Tíminn - 11.02.1962, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.02.1962, Blaðsíða 6
enn og Myndin er af ISnaSarhverfi samvinnumanna á Akureyri. Þar blómstrar ISnaSurinn og framleiSslan vex ár frá árl, batnar og verSur fjöibreyttarl. í janúarhefti Samvinnunn ar ritar Erlendur Einarsson, forstjóri Sambands ísl. sam- vinnufélaga mjög glögga yf- irlitsgrein um þróun sam- vinnumálefna og verkefni samvinnumanna á nýliðnu ári. Hann minnir á, að Sam- bandið sé sextugt að aldri hinn 20. febrúar næst kom- andi og þann dag sé elzta kaupfélag landsins einnig 80 ára og segir síðan: „Árið sem leið mun að ýmsu leyti verða talig merkls ár í samvinnusögunnl. í þessu sambandi má nefna tvennt sérstaklega: 1. Kaupfélagsfólkið. kaup- félögin og Sambandið hafa aldrei fyrr lagt af mörkum i þjóðarbúið jafnstóran skerf og árið 1961. 2. Samvinnufélögin komu i veg fyrir stórkostlegt fram- leiðslntjón s. I. sumar með þvi að eiga frumkvœði að lausn einhverra almennu,stu og yfirgripsmestu verkfalla, sem átt hafa sér stað hér á landi“. Upobygging fyrri ára Forstjórinn rekur siðan þessi mál nánar með tölum og dæmum. Framleiðsluaukn ing á hraðfrystum fiski hjá Sambandsfrystihúsum jókst um 13%, þrátt fyrir minni heildarframleiðslu freðfisks og hlutur þeirra i heildarfram leiðslu á frystum fiskafurðum jókst úr 20 í 28%. Útflutn- ingur SÍS á frystum sjávar- afurðum hefur þá meira en tvöfaldazt á s. 1. 10 árum. Vöxtur þessarar framleiðslu er að þakka mikilli uppbygg- ingu i nokkur síðustu ár, áð- ur en stöðnun síðustu miss- ira kom til i samræmi við stefnu núverandi stjórnar, og einnig vaxandi afla vegna útfærslu landhelginnar, eink um hjá bátaflotanum á Vest- ur-, Norður- og Austurlandi, þar sem flest frystihús sam- vinnumanna eru. Landbúnaðarframleiðslan hefur vaxið um 8—11%, en samvinnufélögin fara með sölu landbúnaðarvara að mestu. Sú aukning er einnig að þakka ræktun, byggingum og bústofnsaukningu á liðn- um árum, en nú hefur dreg- ið mjög úr þeirri uppbygg- ingu sem kunnugt er. Réttir Alþingi hlut bænda? Um lánamál landbúnaðar- ins segir Erlendur Einarsson í greln sinni: „Langmestur hluti af sölu | landbúnaðarafurða er á veg- um samvinnufélaganna. Það hefur komið í hlut samvinnu félaganna að byggja slátur- og frystihús, til þess að taka á móti. og vinna úr þeim af- urðum. Framkvæmdir þessar hafa kostað mikið fé og vegna þess, hve erfitt hefur rejmzt ag útvega stofnlán út á þess- ar framkvæmdir, hafa sam- vinnnfélögin þurft að binda mikið fjármagn i þessum nauðsynlegu framkvæmdum. Verður því vart trúað. að stjórnvöld landsins með land búnaðarráðherra í broddi fylkingar láti ekki sama ganga yfir landbúnaðinn og sjávarútveginn í þessum efn um. Stofnlán hafa nú verið veitt til vinnslustöðva sjávar útvegsins í sambandi við stofnlánakerfið, sem komið var á fót á s. 1. ári með hjálp Seðlabankans. Það er augljóst sanngirnis- mál, að bændur og félög þeirra fái í öllum atriðum sömu fyrirgreiðslu og útgerð armenn og þeirra félög, þeg- ar um er að ræða sérstaka löggjöf. Bráðabirgðalögin frá í sumar um aðstoð til bænda bera hins vegar með sér, að mjög er hallað á hlut bænda stéttarinnar í þessum efnum. Vonandi gerir Alþinni hér breytingu á, en bráðabirgða- lög þessi hafa ekki enn þá verið staðfest“. Hér er vikið að máli, sem ekki aðeins snertir bænda- stéttina eina. heldur hitt, hvort Alþingi gætir skyldu sinnar um réttlæti í lagasetn ingu í garð borgaranna og at vinnuveganna 1 landinu. Þess vegna er úrskurðar Alþingis í máli þessu beðig með eftir- væntingu og menn spyrja, hvort nógu margir þingmenn gæti sóma þingsins eða stjórn arliðið allt láti rangláta rik- isstjóm teyma sig til óhæfu- verka. Afurðalánin stór- *ækka Erlendur segir enn fremur um lánamál bænda: ..Nefna má annað réttlætis mál, sem bændastéttin verð- ur að ber jast, fyrir. Hér er um að ræða hinn mikla drátt, sem verður á þvi, að bændur fái laun sin greidd. Afurða- lán til bænda út á birgðir sauðfjárafurða hafa á tveim ur árum verið lækkuð úr 67% í 50—54%. Lán út á birgðir sjávarafurða eru hins vegar a. m. k. 75%. Þótt samvinnu félögin hafi í flestum tilfell- um greitt bændum meira að haustinu en afurðalánum nemur, eru þau fæst það fjár hagslega sterk, að þau geti tekig á sig þá viðbótar- greiðslu, sem er ekki aðeins æskileg, heldur nauðsynleg til þess að bændur sitji við sama borð og aðrir þjóðfélags þegnar með greiðslur launa1 til sín og sinna. í þrið.ia lagi má svo nefna útflutningsuppbætur á kjöt, sem ríkissjóði ber að greiða samkvæmt lögum. Hinn 31. des. s. 1. skuldaði ríkissjóður vegna lögboðinna útflutnings uppbóta á kjöt 17.6 millj. kr. Upphæð þessi fékkst ekki greidd fyrir áramót, þrátt fyr ir það, að upplýst hefur verið, að ríkissjóður ætti innstæðu í Seðlabankanum i árslokin, ag upphæð 3£cmAm.JaruHvers á bœndastéttin að gjalda?" Þessar tölur óg' hhitlaus frásögn segja ljóta sögu um ranglæti þeirrar ríjcisstjórnar sem að völdum situr. Fjár- málaráðherrann hældist umj yflr innstæðunni um áramót- i in, en þegar betur er að gáð j er hún m. a. fengin með þvi að draga bændur landsins á löghaætum greiðslum úr ríkis sjóði — auk þess sem með voru taldir nokkrir milljóna- tugir af gengishagnaði frá því í sumar. Er slík fölsun og framkoma fádæmi af ráð- herra. Iðnaðar- og vörumið- stöð Iðnaður samvinnumanna gekk vel á árinu sem leið og var flutt út töluve'rt magn af islenzkum iðnaðarvörum og veruleg aukning varð hjá samvinnuverksmlðjunum. Þá hófst og bygging á nýju verk smiðjuhúsi fyrir Heklu. Stofnun vörumiðstöðvar á vegum samvinnumanna er eitt hið brýnasta verkefni, sem nú kallar að og er undirbúningi þess að mestu lokið á vegum stjórnar og framkvæmda- stjórnar S.Í.S. Uausn verkfallanna Loks ræðir forstjóri S.Í.S. í grein sinni um hlut sam- vinnufélaganna að lausn verk fallanna á s. 1. sumri og bend ir á, hve þar var komig á hóf legum samningum og miklu bjargað fyrir þjóðarheildina, / þegar vélarnar voru settar af stað aftur og komið í veg fyrir framleiðslustöðvun, bændum forðað frá að þurfa að hella mjólkinni niður og neytendum tryggg hún á borð ið, skip létu úr höfn aftur, síldveiðibátar og síldarverk- smiðjur gátu haldið áfram að| búa sig undir síldarvertíð, sem síðan hófst með eðlileg- um hætti. En ofsalegar árásir stjórnar valda á samvinnufélögin fyr ir þetta eiga 1 sér enga hlið- stæðu, þótt oft hafi verig að þeim ráðizt. Hellt var yfir samvinnuhreyfinguna og for- sjármenn hennar svikabrigzl- um og níði. Á aðalfundi Sam- bandsins samþykktu þó full- trúar úr öllum stjórnmála- flokkum einróma þakkir til forystumanna Sambandsins fyrir þetta. Loks segir Erlend ur um þessi mál: „Ég hef orðið nokkuð lang- orður um lau,sn verkfallanna. Þetta er merkilegt mál. í ná- grannalöndunum er það talið sjálfsagt, að samvinnuhreyf- ingín og verkalýðshreyfingin vinni saman. Þessar hreyfing ar stefna báðar að sama marki. Slík samvinna og gagn kvœmt traust þarf að ríkja hér á landi. Þessar hreyfing- ar eru sterk öfl i þjóðlífinu. Þessu afli á að beita á ábyrg an og raunsœjan hátt til hags bóta fyrir líf fólksins l 1 and- ihu. Það er vonandi að þess um tveim hreyfingum megi í samvinnu takast það á kom- andi árum“. Undir þessi tímabæru orð munu margir landsmenn taka, raunar allir aðrir en þeir, sem haldnir eru blindu ofstæki í garð þessara tveggja meginhreyfinga vinnandi fólks á íslandi, en slík öfl eru nú um of ráðandi í íslenzkum ráðherrastólum. Fólkið í land inu á ekki að þurfa að búa við slíkt ranglæti og harð- ræði gegn þýðingarmestu fé- lagssamtökum sinum. Það væri ástæða til að rekja margt fleira úr þessari gagnmerku grein Erlendar Einarssonar. Þar kemur fram ag hlutur islenzkra samvinnu manna er mikill og góður og vel hefur miðað fram á veg á liðnu ári, en dæmin sýna, að stjórnarvöld landsins hafa ekki létt undir með mönnum á þeirri göngu. Þeir sigrar hafa unnizt við torleiði. fs- lenzkir samvinnumenn munu taka heils hugar undir með Erlendi Einarssyni, er hann segir i lok greinar sinnar: „Á árinu 1962 verður Sar- bandið 60 ára og samvinnu- hreyfingin 80 ára. Á þessu af mæli þarf samvinnuhreyfing in ag vera í áframhaldandi sókn. Til þess hefur hún öll skilyrði. Hreyfingin hefur aldrei skilað eins miklu i þjóð arbú íslendinga eins og á ár- inu 1961. Framundan bíða mörg verkefni. Samtakamátt ur dugmikilla íslendinga get ur hrint þessum verkefnum í framkvæmd." Skattar og útsvör í sl. viku lagði rikisstjórnin fram á Alþingi frumvarp um tekju- og eignaskatt. Hefur það að geyma að mestu sömu ákvæði og komin voru á varð- andi einstaklinga og hjón, en ! felur í sér nokkrar breytingar ! á sköttum félaga, í flestum til fellum til lækkunar á hlutafé- lögum. Hins vegar er haldið á- fram að höggva í sama kné- runn og áður að þyngja hlut- fallslega skatta á samvinnu- félögum og minnkaður vara- sjóðsfrádráttur, þótt allir viti, að varasjóðir samvinnufélaga eru allt annars eðlis en hluta- félaga, þar sem þeir eru fast bundnir við félagið og félags- svæðið en ekki færanlegir með einstaklingum eins og vara- sjóðir hlutafélaga. Einnig er dregið úr varasjóðsfrádrætti þeim, sem útgerðarfélög og út gerðarmenn hafa haft vegna áhættu. Hins vegar eru skattar og útsvör svo nátengd, einkum á félögum, að vart er unnt að ræða um þetta hvort í sínu lagi, því að meginmáli skiptir, hver gjöldin eru i heild. Ríkis- stjórnin hefur líka boðað nýja útsvarslöggjöf í vetur og verð ur að krefjast þess, að frum- varp að henni komi fram svo fljótt, að unnt sé að ræða um tekjuskattslög og útsvarslög samtímis. Árið 1958 beitti Framsóknar flokkurinn sér fyrir nýrri lög- gjöf um skattgreiðslu félaga. Skattgreiðslur félaga til ríkis ins voru þá lækkaðár stórlega. Stighækkandi skattur á féíög afnuminn, en innleitt 25% (Framhald á L5 síðu) TÍMIN.N, sunnudaginn 11. febrúar 1962 6

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.