Tíminn - 11.02.1962, Blaðsíða 9
Ausa. Sögpin að ausa. Ausa
vatni. Öll vitum við hvað er
átt Við þegar húsfreyjan eys
upp úr pottinum, og bóndinn
eys úr brunninum. Það er ó-
sköp einfalt mál og maður
skyldi ætla að ekki þyrfti frek
ari útskvringar við fyrir ís-
lenzka menn. Samt vafðist það
fyrir sérfræðingum íslenzkrar
tungu að útskýra sögnina að
ausa og skilgreina merkingu
hennar. Þeir sátu uppi í há-
skóla um daginn og lásu próf-
arkir af nýrri, íslenzkri orða-
bók. Og voru einmitt að velta
vöngum yfir sögninni að ausa,
þegar blaðamanninn bar að
garði.
Árni Böðvarsson cand. mag. er
ritstjóri bókarinnar og lætur þess
getið, að þetta verði fyrsta íslenzka
orðabókin þar sem merking orð-
anna er skilgreind á íslenzku.
— Þetta veldur okkur miklum
örðugleikum, því að við verðum
aö frumsemia flestar skilgreining-
ar orða. I hinni miklu og góðu
orðabók Sigfúsar Blöndals eru orð
in skýrð á dönsku eins og kunnugt
er. En það er einkum tvennt, sem
hefur orðið okkur til bjargar í
þessu efni: Góðar almennar orða-
bækur útlendar, fyrst og fremst
Norsk riksmálsordbok og Plena
vortaro de c-speranto. Þessar tvær
hafa orðið okkur til mikils stuðn-
ings við útskýringar orða, svo og
gamla útgáfan af orðabók Frey-
steins Gunnarssonar. Skilgreining-
ar orðanna þurfa að vera örstuttar
en þó hnítmiðaðar svo að ekkert
fari milli mála. Einnig styðjumst
við við sérorðabækur í ýmsum
greinum, náttúrufræði, tækni,
læknisfræði o. s. frv. Fiskarnir,
Flóra íslands og fleiri slíkar bæk-
ur hafa lika orðið að miklu gagni.
Og hins vegar njótum við þess að
vera í hýbýlum Orðabókar Háskól
ans og getum alltaf gengið í
smiðju til þeirra ágætu manna
sem að henni starfa. Orðabókar-
menn hafa liðsinnt okkur mikið
og auk þess er okkur ómetanlegur
Árnl Böðvarsson ritstjóri hinnar íslenzk-íslenzku orðabókar að störfum í háskólanum, þar sem útgáfustarfið
fer fram. (Ljósmynd: TÍMINN G. E.).
fengur að hafa aðgang að seðla-
safni þeirra, þar sem skráð eru
dæmi um merkingar orða.
— Hvað verður þeissi orðabók
viðtæk?
— Hún tekur yfir öll tímabil is-
lenzkrar tungu, allt frá skáldamáli
og fornritum og fram á okkar
daga; þarna er að finna yngstu ný-
yrði og slettur úr reykvísku götu-
máli, svarar Árni Böðvarsson. Með
al elztu orða eru t. d. börgur (gölt
ur) og naínorðið síma sem merkti
band. Og sýnishorn af því allra
yngsta er t d. gæi, kók, bransi,
bisniss og dóp, þota, sjónvarp,
geimskip og sálgreining. Þess má
þó geta, a'5 þau orð, sem við telj-
um ótækt mál, eru sérlega merkt.
— Hvað verður bókin stór?
— Hún verður 7—800 blaðsíð-
ur. svarar Árni, og búizt við að
hún komi úl næsta haust. Verkið
hófst árið 1957 og hef ég unnið
að því allan tímann með fleiri eða
færri aðstoðarmönnum. Lengst af
hafa unnið hjá mér þeir Bjarni
Benediktsson frá Hofteigi og Helgi
Guðmundsson, sem hafa einkum
unnið að því að skilgreina örð, og
nú er Guðrún Magnúsdóttir cand.
mag. einnig^ tekin. til við þann
starfa. rÁuR þess hafa allmargir
unnið ^ri’'ýffims,ikonar undirbún-
ingsvinnu.
Bókin er einkum ætluð íslenzku
skólafólki en er jafnframt aðgengi
leg öllum almenningi. í bókinni
eiga að vera öll stofnorð á íslenzku
cg einnig samsetningar sem ekki
hafa augljósa merkingu. í bókinni
er t. d. að iúina orðið blaðamaður,
en ekki blaðamannafélag. Hins
vegar er þsrna orðið blaðamanna-
stafsetning, sem var sérstakt fyrir-
brigði í upphafi aldarinnar. Aust-
anrok finnst ekki í bókinni, hins
vegar bæði urðin austan og rok.
— Og hvaðan hafið þið öll þessi
orð?
I — Meginefnið er orðabók Sig-
jfúsar Blöndals. Hún nær hins veg
, ar aðeins yfir seinni aldirv í öðru
lagi tökum við öll ósamsett orð,
sem ekki eru í Blöndal en eru í
fornmálsorðabókum yfir skáldamál
og óbundið mál. í þriðja lagi er
mikið úr nýyrðasöfnunar- og sér-
orðabókum. um ýmsar greinar,
læknisfræði eðlisfræði o. s. frv.
Svo er alit það úr talmáli, sem rek
ur á okkar fjörur. hins vegar hafa
ekki verið orðteknar bækur í því
skyni, né unnið að því skipulega
aS viða að sér orðtim úr talmáli.
En síðast er ekki sízt höfum við
orðtekið aiiar helztu kennslubæk-
ur sem hér eru við móðurmáls-
kennslu í skólum og margar aðrar
namsbækur einnig. Er það gert
svo að skótanemendur geti fundið
viðhlítandi skýringu á hverju orði
sem fyrir kemur í íslenzkunámi.
En þarna verður einnig að finna
orð úr öðrum greinum, til dæmis
verður hægt að sjá að axdepla er
garðjurt af grímublómaætt, bein-
hákarl er notað bæði um ættkvísl
og sérstaka tegund hákarla af há-
meraætt og þar fram eftir götun-
um. Þarna eiga að vera allar ís-
lenzkar tegundir jurta og dýra,
nema hmar lægstu, sem margar
eru nafnlausar
Svo á almenningur að geta fund
ið í orðabókinni skýringu á flest-
um orð’im ritaðs máls, allt frá
timum dróttkveðinna vísna fram
á okkar ciaga. Þeir sem nota bók-
ina, geta séð að píslarmark merkir
krossmark, gulls brík merkir konu
í skáldamáii, og asbest er þráðótt
kisilsteintegund í ummynduðu
bergi, notuð t d í eldtraustar hlíf
ar. Man þýðir ung kona eða mær,
og skvísa fær sína merkingu. þótt
hún sé ekki komin enn.
Þarna er að finna nokkur orð,
sem ekki eru í Blöndals-orðabók,
en ættu heima þar. t. d.dropóttur,
páfaríki og pálsmessa, svo og all-
mörg mállýzkuorð, sem komið hafa
i leitirnar a seinni árum. Við höf-
um einnig seilzt til að taka upp
ýmis orð stm hafa horfið úr mál-
inu og þá einkum vissa flokka af
sérnöfnum, til að mynda Mundíu-
fjöll, en svo voru Álpafjöll áður
nefnd á íslenzku. Rábítaland, en
I það er Arabía nú á dögum. Og
þarna sést einnig að Svíþjóð hin
k.ilda er ekkert annað en norður-
h’uti Rússlunds og á ekkert skylt
við Svíþjóð Norðurlanda, hvað sem
srúdentar. ráðherrar og blaðamenn
segja í blöðum og útvarpi.
í orðabókinni eru og tekin dæmi
um ’kennmgar fornskáldanna. Ekki
er skýrður uppruni orða né saman
burður við önnur tungumál, það
hefði lengt bókina um þriðjung.
Loks má nefna að í bókinni er
skýrður f.iöldi almennra skamm-
stafana, bæði sjaldgæfra og al-
gengra, svo sem fob, t.d., l.s.g.
— Hvað er verkið langt komið?
— Búið er að ganga frá sam-
felldu handriti aftur í M. Búið er
að setja aftur í H. Próförkin sem
ég er með endar á orðinu hræsnis-
tár. Það er ærin þolinmæði og
nákvæmni sem þarf til að lesa
próförk af orðabókinni eins og
geta má nærri; það þarf fleiri en
einn og fleiri en tvo til að lesa
hverja próíörk, bera saman við
handritið, auka við og endurbæta.
Og jafnvel þótt prófarkalestur tak
ist fullkor.iiega og prentvillupúk-
anum verð’ bægt frá, þá vitum
við það, að bókin verður ekki villu-
laus. Þess oer að gæta að hér er
fyrsta íslcnzk-íslenzka orðabókin á
ferðinni og óhugsandi annað en
ýmislegt komi i ljós sem þarf að
leiðrétta. Af orðabók þarf margar
(Framhald a 15 siðu ■
■a
t-ATTUR KIRKJUNNAR
Er skipstjórí um borð?
Nýlega s'krifar enskur rit-
höfundur eftirfarandi setning-
ar:
„Eg og samtíð mín höfðum
gengið um borg á frábærlega
fögru skipi. Við nefndum það
heimsmennmgu. Og við töldum
öruggt, að það stefndi að sér-
stöku marki í ákveðinni höfn.
En þegar við höfðum dvalið
um borð um tíma, komumst
við að raun um okkur til undr-
unar og ótta, að það var eng-
inn skipstjóri á skipinu. Okk
ur hrakti fram og aftur í haf-
villum á bylgjum tímans og
tilverunnar, og gátum búizt við
að líða skipbrot hvenær sem
væri.“
Þetta eru ótrúlega og ótta
lega sönn orð um menningu
nútímans. Finnst ykkur það
ekki? Þess vegna er meiri hluti
áhafnarinnar haldinn meðvit
uðum eða ómeðvituðum ótta
Daglega heyrist talað um skip-
brot það sem í vændum gæti
verið. Og hvað eftir annað kom
umst við að raun um, ag brjál
uðum mönnum hefur verið fal-
in skipstjóm í einhverri and-
artaks örvæntingu. Auðvitað
er þa'ð verra en ekki neitt.
Ekki vantar farkostinn feg-
urð og þægindi. Allt er til
reiðu. Líkt og Titanic forð-
um svífur fleyið yfir hafflöt-
inn með mannskap sinn syngj
andi og dansandi líkt og til að
yfirgnæfa raddir angistarinn-
ar í djúpi vitundarinnar. Og
ekki vantar hraðann heldur.
aldrei hefur • verið sigldur
hærri byr.
Við skulum litast um á
skeiðinni fögru. Það er hrein-
asta undur og ágæti hve allt
er fullkomið hagkvæmt og
markvisst, allt útbúið til
fyllstu nota. Hver ósk farþeg
anna er uppfyllt fyrirfram, ef
svo mætti segja: Baðherbergi,
bókasafn, hljómleikasalur, leik
hús, sími, útvarp, sjónvarp.
meira að segja bænasalur —
að ógleymdu bingó og brenni-
víni. Engu er gleymt, sem orð
ið gæti til augnabli'ksyndis
hégómagjamri og nautnasjúkri
nútímamanneskju.
En svo gæti það hent með-
an allt er í fúllum gangi, áð
einhverjum yrði litig upp á
stjómpallinn.
Ó, hvag er þetta? — Þar er
þá engan mann að sjá. En við
og við skjótást einhverjir og
einhverjir að stýrinu, eiginlega
helzt til að láta taka eftir sér
veita sér virðingu, auð og
heiður sem skipstjórum. En
sé betur að gætt, kemur í ljós
að þeir hafa ekki hugmynd um
stefnuna. En stefna kannske út
í verstu fellibylji, hafrót og
brim, hættur og sker, sem
hugsazt getur.
Og sé litið aftur fyrir í kjöl-
farið, kemur í ljós, ag skipið
hefur farið í ótal hringi og
króka með ægilegum hraða
allra sinna harðknúnu véla.
Og hvergi sér strönd, hvergi
nokkurt siglingamerki — úti
við sjóndeildarhringinn dregur
upp biksvarta bliku og undan
henni fara nokkur ógnandi ský
Ætli það yrði ekki ægilegt
æði meðal farþeganna, ef þeim
væri tilkynnt, að það væri eng
inn skipstjóri um borð á
snekkju hámenningarinnar?
Enginn mundi trúa því, að ein
hver farþeganna gæti tekig að
sér stjórnina fyrirvaralaust.
eins og allt er hér flókið og
vandasamt í vélgengi hraðans?
En satt að segja trúir eng
inn, að skipstjóri fyrirfinnist
hvergi á skipinu
Var það ekki eitthvað líkt
þessu þarna hjá lærisveinum
Krists um nóttina úti á vatn
inu. Myrkur og hafrót villtu
þeim sýn og enginn eygði leið
arljós er lýst gæti í örugga
höfn. Þá kom hann gangandi
á bylgjunum. meistarinn sjálf
ur. Því trúði enginn og óttinn
magnaðist enn meir.
En svo sannfæfðust þeir um.
að það var hann. Og skip-
stjórinn, sem hafði hlaupig frá
stýrinu, rétti honum hönd sína,
þar sem allt var að sökkva. Og
þá var allt öruggt, óttinn hvarfj
storminn lægði, myrkrið breytt'
ist í bjarma morguns,, bylgj-
urnar eignuðust sefandi söng
í stað öskrandi illsku, og skip
ið tók stefnu í örugga, ákveðna
höfn.
Hefur þú ient í hafvillu með
þitt eigið litla lífsfley? Hefur
þú horft á knörr mannkyns
alls lystilega búinn, stjórn-
lausan í bylgjunum?
Hvort sem heldur væri er
helzta — já, eina ráðið að
rétta meistara hins almáttuga
kærleika hönd í fullu trausti
til kenninga hans og kraftar.
og hlíta leiðsögn þeirri, sem
felst i speki hans og sannleika
þeim, sem varir hans mótuðu
í orð.
Sé honum ekki falin stjórn-
in á lífsfleyi einstaklingsins
og kynslóðanna, er öll önnur
stjórn likt og enginn sé við
stýrið — eða þá einhver, sem
er verri en enginn.
Árelíus Níelsson.
/ .
TÍMINN, sunnudaginn 11. febrúar 1962
9