Tíminn - 07.03.1962, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.03.1962, Blaðsíða 2
 HANN VOKNADI IKKI EINU SINNI Nýlega tók Leicester Hem- ingway, bróðir gamla manns- ins sér penna í hönd og setti saman 283 síðna bók um stóra bróður. Hann kallaði bókina „Sketchy view of „Papa"/' sem kalla mætti „Rissmynd af pabba," eins og kunnugir kölluðu Ernest Hemingway. Um þessa bók eru sjálfsagt skiptar skoðan- ir, en eftirfarandi póst um bókina gat að líta í News- week 5. marz: Þetta er slæm bók um góSan höfund eftir litla bróður hans. Litli bróðir tíndi saman nokkur brot, sem almenningi voru kunn um Hemingway og bætti við þau örfáum persónulegum minning- um, og þar að auki bætti hann í bókina nokkrum myndum úr albúmi fjölskyldunnar. Það er alit og sumt Hemingway hefði ekki fallið þetta. Það er þess konar flaust- ursverk, sem viðvaningar vinna. Þeir vinna kappsamlega að rit— störfum, þangað til róðurinn fer að þyngjast. Það gerði Heming- way ekki. Hann flanaði aldrei að neinu, þegar ritstörfin voru ann- ars vegar. Sama, hvað puðið var erfitt. Hann tók str’itið út með svitanum og flýtti sér ekki um of. Má vera, að hann hafi haft hröð handtök þann júlímorgun í sumar, þegar hann bar eftirlæt- isbyssuna sína upp að höfðinu og skaut það í tætlur. En hann var ekki að skrifa þá. Ernest fæddist 21. júlí 1899, í Oak Park, 36 blokka þorpi utan borgarmarkanna í vestanverðu Chicago. 1915 fæddist Leicester, litli bróðir hans. Þá var Ernest í skóla i Oak Park. Þeir bræður áttu þá örsjaldan merkilegar við- ræður. Eftir próf fékk Hemingway vinnu hjé blaðinu The Kansas City Star. Fjórum mánuðum síð- ar, 1918, gerðist hann Rauða (Framh a 13 siðu 1 Selja grófar myndir á 7 dollara stykkið Sophia Loren er alltaf jafn glæsileg. Mynd þessl var tekin nýlega, er hún kom til Mílanó frá París, en þangað brá hún sér tll þess að verzla. Carlo Ponti tók á mótl henni, og urðu heldur en ekki fagnaðar- fundir, enda höfðu þau ekki sést í nokkra daga. Lophia var klædd I mlnkapels, með loðhúfu á höfðl, og hárgreiðslarf var sérstaklega hrífandi. Ljósmyndaverzlun ein i Danmörku liggur nú undir grun um aö stunda stórkost- leg viðskipti með klámmynd- ir, sem m. a. — eða aðallega — eru seldar Ameríkumönn- a // ~ . a rr GLÖGGUR MAÐUR, sem fylglst vel með verðlagi og þróun þjóðmála benti mér I gser á sniáskrftlnn vltn isburð um ágætl „viðreisnarlnn- ar" marglofuðu. Þefta er sannköil uð bolluvlðrelsn, sagði hann — sem sé ttl þess gerð að blása út nokkrar ríkar bollur i þjóðfélaginu. Og auðvltað eru rjómabollurnar og súkkulaðibollurnar, sem seldar voru á bolludaginn I fyrradag á- kaflega táknrænt dæmi um þróun- ina elns og margt annað. Eg minnist þess t.d., hélt hann áfram, að árið áður en heimsstyrj öldin slðari brauzt út, kostuðu boll urnar almennt 11 aura stykklð og þótti töíuvert dýrt. Eitt brauðgerð arhúslð fór þá út f harða sam- keppnl og lækkaði bollurnar í 10 aura stykkið og fékk stórsölu. Þá var nú dagsbrúnarkauplð okkar kr. 1.36 — ein króna þrjátfu og sex aurar — ekkl var það nú hátt, en samt gátum við keypt okkur 13 rjóma- eða súkkulaðibollur, alveg jafngóðar og jafnstórar þeim, sem nú fást, fyrir klukkustundarkaup á eyrlnní. EN LÍTUM NÚ á bolludæmlð á vlð- reisnarárlnu 1962. Dagsbrúnar. kaupið er orðlð töluvert hærra, sem sé 22,74 — tuftugu og tvær krónur sjötfu og fjórlr aurar —. Það er hreint ekki svo lítið. Er sá, sem gekk með þetta tímakaup Inn f brauðsölubúð f fyrradag og bað um bollur fyrlr það, gat aðelns fenglð tæpar sex bollur fyrir það — eiginlega ekkl nema flmm og hálfa, þvf að nú kosta rjómabollur kr. 4.00 og súkkulaðibollur kr. 4.25 stykklð, og ekkert brauðgerðarhús gerðist til þess að beita hinni frjálsu samkeppni til þess að lækka verðlð um nokkra aura. ÚTKOMAN er sem sagt þessi: 13 bollur fyrir tímakaupið árlð 1939 en tæpar sex fyrir það árlð 1962. Ef til vlll má telja þefta framfar- ir, þvf að hvað á þjóðin að vera að borða óhollt sælgæti eins og bollur. Og bót f máli, að Einar ríki, sem á togara á ríkiskassavelðum, getur keypt miklu fleirl bollur fyr Ir tfmakaupið sltt núna en 1939. HÉR KEMUR SVO bréfstúfur um happdrætti: „Nú er nýbúið að draga í tveim happdrættum, happdrættl SÍBS og happdrættl DAS. Svo bar við, eins og menn sjá í fregnum blaða, að tveir hæs'tu vlnnlngarnir, íbúðir, komu á óendurnýjaða miða í aðal- umboði happdræftisins í Vestur- verl. Menn muna það kannske líka, að í sfðasta drætti í þessu sama happdrætti, komu tveir háir vinn- ingar — bifrelðar — upp á óendur nýjaða miða. Þetta þykir viðskipta vinunum heldur kynlegt, og þeir spyrja: Er helmingur af miðunum óendurnýjaður, og eru tekjur happ drættlsins að verða að nokkru leytl vinnlngar frá þvf sjálfu? Er ekki kominn tfmi til þess, að happdrætt um sé gert að lögskyldu að draga aðeins úr seldum eða endurnýjuð- um mlðum?" ÞETTA ER bréfstúfur mannsins, sem var reiður yfir þvf að sjá hæstu vlnningana falla til happ- drættisins aftur en fá engan sjálf- ur. Happdrætti DAS er mlkið þjóð þrifafyrlrtækl, sem margir viija styðja, þvf að þeir vita, að ágóðan um er varlð tll góðs málefnis. Hin ir fáu vinningar, sem falla á happ drættið sjálft, fara vafalaust einn Ig til þess góða verks. — Hárbarður. um í Thule-bækistöðvunum á 7 dollara stykkið. Þrír menn í Roskilde eru grunaðir um að sjá verzluninni fyrir megninu af klámmyndunum. Ljósmyndari í Roskilde, sem flæktur er inn í þetta mál, var nýlega tekinn höndum og yfir- heyxður. Hann var ákærður fyrir að hafa tekið klámmyndir og lát- ið verzluninni í té til frekari dreifingar. Hjá manni þessum fundust um 150 klámmyndir, en hann neitaði að hafa tekið þær í því augnamiði að selja þær. Hann skýrði réttlnum frá því, að fyrir nokkrum árum hefði hann kom- izt í samband við aðalmanninn í fyrirtækinu í gegnum auglýsingu. Haustið 1960 hafði hann svo tek- ið fjölmargar myndir af 17 ára stúlku. Hún var gift, og eigin- maðurinn var viðstaddur mynda- tökuna. Unga stúlkan hafði verið fyrirsæta, síðan hún var 15 ára. Ljósmyndarinn kvaðst ekki hafa tekið greiðslu fyrir þessar myndir sínar, en hann hefði látið þær af hendi við annan mann. Hann hélt því fram, að þetta klámmyndafyrirtæki væri mjög öflugt, og fjársterkir menn stæðu að baki því. Hann var látinn laus eftir yfirheyrsluna. Hjá eldri starfsbróður hans í Roskilde hefur lögreglan fundið um 6000 mjög grófar klámmynd- ir. Eigandi þessa safns hefur nú setið í fangelsi í fimm vikur. Hann heldur því statt og stöðugt fram, að myndirnar séu einka- safn. h I „Út á þatt er hann Sfálf- stæði$ma9ur“ Morgunblaðið birti fyrir nokkru pistil, sem það kallaði „bréf“ frá nafnlausum Þingey- ingi til Karls Kristjánssonar. Þessum pistli svaraði Halldór Kristjánsson með sendibréfi til liins nafnlausa og Mbl. hér í blaðinu s.l. laugardag. Þar sem ræðir um 'vexti segir m.a.: „Þú ert lirifinn af því, að vextirnir af innstæðu þinni séu háir. Þú segir, að hún sé orðln gömul og vextirnir þín cinu laun. Þú nefnir ekki neinar fjárhæðir. Fyrir einum 20 árum voru 300 krónur taldar fullt verð fyrir kú í góðu standi í minni sveit. Vænt haustlamb leggur sig nú á 600 krónur. Höfuðstóll sem var tvö kýrverð fyrir 25 ár- um, er ekki nema eitt lambs- verð nú. Hefðirðu þá lánað tvær snemmbærar kýr væri nú hægt að borga þér þær að fullu með einu haustlambi. Guðjón minn á Marðaniúpl er hrifinn af þeirri þróun. Út á það er hann Sjálfstæðismaður, skilst mór, að nú fær hann fyrir eitt lamb, það sem áður var tvö kýrverð. Af þeim kaup skap er hann glaður eins og lánsami Siggi. En mér virðist, að þér þyki þetta ekki æskileg mcðferð á höfuðstólnum. Og þar finnst þér að háu vextirnir komi til leiðréttingar á móti“. „Á hverp lifirðu, góSi?“ „Þú segir, að innstæða þín í sparisjóðnum sé ekki stór. Eg veit ekki hvað þú kallar stóra innstæðu, en mér dettur í hug að þú eigir inni svona 100 þús. krónur. Vaxtahækkun þeirrar innstæðu um 2% nemur 2000 krónum árlega. Það finnst þér dálítil tekjubót. En á hverju lifir þú, góði minn? Þarft þú ekki að borða? Og hefurðu þá ekki athugað það, að vextirnir á innstæðunni þinni eru hækkaðar með því að hækka útlánsvexti? Hverjir heldurðu að borgi þá vaxta- hækkun? Verzlanir, atvinnurek endur o.s.frv. ÖII innlcnd fram leiðsla og raunar öll innlend þjónusta hækkar í verði, þeg- ar útlánsvextirnir hækka. Soðn ingin, sem þú kaupir þér, cr höfð ofurlítið dýrari til þess að þú getir fengið hærri vexti. — Það eru nokkrir aurar lagðir á hvern bita sem þú borðar, svo að þú fáir vaxtahækkunina þína. Þannig ertu sjálfur lát- inn borga þér vaxtahækkunina. Ég er hræddur um að inn- stæðan þíri þurfi að vcra nokk uð stór á mælikvarða alþýðu- manna til þess að þú græðir á vaxtáhækkun. Vaxtatekjur þínar þyrftu þá helzt að vera meira en nógur framfærslu- eyrir handa þér. Annars er ég hræddur um, að sú dýrtíð, sem vaxtahækkunin sjálf skapar, gleypi alla hækkunina jafnóð- um eða fyrirfram upp úr vasa þínum. Þú bara sérð það ekki“. sa eiðrétting Þau leiðu mistök urðu við um- brot á síðunni hérna í gær, að röð- in á myndunum af bílunum ruglað ist. Eins og röð myndanna varð, sýna þær þessar gerðir bíla, talið ofan frá: T 4, gastúrbínubíllinn frá Rover-verksmiðjunum, BMW 1500 og BMW LS. T f MIN N , miðvikudaginn 7. marz 1962 2

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.