Tíminn - 08.02.1962, Síða 7

Tíminn - 08.02.1962, Síða 7
Utgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason Frétta- ritstjóri: Indriði G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýsingastjóri: Egill Bjarnason Ritstjórnarskrifstof- ur í Edduhúsinu; afgreiðsla auglýsingar og aðrar skrifstofur Bankastræti 7 Símar: 18300 — 18305 Auglýsingasími 19523 — Afgreiðslusími 12323 — Prentsmiðjan Edda h.f - Áskriftargjald kr 55 á mán innan lands. f lausasölu kr 3 eint. Ljót saga Fyrirspurn þingmanns og svar ráðherra á Alþingi í fyrradag varpaði ljósi á ljóta sögu og hörmuleg brigð- mæli af hendi ríkisstjórnarinnar í garð útvegsmanna, sem virðast hafa treyst loforðum ríkisstjórnarinnar og byggt á þeim samþykki sitt við ákvörðun fiskverðs. Eysteinn Jónsson bar fram fyrirspurnina til sjávar- útvegsmálaráðherra og minnti fyrst á, að á aðalfundi LÍÚ í desember, þar sem skýrt var frá samningsviðræðum við ríkisstjórnina, hefði verið samþykkt, að bátar hæfu róðra m. a. í trausti þess, að vextir yrðu lækkaðir verulega á afurðalánum. Var þar byggt á þeim upplýsingum, að undirtektir rík- isstjórnarinnar við þessar kröfur um vaxtalækkun hefðu verið á þá lund, að því mundi mega treysta, að vaxtalækk- un yrði gerð á þessum lánum. Nú hefur fiskverðið verið ákveðið með úrskurði, en engin vaxtalækkun verið tilkynnt á afurðalánum útvegs- ins. Eysteinn Jónsson kvaðst því vilja spyrja sjávarútvegs- málaráðherra um það, hvort reiknað væri með slíkri vaxta lækkun í fiskverðinu og hvenær þessi umrædda lækkun myndi koma til framkvæmda. Emil Jónsson kvaðst ekkert mundi geta sagt um það, hvort af vaxtalækkun gæti orðið eða hvenær, og hefði verðlagsráði sjávarafurða verið tilkynnt, að ekki skyldi reiknað með neinni vaxtalækkun. Eysteinn Jónsson kvaðst telja, að svör þessi sýndu, að útgerðarmenn hefðu hér trúað vilyrðum ríkisstjórnarinn- ar of vel. Svo mun emnig vera álit fiestra útvegs- og sjó- manna. Eftir viðræður við ríkisstjórnina í desember voru þær fregnir fluttar frá ríkisstjórninni, að gera mætti ráð fyrir vaxtalækkun á afurðalánum, og það var m.a. fors- enda þess, að útvegsmenn samþykktu að hefja róðra. Eftir nýár er þessu vilyrði kippt til baka. Hér birtist ljót saga um þau ráð, sem ríkisstjórnin beitir, og auðséð er, að menn verða að hafa annað i höndum en munnleg vilyrði, til þess að ríkisstjórnin efni heit sín. Útvegsmenn munu hafa þetta hugfast, er þeir semja við þessa ríkis- stjórn. Okurvextirnir eru meðal hinna .þyngri bagga, sem út- gerðin verður að bera af völdum viðreisnarinnar, og á- samt hinni tilbúnu og fyrirskipuðu lánsfjárkreppu, er mik ill fjötur um fót þessum þýðingarmikla atvinnurekstri. Hitt er þó verra, ef ríkisstjórnin beitir þeim brögðum að gefa loforð um úrbætur og svíkjast svo frá þeim. Coldwater Undanfarnar vikur hafa miklar og margvíslegar fregn- ir borizt af róstum og óstjórn í sambandi við fiskverk- smiðjuna Coldwater í Bandaríkjunum en hún er dóttur- fvrirtæki Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og hefur ver- ið stjórnað af Jóni Gunnarssyni til þessa. Nú hafa bank- arnir sent menn vestur til athugunar á fyrirtæki þessu. Undarleg er þó tilkynning sú, sem Landsbankinn hefur gefið út um sendiförina, því að þar segir: „ferðalag þetta stendur í sambandi við athugun, sem um hríð hefur far- ið fram í bönkunum á möguleikum a aukinni fyrirgreiðslu vegna útflutnings á frystum fiski til Bandaríkjanna“. Meira að segja Sigurði Ágústssyni, stjórnarmanni og sumir segja formanni i stjórn Coldwater, þykir þetta kyn- legt orðalag, þvi að hann sagði á Alþingi í fyrradag, að mennirnir væru sendir til að gera birgðatalningu!! Fólk mun spyrja. Hvernig stendur á þessum orðaleikj- um? Er-ekki hægt að segja hispurslaust frá þessu — og hvað er rétt? TÍMINN, fiuuntudaginn 8. febrúar 1969 r JÖRGEN BAST: Sterka ekkjan á Ceylon ii Það er aðeins ein kona forsætisráðherra í heimin- um og það er frú Sirimavo Bandaranaike, forsætisráð- herra á Ceylon. Fyrir stuttu síðan var gerð tilraun til uppreisnar á eynni, en frúnni tókst að kæfa hana í fæðingunni. Eins og stend- ur er því réttmætt að nefna hana „sterku ekkjuna", eins og nú tíðkast á Ceylon. Fyrir tveim árum var frúin oftast nefnd „grát- andi ekkjan". Milli þessara tveggja nafngifta er eðli- lega mikil saga. Sirimavo fæddist fyrir 45 ár- um og foreldrar hennar voru mjög hátt sett í þjóðfélaginu. Þótt þau væru Búddatrúar settu þau dóttur sína til mennta i skóla St. Birgittu-klaustursins við Colombo. Þegar ungfrúin kom úr skól- anum, var hún sannarlega fögur og frjálsleg. Það kom einnig fljótlega á daginn, að hún hafði sjálfstæðar skoðanir. Hún neit- aði að lúta venjum forfeðranna í því að láta foreldrana velja sér eiginmann. Sjálf valdi hún eiginmann, sem var alls ekki að skapi foreldranna,- enda töldu mai'gir hann argasta sósíalista. Það var fluggáfaður stjórnmála maður, Bandaranaike, sem þá gegndi embætti heilbrigðismála ráðherra. Hann hafði upphaf- lega verið kaþólskur, en snerist síðar til Búddatrúar og stofn- aði flokkinn sri lanka, sem barðist fyrir sjálfstæði Ceylon. Þetta var'ð mjög hamingju- samt hjónaband. Konan dáðist að manni sínum og fylgdist hrif in með vaxandi velgengni hans unz hann var orðinn forsætis- ráðherra eyjarinnar. EiSur ekkjunnar Frú Bandaranaike tók ekki þátt í stjórnmálastörfum manns síns. Aftur á móti var hún virk ur þátttakandi i baráttunni fyr- ir auknu frelsi og meiri mennt- un kvenna á Ceylon. Og í aug- um kvenna almennt var hún tákn þess, sem hún krafðist fyr- ir þeirra hönd. Um stjórnmálin sagði hún einhvern tíma: „Bg þekki þá miklu ábyrgð, sem hvílir á herðum forsætis- ráðherrans og ég tæki því ekki við stöðunni þó að mér væri boðin hún“. En svo dundu yfir hörmung- arnar, sem urðu þess valdandi, að hún gerðist virkur þátttak andi í stjórnmálum. 26. sept. 1959 var maður hennar særður til ólífis að henni ásjáandi, og það var Búddamunkur, sem verknaðinn framdi. Þegar frú Bandaranaike stóð grátandi yfir líki manns síns sór hún þess dýran eið, að halda starfi hans áfram í flokkn um sri lanka og í stjórn Ceylon Það væri ekki til neins að rekja hér þær aðferðir, sem frú in beitti til að ná marki sínu. í augum annarra en Ceylonbúa væru þær sjálfsagt illskiljanleg- ar. Það skal þó tekið fram, að í baráttunni nýttist vel það vald, sem hún hafði yfir kvenþjóð- inni. Henni hafði tekizt að ná þeim árangri í kvenfrelsisbar- áttunni, að konur höfðu hlotið kosningarétt. Mikilvæg tár Hið mikilvægasta var þó mælska frúarinnar. Hún gat tal- að svo vel, að hún hreif múginn með sér, þó að það væru auðvit- að konurnar, sem hrifust mest. Morð manns hennar bar á góma Þá eru einnig sífelld átök milli stjórnarinnar og hinnar sterku kaþólsku kir’kju. Ekki má heldur gleyma átökunum milli atvinnurekenda og verka- manna og baráttu beggja við stjórnina. Vegna þessa alls gæt- ir mikillar ólgu á eynni. Hvert stórverkfallið hefur rekið ann- að. Stundum hefur verið gripið til vopna og mörg hundruð manna hafa fallið í þeim átök- um. Hefur einkum komið til þess í árekstrum milli Singalísa og Tamíla. Enn ber að geta um. átökin við England. Ceylon heyrir til brezka samveldinu, en þó eru fyrir hendi mörg ágreiningsat- riði, t. d. flotastöðvarnar og —- ef til vill enn fremur — teekr- urnar, sem eru meðal helztu auðlinda landsins. Ekrur þessar eru að verulegu leyti í eigu Breta, og maxista og trotsky- ista dreymir eðlilega um að þjóðnýta þær. í hveiri einustu ræðu og þegar hún lýsti morðinu, þá streyimdu tárin niður kinnar hennar. Þá hlaut hún nafnið „grátandi ekkj an“. En tár frúarinnar runnu ekki til einskis. Vegna þeirra var hún kosin forseti flokksins sri lanka og þau voru einnig að verki, þegar hún vann sinn mikla kosningasigur í júlí 1960. Þá hlaut sri lanka 75 af 151 fulltrúum flokksins. í flokknum sri lanka má finna mjög sundurleita skoðana hópa. Þar eru bæði íhaldsmenn og hreinir marxistar. Ýmsir aðr ir skoðanahópar, t. d. trotsky- istar, voru fúsir tíl að veita frúnni stuðning og því tókst henni að mynda stjórn með , miklu meirihlutafylgi. Frúin hafði litla stjórnmála- reynslu að baki, þegar hún tók við embætti forsætisráðherra, og hennar biðu miklir erfiðleik ar. Og það var vegna dugnaðar hennar í baráttunni við þessa er'fiðleika, að hún hefur hlotið nafnið „sterka ekkjan". Sífelldir árekstrar Á Ceylon ríkir mjög mikil og sívirk sundrung. Annars vegar eru hinir gömlu drottnarar eyj- arinnar, Singalísarnir, og frú Bandaranaike er einmitt af þeim komin. Hins vegar eru Tamilar. sem flutzt hafa til eyj- arinnar frá Indlandi Ágreining inn má nokkuð marka af því, að meðal Singalísa hefur starfað flokkur, sem berst opinskátt fyr ir því að flytja Tamíla aftur til meginlandsins. Undirrót uppreisnarinnar Þegar „sterka ekkjan“ kom til valda fylgdi henni hópur af ættingjum manns hennar, bæði inn á þing og í ríkisstjórn. — Til voru þeir, sem nefndu þetta fjölskyldufyrirtækið. — Hér ber sérstaklega að nefna einn þess- arra manna, Felix Dias Band- aranaike, fjármálaráðherra. Hann er atkvæðamestur þeirra í flokknum og þá um leið mest umdeildur. Hann er mjög langt til vinstri, ef ekki hreinn marx- isti, og auk þess hefur hann mjög ákveðnar skoðanir í flest- um málum. Fyrir stuttu sagði hann m. a. í ræðu: „Eg yrði ekki andvígur nokkru einræði, ef ég teldi það heppilegt til að bæta ástandið í landinu". íbúar Ceylon er gjarnir á að gefa mönnum viðurnefni, eins og viðurnefni frú Bandaranaike bera vott um. Og því nefna þeir fjármálaráðherrann stundum „Felix Castro" Talið er, að nýafstaðinni upp- reisnartilraun hafi fyrst og fremst verið beint gegn fjár- málaráðherranum. Sagt er, að hún hafi átt upptök sín í hægri armi sri lanka, flokks frú Band aranaike. Uppreisnaitilraunin var sem sagt brotin á bak aftur En það táknar auðvitað ekki, að sú rót gróna ókyrrð, sem að baki henn ar lá, sé þar með úr sögunni. En það mun nú koma i Ijós á næstunni. hvort frú Bandarana- ike ber með rentu nafnið „sterka ekkjan“ 1

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.