Tíminn - 23.03.1962, Side 6
JliiL
Þíngkjörin nefnd verði höfð með
í ráðum við gerð framkv. áætlunar
Lögð hefur verið fram á A1
þingi tillaga til þingsályktunar
varðandi 5 ára
áætlunina um
framkvæmdir í
landinu. TiIIag-
1 ,an kveður á um
að Alþingi kjósi
5 manna nefnd
til þess að vera
í ráðum með rik
issíjc'flninni við
Ingvar Gíslason gerð fyrirhugaðr
ar 5 ára áætlun-
ar um framkvæmdir í landihu.
Jafnframt að Alþingi skori á
ríkisstjómina að leggja fyrir Al-
þingi það, er nú situr, skýrslu
um það, er þegar hefur verið
unnið að áætlun þessari, og nið-
urstöður, sem fyrir hendi kunna
að vera.
Fyrsti flutningsmaður þessar-
ar tillögu er Ingvar Gíslason, en
auk hans flytja hana: Ólafur
Jóhannesson, Halldór Ásgríms-
son, Sigurvin Einarsson, Gunnar
Guðbjartsson og Gísli Guð-
mundsson.
I greinargerð með tillógunni
segir:
Greinargerð.
Á fyrra hluta s. 1. árs varð
kunnugt af almennum blaða-
fréttum, að komnir væru til
landsins norskir hagfræðingar á
vegum ríkisstjórnarinnar til þess
að gera áætlun um framkvæmd-
ir í landinu nokkur ár fram í
tímann. Ekki hafði verið haft
samráð við Alþingi um málið,
en snemma á þingtímanum í
vetur verði Bjarni Benediktsson,
þáverandi forsætisráðherra. mál
þetta að umræðuefni á Alþingi,
og varð ljóst af orðum hans, sem
raunar var á flestra vitorði, að
unnið væri að fimm ára fram-
kvæmdaáætlun á vegum ríkis-
stjórnarinnar, og af orðum ann-
ars ráðherra, Gýlfa Þ. Gíslason-
ar, sem blað hans, Alþýðubl.,
hafði eftir honum hinn 26. okt.
s. 1. mátti ætla að áætlunargerð
þessari væri þá mjög langt kom-
ið, enda kveður blaðið ráðherr-
ann hafa sagt, að framkvæmda-
áætlunin mundi móta starf rík-
isstjórnarinnar síðari helming
kjörtímabils hennar og hér væri
um mikið stórmál að ræða. Þessi
ummæli viðskiptamálaráðherra
urðu tæplega skilin á annan veg
en þann, að byrjað yrði að fram
kvæma áætlunina á þessu ári,
enda þá komið fram á síðari
helming kjörtímabilsins.
Flestum mun hafa þótt til-
hlýðilegt frá upphafi. að áætlun
sem þessi væri birt almenningi
og a. m. k. lögð fyrir Alþingi,
áður en ríkisstjórnin tæki end-
anlega ákvörðun um framkvæmd
hennar. Eins er sú skoðun bæði
sanngjörn og eðlileg, að sérlega
kjörnir fulltrúar Alþingis hefðu
frá byrjun verið með í ráðum
um undirbúning og samningu
slíkrar áætlunar. Fyrir sjónum
okkar flutningsmanna þessarar
tillögu er framkvæmdaáætlunin
í eðli sínu slíkt stórmál, eins og
viðskiptamálaráðherra orðaði
það, að hún verður tæplega gerð
með réttu án fulls samráðs við
Alþingi eða kjörna fulltrúa þess.
Fimm ára framkvæmdaáætl-
un ríkisstjórnarinnar bar seinast
á góma á Alþingi hinn 15. febr.
s. 1. í sambandi við fyrirspurn
nokkurra þingmanna Framsókn
arflokksins um það, hvenær á-
ætluninni lyki og hvort hún yrði
lögð fyiir Alþingi og þá hvenær
þess væri að vænta. Var af hálfu
fyrirspyrjenda bent á það, sem
áður hafði vitnazt um málið,
og hvaða ályktanir mátti af því
draga.
Forsætisráðherra Ólafur Thors,
varð fyrir svörum af hálfu ríkis
stjórnarinnar og kvað hann drög
að áætlun þá liggja fyrir og væru
þau til nánari athugunar hjá
ríkisstjórninni. Þá lét forsætis-
ráðherra svo um mælt, að enn
væri mikið og vandasamt verk
óunnið og tæki marga mánuði
að ljúka því. Enn fremur sagði
hann, að þegar ríkisstjórnin
hefði gengið endanlega frá til-
lögum sínum. yrðu þær lagðar
fyrir Alþingi, eftir því sem talið
yrði við eiga og efni stæðu til.
Eftir þessum ummælum for-
sætisráðherra að dæma virðast
næsta litlar líkur til þess, að
orð viðskiptamálaráðherra fái
rætzt um það, að framkvæmda-
áætlunin muni móta gerðir rík-
isstjórnarinnar síðarj helming
kjörtímabilsins, þar sem enn er
óunnið mikið og vandasamt
verk, sem aðeins verður leyst á
(Framhald á 15 síðu
Afnema þarf tolla af sýn-
ingavélum félagsheimila
Daníel Ágústínusson hafði í
gær framsögu fyrir frumvarpi,
er hann flytur um breyting á
lögum um tollskrá. Kveður frum
varpið á um, að aðflutningsgjöld
af sýninga.rvélum fyrir kvik-
myndir, sem fluttar eru inn af
félagsheimilum.,.í .sveitum eða
kauptúnum með 500 'íbim eða
færri, þó ekki nemaíaf oei|fni vél
RÁÐHíRRA LIGSUR A
SKÝRSLU RÍKISBÓKARA
um útgerS og bókhald Brimness en hsimtar ríkisreikninginn samþykktan
Karl Kristjánsson, sem skip-
ar 1. minnihl. fjárhagsnefndar
efri deildar, lagði í gær fram
á Alþingi nefndarálit við frum
varp um samþykkt á ríkisreikn-
ingum fyrir árið 1960. Nefndar
álit Karls fer hér á eftir:
Hinn 11. des. s.I. var. frum-
varpi þessu um samþykkt ríkis-
reikningsins 1960 útbýtt á Al-
þingi, og þann sama dag var
frumvarpið tekið til 1. umræðu
I Ed. og vísað til fjárhagsnefnd
ar deildarinnar.
f fjárhagsnefnd hefur frum-
varpið legið síðan, verið nokkr
um sinnum tekið fyrir, en af-
greiffslu frestað jafnharðan, þar
til meiri hlutinn tók sig til 16.
þ.m. og gaf út nefndarálit og
leggur tii, að frumvarpið verði
samþykkt óbreytt. Meiri hlut-
ann skipa stuðningsmenn ríkis-
stjórnarinnar í nefndinni (JÞ,
MJ, og ÓB).
Það, sem tafið hcfur þetta
mál, er, að yfirskoðunarmenn
ríkisreikninganna Iáta fylgja
reikningnum athugasemdir,
sem telja má til einsdæma að
efni til í sambandi við ríkis-
reikninga. Á ég þar við athuga
semdirnar nr. 39 vegna rekstrar
togarans Brimness. Þessar at-
hugasemdir er að finna á bls.
238—241 í „Ríkisreikningun-
um“.
Ljóst er af athugasemdunum,
að stórkostleg óreiða hefur átt
sér stað í bókhaldi, sem hvorki
er búið að upplýsa né gera skil
á. _
í athugasemdunum er vitnað
í ýmis skilríki, svo sem bréf,
dags. 3. des. 1960, til fjármála-
ráðuneytisins frá skilanefnd,
sem ráðúneytið hafði skipað, og
svör útgefðarstjórans við fram-
komnum athugasemdum að því
leyti, sem hann hafði skriflega
reynt að bera hönd fyrir höfuð
sér.
Þessi skilríki fékk ég sem
fjárhagsnefndarmaður leyfi til
að skoða. Komst ég við þá at-
hugun að þeirri niðurstöðu, að
athugasemdir yfirskoðunar-
mannanna væru síður en svo
harðar um of.
Fjármálaráöherrann svaraði
5. des. s.l. athugasemdum yfir-
endurskoðendanna (sjá bls. 252
—253 í ,,Ríkisreikningunum“)
og sagði:
„Ráðuneytið hefur fullan hug
á því, að reikningsskilum þess
arar útgerðar ljúki sem allra
fyrst. Hefur ríkisendurskoð-
enda verið falið málið, og vinn
ur hann nú að því að upplýsa
þau atriði, sem enn eru óljós
eða cigi hafa verið skýrð á full
nægjandi hátt, og leggur ráðu-
neytið áherzlu á, að þcirri rann
sókn sé hraðað, svo sem verða
má“.
Ríkisendurskoðandinn sagði
mér fyrir um það bil mánuði,
að hann væri búinn að skila
skýrslu sinni um málið til fjár-
málaráðherrans.
Við minnihlutamennirnir i
fjárhagsnefnd höfum krafizt
þess, að nefndin fengi að sjá
skýrslu endurskoðandans. En
fjármálaráðherra hefur endur-
tekið neitað að verða við þeirri
kröfu.
Ekki veit ég til, að slík neit-
un eigi sér fordæmi. Þingnefnd
sem ríkisreikningi er til vísað
til athugunar og umsagnar, hlýt
ur að eiga rétt til að fá um
hann allar þær upplýsirfgar,
sc.ii fjármálaráðherra — eða
ráðuneyti hans — getur gefið.
Synjun ráðherrans er furðu-
leg og hlýtur að vekja grun-
semdir um, að fram hafi komið
óþægilegar upplýsingar.
Ég tcl — meðan svona standa
sakir — ekki rétt, að efri deild
afgreiði reikninginn. Ég tel ein
boðið, að deildin bíði með sam
bykkt s.ína á reikningnum, þang
að til þetta einstæða óreiðumál
hefur verið betur upplýst eða
gerðar hafa verið fullkomnar
ráðstafanir til að það verði gert
upp að lögum.
Framh"!!'! 3 15 síðu
á hvern stað. Frumvarp þetta
hefur Daníel flutt á tveimur und
anförnum þingum.
Daníel sagði, að hin mörgu og
nýju félagsheimili í sveitum og
kauptúnum hefðu brýna þörf fyr
ir að eignast sýningarvélar fyrir
35 mm. kvikmyndir.Mörg félags
heimilanna eiga 16 mm. vélar,
en þær 16 mm. vélar, sem hér
eru til eru næsta einhæfar. Allir
kaupstaðir landsins hafa eign-
azt kvikmyndahús, en 35 mm.
vélar eru aðeins í 18 kauptúnum
af 62 alls og í engu hinna 152
sveitarfélaga oð mun um 46 þús.
íbúa landsins, sem búa í sveitum
og kauptúnum ekki hafa aðstöðu
til að njóta venjulegra kvik-
mynda í heimabyggð sinni. Kaup
verð 35 mm. véla er nú rúmar
220 þús. krónur, þar af eru að-
flutningsgjöld og söluskattur
tæpar 100 þús. krónur. Kaup-
verð vélanna er hærra en svo,
að líklegt sé að fámenn byggð-
arlög rísi undir kaupunum.
Kvikmyndasýningar geta aldrei
orðið arðvænlegar í fámenninu,
en kvikmyndir eiga þó jafn
brýnt erindi þangað og í fjöj-
mennið. Með þessu frumvarpi er
lagt til að þetta verði auðveldað
fámennum byggðarlögum og
felld niður aðflutningsgjöld . af
einni sýningarvél handa hverju
félagsheimili í fámennari byggð-
unum. Við það eykst notagildi
og menningargildi hinna mynd-
arlegu félagsheimila. Með sam-
þykkt þessa frumvarps yrði
ekki gefið neitt hættulegt for-
dæmi og tekjumissir ríkissjóðs
verður enginn.
Þingstörf í gær
í neðri deild var frumv. um
Iðnaðarbanka afgr. til 3. umr.,
frumv. um Hjúkrunarskóla til
efri deildar, frumv. um almenn
hegningarlög til 3. umr. —
Benedikt Gröndal fylgdi úr
hlaði frumv. um skipun presta-
kalla og Daníel Ágústínusson
frumv. um breyting á lögum
um tollskrá. — f efri deild var
stjórnarfrumv. um Húsnæðis-
málastofnun til 2. umr. Til máls
tóku við umræðuna Kjartan J.
Jóhannsson, Alfreð Gíslason
læknir, Eggert G. Þorsteinsson,
Sigurvin Einarsson, Ólafur Jó-
hannesson og Jón Þorsteinsson.
Ekki eru tök á að sgreina frá
þessum umræðum - að þessu
sinni.
ssa
Sigurvin Einarsson benti á í umræðunum um húsnæðismálin á
Aiþingi í gær, að byggingarvísitalan hefði hækkað um hvorki
meira né minna en 40 stig á s.I. tveimur árum eða frá 1. febr.
1960 til 1. febr. 1962, eða hvcr rúmmetri í byggingu um 376
krónur. Hámark lána var ákveðið 100 þúsund kr. er lögin um
Húsnæðlsmálastofnun voru sett 1957. Nú leggur stjórnarliðið
til að hámarksheimildin verði 150 þúsund kr.. Frá 1957 hefur
320 rúmm. íbúð, sem er meðal íbúð, hækkað um 177 þúsund
krónur. Þótt húsbyggjandi fengi 150 þús. kióna Ián, sem cngin
trygging er þó fyrir, hrekkur Iánið ekki einu sinni fyrir hækk-
uninni á byggingarkostnaðinum.
Eggert Þorsteinsson sagði að umsóknirnar til Húsnæðísmála-
stjórnar væru mælikvarði á fjármagnsþörfina til húsbygginga.
— Hæpið er að treysta um of á umsóknirnar. Lán eru aðeins
veitt út á íbúðir, sem byrjað hefur verið á, fokheldar íbúðir. —
Reiknað hefur verið út, að byggja þnrfi 1490 íbúðir á ári til
að svara fólksfjölguninni. Á síðasta ári var aðeins byrjað á
700 íbúðum. Stjórnarliðið er eflaust ánægt með þann árangur
„viðreisnarinnar“.
T f M I N N, föstudagur 23. marz 1962.