Tíminn - 11.02.1962, Blaðsíða 5

Tíminn - 11.02.1962, Blaðsíða 5
hafa haft fyrir því aö skrá nöfn sín í bókina. Kvöldvökur 1—2 í viku iwviuvviwiici IIW4MI iociui iam »ci uiii aiy i atiuoiviviiiu. Minnst f jörutíu gestir á kvöldi Um síðustu helgi minnt- ust Skátafélögin í Reykja- vík eins árs afmælis setu- stofu Skátaheimilisins. Með- al viðstaddra voru ýmsir gamlir skátar, stjórnir fé- laganna og Jónas B. Jóns- son, skátahöfðingi. Minntist liðinna daga Það var 1. janúar 1961, að Magnús Stephensen, skemmtanafylkir, kallaði saman nokkra skáta, og skyldu þeir ræða, hvort ekki mætti koma upp setu stofu í Skátaheimilinu við Snorrabraut. Magnús hafði lengi dreymt um, að skát- ar eignuðust slíka setu- stofu. Hann sagði í því sam- bandi á sunnudaginn, að hann hefði nii náð þeim aldri, að hann ''æri farinn að líta til baka (er þó vart meira en rúmlega tvítug- ur!), og myndi hann greini lega þá daga, er hann og félagar hans hefðu orðið að láta sér nægja að koma saman til þess að ræða helztu dægurmál líðandi stundar í fordyri Skáta- heimilisins. Hefði þá oft svo farið, að húsvörðurinn kom á vettvang og sagði bá vera þarna til trafala fyrir starfsemi heimilisins Þá þegar sagðist Magnús hafa gert sér grein fyrir nauðsyn setustofu, þar sem skátarnir gætu komið sam an og rætt sín áhugamál óáreittir, hlustað á plötur og sopið á gosdrykkjum eða öðru slíku. Verkum skipf milli manna Á þessurn fyrsta fundi þeirra félaganna 1. janúar 1961, var kosin setustofu- nefnd. Þar var skipt verk- um milli manna, og áttu sumir að sjá um útvegun efnis, aðrir um ljósaútbún að og enn aðrir um skreyt ingu og viðgerð á húsgögn um. Gömul húsgögn voru til í Skátaheimilinu, en þau börfnuðust viðgerðar Menn tóku strax til starfa, og fyrst var til kvaddur bólstrari, sem því miður hafði þau hrvggilegu tíðindi að færa, að kostn- aður við viðgerð húsgagn- anna yrði ekki innan við 11 þúsund krónur. Setu- stofunefndin tók þá 18 búsund króna lán' hjá skátafélögunum og hjá hús nefnd, og reyndist sú upp hæð næeileg til þess að standast kost.ua ð við breyt ingar á herberei því. sem nota átti fyrir setustofu en bað hafði áður veri? fundarherbergi einnar deildarinnar. Unnið næturlangt Ákveðið var að opna setu stofuna 5. febrúar, sem i fyrra bar upp á sunnudag Á laugardagsmorgun fórv nefndarmenn af stað t mikla innkaupaferð og hófu síðan að koma fyrir húsbúnaði og öðru því, er í setustofunni átti að' vera, Eftir ag hafa unnið nætur langt, var setustofan eins og vera bar, og var hún svo opnuð kl. 3 á sunnu- daginn. | { Mikil aðsókn í gestabók setustofunnar hafa skrifað sig hvorki meira né minna en 8048 manns á þessu eina ári, sem hún hefur verið starf rækt. Sýnir það, að hér var um mikið nauðsynja- fyrirtæki að ræða. Ef far- iö er eftir bókinni, hafa að meðaltali komið 40 gest h’ í stofuna dag hvern. Auk þess hafa margir aðr ir komið í hana, sem ekki Skátarnir sjá að sjálf- sögðu sjálfir um gæzlu og einnig sölu gosdrykkja, og rennur allur hagnaður af þessari sölu til stofnunar- innar sjálfrar. Fyrir hluta þess fjár, sem þannig hef- ur safnazt á þessu eina ári keyptu skátarnir svo gólf- teppi í tilefni af afmælinu. Auk setustofunnar er einnig starfrækt kvöldvöku nefnd. Formaður hennar er Páll Zóphóníásson. Hann kvað markmiðið vera, að í framtíðinni yrðu haldn- ar ein til tvær kvöldvökur þarna í viku hverri og yrðu þá fengnir ýmsir utanað- komandi aðilar til þess að flytja erindi um ýmis efni, Til dæmis hefði nefndin fengið Ævar Kvaran leik- ara, til þess ag tala um framsögn og ræðulist fyrir skömmu. Sextíu gráSu halli Meðal þeirra, sem tóku til máls á sunnudaginn var, var Óskar Pétursson, einn af stjórnendúm Skátafé- lags Reykjavíkur. Minntist hann á það, að skátar hefðu oft orðið að láta sér nægja misjafnt húsnæði til samkomuhalds. T. d. hefði Væringjafélagið, sem hann er í, fengig húsnæði hjá KFUM árið 1928, en sá galli hafði' verið á gjöf Njarðar, að 60 gráðu halli hefði verið á gólfinu. Skát arnir létu sér ekki bregða, heldur settu bara upp pall til þess að rétta af hall- ann. Jónas B. Jónsson, ská’ta höfðingi, hvatti skátana til þess ag láta bera meira á sér í bæjarlífinu, og að fylgja ekki um of boðorð- inu um það, að allir skátar skyldu vera hógværir. Það dygði ekki, þeir yrðu að berjast fyrir sínum málum, til þess áð þau mættu ná fram að ganga. í lok afmælishátíðarinn ar færði Magnús Stephen- Jónas B. Jónsson og sonur gæ5a sér á kræsingum, fram bornum á eins árs afmælinu á sunnudag sen fyrir hönd Skátafélags Reykjavíkur, setustofunni að gjöf eftirprentun af mál verki eftir Kjarval og veitti Össur Kristinsson formað- ur setustofunnar, því við- töku og þakkaði þessa góðu gjöf. Blaðamaður Tímans í boði hjá skátum Páll Zophoniasson, formaður kvöldvökunefndar, Össur Kristinsson, formaður setustofunefndar og Her mann Árnason fyrsti formaður nefndarinnar. TÍMINN, sunnudaginn 11. febrúar 1962 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.