Tíminn - 23.03.1962, Blaðsíða 15

Tíminn - 23.03.1962, Blaðsíða 15
Lfóslausf... Framhald at 8. síðu. nú ekki rétt fyrir nefndina aS birta tillögur sínar í heild, svo menn geti rætt þær og íhugaS og eri'ginn þurfi lengur að vera í vafa um, hver örlög hún vill búa Hóla- stað? Það á ekki að þurfa að vera neitt leyndarmál. — Végna orðróms og blaðaskrifa um heybirgðir og skepnuhöld hér á Hólum, bið ég yður vinsamleg- ast að birta eftirfarandi yfirlýs- ingu í blaði yðar: „Að gefnu tilefni og að beiðni skólastjórans á Hólum í Hjaltadal höfum við undirritaðir forðagæzlu menn Hóláhrepps skoðað í dag hey birgðir á Hólastað og ástand bú- penings. — Við getum fúslega vottað, að allar skepnur eru vel fóðraðar og í ágætu ástandi. Enn frpmur álítum við að aflokinni skoðun og mælingu heybirgða, að á Hólastað sé nóg heyfóður handa bústofninum fram úr í öllu venju- legu árferði og vandræðalaust að mæta vorharðindum með aukinni notkun fóðurbætis. Hólum í Hjaltadal 15.3. 1962. Guðmundur Ásgrímsson (sign) Hallgrímur Pétursson Kjarvalsstöðum (sign) Með beztu kveðjum. Vegna þessarar yfirlýsingar vill Tíminn taka fram, að óhaggað stendur að búið er að kaupa 250 hesta af heyi. 2. síðan sótt um að komast í vinnu og verða „hermaður" hjá Snooks. En sem stendur getur hann ekki tekið við fleirum. Hreyknir „hermenn" . Snooks hefur sjálfur að öllu leyti séð her sínum fyrir nauð- synl-egum útbúnaði. Hann keypti vopn og annan búnað fyrir eigið fé af bandaríska hernum. Og sem yfirhershöfðingi stjórnar hann auðvitað öllum æfingum sjáífur. Einkennisbúningur hans er: gaml ar buxur, slitinn jakki og brún derhúfa með stórri fjöður í hlið- inni. Hróa Hattar stíll. Þegar hann fer með her sinn til æfinga einhvers staðar í skóg- inum í kringum þorpið, ekur hann á undan í hvítum, geysistór- um bíl með vælandi sírenu og níu rauðum ljósum. Hann segjist vita, hvernig hann eigi að þjálfa góða her- menn, því að hann hafi tekið þátt í heimsstyrjöldinni síðari. Og stúlkurnar, „hermennirnir" hans, eru hreyknar af því að vera und- ir hans stjórn. — Við höfum ebkert á móti þessari þjálfun, segja þær, — einkum ef það á eftir að verða til þess, að við verjum landið okk- ar. Það má reiða sig á, að við er- um við öllu búnar. Vélbyssuskothríð í grenndinni Löglegar eða ólöglegar aðgerð- ir? Lögreglan á staðnum setur sig að minasta kosti ekkert upp á móti þessu. Hún segist ekki sjá neitt rangt við þetta, og herinn virðist ekki gera neitt skaðvæn- legt. íbúarnir í Foley hafa heldur ekkert á móti hernum. Þeir eru orðnir vanir vélbyssuskothríðinni í grenndinni. Einn þeirra sagði nýlega: — Þau eru okkar megin — held ég! Eðchmann (Framhald al 1 síðu). sem undirritara mannréttindayfir- lýsingar SÞ að grípa inn í málið og fá Eichmann framseldan til dóms í Þýzkalandi. Vestur-þýzka stjórnin hefur áður neitað að hafa nokkur afskipti af Eichmann, önn- ur en að útvega pauðsynleg gögn í sambandi við réttarhöldin. 130-40 störf kynnt á starfsfræðsludaginn Næstkomandi sunnudag, 25. að mestu sömu menn og það hafa marz, verður haldinn hér f Reykjavík sjöundi starfs- fræðsludagurinn í Iðnskólan- um. Verður húsið opnað al- menningi kl. 14, og fræðslan stendur yfir til kl. 17. Veittar verða upplýsingar um milli 130 og 140 starfsgreinar, skóla og stofnanir. Leiðbeinendur eru þó mun fleiri en starfsgreinarnar og stofnanirn- ar, en alls munu vinna að undir- búningi þessa starfsfræðsludags nokkuð á þriðja hundrað manns, og er allt þetta starf unnið án end- urgjalds. Fræðslukvikmyndir verða sýnd- ar í kvikmyndasal Austurbæjar- barnaskólans, og verða afhentir að- göngumiðar að þeim í fræðslu- tíeild landbúnaðarins og hjá full- trúa Samvinnuskólans á IV. hæð Iðnskólans. Myndirnar, sem þarna verða sýndar, eru m. a. Fráfærur, og Kynningarmynd frá Samvinnu- skólanum að Bifröst. Sýningarnar verða kl. 14.30 og 16.30. Vinnustaðir heimsóttir Strætisvagnar munu ganga milli Iðnskólans og nokkurra vinnustaða hér í bæ, og verða aðgöngumiðar að þeim, sem einnig gilda í stræt- isvagnana, afhentir hjá fulltrúum viðkomandi starfsgreina í Iðnskól- anum. Meðal þeirra staða, sem heimsóttir verða, eru Húsmæðra- kennaraskóli Islands, Bamaheim- ilið Hagaborg, Loftskeytastöðin á Kjúpnahæð, Blikksmiðja og tin- húðun Breiðfjörðs og Slökkvistöð- in. svo nokkuð sé nefnt. 'Á vinnustöðum verða. fyrir fær- ustu menn í hverri grein og l.eið- beiná þar eftir því, sem unnt er. í Iðnskólanum sjálfum leiðbeina „Mín Biljan fríð“ Framhalh af 8. síðu. legra að horfið væri mörg hundr- uð ár aftur í tímann. Með auk- inni tækni hefur hagur almenn- ings batnað, svona þorp eins og þaraa segir frá, eru ekki lengur til hér á landi. Tryggingaraar forða fjölda fólks frá því að verða háð sveitastjórnum, hreppaflutn- ingur afnuminn og ótal leiðir til þess ag æskan fái menntun við sitt hæfi og geti ræktað hæfileika sína. En þrátt fyrir þetta er barns sálin enn í dag oft á tíðum ákaf- lega éinmana og vantar skilning umhverfislns. Þess vegna er enn þá sama þörfin fyrir góðar og kær leiksríkar sálir, sem hafa yndi af því að leita uppi útiganga mann- lífsins og veita þeim þann skiln- ing, sem þeim er ef til vill nauð- synlegri en flest annað. Ragnheiður Jónsdóttir hefur að mínu áliti mjög persónulegan stíl, ég held að ég mundi alltaf þekkja handbragð hennar, ef les in væri fyrir mig saga, sem ég vissi ekki eftir hvern væri. Hún er ekki gefin fyrir langar lýsing- ar, hefur yfirleitt umbúðimar svo litlar sem minnst er hægt að komast af með. í sögum hennar er jafnan kjarni, sem allt snýst um, hún hefur sem sagt eitthvað, sem hefur tokig hana sjálfa djúp- um tökum og hún sleppir lesand anum ekki við að ná þeim punkti og taka hann til djúprar íhugun- ar, hvort sem hann verður svo skáldkonunni sammála eða ekki. Það gerir líka minnst til. Aðalbjörg Sigurðardóttir. gert frá upphafi nema hvað milli 20 og 30 nýjar starfsgreinar og stofnanir hafa að þessu sinni bæzt í hópinn. "Stúlkur i fjórða bekk Kvenna- skólans vinna að uppsetningu starfsheita, en fulltrúar atvinnu- lífsins koma fyrir alls konar fræðsluefni svo sem myndum og teikningum í Iðnskólanum. Vél- smiðja Sigurðar Sveinbjörnssonar sér um sýningu á alls konar tækj- um járniðnaðarins, m. a. kraft- blokk. Fyrst og fremst 14 ára og eldri Starfsfræðsludagurinn er fyrst Veður og hungur Framhaid aí 9 síðu ekki hafa verið ræktuð, og vana- lega má finna nægar ástæður fyrir þiý. Veðurfar þessara Ianda er yf- irleitt of kalt, of þurrt eða of rakt. Á mörgum stöðum virðast vanda- málin vera óleysanleg, en annars staðar má finna einhverja úrlausn, sem ekki hefur enn verið fundin. Ostrurækt á hafsbotni Miklar framfarir hafa orðið á þessari öld. Á norðurhveli jarðar. og þá isérstaklega í Kanada* og í Sovétríkjunum, hefur ræktunin færzt norðar og norðar og vatns- íáöSd’laftteí'æði hafa verið gerð ræktáhlég1 eins og t. d. Israel. Kom- ið hefur Verið upp miklum áveitum í Ástralíu, Afríku, Indlandi, Pak- istan og Sovétríkjunum svo nokk- uð sé nefnt. Nokkur ríki leita lands í greipar hafsins, frægustu dæmin eru frá Hollandi. . Um einn fjórði hluti bezta ræktunarlandsins þar lá einu sinni undir söltu vatni. Þíð, sem einu sinni var haf, varð að stöðu- vatni og síðan að akurlendi, þar sem uppskeran er meiri en á flest- um stöðum öðrum í heiminum. Svo undarlega vill nú til að nokkuð af því „landi“, sem nú er notað til þess að framleiða mat- væli er ekki á þurra landi heldur áætlun'‘þjóðarhrnar* og fremst ætlaður unglingum 14 ára og eldri. Börn innan 12 ára aldurs munu ekki eiga þangað er- indi. Hins vegar er líklegt, að for- eldrar geti sótt þangað margs kon- ar fræðslu, en fjöldi áhugasamra foreldra, sem gjarnan vilja vera börnum sínum góðir ráðgjafar, að því er starfsval varðar, finna mjög til þess, hversu takmörkuð þekk- ing þeirra er á hinu margþætta þjóðfélagi, sem verður æ erfiðara að afla sér heildaryfirlits yfir. Allmörg fræðslurit verða fáan Ieg í Iðnskólanum á sunnudaginn, þó verða þau ekki til sölu, því að á starfsfræðsludaginn má engin sala fara fram í Iðnskólanum. Eins og áður segir, hefst starfs- fræðsludagurinn kl. 14, en leiðbein endur eru beðnir að mæta í Hátíða sal Iðnskólans (stofu 101) kl. 13,20, en þar flytur fræðslustjór- inn í Reykjavík, Jónas B. Jónsson, ávarp og barnakór undir stjórn Kristjáns Sigtryggssonar syngur. Framkvæmdaáætlun (Framhald af 6. síðu). mörgum mánuðum. Hitt er þó jafngreinilegt, að drög liggja fyr ir að áætluninni, en hversu víð- tæk þau eru .verður ekki ráðið af ummælum forsætisráðherra. Þó er sennilegt, að af drögum þessum mætti greina, hvert stefnan liggur, og væri því ærið tilefni til þess að birta þau, þing mönnum og alþjóð til upplýs- ingar um málið. Flutningsmenn þessarar til- lögu eru efnislega sammála rík- isstjórninni um nauðsyn fram- kvæmdaáætlunar nokkur ár fram í tímann, enda er það í fullu samræmi við stefnu Fram- sóknarflokksins, svo sem m. a. kemur fram í ályktunum mið- stjórnar flokksins undanfarin ár. Jafnframt skal á það bent, að átta þingmenn Framsóknar- flokksins fluttu á síðasta þingi (1960—61) tillögu til þingsálykt- unar um undirbúning löggjafar um framleiðslu- og framkvæmda í sjónum sjálfum. Ostruakrar a hafsbotni gefa meiri uppskeru að meðaltali á ekru en jafnstórír akr- ar á landi, enda þótt langan tíma taki að koma þeim upp. Ostrurækt er eitt af fáum tilfell- um, þar sem fæðutegundir úr sjó hafa verið ræktaðar. Ef til þess kemur, að fiskur verður ræktaður eins og annar búsmali á landi kem- ur þar til kasta veðurfræðinga að veita upplýsingar um hitastig sjáv- arifls og annað í sambandi við hann, sem að gagni má koma við slíkan iðnað. NorSurlandaráð (Framhald af 1 síðu). eru yfirleitt ríkisútvörp, sem út- varpa ekki auglýsingum Larsen andvígur 40 sf. VÍRRUVÍkll Felld var tillaga frá finnskum kommúnistum um, að löggilt verði 40 stunda vinnuvika á Norðurlöndunum. Aksel Larsen frá Danmörku var einn þeirra, sem var andvígur tillögunni. Bertil Ohlin frá Svíþjóð stakk upþ á því í ræðu í dag, að Norð- urlandaráðið kæmi sér upp skrif stofu eins og Sameinuöu þjóð- irnar -og vrópuráðið hafa og yrði hún undir stjórn valin- kunns framkvæmdastjóra. Hinu er þó ekki að leyna, að okkur gezt ekki alls kostar að málsmeðferð ríkisstjórnarinnar í sambandi við þá áætlunargerð, sem upplýst er, að hún hefur með höndum, og væntum við þess, að ríkisstjórnin sjái sig um hönd, að því er þetta atriði varð ar, og leitist við að koma til móts við sanngjarnar óskir um breytta málsmeðferð, enda ær- inn tími til stefnu, þar sem áætl uninni er fjarri því að vera lok- ið. Ef þessi tillaga verður sam- þykkt, teljum við að verulegu leyti fullnægt því réttlæti um málsmeðferð, sem við hefðum óskað, aö ríkisstjórnin hefði haft í huga frá byrjun, og lítum svo á, að með því verði betur tryggt, að tekið verði tillit til mismun- andi sjónarmiða, sem kunna að vera fyrir hendi, m. a. aö því er tekur til þarfa landsbyggðar- innar. Bðnaðorþíng (Framhald af 1B sfðu). 3. Búnaðarþing .mótmælir eindreg- ið þeirri sérstöku skatSágriingu á •bæn'dast’éSina og gjaldi á útsölu- verð .Tandbúnaðarvára, sem kveðið er á um í 4. gr. frumvarps um stofnlánadeild landbúnaðarins o.fl. sem nú liggur fyrir Alþingi. 4. Búnaðanþing lýsir yfir því, að landbúnaðinum er það mjög nauð synlegt, að vextir að stofnlánum séu lágir, vegna þess að stofnfé til bygginga í sveitum og ræktun ar skilar arði esinna en stofnfé annarra atvinnuvega. 5. Búnaðarþing telur að tryggja þurfi veðdeild Búnaðarbankans sér stakt fjárframlag, sbr. ályktun Búnaðarþings 1961. 6. Verði framanskráð atriði tekin til greina, vill Búnaðarþing mæla með samþykkt frumvarps til laga um stofnlánadeild landbúnaðarins o.fl. í meginatriðum. 7. Búnaðarþing gerir kröfu til þess, að landbúnaðurinn njóti jafnréttis við sjávarútveginn um lánaveiting ar vegna lausaskulda, og verði því akvaeðinu um vaxtakjör í frum- varpi til laga um lausaskuldir bænda breytt til samræimis við það, sem gildir um sams konar lán til sjávarútvegsins. 8. Búnaðarþing leggur til, að rann sóknir þær, sem um ræðir í 71. gr. frumvarps til laga um Stofn- lánasjóð landbúnaðarins o.fl. verði kostaðar af rfkissjóði. Árleg fjár- veiting verði kr. 350 þúsund. Greidd voru atkvæði um hvern einstakan lið hennar. Fyrsti liður var samþykktur með 16 gegn 2, annar með 17 gegn 3, þriðji liður samþykktur með 17 atkv., fjórir sátu hjá (nafnakall), fjórði liður með 17 samhl. atkv., fimmti liður með 19 samhl. atkv., 6. liður með 16 samhl. atkv., sjöundi með 17 atkv. og áttundi með 20 atkv. Ályktunin í heild var samþykkt með seytján atkv. gegn fjórum. Meðal þeirra sem greiddu ályktun inni atkv. sitt, voru þeir Sveinn á Egilsstöðum og Kristinn á Mos- felli. Tveir voru fjarverandi vegna veikinda, þeir Sigurjón Sigurðs- son í Raftholti og Baldur Baldvins son á Ófeigsstöðum, Ásgeir Bjarna sonu, alþm. var erlendis og Axel Guðbjartsson farinn af þingi. Skýrsla ríkisbókara Framhald af 6. síðu Uppgjöri rekstrarmáls tog- arans Brimness þarf ag hraða en samþykkt ríkisreikningsins liggur ekki sérstaklega á. Tillaga mín er, að frumvarpi þessu verði frestað enn um sinn eða þar til fyllri upplýsingar liggja fyrir um rekstrarmál tog arans. Verði véfengt réttmæti til- lögunnar, mun ég við umræðu málsins lesa upp úr áðumefndu bréfi skilanefndarinnar til sönn unar því, að hér er um óvenju legt og alvarlegt mál að ræða. Alþingi, 21. marz 1962. KARL KRISTJÁNSSON ATH.: — Ríkisreikn. var tekinn til umræðu á kvöldfundi í gær- kveldi og stóðu umræður fram undir kl. 11, og voru fjörugar. Ekki eru tök á að segja frá þeim umræðum í þessu blaði. KKARAVORP Pljartans þakkir færi ég öllum vinum og vanda- mönnum nær og fjær, sem heimsóttu mig og glöddu með skeytum og gjöfum á 75 ára afmælis- daginn 16. þ. m. Guð blessi ykkur oll. Lifið heil. Sturlaugur Einarsson. T í M I N N, föstudagur 23. marz 1962. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.