Tíminn - 11.02.1962, Blaðsíða 16

Tíminn - 11.02.1962, Blaðsíða 16
 Spurningu Tímans: Eruö þér samþykkur stjórn Rithöfundasambands ís- iands í því, að greiða beri fyrir upptöku efnis í umsögnum um skáldskap manna? Sunnudagur 11. febrúar 1962 ■ : INGÓLFUR KRISTJÁNSSON FRIÐJÓN STEFÁNSSON VILHJÁLMUR S. VILHJÁLMSSON THOR VILHJÁLMSSON ÞORSTEINN JÓNSSON Ingólfur Kristjánsson, form. Félaffs ísl. rithöfunda. Varðandi þessa spurningu út af ályktun stjórnar Rithöf- undasambands íslands vil ég taka það fram, að ég hef ekki séð umrædda ályktun. En hún mun til orðin út af deilu Tím ans og Matthíasar Johannes- sen vegna birtingar á kvæð- um eftir hann í greininni: „Skyldu bátar mínir róa í dag“, sem birtist í blaðinu 24. janúar sl. Samkvæmt upplýs- ingum frá blaðamanni við Tímann stendur meðal ann- ars í ályktun stjórnar Rithöf undasambandsins að greinin „geti með engu móti talizt rit dómur". Það virðist þvi ekki felast í ályktuninni a3 verið sé að mæla fyrir því að tilvitnanir í skáldverk í ritdómum verði taldar gjaldskyldar — aðeins tekið fram að áöurnefnd grein sé ekki ritdómur, að dómi sam bandsstj órnarinnar. Spurning blaðsins er þvi dá lítið villandi. En að þessu framteknu, er mér ljúft að láta í ljósi skoðun mína á því, sem er kjarni spurningarinn- ar, það er, hvort „greiða beri fyrir upptöku efnis í umsögn um skáldskap manna?“ Þetta er að vísu lögfræði- legt spursmál, sem ég er ekki bær um að svara afdráttar- laust. Hins vegar þykir mér frá- leitt, að nokkrum höfundi komi til hugar að krefjast rit launa fyrir tilvitnanir í verk sín, sem fjallað er um í rit- dómum — hvort heldur er til lofs eða lasts höfundinum og verkum hans. Allt öðru máli hlýtur að gegna, ef heil kvæði eða kafl ar úr skáldverkum eru birt í blöðum og tímaritum án nokk urrar ritrýni á viðkomandi verkum. Þá virðist eðlilegt, að höfundarrétturinn nái til þess með sama hætti og annarra endurprentana. Enginn bóka- útgefandi myndi t. d. leyfa sér að gefa út sýnibók ísl. ljóða, þar sem upp væru tek in kvæði margra höfunda án þess að leita leyfis höfund- anna og semja um ritlaun. Nýlegt dæmi um þetta er út- gáfa Menningarsjóðs árið 1958 á bókinni íslenzk ljóð 1944 til 1953 eftir 43 höfunda; þar var ekki aðeins leitað heimildar höfundanna fyrir kvæðunum. heldur kom og full greiðsla fyrir, og þó var um endur- prentun að ræða. Þó að blöðin geti haft ómet anlega þýðingu fyrir rithöf- und — eins og raunar alla aðra — og séu þeim oft veg- urinn út á meðal þjóðarinnar einmitt með ritrýni og kynn- ingu verka þeirra, mega þau ekki ætla, að þau geti tekið sér bessaleyfi fram yfir aðra útgefendur, ef þau vilja not- færa sér skáldverk til birting ar almenningi í dálkum sín- um. um. V* Friðjón Stefansso!!, form. Rithöfundafél. fslands. Spurningin er byggð á röng um forsendum. Stjórn Rithöf undasambands fslands mun ekki halda því fram, að greiða beri fyrir upptöku efnis í rit- dómum, en ella beri að greiða fyrir það. Um það er ég sam- mála stjórn Rithöfundasam- bandsins. i Vilhjálmur S. Vilhjálms- son, rithöfundur. — Nei. Um lagalegt gildi kröfu Matthíasar á hendur Tímanum get ég ekkert sagt, en almennt séð, finnst mér hún ekki ná nokkurri átt. Ef þetta ætti að vera algild regli getur það haft útgjöld í för með sér að vitna í skáld eða höfunda yfirleitt. Ef samin er stór ritgerð um bókmenntir og birt dæmi um skáldskap höfunda, þá getur höfundur- inn, eða erfingjar hans, átt kröfu á hendur útgefandan- Um þessar mundir þykist ég, með aðstoð aldraðrar konu, hafa fundið snjalla vísu eftir Þorstein Erlingsson, sem hvergi hefur birzt. Eg ætla að birta hana í viðtali við konuna. Ef skoðun atom- skáldsins ætti að ráða, geta erfingjar Þorsteins krafið út- gefanda minn. — Þetta er fá sinna. Slíkar kröfur koma fyrst og fremst höfundunum sjálfum illa. Það er ekki ann að sjáanlegt, en að krafan sé sprottin af sárri gremj u, sem mér virðist þó algerlega á- stæðulaus. Thor Vilhjálmsson, rithöfundur. — Það er sjálfsagt að menn geti vitnað í efni, sem þeir fjalla um á prenti, án þess aö verða sektaðir fyrir, eða látnir borga skemmtanaskatt af því. En mér finnst að þurfi að gera greinarmun á tilvitn un, sem fylgir gagnrýni og upptöku efnis, sem er haft í heilu lagi athugasemdalaust, og ef ekki er um gagnrýni að ræða, þá hljóti höfundurinn að eiga rétt á ritlaunum, en það er hans að ákveða, hvort hann notfærir sér það eða ekki. Annars hef ég ekki kynnt mér það mál, sem mér skilst að hafi vakið þessa spurningu og get því ekki tekið afstöðu til þess sérstaka atviks. Þorsteinn Jónsson, (Þórir Bergsson), rithöfundur — Eg tel, að ef það er um- sögn eða ritdómur um verk skálda eða rithöfunda, þá eigi ekki að taka greiðslu fyrir, ef um tilvitnun er að ræða, hvort sem er í kvæði eða öðru. Hitt er annað mál, ef það er eitt- hvað annað, t. d. ritgerð um skáldskap, yfirleitt fleiri en eins manns, þá getur orkað tvímælis um þetta að mínum dómi. i ísland ogEBE Framsóknarfélögin í Reykjavík halda almenn- an umræðufund í Fram- sóknarhúsinu, Fríkirkju- vegi 7, miðvikudaginn 7. febr. kl. 20.30, um ís- land og efnahagsbanda- lagið. Frummælendur verða: Eysteinn Jónsson, alþm. og Helgi Bergs, fram- kvæmdastj. KAUPA ÞA FIMMTU j Myndin er af vélinnl Leifl Eiríkssyni, sem er af sömu gerð og nýja vélin. Loftleiðir hafa nú fest kaup á fimmtu Cloudmasterflugvél- inni, en hinarijórar eru „Þor- finnur karlsefni", „Leifur Eiríksson", „Snorri Sturlu- son" og „Eiríkur rauði". Nýja flugvélin er af sömu gerð og hinar vélarnar og keypt eins og þær af Pan American World Air- ways. Greiðsluskilmálar hagstæðir Kaupverð vélarinnar er lítið eitt lægra en á fyrri Cloudmasterflug- vélunum og greiðsluskilmálar hag- stæðir. Tveir hreyflar og nokkrir ■ varahlutir fylgja með í kaupunum. I Ríkisábyrgðar vegna kaupanna var ekki óskað af hálfu seljenda, (Framh á 15. síðu.^

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.