mennirnir í meistaraflokki á síðasta ísiandsmóti, Gunnlaugur Hjálmarsson, ÍR, til vinstri, og Ragnar Jónsson, FH. — Verða þeir einnig markhæstir á mótinu nú? Bad Gastein 19/1 — (NTB). Austuníska stúlkan Marianne Jahn sigraði með yfirburðum í svig keppninni í dag og fékk tímann 97.5 sekúndur. Ilún var fimm sek- und;'™ á undan Marielle Goít ~ 1. Frakklandi, sem varð í öðru sæti. Austurríska stúlkan Sieglande B^aeur varð í þriðja sæti á 99.9 sek. Norska stúlkan Astrid Sandvid stóð sig nú miklu betur en áður í keppninni og varð í sjöunda sæti á 102.4 sek. — Hinar frægu skíða- konur Barbi Henneberger, Vestur- Þýzkalandi og Traudl Hecker, Aust kvöld urríki, urðu í fjórða og sjötta sæti. I í 1. deild karla eru íslandsmeist- arar FH, Fram, Valur, ÍR, KR og Víkingur, sem sigraði í 2. deild í fyrra. í 2. deild eru Ármann, Hauk- ar, Akranes, Keflavík og Njarð- víkur. Meistaraflokkur kvenna er nú í fyrsta skipti tvískiptur. í 1. deild eru íslandsmeistarar FH, Ármann, Valur, Víkingur, KR og Fram. Keppnin verður með sama hætti og í meistaraflokki kai'la. Neðsta liðið í deildinni fellur niður í 2. deild, en hið efsta í 2. deild færist upp í 1. deild. Sundráði Reykjavíkur hefur, verið falið að halda afmælis-j sundmót Í.S.Í., sem verour í( Sundhöll Reykjavíkur, þriðju- 100 ASrir flokkar Aðeins tvo félög, KR og Víking; daginn 13. febrúar n.k. ! ur, senda lið í 1. flokk kvenna. I i 2. flokki kvenna er keppt bæði! með A og B liðum. ! , Mikil þátttaka er í karlaflokkun- keppmsgremar: 50 — 50 — 4x25 — Ráðið heíur á'kveðið þessar um. Annar og þriðji flokkur verð- ur tvískiptur að venju og keppt í liðlum, en í 1. flokki karla er keppt í tveimv.r riðlum. Keppnin um helgina Eins og áður segir hefst mótið í íþróttahúsinu að Háloga- (Framh á 13. siðu. j 50 m sikriðsund karla 100 — skriðsund karla 100 — bringusund karla 50 — baksund karla 50 — skriðsund fevenna 100 — bringusund kvenna 50 — bringusund unglimga (piltar 18 ára og yngri) MIKIL ÞÁTTTAKA l FIRMA- KEPPNI SKlÐARÁÐS R VÍKUR skriðsund drengja (16 ára og yn>gri.) bringusund telpna bringusund sveina (14 ára og yngri) fjórsund karla, ein- einstaklingar 4x50 — bringusund kvenna 4x50 — skriðsund karla Tilkynningar um þátttöku skulu berast til form. S.R.R., Péturs Kristjánssonar, Austurbæjarbíói í síðasta lagi þriðjudagskvöld 6. febrúar n.k. a Vonazt er eftir þátttöku frá öll um sundfélögum bæjarins. Hin árlega firmakeppni Skíðaráðs Reykjavíkur fer að öllu forfallalausu fram n. k. sunnudag í brekkunum við skíðaskálann í Hveradölum. Um 100 fyrirtæki taka þátt í keppninn: og beztu skíðamenn bæjarins leiða þar saman hesta sína. 12 Sem kunnugt er, er keppni þessi forgjafarkeppni, og er þess vegna ekki hægt að spá fyrirfram um hver verður sigurvegari. 10 silfur- bikarar (farandbikarar), veiða af- hentir að lokinni keppni, við sam- eiginlega kaffidrykkju í Skíðaskál- anum. Vænzt er, að umboðsmenn þess- ara fyrirtækja mæti við verðlauna- afhendinguna í Skíðaskálanum. að- .göngumiðar verða afhentir hjá Igestgjafa Skíðaskálans. Ferðir verða farnar frá B.S.R. kl. 9 f. h. á sunnudag og kl. 1 e. h. en fyrirhugað er nafnakall kl. 11, við Skíðaskálann og mun keppni hefj- ast að því loknu. Mjög áríðandi er að allir starfsmenn og keppendur mæti fyrir þann tíma. Allar upplýsingar um ferðir á mót^stað eru veittar hjá B.S.R. sími 11720. Umboðsmönnum fyrirtækjanna verða afhentir farmiðar á sama i stað. Moskva, 19. 1. (NTB): Sovéski skautahlauparinn Evenij Grishin hljóp í dag 500 m á 39.8 sek. á skautamóti í Alma Ata. Á sama móti setti Irina Yegorova nýtt heimsmet í 500 m hlaupi kvenna á 45.3 sek. — Þess má geta, að tími Giishin er 4/10 úr sek. betra en viðurkennt heimsmet hans, en hann hefur hins vegar hlaupið vegalengdina á 39.6, og náði hann þeim tíma í Bandaríkj- unum 1960 eftir Ólympíuleikana þar. Skozka útvarpið skýrði frá því í gærkvöldi, að Flavel fram- kvæmdastjóri St. Mirren, hefði tekið út sjö framherja, sem hann myndi velja úr í dag gegn Raith Rovers. Útvarpið sagði, að annað- hvort Þórólfur Beck eða McDon ald yrði miðherji Iiðsins. t,eik- urinn gegn Raith verður á heima- velli St. Mirren í Paisley. Tékóslóvakía sigrafti Sovét Prag 17. l.c Tékkóslóvakía sigraði erkióvininn, Sovétríkin, í landskeppni í ísknattleik í dag á vetrarleikvanginum í Brati- slava með 4—2 (2—1, 0—1 og 2—0). Tékka vantaðl samt tvo beztu leikmenn sína, Bubnik og Starsi, en Sovétríkin voru einn ig með varamenn í liði sínu. Sig urinn er samt hinn athyglis- vej-ðasti. Löndin munu mætast að nýju í Prag. Oiympmmeistar- inn tapa'ði Berh'n 15. 1.: Peter Lesser sigraði olympíumeistarann Hel- mut Rechnagel í dag, þegar beztu skíðastökkmenn Austur- Þýzkalands kepptu um förina á heimsmeistarakeppnina- í Zak opane. Lesser stökk 96 og 89 metra og fékk 234.5 stig, en Rechnagel, sem varð í öðru sæti, fékk 230.0 stig, en hann stökk tvívegis 89 metra. í 3. sæti var Willy Virth með 224.5 stig, en hann stökk 89 og 90 metra. General-prufa skfðakvenna Bad Gastein 17. 1.: Erika Net zer, Austurríki, sigraði f bruni á opnunardegi alþjóðaskíða- mótsins fyrir konur, sem hófst hér í dag. Tími hennar var 1. 54,6 mín. f öðru sæti var Barbi Henneberg, Vestur-Þýzkalandi, á 1.55,3 mín. og þriðja Christel Haas, Austurríki, á 1.55,6 min. Brunkeppnin, sem talin er nokk urs konar generalprufa fyrir heimsmeistarakeppnina í Cham onix í næsta mánuði, var 2.4 km á lengd, og faDhæð 589 m. I brautinni voru 22 hlið. Bezta Norðurlandastúlkan var Maril Haraldsen í 26. sæti. Evrópubikarkeppnin í knattspyrnu Keppnidagar í Evrópukeppn- inni í knattspyrnu hafa nú ver- ið ákveðúir fyrir áttungsúrslit- in. 1. febrúar leika Nurnberg, V.-Þýzkalandi, og bikarmeistar- arnir Benefica, Portúgal, í Nurnberg. 14. febrúar leikur Tottenham við tékknesku meist arana, Dukla, í London og sama dag leika Real Madrid og Juv- cntus , Torínó í Ítalíu, og einn- ig Glasgow Rangers og Stand- ard, Belgíu, í Glasgow. 21. febr- úar leika Dukla og Tottenham í Prag og 23. febrúar leika Real og Juventus í Madrid og Bene- fica og Nurnberg í Lissabon. Mjög er „tippað“ á Benefica, Rangers, Dukla og Real Mad- rid í þessum Ieikjum, þótt það komi mjög á óvart, að sérfræð- ingar skuli ekki reikna meira með Tottenham en þeir gera. Að vísu má Greaves ekki leika með Tottenham gegn Dnkla. Norska skautameist- aramótið í dag Norska skautameistaramótið' hefst í dag í Harstad í Norður- Noregi. Allir beztu skautamenn Noregs taka þátt í mótinu, og almennt er reiknað með. að Knud Johannesen beri sigur úr býtum í sjöunda sinn, en eng- urn hefur hingað til tekizt að verða sjö sinnum norskur meist ari í skautahlaupum. TÍMINN, laugardaginn 20. janúar 1962.:-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.