Tíminn - 20.01.1962, Blaðsíða 16

Tíminn - 20.01.1962, Blaðsíða 16
 Laugardágur, 20. janúar 1962 16. tbl. 46. árg. LEITIN AÐ NEPTUNE-FLUGVÉLINNI r Leitinni að Neptune flugvél varnarliðsins, sem hvarf í ís- könnunarf lugi fyrir rúmri viku, var enn haldið áfram í 11000 bólu- settir Blaðið fckk þær upplýsingar í gær hjá borgarlækniEembættinu, að búið væri að bólusetja ellefu þúsund manns liér í Reykjavík síð an fjöldabólusetningin liófst síð'- astliðinn mánudag. Er það góðra gjalda vert, að fólk skuli vera var- kárt þegar bóla er annars vegar, en til allrar hamingju hefur hún ekki borizt hingað til lands og ekki líkur til að svo verði. Fólk virðist nú almennt vera farið að átta sig á þeirri staðrcynd, enda var ekki mikið bólusett í gær. í dagbók blaðsins er nánar skýrt frá bólusetningartímunum í næstu viku. gær. Þá sá leitarflugvél spor í snjórtum á ísnum við Græn- land, á svipuðum slóðum og flugvélin var, þegar síðast fréttist til hennar. Haft var samband við Landhelg- isgæzluna og beðið um aðstoð varðskipsins Óðins til þess að fara með þyrlu að ísröndinni, en Óðinn hefur lendingarpall fyrir slíkar flugvélar. Varð Landhelgisgæzlan við þessari beiðni, og fór inn á ísa- fjörð, en flugvél frá varnarliðinu (Framhald á J5. síðu). Merktir fuglar Nýlega skýrði blaðið Cork Ex- aminer í írlandi frá því, að maður nokkur hefð’i fyrir skömmu fundið heiðlóu, sem heldur var illa á sig komin, en um fót hennar var al- uminiumhringur með áletruninni: „Náttúrugripasafnið, Reykjavík, ís landi“. Sömuleiðis skýrir blaðið frá því, að annar maður hafi fund- ið' skógarþröst með sams konar hring og með sömu áletrun. Þjóðleikhússijóri versi allra fréiia þangað til í dag: Samt má telja víst að Vala verði valin VALA KRISTJÁNSSON í gær var endanlega ákveð- i8, hver velst í hlutverk My fair lady, en eins og kunnugt er hafa fleiri en ein lcomið þar til greina. Ákveðinn orðrómur var á kreiki í gær um það, að Vala Kristjánsson hefði orðið fyrir vaiinu, og hringdi Tím- inn til Guðlaugs Rósinkrans þjóðleikhússtjóra í því skyni að fá hann til að staðfesta það. — Nú er búið að velja My fair lady, er það ekki? — Nei nei! Það er ekki búið enn þá. — Alveg öruggt? — Já já. Æfingin er ekki búin enn þá. — Ég heyrði að það hefði verið gert í gærkvöldi. — Nei nei. Alls ekki. Nei nei. — Er það ekki örugglega Vala? i hana. — Nehei, það er ekkert örugg- lega. — En sterkar líkur? — Ja, ég skal ekki segja. Hún er önnur af tveimur, sem koma til greina. — Hitt cr Snæbjörg Snæbjarnar. — Já. — Hvað reyndu margar við hlut- verkið? — Þær voru fjórar. — Hvernig höfuð þið upp á Völu? Nú hefur hún ekki komið neins staðar frarn, er það? — Ég var búinn að frétta um Iiana; frétti að hún hefði leikið eitthvað í skólaleikjum úti í Kaup- mannahöfn, hefði góða söngrödd og væri skemmtileg týpa. Og út á það bað ég hana að koma hingað og lofa mér að sjá sig og heyra. Syngja Iögin úr þessu. — Hvernig leizt Sven Aage Lar- sen á hana? — Jú, lionum leizt ágætlega á Selkópinn hér á myndinni bar á land á vesturströnd Jótlands nú í vikunni. ÞaS var maður að nafni Jóhannes Gresell, sem fann kópinn og flutti hann heim með sér. Hafði hann í huga að nýta af honum skinnið, en kópurinn gerði sig svo heimakominn, að Gresell fékk hið mesta dálæti á honum. Buslar kobbi í baðinu öll um stundum og enginn hugsar lengur til þess að flá hann. — Myndin er af þeim félögum, Gres ell og kobba, sem er að koma úr einu baðinu. Ljósmynd: Politiken. FÉLAGSMÁLA- SKÓLINN í TJARNARGÖTU Félagsmálaskóli Framsóknar- flokksins er nú fluttur í ný húsa- kynni, sem Framsóknarflokkurinn hefur tekið á leigu fyrir' starfsemi sína hér. Er þetta húsið Tjarnar- gata 26. Næsti fundur Félagsmála- skólans, sem verður á mánudags- kvöldið klukkan 8,30, verður hald- inn í Tjarnargötunni. Hannes Páls- son verður frummælandi á fund- inum og ræðir byggingamálin. Þá eru FUF-félagar áminntir um að muna eftir þessum fundi Félags málaskólans á mánudagskvöldið. Útsvörin — Er hann þá ekki búinn að ákvéða sig núna? — Nei, það er ekki endanlega ákveðið. — Má ég hringja seinna í kvöld til að fá fréttina? — Já, það ætti að vera í lagi. En — ja — ég býst nú ekki við að ég segi neitt ákveðið um það í kvöld vegna þess, að ég ætla að hafa blaðamannafund á niorgun klukkan hálf tvö og fyrir þann tíma vil ég ekkert segja ákveðið um það. — En kannske eitthvað ákveðn- ara en núna? — Nei, ekkert ákveðnara en þetta. Þannig sigldi þjóðleikhússtjóri fram hjá öllum skerjum. En þrátt fyrir það, að staðfestingu hans vantar enn, þótti fullvíst í gær- kvöldi, að Vala hefði orðið fyrir valinu, og við eigum eftir að fá að sjá þessa ungu og frísklegu stúlku leika liið vandasama hlutverk f| Akureyri, 19. janúar: Ejárhagsáætlun fyrir Akureyrar- kaupstað var samþykkt 16. janúar s.l. Niðurstöðutölur fyrir árið 1962 urðu 37 millj. 190 þúsund og 600, en í fyrra voru þær 31,205,300. Út svör í ár eru áætluð 28.523,600, en 1961 varð útsvarsupphæðin sam- tals 22.991,300. Hæstu gjaldaliðir eru félagsmál 9,4 millj., en í fyrra 7,5 millj., gatnagerð nú 5.4 millj., í fyrra 3,9 millj., nýbyggingar eru nú 4,2 millj., en voru áður 2,5 millj. Fjór ar milljónir eru ætlaðar í fram- kvæmdarsjóð, og er það sama upp hæð og áður, til menntamála eiga að fara 2,7 millj., en 1961 fóru 2,5 millj. ED Góð veiði á Pollinum Akureyri, 19. janúar: Smásfldarveiði hefur ver- ið góð á Akureyrarpolli að undanförnu og hafa um 70 manns unnið að vinnslu og niðursuðu síldarinnar í verk smiðju Kristjáns Jónssonar og Co. á Akurcyri. Pollur- inn er nú allur undir þunn- um ís vegna undanfarandi frosta, og hefur það hamlað veiðinni. ED. /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.