Tíminn - 08.02.1962, Blaðsíða 9

Tíminn - 08.02.1962, Blaðsíða 9
LE^ffiAG vmmmw t Höfundur: J. B. PriesfSey Leikstfóri: Indriöi Waage Hvað er sannleikur („Dangerous Comer“) er hið fyr'sta af „tímaleik ritum“ Priestleys og frumsmíð höf- undar. — Það stendur nokkuð að baki hinna síðari leikrita, einkum leikritsins „Tíminn og við“, sem L. R. hefur einnig sýnt með mikl- um glsesibrag. „Hvað er sannleikur“ er sarnt gott leikrit. Þrátt fyrii' þann veik- leika byrjandans að mála mannlíf ið í of sterkum dráttum, ýkja veru leikann og „tífalda sannleikann", eins og séra Árni sagði, — þá er þetta leikrit fullt af hugkvæmni og gáfum mikils listamanns. Leikritið fjallar um sex mann- eskjur, sem 1 fyrstu virðast ham- ingjusamur' lítill hópur, sem lífið leikur við. — En eftir að höfund- ur hefur sagt um þær þann hálf- sannleika, sem nefnist staðreyndir, breytist ein í morðingja, önnur í þjóf, þriðja í kynvilling o. s. frv. Og þegar höfundur hefur lokið við að sýna, hvað liggur að baki þess- ara „staðreynda", breytast þær aft- ur í venjulegt fólk, sem stjórnast af venjulegum mannlegum eigin- leikum. Rætur hins góða og illa eru hér samfléttaðar í hverri per- sónu, eins og þær eru í veruleikan- um. Það er ekki hægt að dæma mann án þess að skilja hann. Og þótt vituð sé um hann einhver „staðreynd", verður sú staðreynd í raun og veru að lygi, þegar allur sannleikurinn er sagður. En að segja hinn hálfa sann- leika staðreyndanna er að dómi höfundar eins hættulegt og að aka fyrir horn á 60 km hraða. Þögnin eða allur sannleikurinn er það rétta! í niðurlagi leikritsins bii'tist í ræðu Roberts Caplan, leikinn af Helga Skúlasyni, hugmynd, sem síð ar verður uppistaðan í öðru leik- riti, Tíminn og við: — Tíminn, þessi harðstjóri, sem engu eirir, hefur brotið niður veröld Roberts, allt, sem hann trúði á, er hrunið. Hann verður strandaglópur tímans, ófær um að halda förinni áfram, og grefst í gröf þess, sem var. Eins og höfundur sýnir fram á í „Tím- inn og við“, verða þetta örlög flestra manna. Þeir hætta á á- Sigríður Hagalín Guðrún Ásmundsdóttlr, Guðrún Stephensen, Sigríður Hagalín og Helga Bachmann Guðrún Stephensen náði aldrei | góðum tökum á skáldkonunni ; Maud Mockridge. Hið brezka yfir- læti virðist henni of fjarlægt og óraunverulegt. Sigríður Hagalín (Olwen Peel) stóð sig hins vegar með miklum ! ágætum og var stjarna kvöldsins. I Sti'ax í byrjun náði hún öruggum tökum á hlutverkinu og sýndi hinn ! flókna persónuleika þessarar konu, ! sem er morðingi og dýrlingur og , allt þar á milli, á öruggan og full- j komlega sannfærandi hátt. Mjög eftirminnilegur leikur. Birglr Brynjólfsson leikur' Gord- j on W'hitehouse, tilgerðarlegan kyn villing, sem leikur hinn fullkomna i eiginmann. Birgir gerir margt vel ! í þessum leik, en skapar tæplega hina réttu persónu. Guðrnn Ásmundsdóttir leikur frú Whitehouse, sem reyflir að blekkja aðra með því að látast lifa í hamingjusömu hjónbandi og vera sakleysið sjálft, en er raunar í tygjum við vini eiginmannsins. — Hið barnslega og glaðlega sakleysi j túlkar Guðrún ágætlega og kemst einnig sæmilega frá andstæðu þess, I þegar frú Whitehouse er neydd til Guðmundur Pálsson, Birgir Brynjólfsson og Heigl Skúlason kveðnu skeiði að svara kalli lífsins á jákvæðan hátt, þeir missa hæfi- leikann til að meðtaka nýjar hug- myndir, til að skipta um skoðun, til að éignast nýja vini, í stuttu máli sagt: til að taka þátt í hinni eilífu sköpun framvindunnar og vera jákvæðir. Og þegar þeir bera mælistiku grafar sinnar á það, sem lifir, verða þeir bæði hissa og reið- ir yfir því, að hjól heimsins hættu ekki að snúast, daginn, sem þeir sjálfir' dóu og grófust í gröf gær- dagsins. í „Hvað er sannleikur“ heldur hinn ungi höfundur, að þessi dauði sálarinnar sé kvalafullur, — svo óbærilégur, að Röbert- er látinn fremja sjálfSiííblrð. Þroskameiri sér Priestley, (í „Tíminn og við“) að þessum „dauða“ fylgir engin þján- ing. Þvert á móti er' sjálfsánægjan og blind dómharka helzta einkenni hinna dauðu sálna. Helgi Skúlason gerir Robert all- góð skil, en tekst ekki að innlifa sig í hlutverkið nægilega vel til að verða hinn „sannleiksleitandi" Ro- bert Caplan. Sama máli gegnir raunar um alla hina leikarana að þessu sinni, þegar Sigríður Hagalín er undanskilin. Af einhverjur or- sökum tekst þessum samstillta hópi ekki að ná því sjálfsgleymi, sem þai’f til að áhorfandinn sjái ekki tvær persónur i hverjum leik ara! að sýna, hvað býr undir þessu á- ferðarfallega yfirbor’ði. Guðmundur Pálsson er tæplega nógu myndugur og aðsópsmikill í hlutverki Stanton. Stanton er dug mikill og gáfaður þjófur og bezti náungi! — Það er að segja ósköp venjulegur maður, sem reynir að bjarga séfeins og bezt gengur og forðast óþarfa árekstra. Guðmund- ur hefur undanfarið vaxið næstum með hverju nýju hlutverki og er kominn í röð okkar fremstu leik- ara. í þessu hlutverki er hann á réttri leið í túlkun sinni, en nær ekki þeim herzlumun, sem er á milli þess að leika laglega og vel. Frú Caplan er leikin af Helgu Bachmann. Helga er orðin stór- glæsileg leikkona, sem að undan- förnu hefur unnið hvern leiksigur- inn af öðrum. Hér kemst hún aldr ei fyllilega inn í gervi frú Caplan, hvernig sem á því stendur. Leikur hennar er án ytri galla og fi'am- koma hennar á sviðinu og fram- sögn eru með ágætum. Hvað vant- ar, er erfitt að skilgreina og ég læt því nægja að segja, að hún leiki frú Caplan í stað þess að vera hún. Indriði Waage er leikstjóri verks ins, en hann hefur ekki sett upp verk í Iðnó síðan 1959. Indriði er' með reyndustu leikstjórum okkar, enda er verk hans vel unnið. Leiktjöld gerði Steinþór Sig- urð'sson og þýðingu leiksins annað- ist Inga Laxness. Eg fæ ekki bet- ur séð en þýðingin sé ágætlega gerð. Það má um það deila, hvort ekki hefði verið betra að láta nafn ið halda sér og kalla leikritið „Hættulegt horn“. — En „Hvað er sannleikur“ hæfir í mark, því að einmitt þessi spurning er kjarni þessa leikrits J. B. Priestleys. Gunnar Dal. TÍMINN, fimmtudaginn 8. febrúar 1962 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.