Tíminn - 08.02.1962, Blaðsíða 14

Tíminn - 08.02.1962, Blaðsíða 14
að sterk ljós eru höfð þegar veiða skal antilópur, en ekki var neitt slíkt Ijós að sjá, þegar skotinu var hleypt af. Eg hafði aðeins hruflazt á kinninni, en þó liafði ég ó- þolandi verk í henni. Eg fékk blautan klút til að halda við vangann. Litlu seinna bað ég Dóa Gíó að sækja mér hníf og tappatogara og tók síðan að fást við að ná kúlunni úr þil inu. Þá kom í Ijós, að hún hafði gengið gegnum vegginn og inn í svefnherbergi mitt. Þangað fór ég og leitaði, og loksins fann ég hana inni í fataskápnum mínum. Eg bar hana saman við aðra kúlu, sem ég átti. Það var enginn vafi. Sá, er haft hafði augastað á mér, hafði skotið henni úr Winchester Special riffii númer 32. 7. kafli. Eg flatmagaði í hæginda- stól mínum og var enn að skoða hana í krók og kring, kúluna, sem hafði sært mig í kinnina. Þá heyrði ég að bifreið nálgaðist. Eg stakk kúlunni í vasann um leið og Dói Gíó opnaði dyrnar fyrir þeim herra Harmon og Reinó Forbes. Úr svip þeirra mátti lesa, að eithvað alvarlegt var á seyði. Það kom enn betur í ljós, er þeir afþökkuðu báðir að fá sér í staupinu. — Leigh, við höfum átt leið inlegar samræður við Jones í dag. Hann er yður ekki vin- veittur. Hann vill taka yður fastan fyrir morðið á Follett. Hvað er að yður í kinninni? — Ekkert, sagði ég. — Hald ið áfram. ' — Gott og vel. Þér vitið, hvernig málum er hagað hér. Félagið hefur alla tíð verið mjög kröfuhart um framferði starfsmanna sinna hér. Og hafi reynzt réttmætt og naað synlegt að refsa einhverjum þeirra, hefur viðkomanda þeg ar verið vís^ð úr landi. Hins vegar er þetta í fyrsta skipti, sem við stöndum gagnvart svo alvarlegum glæp, sem nú hefur átt sér stað! Eg býst ekki við, að við finnum morð- ingjann nokkurn tírna, og ef yfirvöldin á staðnum saka ein hvern okkar um þennan glæp, álít ég, að ekki sé um annað að gera en að fylgja þeirri aðferð, sem hingað til hefur verið viðhöfð — og mælast til þess, að viðkomandi hverfi úr landi. Eg spratt upp af stólnum. — Eruð þér að gefa í skyn, að ég ætti að laumast úr landi, eins og ég væri að flýja sem morðingi? — Vertu rólegur, sagði Reinó Forbes. — Þú ert land inu allra manna kunnugastur. Hér eru engar aðstæður né tæki til að upplýsa þess kon ar glæpi. Jones finnur blátt áfram upp sjálfur, hver það var, sem glæpinn drýgði. Og sá, er hann sakar um það, mun eiga ærið erfitt um vik að sanna sakleysi sitt. — Og þó er annað, sem verra er, greip herra Harmon fram í. — Þótt ekki verði nema einum okkar refsað, er úti um frjálsræði það, sem við höfum notið hingað til. Við munum verða fyrir alls kyns óþægindum. Hinar og aðrar heimskulegar öryggis- 9 ráðstafanir verða fyrirskipað ar. Kynþáttahatrið er rótgró ið hér suður frá, þótt við höf um reynt að halda því niðri eftir megni. — Áður en þér farið lengra í útskýringum, sagði ég meö þunga, — get ég sagt yður það, að ég hef ekki hugsað mér að hlaupast á brott með rófuna á milli fótanna. Og það vegna þess eins, að þess um digra þorpara er itla við mig, og hann sakar mig um það, sem ég hef ekki gert. — Mér þykir ekkert gaman að verða að segja það, Leigh, mælti herra Harmon, — én félagið getur hvenær sem er leýst yfirmann frá störfum. — Og undir þesum kringum stæðum álítið þér, að ekkl sé um annað að gera, sagði ég með þjósti. — Nei, herrar mín ir. Þetta fellst ég ekki á. Hvað er annars um að vera? Eruð þér allt í einu farnir að efast um fjarvistarsönnun mína? — Þú veizt það vel, að þeir eru ekki margir, sem taka slíka sönnun hátíðlega, mælti Reinó, — þegar aðalvitnin eru innfæddir vikadrengir. — Hverjir eru þeir, sem ekki gera það? Kannske Bon- ner læknir og Jórdan? Eg var bálreiður, en þó tókst mér að stilla mig, áður en í óefni var komið. Hverjir fleiri? — Það er að vísu rétt, sagði herra Harmon. — Ann aðhvort verðum við að hreinsa yður af öllum grun, selja yður 1 hendur umdæmis stjóranuhfreða sjá um að þér komizt úr landi. Við komurn hingað til þess að fá sýnis- horn af kúlum úr riffli yðar. Mig langar að senda hana til rannsóknar á morgun, svo að hægt sé í smásjá að bera hana saman vig kúlu þá, er Set læknir fann í líki Fol- leéts. Eg hafði vonazt til að þess gerðist ekki þörf, — en .. — Biðum við, sagði ég, gekk til og tók myndirnar á skrifborði minu. — Nú skal ég segja yður nokkuð, sem i þér getið kastað fy”ir ijónið Jones. Ef þér getið fengið hann til að athuga þessar myndir í nokkra daga, þér getið sagt, þangað til skýrslan um kúlurannsóknirnar er komin aftur, verð ég hreins- aður af öllum grun. Og á þeim tíma vonast ég til að geta fundið hinn raunverulega morðingja. Bæði herra Harmon og Reinó Forbes báru nægilegt skynbragð á háttu bæði manna og dýra í Vestnr-Afr íku til að geta lesið úr um- merkjunum á líki hins látna manns. Mvndirnar sýndu greinilega, að það var ekki hlébarði, sem hér haföi vcrið að verki. Það var rétt, sem viö W’est Lúter höfðum orðið sammála um: ef hlébarðamönnum leiðst það óhegnt aö svivlrða hvíta menn dauða, gátum við átt von á því, að náest tækju þeir lifandi mann. Ábyrgðin á því, að slíkt kæmi ekki fyr ir, og eftirlit með þessum kvöl urum, hvíldi eingöngu á herð um umdæmisstjóranna. Það þýddi, að í okkar héraðí var það Jones, sem baf ábyrgð- ina. — Má ég hafa þessar mynd ir, Leigh? spurði Harmon í miklu vingjarnlegri róm en hann hafði áður notað. — Eg vonast til, að mér takist að koma út svitanum á Jones yfir þeim í nokkra daga. Það er rétt, sem þér segið, að með þessu ætti okkur að vinnast timi til að ná skýrsumni aft- ur. Og þér fáið t.ima tíl að gera það, sem þér haidið að hreinsi yður af grtminuiu. Eg kinkaði kolli. Reinó Forbes sagði ekki neitt. Það var eins og vandræðasvipur á honum. Hann var kannske þyrstur, en ég kæ”ði mlg ekki um að bjóða þeim viský aft- ur til þess að láta þá ef til vill afþakka. — Nú, hélt Harmon áfratn. — Ættum við ekki að hleypa skoti úr rifflihum yðar, til þess að ná i kúlu? — Jú, svaraði ég. — Piltarn ir eru nýbúnir að fylla tunnu af vatni til að baða sig í. Eigum við ekki að skjóta nið ur í hana? Það skemmir kúl una minnst. Þeir féilust á þetta. Eg gekk að skápnum í borðst.ofunni til ag ná í riffilinn. Eg lét ljós loga í skápnum ailan sólar- hringinn til þess að skot- vopnin ryðguðu ekki, þar sem loftið í Afríku vestanverðri er svo rakt. Jafnskjótt sem ég tók rilf ilinn, varð mér ljóst, að þao var ekki minn riffiii. Eg •rnr búinn að nota minn og hand fjalla of mikið til þess, að ég fyndi ekki undir eins, aö þetta var ekki hann, sem ég stóð með í höndunum. Eg ætlaði að fara að segja eitt- hvað, en hikaði við og þagði vag átti ég að segja? Væri þetta vopnið, sem Follett hafði verið myrtur með, hvernig átti ég þá að útskýra veru þess hér? Eg flýtti mér að loka skápnum. Hver vissi nema gestir mínir færu að skoða riffilinn og yrðu þess vísari af númerinu, að Fol- lett hefði átt hann. — Eg ætla aðeins að ná í skothylki, kallaði ég til þeirra. — Eg kem að vörmu spori. Síðan fór ég inn í svefn- herbergið mitt og náði þar í1 skothylki úr borðskúfíu Mér fór nú smám saman að skilj ast, í hverja aðstöðu ég var kominn. Hvað gat ég annars gert? Mér datt í hug hinn óboðni gestur, sem laumazt hafði inn í hús mitt nóttina áður. Svo að þetta hafði þá verið erindi hans. Hann ætl aði að koma mér í gálgann fyrir morðið á Nikk Folletr.. Hann hafði skipt um byssur, tekið mína, en skilið eftir hina, sem hann hafði skotið Follett með. Kúla, er skotið væri úr þeim .riffli, sem ég hafði nú undir höndum, myndi sýna það og sanna, að ég væri morðinginn. En ég hlaut að geta séð við því, nema svo færi, að herra Harmon og Reinó Forbes heimtuðu ag rannsaka þann riffil, sem ég hélt nú á. Reinó kom nú til mín og herra Harmon hélt á vasa- hósinu. En hvað ég var feg- inn, að strákarnir mínir skyldu fá þennan snert af hreinlætisæði, svo að tunn- an var einmitt full á barma í dag. Eg skaut ofan í tunn- una og Forbes dró tjöldin fyr ir gluggann, meðan ég snar- aði bvssurtni aftur irtn í skápinrt. — Fáið mér vasaljósið, mælti ég og fór úr jakkanum. — Eg leita ag kúlunni, meðan þig fáið ykkur ei-tt glas. Svo kallaði ég á Dóa Gíó. Hann blandaði viský í glas fvrir herra Harmon og sótti öl handa Forbes( en ég fór út og hellti úr tunnunnh Kúl an sat, föst í botninum, og ég nlokkaði hana úr með hnífn um mínum. Herra Harmon var glaðleg ur á svip, þegar ég kom inn aftur. — Jæja, Leigh, mælti hann. Hvað hafið þér nú hugsað vður að gera? Eg tók umslag úr skrifborðs skúffunni. — Mér hefur dottið í hug 1 að fara upp til G’Bolo fjalls og vita, hvort ég finn engar leifar af líki Folletts. Siðan gekk ég inn I svefn- herbergið, en kom þegar aft ur og rétti herra Harmon úm slag með riffilkúlu í. — Þú kemst ekki upp á G’Bolo fjall, Mikki, sagði Reinó. — Það er bannaður staður, „tabu“. — Einu sinni. er allt fyrst. Eg sagði þetta ekki tll þess eins, að reyna að vera drama tískur, heldur var mér blá- köld alvara. Reinó hristi höfuðið. — Þér verður ekki mögulegt að fá nokkurn svertingja til að fylgja þér. — Hefur þú nokkurn tíma reynt það? — Já, ég hef nú einmitt reynt það. Fyrir nokkrum ár um, þegar ég var fíknari i æV intýr en ég er nú, reyndi ég Utgerðarmenn Netasteinar fyrirliggjandi. Verð kr. 4 pr. stk. 10% afsláttur gegn staðgreiðslu. Rörsteypa Kópavogs, sími 10016 Strandamenn Ái-shátíðin verður haldin að Hlégarði laugardaginn 17. febrúar kl. 19. Aðgöngumiðasalan byrjar næst- komandi mánudag hjá Magnúsi Sigurjónssyni, Laugavegi 45. Félagsmenn hafa forkaupsrétt að miðunum til mið vikudagskvölds-gegn framvísun ársskirteinis 1962. Skírteini fást á sama stað. — Frá og með fimmtu- deginum verður aðgöngumiðasala frjáls. — Að venju verður bílferð kl. 18,30 frá BSÍ og til baka að lokinni hátíðinni. Skemmtiatriði: ♦ 1. Guðmundur Jónsson, óperusöngvan, syngur. 2. Gamanþáttur. 3. Dans. Átthagafélag Strandamanha. J 1A T ÍMTVy.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.