Tíminn - 07.03.1962, Blaðsíða 12

Tíminn - 07.03.1962, Blaðsíða 12
ÍÞRÓTTI IÞRDTTIR Keflvíkingar sigruðu Hafnfirðinga í sundi RITSTJORI HALLUR SIMONS\RSON Á sunnudaginn fór fram bæjakeppni í sundi milli Hafn- arfjarðar og Keflavíkur og var keppt í Sundhöllinni í Hafnar- firði. Úrslit urðu þau, að Kefl- víkingar sigruðu með 47 stig- um gegn 41. Keppt var um bikar, sem Olíusamlag Kefla- víkur gaf Þetta er í fjórða sinn, sem keppt er um bikar- inn, og hafa bæirnir unnið hann tvívegis hvor. ff heimsmet Norðmaðurinn Joihan Chr. Ev- andt setti um helgina nýtt heims- met í hástökki án atrennu, stökk 1.76 metra á móti í Osló og bætti því met Vilhjálms Einarssonar um einn sentim. Evandt mun keppa hér í Reykjavík um næstu helgi á afmælismóti ÍR við þá Vilhjálin og Jón Ólafsson, sem báðir eru mjög góðir í þessari grein. Ástralska stúlkan Dixie Willis setti á sunnudaginn tvö ný heims- met i 800 m. og 880 yarda hlaupum. Tími hennar í Ö80 yördum var 2:02.0 mín. — og bætti hún eldra heimsmetið á vegaliengdinni um 4.1 sekúndu. 800 m. hljóp hún á 2:01.2 mín. og bætti eldra metið um 3.1 sekúndu. Allgóður árangur náðist í nokkr- um greinum, einkum þó 100 m. bringusundi, en Árni Kristjánsson synti vegalengdina á 1:15.0 mín., sem er jafnt Hafnarfjarðarmeti hans. Helztu úrslit urðu þessi: 100 m. bringusund, konur: 1. Sigrún Sigurðardóttir, H 1:29.1 2. Auður Guðjónsdóttir, K 1:31.3 3. Hrafnh. Sigurbjörnsd., H 1:36.5 4. Stefanía Guðjónsdóttir, K 1:38.9 100 m. skriðsund karlar: 1. Guðm. Sigurðsson, K 63.4 2. Davíð Valgarðsson, K 64.8 3. Júlíus Júlíusson, H 68.4 4. Guðni Einarsson, K 73.6 Davíð Valgarðsson, hinn korn- ungi Keflvíkingur náði þarna at- hyglisverðum árangri og er í stöð- ugri framför. 100 m. bringusund, karlar: 1. Árni Kristjánsson, H 1:15.0 2. Björn Helgason, K 1:24.8 3. Magnús Guðmundsson, K 1:26.0 4. Gestur Jónsson, H 1:33.5 50 m. skriðsund, konur: 1. Hrafnh. Sigurbjörnsd., H 36.0 2. Guðfinna Sigurþórsd., K 36.2 3. Ágústa Ágústsdóttir, H 37.5 4. Sigríður Harðardóttir, K 38.4 50 m. baksund, karlar: 1. Kristján Stefánsson, H 33.1 2. Davíð Valgarðsson, K 35.2 3. Guðm. Sigurðsson, K 35.7 4. Sigurður Jóakimsson, H 39.2 (Framnaio a 15 siðu Þessa skemmtilegu mynd tók Bjarnleifur í leik Víkings og Fram á sunnudagskvöldið, en þeim leik lauk með jafntefli sem kunnugt er. Pétur Bjarna son, hinn snjaili fyrirliði Vík ings, fékk knöttinn sendann úr hornkasti og skoraðl 17. mark Víkings í leiknum, og jafnaði fyrir lið sitt. Pétur skorar ekki mikið af mörkum, en hann er nú sennilega snjall asti varnarlelkmaður okkar, og er furðulegt að landsliðs- nefnd skuli ekki. hafa komið auga á hæfileika hans. Unglingalandsliðið gegn A-landsliðinu Leikurinn verður á föstudagskvöld, en unglinga- landsliðið fer utan á miðvikudag Unglingalandsliðið í hand- kvæmlega eina viku og tekur knattleik fer utan eftir ná- þátt í Norðurlandamóti í Dan- mörku. Síðasta raun liðsins fyr Þrlr útlendingar á sundmóti ÍR í kvöld Christer Bjarne — keppinautur Guðmundar. Afmæhssundmót íþróttafé- lags Reykjavíkur í tilefni 55 ára afmæli félagsins hefst í Sundhöllinni í kvöld kl. 8.30. Meðal keppenda eru þrír út- lendingar, Christer Bjarne frá Noregi, Kristin Larsson og Lundin frá Svíþjóð — en þetta sundfólk er allt í fremstu röð á Norðurlöndum. Keppnisgreinar verða mjög skemmtilegar í kvöld. Þeir Lundin og Hörður Finnsson keppa í 100 m og 50 m. bringusundi — en þeir hafa náð svipuðum árangri á þess- um vegalengdum, Hörður þó að- eins betri. Keppni þeirra ætti að geta orðið hörkuskemmtileg, og ó- líklegt, að íslandsmetin standist þau átök. Guðmundur Gíslason keppir við Norðmanninn í 100 m. skriðsundi, þar sem hann ætti að vera nokkuð öruggur sigurvegari, en Guðmund- ur hefur náð talsvert betri tíma en Norðmaðurinn á vegalengdinni. Þá j keppa þeir einnig í 100 m. flug- sundi. þar sem Norðmaðurinn er mjög góður, hefur synt vegalengd- ina á rúmum 1:04 mín. — en Guð- mundur ætti þó að geta veitt hon- um harða keppni. því að hann er i mikill keppnismaður. | Þær Hrafnhildur Guðmundsdótt- ' ir og Kristín Larsson keppa í 100 J m. skriðsundi, en sænska stúlkan l á þar nokkru betri tíma, en Hrafn- 1 hiWur, en hún er þó í stöðugri framför ’í skriðsundinu, svo að erf- itt er að spá um úrslit. Og gaman hefði verið að hafa Ágústu Þor- steinsdóttur með í þessu sundi, en hún getur því miður ekki keppt. Þá verður keppt í unglingasund- um og boðsundum á mótinu. Mótið heWur áfram annað kvöW á sama stað. ir þá miklu keppni verður á föstudaginn, en þá mun liðið ieika gegn landsliðinu að Há- logalandi og verður ágóðanum af leiknum varið til utanferð- arinnar. Landsliðin hafa verið valin og verða þannig: Unglingalandsliðið: Þói'ður Ásgeirsson, Þrótti, Þor- steinn Björnsson, Ármanni, Rós- mundur Jónsson, Víkingi, Sigurð- ur Einarsson, Fram, Kristján Stef- ánsson, FH, Sigurður Hauksson, yíkingi, Björn Bjarnason, Víkingi, Árni Samúelsson, Armanni, Höið- ur Kristinsson, Ármanni, Hans Guðmundsson, Ármanni og Steinar Halldórs-son, Víkingi. A-landsliðið er þannig skipað: Hjalti Einarsson, FH, Egill Arna- son, Val, Pétur Antonsson, Einar Sigurðsson, Birgir Björnsson, Framhald á 15 síðu r Vaiur failinn? Á mánudagskvöldið léku ÍR og Valur í meistaraflokki karla á handknattleiksmeistaramót- inu og fóru leikar þannig, að ÍR sigraði með 21 marki gegn 17. Valur er því enn án stigs i mótinu og á aðeins eftir að leika einn leik, gegn Víking, og ekki eru miklar líkur til þess. að Valsmenn hljóti stig í þeim leik Allar líkur eru þvi til þess, að Valur falli niður í aðra deild að þessu sinni. I Framan af leiknum í tyrrakvöld ' stóðu Valsmenn sig nokkuð vel, og |um tíma höfðu þeir fjögur mörk yfir 8—4, en tókst hins vegar ekki ; að skora flejri mörk í fyrri hálf- leiknum, en ÍR skoraði sex þau síð- ustu og var Gunnlaugur Hjálmars- son að verki fimm sinnum. Valsimönnum tókst einnig vel upp framan af síðari hálfleik og tókst að jafna -14—14, 'en síðan sagði æfingarleysið til sín, og ÍR- ingar tóku leikinn örugglega í sín- ar hendur. Gunnlaugur bar mjög af í þessum leik og skoraði 12 I mörk. 12 T í MIN N, miðvikudaginn 7. marz 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.