Tíminn - 08.02.1962, Page 16

Tíminn - 08.02.1962, Page 16
Fimmtudagur 8. febrúar 1962 32. tbl. 46. árg. STJÓRNIN HEIMTAR GREIÐSLU Rígaþorskur <siðist fyrir skömmu þess, að ekkert var fyrir honum á miðum fyrir utan Helsingjaeyri haft, þar sem hann kom svo að í Danmörku. Hann vó tólf kíló segja sjálfur upp í licndur afla- óslægð'ur og þótti að honum hinn manna þar ytra. Hann hafði sem mesti fengur, mest kannski vegna sagt gert tilraun til að gleypa stóra rauðsprettu, en gat ekki kyngt henni og endaði lcikurinn þannig, að þorskurinn „kafnaði". Hér er mynd af kauða og stendur rauðsprettan út úr kjafti hans. — Byggja yfir byggðasafn FÓRSTí ÚTSOGI Síðastliðinn mánudag var það slys austur á Höfn í Hornafirði, að tvitugur Bandaríkjamaður, All- en Francis Chase frá Michigan City, Indiana, drukknaði. Allen hafði verið á gangi með- ' fram hinni klettóttu strönd suð- austan við radarstöð bandaríska hersins í Höfn, er hann varð fyrir. feiknastórri öldu, sem sópaði hon um með sér. Með Allen voru tveir kunningjar hans, en þeisn tókst að bjarga sér undan öldunni. Strax eftir slysið var hafin leit að hinum unga sjóliða, en lík hans hefur ekki fundizt enn þá. Nk. sunnudag, 11. febrúar, efnir Húnvefningafélagið f Reykjavík til hlutaveltu uppi í Edduhúsinu til ágóSa fyrir byggðasafn, sem fyrirhugað er að Húnvetningar og Stranda- menn komi sér upp sameigin- lega á næstunni. Búið er að safna allmiklu af gömlum munum í báðum Húna- Bingó Skemmtun fyrir unglimga verður haldin í Glaumbæ, sunnudaginn II. þ. m., og hefst hún klukkan 2 eftir hádegi. — Spilað verður BINGÓ um góða vinninga. Slík unglingaskemmtun var síðast haldin í Lídó og var þá mjög fjölsótt. — Munið að skemmtunin er eingöngu fyrir unglinga. vatnssýslum og Strandasýslu, en aðalframkvæmdir í þessu máli verða xaktar til átthagafélaga hér- aðanna í Reykjavík. Eina hákarlaskipið Tillagan um byggðasafn kom fyrst fram á Húnvetningafélags- fundi í Reykjavík litlu eftir 1940. Verulegur skriður komst þó ekki á söfnunina sjálfa, fyrr en Ragnar Ásgeirsson tók að ferðast um hér- uðin á vegum búnaðarfélagsins. — Nokkru var þó búið að safna áður, og mun Pétur Sæmundsen hafa ver ið þar drýgstur í skiptum. Allt, er safnað hefur verið er nú í bráða- birgðageymslum á Blönduósi, Hvammstanga, Illugastöðum á Vatnsnesi og í Hólmavík. Við Reykjaskóla í Hrútafirði hefur Þjóðminjasafnið þegar reist bygg- ingu yfir hákarlaskipið Ófeig, eina hákarlaskipið, sem nú mun vera til. Ófeigur mun hafa verið smíðaður i Ófeigsfirði á Ströndum og verið í eigu bænda þar, unz Þjóðminjasafn ið eignaðist hann. Söfnuninni hef- ur yfirleitt verið tekið frábærlega vel í þessum héruðum, því að fólki (Framhald a lö siðu í gær barst Tímanum loks- ins bréf frá Rithöfundasam- bandi'íslands, þar sem lögfræð ingur sambandsins, Kristinn Ó. Guðmundsson, tilkynnir, að stjórn sambandsins sé sam- mála fjárkröfu Matthíasar Jó- hannessen, ritstjóra, á hend- ur Tímanum, að upphæð tvö þúsund krónur, vegna birting- ar sýnishorna af Ijóðum Matt- híasar í ritdómi, sem Hjálmtýr Pétursson skrifaði hér í blað- ið um nútímaskáldskap og skáldskap aldamótameistara. Þetta er í fyrsta sinn, sem dag- blað hér fær á sig innheimtu vegna efnisbrota, sem birtast í ritdómi. Var þeirri fyrirspurn varpað fram, hvort stjórn Rithöfundasambands- ins væri fjárkröfunni samþykk, og bent á í því sambandi, að dagblöð hlytu að endurskoða afstöðu sína til ritdóma, héldi stjórnin gjald- skyldunni fram. Nú hefur blaðinu sem sagt bor- izt svar stjórnar sambandsins, sem getur ekki þýtt annað en, að hún hafi í hyggju að láta lögfræðing sinn gera fjárkröfur út af ritdóm- um, birtist þar eitthvað eftir þann höfund, sem um er rætt, máli rit- ðóniarans til stuðnings. " Skoðun þessa byggir stjórnin á þeirri firru, að segja að hún geti með engu móti fallizt á, að um rit- dóm hafi verið að ræða. Er mjög hæpið fyrir stjórnina að taka svona (Framhald 3 15 siðu > Þungfært á Rangárvöllum Hvolsvelli, 7. febrúar. Mjólkurbílar frá Selfossi komu hingað í Hvolsvöll rétt fyrir há- degi, en eru undir venjulegum kringumstæðum hér kl. 8 á morgn ana. í morgun var Hvolsvöllur ruddur með ýtu, og eftir hádegi var farið með ýtu inn í Fljóts- hlíð, en þar hafði verið rutt á mánudag og þriðjudag, en skóf í það jafnóðum. í gær var ekki fært um vegina hér i nágrenninu öðrum en stór- um bílum, og áttu þeir fullt í fangi með að komast leiðar sinn- ar. T. d. kom billinn úr Austur- Landeyjum ekki fyrr en kl. 5 síð- degis, en venjulega er bíilinn kominn kl. 10 að morgni. Áform- að var að fara með snjóýtu um I báðar Landeyjarnar í dag. j Frost- var í morgun 10—12 stig, j en lygnt, en í gær var skafrenn- I ingur allan daginn, enda norðan- I storimur. PE Páll Hallgrímsson sýslumaður, fimmtugur Páll Hallgrimsson, sýslumaður í Ámessýslu, varð fimmtugur í fyrradag. Af því tilefni var mjög gestkvæmt á heimili hans. Meðal þeirra, sem heimsóttu Pál á þess um degi voru sýslunefndarmenn í Árnessýslu, stjórn Kaupfélags Árnesiniga, framkvæmdastjóri fyr- irtækisins og nokkrir starfsmenn þess, en Páll er formaður kaup- félagsstjórnarinnar. Þessir aðilar og margir fleiri heiðruðu Pál með veglegum gjöfum, og einnig barst honum fjöldi heillaóskaskeyta. Gestir þágu veglegar veitingar á heimili Páls og sátu þar í góðum fagnaði lengi nætur. Á mánudagsmorgun flaug þrettán manna hópur héðan til Bretlands á vélanámskeið þar. Menn þessir fóru á veg- um Sambands ísl. samvinnu- félaga og munu sækja við- gerðarnámskeið hjá Vauxhall- Bedford og International Har- vester verksmiðjunum. — Með Bretlandsferð þessara manna er unnið að aukinni þekkingu þeirra í viðgerðum á þeim vélum, sem Véladeild SÍS hefur umboð fyrir. Væntir SÍS góðs árangurs af ferðinni þar sem menn þessir eru allir mjög færir viðgerðarmenn, sem munu Bedford- og Far mall-eigendum til aðstoðar og fulltingis í framtíðlnni. Menn- irnir fóru með Flugfélagsvél utan. Myndin var tekin af þeim við brottförina, en þeir eru, talið frá vinstri; Pétur M. Þorsteinsson, Kópavogi; Hall- dór Eyjólfsson, Rauðalæk; Skúli Vigfússon, Keflavik, — Gísli Theódórsson, Reykjavík; Vilhjálmur Sveinsson, Hafnar- firði; Guðjón Jónsson, Reykja- vík; Eyjólfur Jónsson, Reykja vík; Jósep Þorsteinsson Kópa skeri; Grímur Sígurðsson Sel- fossi; Þormóður Sigurgeirsson Blöndósi; Sigmar Eyjólfsson, Hornafirði; Þorlákur Sigur- jónsson, Hvolsvelli; Sigurður Sveinsson, ísafirði.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.