Tíminn - 23.03.1962, Síða 4

Tíminn - 23.03.1962, Síða 4
Það var hátt í og landgang- urinn upp á þilfarið á varðskip inu Óðni var brattur. Við geng um yfir gulan hring á þiifar- inu og í áttina að stjórnpall- inum, til að hitta Eirík ' skip- herra. Alls staðar voru menn I bláum göllum — þeir voru að sjóbúa. Sumir hönkuðu kaðla, aðrir hringuðu landvír- ana, og ungur maður skar kýr- hala af hlaupara um leið og við gengum fram hjá lífbátn- um. Skipið hlaut að’ vera að fara. Eiríkur skiplierra var í ká- etu sinni og bauð okkur að ganga í bæinn. Hann hafði ekk ert breytzt síðan síðast háðsk- ur, gáskafullur spaugari annars vegar, alvarlegur og varfærinn hins vegar, og við fórum að tala um sjóinn. — Þeir tóku byssurnar af litlu bátunum, Eiríkur. Hann lýtur snöggt upp og segir: — Svo er sagt. Þeir eiga víst að hætta gæzlu. Mundir þú telja, að minni varðskipin, varðbátarnir, væru óhæfir til landhelgisgæzlu? — Nei. Það eru þeir alls ekki. Að vísu eru annmarkar á því að vera á litlu óg gang- tregu skipi. Eg tók við Gaut litla árið 1937 eða ’38. Hann var þá nýr. Eg var með hann til ársins 1946, er ég tók við ÆGI. Á þessu tímabili tók ég 56 togara og önnur fiskiskip fyrir ólöglegar veiðar. Þess má geta, að á sama tímabili tók ÆGIR 11 skip í landhelgi. Raunar má segja, að fá skip hafi verið eins aðsópsmikil í togaratökum og Gautur og er þess að minnast, að næst síð- asti togarinn, sem tekinn var fyrir ólöglegar vciðar fyrir síð ustu útfærslu iandhelginnar, var einmitt tekinn af Gaut út af Seyðisfirði. Pétur Jónsson var þá skipstjóri og tókst hon um að íæra togarann með valdi til hafnar, sein menn niuna. Það er auðskilið mál, að sá togari hefði ekki verið færður til Iiafnar án fallbyssunnar. Já og svo meguin við ekki gleyma því, að hættara er við ýmsum brellum af hálfu togar anna, ef verið er að eltast við þá á cvopnuðum skipum, held ur Eiríkur áfram. — Eg man eftir því — 1924 — var það, held ég, að ég var skipstjóri á litlum varðbáti. Eg var fyrir Vesifjörðum og kom þar að togara. Hann margreyndi að sigla okkur niður, en ég gat alltaf vikið undan. Þetta var í góðu veðri og kom því ekki að sök, þótt tvisvar tækist hnn um að koma við okkur. Eg sá, að við svo búið mátti ekki standa. Rauk ég því undir þil- far og sótti þangað forláta haglabj'ssu, seni ég átti, og not aði við fuglaveiðar. Næst þeg- ar kauði kom í nálægð við okk ur, stillti ég mér upp á brúar- þakið og miðaði byssunni á brúargluggana. Þegar hann sér það, að ég ætli að fara að fruða á þá, snarsnýst hann frá og til hafs og hverfur. Þarna sést, að byssur hafa ekki svo lítið að segja við landhelgis- gæzlu, segir skipherrann og glottir. Og hann bætir við og segir: Svo talað sé í alvöru, þá rýrir þetta öryggi varðbátanna fyrir óprúttnum togaramönn- um. — Einu sinni voru varðskip in vopnlaus? — Já. Það gafst illa. Eg var á Vesímannaeyja-ÞÓR, sem svo var kallaður, eftir að hann skipherra komst í eigu landhclgisgæzl- unnar. Þór kom liingað 1922 og var byssulaus fyrstu 4 árin að mig minnir. Togararnir urðu þó fljótlega varari um sig eftir að skipið var komið með byssu. Hefur Óðinn ekki breytt við horfum til landhelgisgæzlunn- ar frá sjónarmiði fiskimanna? — Jú. Stóru skipin veita meira aðhald. Þau eru fljót í ferðurn og þeir vita Sém' er, að erfitt er að treysta á flótta, ef þau eru í nánd. Það er sama lognið, þegar við göngum niður landganginn. Við stönzum aðcins á Skúlagöt unni, til að liorfa á eftir Óðni, þar sem hann plægði drjúgum skriði út úr höfninni, og stefndi til hafs til að hressa upp á móralinn í fiskveiðiland- helginn. jg. VÖKVASTÝRI f ELDRI VAGNANA? Eins og frá hefur verið skýrt í fréttum, stendur til aS Strætisvagnar Reykjavíkur fái 7 nýja bíla á næstunni, til við- bótar og endurnýjunar á bíla- flota sínum. Tíminn hafði ný- lega tal af Eiríki Ásgeirssyni, forstjóra strætisvagnanna og spurðist fyrir um þessa nýju bíla. Ákveðið hefur verið að kaupa fimm vagna af Mercedes Benz gerð, sams konar og stærri gerð MB, sem aka nú á ýmsum leiðum í Reykjavík. Bílasmiðjan h.f. mun byggja yfir þá, og er áætlað kostn- aðarverð þeirra samanlagt um 5,1 milljón krónur. Þeir eiga að verða tilbúnir í september eða október í haust. Nýjar gerðir Eins og almenningi er kunnugt, eru nú aðeins tvær tegundir not- aðar fyrir strætisvagna í Reykja- vík, Mercedes Benz og Volvo. Nú er í athugun að i'eyna nýjar gerðir og notagildi þeirra, og hefur helzt verið talað um brezka gerð, Ley- land. Nokkrir bílar af Leyland gerð vóru fluttir til landsins fyrir um áratug, en síðan ekkert. Víða erlendis, svo sem í Bretlandi og Danmörku, eru Leyland vagnar mikið notaðir sem strætisvagnar og hafa að sögn gefið góða raun. Ekki er með vissu vitað um verð þessara tveggja nýju vagna, þar sem margt kemur til greina, svo sem það, að athugaður verður yfir- byggingakostnaður í Bretlandi. Vökvasfýri Mercedes vagnamir, sem koma í sumar, verða væntanlega allir fimm með svokölluðu vökvastýri, sem gerir bílana miklu léttari í akstri en venjuleg stýri. Allir Volvo vagnarnir, sem hér eru í gangi, eru þannig útbúnir, en MB vagnarnir hafa ekki verið það. Nú hafa verksmiðjurnar hins vegar út- búið slíkan stýrisútbúnað fyrir hægri handar akstur og munu vera í þann veg að hefja fram- leiðslu á slíkum búnaði fyrir vinstri handar akstur. I Heimta í þá gömlu Undanfarið hafa strætisvagna- bílsljórar kvartað undan því, að MB bílarnir væru þungir í stýri, þegar þeir væru orðnir fullir af farþegum, og taldi Eiríkur líklegt, að þegar verksmiðjurnar hafa út- búið vökvastýri fyrir þessa bíla, yrði horfið að því að kaupa slíkan búnað í eldri bílana, en kostnaður við það yrði tæpast undir nokkrum tugum þúsunda fyrir hvern bíí. Þá taldi Eiríkur, að þegar nýju bílarnir kæmu, yrði bætt við nýj- um strætisvagnaleiðum. Önnur leið in hefur ekki verið ákveðin, en trú- Iegt er, að þar verði aðeins um fjölgun ferða á einhverri ákveð- inni', mannmargri leið að ræða, en hin leiðin verður se.nnilega ný áætlun um Háaleitishverfið nýja og niður í grennd Safamýrar, en þar fer enginn vagn nú. ú Kdpavogur bætist í hóp útgerðabæja Sú nýlunda var tekin upp í Kópavogi í vetur að gera það- an út bát. Báturinn leggur upp hjá Fiskverkun h.f. í Kópavogi og flestir af áhöfninni eru þaðan einnig eða eru í þann veginn að flytja í nýbyggð hús sín í bænum. Það er Guðmundur Guðmunds- son, sem gerir út þennan bát, og nefnist hann Gullbjörg KO og er 42 lestir. Aflinn var lítill framan af vegna ógæfta. Einn- ig var |kki hægt að, gera bát- inn út a línu þar eð ekki eru fyrir hendi kælitæki hjá Fisk- verkun h.f. Fiskverkun h.f. er eign Kópa- vogskaupstaðar, en Halldór Bjarnason útgerðarmaður hefur fyrirtækið á leigu. Þarna er líka um vísi að höfn að r'æða, en töluverðum erfiðleikum bund ið að landa þar á fjöru, því að þá ná bómur bátanna ekki upp á bílana á hafnarbakkanum. Allur sá fiskur, sem veiðist, er unninn hjá Fiskverkun h.f. Fyrsti flokkur fer í salt. en annar flokkur er hengdur upp í skreið. ^ Halldór Bjarnason er nú sjálf- ur að hefja útgerð, og er hann með 38 lesta bát, sem átti að leggja net í fyrsta sinn í gær. Flestir af áhöfn beggja þessara báta, sem nú eru gerðir út frá Kópavogi, eru búsettir í Kópa- vogi. Er það því mikið hagræði fyrir þá, að þurfa ekki að leita sér að vinnu í Reykjavík eða Hafnarfirði, eins og þurft hefur fram til þessa. Nú hverfa bólur af andlitum unglinga Stokkhólmi (SIP). Sænskur læknir, prófessor Ake Nilzén við Karolinska sjúkrahúsið hefur fundið upp nýtt smyrsli, sem nota má til þess að lækna eitt aðalvanda- mál unglinganna, bólurnar. Læknirinn hefur reynt smyrsl- ið með góðum árangri á fjölda nemenda úr skólum í Stokk- hólmi, eftir því sem sagt er í sænska læknablaðinu. Smyrslið er búið til eftir þeim meginreglum, að lækningin eigi að líkiast' sem msst vörnum náttúrunnar sjájfrar gegn sýk- ingu, og er það búið til úr efni, sem veldur þvi, að æðarnar þenjast út. Efni þetta örvar einnig blóðrásina um hið sýkta svæði, og ráðast blóðkornin á sjúkdóminn á eðlilegan hátt. Smyrslið var reynt á 312 nemendum úr tveimur skólum, bæði drengjum og stúlkum. Þeim var sagt að bera það á sig á hverju kvöldi, eftir að hafa þvegið sér á venjulegan hátt með sápu. í sumum tilfellunum tók læknismeðferðin rúma tvo mánuði. Árangurinn var síðan dæmd- ur af bæði nemendunum sjálf- um og læknum og hjúkrunar- konum skólanna. í 49—67% til- fellanna var árangurinn góður Kemuríjúní Laugardaginn 17. marz var hinu nýja flutningaskipi Hafskips h.f. gefið nafn og heitir það „Rangá“. Heimahöfn skipsins verður Bol- ungarvík. Frú Guðrún Sveinbjarnardóttir, Vestmannaeyjum, kona Gísla Gísla- sonar, formanns hlutáfélagsins Hafskip h.f., gaf skipinu nafn. „Rangá“ er annað skip félagsins og er að stærð 1700 tonn, sem lok- aður „shelterdeckei'" og er byggt hjá skipasmíðastöð D. W. Kremer Sohn, Elmshorn, Vestur-Þýzka- Iandi. Skipið verður væntanlega afhent fél^iginu í júnímánuði n.k. og jafnvel frábær, og sé tekið tillit til allra þeirra tilfella þar sem um einhvern bata var að ræða, þá má reikna með að þau hafi verið um 90%. j Ók undir áhrifum tóbaks? Ástríðufullur reykinga- uiaður, Kenneth Wilkins í Stockport í Bretlandi, var nýlega sýknaður með erfið- ismunum af ákæru, þar sem hann var sakaður um að hafa ekið undir áhrifum — tóbaks. Wilkins missti stjórn á bíl sínum, ók upp á gangstétt- ina, slasaði fótgangandi mapn, felldi umferðarskilti, mölvaði rúðu í verzlun og stanzaði að lokum inni í miðju kaffihúsi. Hinn ó- heppni ekill gaf lögreglunni þá skýringu, að þegar ógæf- an dundi yfir hefði barn fengið ákaft tóbakshúata- kast. Lögreglan komst að því, að Wilkins reykir ia 58 sígarettur á dag og þjáist af þurrum tóbaksliósta. Þess vegna var samin kæra á( hendur honum í samræmi við kærur vegna ölvuner við akstur, að talið var, að hann hefði ekki verið hæfur til að stjórna bíl vegna of mikilla reykinga. Málið varð tilefni mikiíla yfirvcg'ana af hálfu dí.mir- ans, en rétturinn komst I»Ls að þeirri niðurstöða, að ekki væri hægt að dauna Wilkins á sama hátt og öiv- aða ökumcnn. E’vkf s!?.py hann þó vi«5 að bwga sekt fyrir ógætilegau o.ksíur. i T f M I N N, íöxtödagur ??. iíiís

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.