Tíminn - 08.02.1962, Síða 15

Tíminn - 08.02.1962, Síða 15
Loftleiðir taka við Tjarnarcafé Á undanförnum árum hafa Loftleiðir rekið veitingastarf- semi fyrir farþega sína í tveim ur skálum á Reykjavíkurflug- velli. í öðrum var veitingastofa og eldhús, en í hinum birgða- geymslur. Þarna var farþegum veittur beini meðan þeir áttu viðdvöl á leið austur eða vest- ur um haf, og einnig tilreitt nesti fyrir flugvélarnar. Eins og kunnugt er kom upp eldur á Reykjavíkurílugvelli 29. f.m., og brunnu þá þessir tveir skálar Loftleiða. Eftir það voru engin skilyrði til þess að veita Heimtar greiðslu (Framhald a! 16 síðu) afstöðu í þessu máli, enda gæti það kostað aðra spumingu: hvað er bók menntaverk og hvað er bull? — Mundi stjórn Rithöfundasambands- ins sjálfsagt ekki kæra sig um að fá dóm í því máli. Um fjárkröfuna er svo ekki ann að að segja en það, að henni verð ur ekki sinnt, nema fyrir liggi úr- skurður dómstóls fyrir gjaldskyld- unni. . Raunar liggur 1 augum uppi, að þessi samþykkt stjórnarinnar þýð- ir einungis, að hér eftir skuli ritað- ir löfsaffilegír dómar um menn eða peningáútlát ella. Því að aldrei mundi Matthías hafa krafizt neins gjalds, hefði Hjálmtýr verið að hæla honum. íþróttir Framihald af 12. siðu. Nú hafa eftirtalin lönd tilkynnt væntanlega þátttöku sína í keppn- inni: Ástralía, Búlgaría, Kanada, Tékóslóvakía, Austur- og Vestur- Þýzkaland, Finnland, Frakkland, Ungverjaland, Ítalía, Noregur, Rúmenía, Svíþjóð, Sviss, Banda- rfkin, Sovétríkin og Pólland. Einn- ig er gert ráð fyrir að Spánverjar og Marokkóbúar sendi lið sín í keppnina. Fjöldi keppenda er tiú sem stendur 485, en það er þó ekki end anlegan ákveðinn keppendafjöldi. Ákveðið hefur verið að sjón- varpa skíðagöngunni og skíða- stökkinu (nema 30—50 km.), setn- ingu og s'litum keppninnar ásamt afihendingu heiðursmerkja í pólska sjónvarpinu. Einnig í 500 stöðvum Bandarikjanna, Kanada, Ástralíu, Japan og í latnesk-ame- rísku sjónvarpsstöðvunum. Meðan heimsmeistarakeppnin fer fram, munu mokkrir meðlimir FlS-ráðsins ásamt umboðssveitum þeirra nefnda, sem skipulögðu Vetrar-Ólympíuleikana árið 1964, dvelja í Zakopane. Fyrirliði þeirra er borgarstjórinn í Innsbruck. Dagana milli 15.—26. febr. verð- ur opnuð sýning í Zakopane, þar sem gestum gefst kostur á að kynna sér fyrirkomulag Ólympíu- leikanna 1964 og annarra fram- tíðar Ólympíuleika. Fulltrúar frá austurrísku Ólym- píunefndinni og frá Innsbruck, flytja sýninguna til Zapopane. Á skíðameistarakeppninni fara enn fremur fram ísknattleiks- keppni og alþjóðar skautakeppni. Mikil eftirvænting ríkir hjá á- hugamönnum um skíðaíþróttir eftir hinni spennandi keppni og úrslitum hennar. (Frá pólsku upplýsinga- þjónustunni). fanþegum beina, og var horfið til þess ráðs að láta flugvélar félágs ins lenda á Keflavíkurflugvelli. Ekkerf húsnæði á Reykja- víkurflugvelli Loftleiðir vilja, að öllu óbreyttu halda áfram að hafa aðalbækistöð í Reykjavík, en frumskilyrði er þó að hægt verði að veita farþegum alla nauðsynlega fyrirgreiðslu á meðan á dvöl þeirra stendur. Af þessum ástæðum var strax hafizt handa um að leysa þetta nýja vandamál. Ekkert húsnæði er nú laust á Reykjavíkurflugvelli, sem Loftleið ir gætu fengið til afnota fyrir veit ingastarfsemi sína. En Loftleiðir hafa, með umsókn til hlutaðeig- anda yfirvalda, gert ráðstafanir til þess að finna lausn á því máii, sem geti orðið til nokkurrar fram búðar. Fullnaðarsvör við þessari málaleitun eru enn ekki fengin. Vegna þessa tóku Loftl^iðir að leita fyrir sér um húsnæoi inni í bænum, sem hentugt mætti telja, eftir atvikum, fyrir starfsemi þá, sem áður var til húsa á Reykja- víkurflugvelli. 110 fórust (Framhald af 1. siðu). og voru þá 100 þeixra á lífi. Ættingjar og vinir námumann- anna biðu í ótta og æsingi við inn- ganginn á námunni, meðan björgI; unarstörfin fóru fram. Allar vérk smiðjur og fyrirtæki í borginni Saarbriicken lokuðu, svo að starfs fólkið gæti tekið þátt í björgunar- störfunum. Hjálp barst einnig frá bandarískri’ herstöð í nágrenninu, sem sendi 14 sjúkrabíla, og frá námahéraðinu Meilebalh í Frakk- landi, en Saar er rétt við landa- mæri Frakklands. Sjúkrabílar komu einnig frá nálægum þýzkum borgum og þyrlur fluttu hina verst sæiðu til sjúkrahúsa. Mesta námuslysið Þetta er mesta námuslys, sem orðið hefur í Vestur-Þýzkalandi. I júní árið 1940 létust í þessari námu 30 verkamenn við sprengingu. Útvarpið í Saarbriicken lét alla tónlistartíma sína falla niður og á öllum opinbeium byggingum var flaggað í hálfa stöng í dag. Leitað fyrir sér hjá veitinga- húsum bæjarins Kannaðir voru möguleikar í nær öllum veitingahúsum bæjarins, og lauk þeirri leit með því, að fund inn var samastaður fyrir veitinga- starfsemina í hésnæði því, sem Tjarnarcafé hefur haft í salarkynn um Oddfellowreglunnar við Vonar stræti' 10. Kristján Gíslason, veitingamað- ur, sem veitt hefur Tjarnarcafé forstöðu að undanförnu og aðrir hluthafar, seldu Loftleiðum eignir Tjarnarcafé h.f., og samningar tók ust milli Loftleiða og forystu- manna Oddfellowreglunnar um ^eigu á húsnæðinu. Gert er ráð fyrir, að Loftleiðir hefji veitinga- rekstur sinn í hinu nýja húsnæði strax eftir næstu helgi. Aðeins gestir Loftleiða Með þessum samningi lýkur hinni almennu veitingastarfsemi í Tjai’npírcafé, enda ,er hún talin lósamræimanleg þeirri þjónustu, sem Loftleiðir þurfa að veita far þegum sínum. Hinn 1. apríl n. k. hefjast 22 ferðir til og frá íslandi á vegum félagsins, og má gera ráð íyrir, að farþegar úr 2 til 3 vélum verði þá samtímis í Reykjavík, verður því Tjarnarcafé lokað öðr- um en gestum félagsins, eftir að Loftleiðir taka við starfrækslu þess. tJj H'. 4M orttrf N » / í FRÁ ALÞINGl Mikill aukakostnaður Enda þótt kaupin á Tjarnarcafé séu eftir atvikum sú lausn, sem æskilegust er, vona Loftleiðir, að hér er aðeins um stundarfyrirbæri að ræða, sem hverfi úr sögunni strax og r'eist verður bygging á Reykjavíkurflugvelli, sem rúmað getur afgreiðslu- og veitingasali fyrir farþegahópa félagsins. Mikill aukakostnaður verður að þessari starfrækslu Tjarnarcafé fyrir Loft leiðir, þar eð m.a. verður stöðugt að hafa bifreiðar í förum milli flug vallarins og Oddfellowhússins. Framhald^af 6. síðu. undán spíjótinu — hann hefði dottið aftur ó bak. — Hánn segir nú að ríkissjóður eigi að taka á sig • gengisáhættu Sjóðanna. Það er einmitt það, sem við Framsókn armenn erum að berjast fyrir, en Sjálfstæðisflokkurinn hefur barizt á móti með oddi og egg. Fyr- ir þinginu 'hafa legið tillögur frá Framsóknarflokknum einmitt um þetta atriði. Auðvitað eiga lánastofnanir landbúnaðarins rétt á því eins og aðrir, að ríkissjóð- ur létti af þeim gengistöpuim. Rík- isstjórnin hefur gert þetta fyrir aðra og stofnaði sérstakan geng- istapa-reikning í Seðlabankanum, sem er á þriðja hundrað milljónir. Ef ráðherrann getur ekki fellt sig við orðalagið á tillögum Fram- sóknarmanna, þá skora ég á hann, sagði Eysteinn, að fl'ytja frum- varp um að ríkissjóður taki á sig gengisáhættuna. Það er mjög auð- velt að koma þessu í það horf, sem ráðherrann segir nú, að 'hann hafi viljað hafa það frá upphafi. — Jóhann Hafstein sagði hins vegar, að hann teldi rétt, að bændur tækju á sig gengisáhættu og er því ekkii gott að sjá, hvaða sjónarmið er ríkjandi í Sjálfstæð- isflokknum um þessi efni. Eysteinn bar síðan samdráttar- stefnu ríkii3lS'tjórnarinnar saman við þá efnahagsstefnu, ríkis- stjórnarinnar, sem Framsóknar- Skattar lækkaðir (Framhald af 1. síðu). sveitarfélagi og bæjarfélagi, og þar að auki einn ríkisskattstjóri, er verður formaður ríkisskatta- nefndar og á að hafa eftirlit með öllum hinum. Frumvarpið, samið af nefnd, er fjármálar'áðherra skipaði og var Björn Ólafsson fyrrv. ráðherra, formaður nefndarinnar. í athuga- semdum við frumvarpið segir: „En þessar nauðsynlegu breytingar, sem gerðar hafa verið, ná því að- eins tilgangi sínum, að jafnframt verði sett útsvarslög, er tryggi hóf legar og skynsamlegar álögur bæj ar- og sveitarfélaga gagnvart ein- staklingum og félögum." Byggðasafn (Framh af 16. síðu! er ljóst, að gripirnir eiga vísa leið í glatkistuna, ef þeim er ekki safn- að á þennan hátt. Byggt á Reykjum Nú hefur komið fram tillaga um að byggja yfir byggðasafn Stranda manna og Húnvetninga hjá Þjóð- minjasafnshúsinu á Reykjum í Hrútafirði. Tillagan kom fram fyr ir nokkrum áium og hefur nú verið samþykkt af sýslunefndum allra sýslnanna. Hvenær hafizt verður handa um bygginguna, veltur á fjárveitingum, en ríkið styrkir byggðasöfn að tveim fimmtu hlut- um, ef þjóðminjavörður sættist á gerð safnsins og byggingu. Auk þess leggja sýslurnar fram fé, svo og þeir einstaklingar, sem hug hafa á. Það er brýn nauðsyn, að hafizt verði handa sem fyrst, því að þó að allt gott megi um geymslurn- ar og þá, sem að þeim standa, segja er hvort tveggja, að þær eru mis- jafnlega tryggar, t. d. fyrir eldi, og þarna er um marga gripi að ræða, sem óborganlegir eru, ef þeir farast. Verzlun brann á Snæfellsnesi í gær kom upp eldur í verzl-|Logn var og gott veður, meðan á unarhúsi Kaupfélags Stykkis- i bjorgunnrstnr-fi stóð, og létti það ... , .. .. . - , starfið mjog. Eldsupptok eru ekki holms a Vegamorum a Snæ-; v|SSj en talið er líklegt að kviknað fellsnesi. Brann allt innan úr j hafi í út frá rafmagni. búðinni og vörulager á bak við j skemmdist af reyk. Enginn var í verzluninni, þegar eldurinn kom upp, en fljótlega var tekið eftir brunanum. Þá var hringt í sveitasímann og dreif að mikið lið. Brann innan úr Nóg vatn var nærtækt og góðar dælur, og lókst fljótlega að slökkva eldinn, en þá var allt brunnið inn- an úr verzluninni og vörulagerinn á bak við mikið skemmdur af reyk. Tjónið hefur ekki verið metið enn, en talið er að það sé talsvert. igenn vilja^fylgja. Taldi hanníhlá- légt, að Ingóifúr Jónsson kkyl'di kálla frysta spariféð, a ðeiga ó- eyddar 300 milljónir. jÞað er að eyða sparifénu að lána það .út til framkv'æmda og framleiðslu! Ey- steinn sagðist ekki geta orðið sammála mönnum, sem sjá ætíð það eina úrræði, að gera eigið fjórmagn þjóðarinnar óvirkt, og það væri nýstárleg kenning, að sparifé í útlánum valdi verðbólgu. — Eysteinn kvaðst þó fagna því, - að nú virtist sem nú loks væri lát á stjómarliðinu í frystingar- pólitíkinnL Jóhann Hafstein gaf í skyn, að það kynni að vera farið að lána þetta fé út. Það værfiþví ekki ólí'klegt að rílcisstjófnin færi að gefast upp fyrir hinni hörðu baráttu Framsóknarmarina og óttaðist almennings'álitið, sem væri á móti þeim í þessu miál’i, og því ætti að fara að píra þessum peningum út, enda eru tvennar kosningar framundan. Þetta sýndi að barátta Framsóknarmanna væri ekki tilgangslaus og enn fremur að þeir, sem hefðu gagnfýnt sp-ári fjárfestinguna hefðu rétt fyrir sér. Faldi sig (Framhald af 2. síðu). — Þegar ég fer á stefnumót, segir hún, — er ég enn sautján ára. Mér hefur ekkert farið fram, hvað það snertir. Þegar einhver býður mér út í coctail, kemst ég í hreinustu vandræði. Eg drekk nefnilega alls ekki. Einu sinni lagði ég til, að við fengjum okk- ur tómatsúpu í staðinn fyrir coc tail. Sú hugmynd fékk ekki góð- an byr. Njóta lífsins í Evrópu — Eg er ekki óhamingjusöm. Það er aðeins það, að þetta er ekki eins og draumurinn. Fyrir fjórum árum fannst mér það stór- kostlegt að eiga að fara til Chi- cago. En nú, þegar ég bregð mér til Ástralíu, þá þýðir það ekki annað en að pakka niður ein- hverju dóti og fara þangað. Nú er Connie Francis á miklu söngferðalagi, sem hófst í Las Vegas, þaðan til Hollywood, það- an til Evrópu, þaðan til Austur- landa og þaðan til Suður-Ame- ríku. — Eg dáist að ungu söngvur- unum í Evrópu, segir hún. Þeir njóta lífsins í mun ríkara mæli én söngvarar hér, að mér með- talinni. Einn piltur í Þýzkalandi vinnur sex mán. á ári og syngur hina sex mánuðina. Ef einhver segði mér, að ég mætti eiga þrjá daga til þess að gera hvað sem mér sýndist, mundi ég ekki hafa hugmynd um, hvað ég ætti að gera! Eldsuppfök ókunn Verzlunarhúsið er sambyggt við veitingaskála og skálinn við íbúðar hús og stendur verzlunin vestar í sambyggingunni. Steinveggur er milli skálans og verzlunarinnar, og náði eldurinn því ekki til skálans. Óskar Sæmundsson frá Eystri GarSsauka lézt að heimili sínu, Háteigsvegi 9, aS kvöldi 6. febrúar. — Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriSjudaginn 13. febrúar kl. 10,30. — Blóm vinsamlegast afþökkuS. — Athöfninni verSur útvarpaS. Ásgerður GuSmundsdóttir, börn og tengdabörn. ÞAKKARÁVÖRP Innilegar þakkir sendi ég kvenfélaginu Fjallkonan fyrir auðsýnda vináttu. Einnig þakka ég ættingjum og vinum fyrir heimsóknir, gjafir og heillaóskir á 70 ára afmæli mínu. Guð launi ykkur öllum. Dýrfinna Jónsdóttir Eyvindarhólum. T f MIN N, fimmtudaginn 8. febrúar 1962 15

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.