Tíminn - 08.02.1962, Side 8

Tíminn - 08.02.1962, Side 8
Páll Þorsteinsson alþm. ritar igrein um sjávarútveginn á Austur- landi í bla'ðið Austra, 1. tbl. þ. á. Þar sem greinin hefur að geyma ýmsar merkar upplýsingar um austfirzkan sjávarútveg, hefur Sjáv- arsíðan fengið leyfi Páls til þes-s að birta úrdrátt úr greininni, og fer hann hér á eftir: Fiskiskipastóilinn Sjór er sóttur að staðaldri frá 12 útgerðarstöðum á Austurlandi, en 6 þeirra hafa hlutfallslega litla útgerð. Frá þessum veiðistöðvum eru gerðir út um 75 þilfarsbátar. Þar af eru um 45 stóxir bátar, frá 60 til 150 rúmlestir hver. Nokkrir þeirra fara á vetrarveitíð til róðra við Suðurland. Um helmingur af stærri bátunum hefur þó róið frá heimahöfnum undanfarin tvö til þrjú ár, og fer þeim Austfjarða- bátum fjölgandi, sem stunda róðra frá heimahöfn. Meðalafli hinna stærri báta, sem róa á heimamið á vetrarvertið, er talinn um 450— 560 smálestir ár hvert. Þessir bát- ar stunda yfirleitt síldveiðar við Norður- og Austurland á sumrin. Margir þeirra stunda róðra að heiman á haustin og afla þá oft allvel. Litlu þilfarsbátarnir stunda ýmist veiðar á handfæri eða með línu. Ár 1958 Staðir: Fiskur Síld annar en síld Bakkafjöröur 247 5114 Vopnafjörður Borgarfjöröur 116 11 Seyðisfjöi'ður 2190 6318 Neskaupst. 6513 4809 Reyðarfj. 535 43 Eskifjörður 2451 2503 Fáskrúðsfj. 4178 2409 Stöðvarfj. 820 47 Breiðdalsvík 23 Djúpivogur 1633 Hornafjörður 5696 Ár 1959 Staðir: Fiskur Síld annar en síld Eakkafjörður 235 Vopnafjörður 9218 Borgarfjörður 164 80 Seyðisfjörður 445 10395 Neskaupst. 5244 11276 Eskifjörður 1512 4140 Reyðarfj. 192 274 Fáskrúðsfj. 2836 3324 Stöðvarfj. 1119 22 Breiðdalsvik 393 Djúpivogur 1340 Iíornafjörður 3762 Aflamagnið Samkvæmt opinberum skýrslum’ hefur aflamagnið, sem lagt hefur verið á land í aðalverstöðvunum á Austurlandi, verið sem hér segir (talið r smálestum); Ár 1960 Staðir: Fiskur Síld annar en síld Bakkafjörður 194 Vopnafjörður 461 11756 Samt. 247 5114 137 8508 11322 578 4954 6587 867 23 1633 5696 Samt. 235 9218 244 10840 16520 5652 466 6160 1141 393 . 1340 3762 Samt. 194 12217 Borgarfjörður 248 24 272 Seyðisfjörður 581 12396 12977 NeskaupsL 4972 13955 18927 Eskifjörður 2385 1 4757 7142 Reyðarfj. 621 487 1108 Fáskrúðsfj. 3861 3296 7157 Stöðvarfj. 1593 45 1638 Breiðdalsvík 482 5 487 Djúpivogur 1397 1397 Hornafjörður 5759 5759 Þetta yfirlit sýnir, að í heild hef- ur aflamagnið, sem lagt hefur ver- ið á land á Austurlandi, numið því, er hér segir: 1958 45666 smál.; 1959 65951 smál.; 1960 69290 smál. Aukning aflamagns nemur 51.7% á tveimur árum. Hliðstæðar tölur fyrir árið 1961 eru ekki enn fyrir hendi. En full- yrða má, að aflamagnið hafi auk- izt að mun á því ári frá því, sem verið hefur að undanförnu. Eink- um voru síldarmiðin gjöful s.l. sumar. Vinnslustöðvar Á Austurlandi eru rekin 13 hrað- frystihús, sem geta samtals unnið um 340 smálestir hráef^s ^Rdae.( Saltfisks- og skreiðarv^kuna?- stöðvar eru þar einnig margar. Síldarverksmiðjur eru 3 og geta samtals unnið úr 10 þús. málum síldar á sólarhring. Fiskimjöls- verksmiðjur eru 8 á þessu svæði og geta þrjár þeirra unnið feitan fisk. Síldarsöltunarstöðvar eru þar 12. .............................................................................................■ ■ L......Í . '• :: •■': . ' : : . : ,■ . * w i t X •• .... '////*jíí r«m& Síldarskip leggst aS bryggju á SeyðisflrSI Óhætt er að fullyrða, að amer- íska kraftblökkin hefur, ásamt full- komnurn fiskleitartækjum, valdið aidahvörfum í síldveiðum okkar. Hún léttir m. a. meðferð veiðarfær- anna og sparar vinnuafl. Nú hafa borizt fréttir af frönsku tæki, sem miðar að hinu sama. Er meðfylgjandi mynd af tæki þessu og sýnir, hvemig því er komið fyrir á skipinu, en til vinstri er felld inn nærmynd, sem gefur góða hugmynd um útlit þess. Eins > og sjá má, er hér ekki unr eigin- lega „blökk“ að ræða, heldur „kefli“, sem snýst um láréttan ás, festan á gilda stoð fast við lunn- inguna og nær hátt upp fyrir borð- stokkinn. Keflið er knúið lofti og mun vera hægt að beina því í hvaða átt sem er og tempra snún- ingshraðann eftir þörfum. Enn er lítil almenn reynsla fengin af tæki þessu, en tilraunir em sagðar h&fa gefizt vel. Tækið er mjög einfalt að gerð og sagt vandalaust að fara með það á allan hátt. Léleg afkoma skozkra fiskveiða Afkoma skozka sjávarútvegsins var mjög bág s.l. ár og miklum mun verri en árið á undan, segir í Fishing News. Ástæðunnar er að jltíita til almenns aflaleysis togar- anna, og hafa útvegsmenn orðið fyrir stórtapi. Hins vegar hefur mikið borizt af fiski af erlendum skipum, svo að fiskkaupmenn hafa haft úr nógu að velja, og telja þeir sínum hlut allvel borgið, þrátt fyr- ir aflaleysi innlendu skipanna. Þess er getið, að útfærsla fiskveiðimark- anna við ísland og Færeyjar hafi haft í för með sér, að fleiri skip hnappist nú saman á veiðisvæð- unum, og eigi það sinn þátt í léleg- um afla. Þá er einnig á það bent, að viðkoma vissra fisktegunda hafi verið lítil á ákveðnu árabili og sé sú staðreynd nú að segja til sín. Verðlag á fiski hefur haldizt stöð- ugt, og er það þakkað (eða um kennt, eftir því hver lítur á málið) tíðum fisklöndunum erlendra skipa. Ekki eru sjómenn og útvegs- menn að öllu leyti ánægðir með þetta, því að þeir höfðu vænzt þess að geta bætt sér upp fiskleysið með hærra fiskverði. I Fisksala innanlands og útflutn- i ingur gekk vel á árinu. Þó áttu i fiskkaupmenn í erfiðleikum með að fullnægja eftirspurn erlendra viðskiptavina eftir þorski og ýsu. Mest var flutt út af hraðfrystum fiski í pökkum, en einnig talsvert magn af þurrkuðum saltfiski til rómönsku landanna. Heima fyrir var mikil eftirspurn eftir fiski, svo Iengi sem verðið var skaplegt, en minnkaði strax, ef verðhækkun stóð lengi. Fiskileysið og verðlagið höfðu veruleg áhrif á afkomu útvegsins. Verst er útkoman á þeim togurum, sem venjulega hafa fiskað við Fær- eyjar, og þó að margir þeirra hafi reynt að fara sem oftast á Islands- mið, þá dugði það ei til að bæta úr afl'askortinum. Á heimamiðum var afli einnig sáralítiU, en þó er þess getið, að afkoma þeirra, sem stund- uðu þar veiðar, hafi verið skárri en hinna, sem lengra sóttu. ]S Vegna hinnar bágu afkomu s.l. árs er búizt við, að samdráttur verði í skipakaupum og endurnýj- un flotans á næstunni og það því fremur sem áður höfðu verið sett- ar opinberar hömlur á lánveitingar til skipasmiða. Eigi að síður varð talsverð aukning á togaraflota Skota s.l. ár, en til hennar var stofnað, áður en lánsfjárhömlurn- ar voru á lagðar. T.d. bættust 28 togarar og þrjú önnur skip í flota Aberdeen-borgar, og er skipastóll hennar nú talinn bezt búinn allra í landinu. Má heita, að búið sé að leggja niður alla gömlu kolatog- arana. Eins og að líkum lætur, barst minna aflamagn á land í Aberdeen 1961 en 1960, þrátt fyrir stórauknar landanir útlendinga. Sömu sögu er að segja úr öðrum fiskihöfnum Skotlands. V* Fiskverðið Yfirnefnd verðlagsráðs sjávar- i útvegsins hefur ákveðið meðalverð þorsks og ýsu (slægt með haus) kr. 2.96 (2.71 í fyrra). Eftir flokkum skiptist verðið þannig: 1. fl. A stór kr. 3,21. 1. fl. B stór kr. 2,89 1. fl. A smár kr. 2,82 1. fl. B smár kr. 2,53 1 Annar fiskur stór kr. 2,57. Eins og frá var skýrt í frétt í Tímanum fyrir nokkrum dögum, er uppi hreyfing í Skotlandi um útfærslu fiskveiðilögsögunnar. Telja skozkir fiskimenn, sem veið- ar stunda á heimamiðum, að þeir verði fyrir margs konar búsifjum af völdum útlendinga, m. a. séu þeir ekki óhultir með net sín eða lóðir, auk þess sem sums staðar horfi til fiskþurrðar við Skotland vegna ofveiði. Höfðu fiskimenn á grunnmiðum boðað til ráðstefnu um þessi mál í Edinborg 29. jan. s.l., en ekki hefur annað frétzt af henni til þessa. TIMINN. fimmtudaginn 8. febrúar

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.