Tíminn - 24.03.1962, Síða 7
X
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri' Tómas Árnason Ritstjórar- Þórarinn
Þórarinsson iáb). Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Indriði
G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs
ingastjóri- Egill Bjarnason Ritstjórnarskrifstofur í Edduhúsinu:
afgreiðsla. auglýsingar og aðrar skrifstofur í Bankastræti 7
Símar 18300—18305 Auglýsingasími 19523 Afgreiðslusími
12323 Áskriftargj. kr 55 á mán. innanl. í lausasölu kr. 3 eint
— Prentsmiðjan Edda h.f. —
Gunnar og Axel
Þau furðulegu tíðindi hafa gerzt í sambandi við með-
ferð ríkisreikningsins fyrir 1960, að Gunnar Thoroddsen
fjármálaráðherra hefur neitað þingmönnum, sem eiga
sæti í fjárhagsnefnd efri deildar, um skýrslu, er ríkis-
endurskoðandinn hefur samið- um Brimnessmálið svo-
nefnda. Tildrög þessa máls eru rakin í nefndaráliti, sem
fulltrúi Framsóknarflokksins, Karl Kristjánsson, hefur
samið og segir þar á þessa leið:
„Það, sem tafið hefur þetta mál (þ. e. meðferð ríkis-
reikninganna í þinginu), er, að yfirskoðunarmenn ríkis-
reikninganna láta fylgja reikningnum athugasemdir sem
telja má til einsdæma að efni til í sambandi við ríkisreikn-
inga. Á ég þar við athugasemdirnar nr. 39 vegna rekstrar
togarans Brimness.
Ljóst er af athugasemdunum, að stórkostleg óreiða
hefur átt sér stað í bókhaldi, sem hvorki er búið að upp-
lýsa né gera skil á.
í athugasemdunum er vitnað í ýmis skilríki, svo sem
bréf, dags. 3. des. 1960, til fjármálaráðuneytisins frá skila-
nefnd, sem ráðuneytið hafði skipað, og svör útgerðarstjór-
ans við framkomnum athugasemdum að því leyti, sem
hann hafði skriflega reynt að bera hönd fyrir höfuð sér.
Þessi skilríki fékk ég sem fjárhagsnefndarmaður leyfi
til að skoða. Komst ég við þá athugun að þeirri niður-
stöðu, að athugasemdir yfirskoðunarmannanna væru síð-
ur en svo harðar um of.
Fjármálaráðherrann svaraði 5. des. s.l. athugasemdum
yíirendurskoðendanna (sjá bls. 252—253 í „Ríkisreikn-
ingunum") og sagði:
„Ráðuneytið hefur fullan hug á því, að reikningsskil-
um þessarar útgerðar Ijúki sem allra fyrst. Hefur ríkis-
endurskoðanda verið falið málið, og. vinnur hann nú að
því að upplýsa þau atriði, sem enn eru óljós eða eigi hafa
verið skýrð á fullnægjandi hátt, og leggur ráðuneytið
áherzlu á, að þeirri rannsókn sé hraðað, svo sem verða
má“.
Ríkisendurskoðandinn sagði mér fyrir um það bil mán-
uði, að hann væri búinn að skila skýrslu sinni um málið
til fjármálaráðherrans.
Við minnihlutamennirnir í fjárhagsnefnd höfum kraf-
izt þess, að nefndin fengi að sjá skýrslu endurskoðand-
ans. En fjármálaráðherra hefur endurtekið neitað að
verða við þeirri kröfu.
Ekki veit ég til, að slík neitun eigi sér fordæmi. Þing-
nefnd sem ríkisreikningi er til vísað til athugunar og um-
sagnar, hlýtur að eiga rétt til að fá um hann allar þær
upplýsingar, sem fjármálaráðherra — eða ráðuneyti hans
— getur gefið.
Synjun ráðherrans er furðuleg og hlýtur að vekja
grunsemdir um, að fram hafi komið óþægilegar upplýs-
ingar.“
Ríkisreikningurinn var til 2. umræðu í efri deild i
fyrradag og hélt fjármálaráðherra þar enn fast við þessa
synjun sína. Afstöðu sína reyndi hann að byggja á því,
að skýrsla ríkisendurskoðandans væri trúnaðarmál, en
slíkt er vitanlega hrein fjarstæða, því að slík bréf opin-
berra endurskoðenda geta ekki verið trúnaðarmál, sem
halda beri leyndum fyrir þingmönnum.
Þessi synjun fjármálaráðherrans er því einstæð og
algert hneykslismál. í engu landi, sem býr við sæmilegt
opinbert velsæmi, væri það þolað, að ráðherra reyndi að
halda slíkum upplýsingum leyndum fyrir þinginu.
írsiit kosninganna í Argentínu
Þau voru mit
Á SUNNUDAGINN var fóru
fram kosningar í Argentínu á
öllum fylkisstjórum og fylkis-
þingum landsins, og jafnframt
á helmingi þjóðþingsmanna. —
Úrslitanna var beðið með tals-
verðri eftirvæntingu, þar sem
þetta var í fyrsta sinn síðan
1955, er Peron var steypt úr
valdastóli, sem fylgismenn hans
tóku beinan þátt í kosningun-
um. Svo fór líka ag úrslitin
urðu hin sögulegustu. Peronist-
ar unnu mikinn kosningasigur.
Þeir fengu 2,5 millj. atkvæða,
alla fylkisstjórana í stærstu
fylkjunum og flesta þingmenn
kjörna. Flokkur Frondisi for-
sætisráðherra fékk 2 millj. at-
kvæða og helzti borgaralegi
st j órnarandstöðuflokkurinn
fékk 1.6 millj. atkvæði.
FORSÖGU þessara kosninga-
úrslita má rekja allt til ársins
1945, er lítið þekktur liðsfor-
ingi, Peron að nafni, tók völdin
í Argentínu, eftir að þar höfðu
verið stjórnlitlir tímar um
skeið. Hann stjórnaði sem ein-
ræðisherra næstu 1Q árin. —
Stjórn hans var hins vegar ó-
venjuleg að því leyti, að hann
bætti mjög kjör verkamanna og
bænda og fékk því íhaldsöfl
landsins, auðfélögin, kaþólsku
kirkjuna og herinn á móti sér.
Hins vegar naut hann svo mik-
illar almannahylli, að þessir að-
ilar treystust ekki til að rísa
gegn honum lengi vel. Einkum
voru þó vinsældir hans miklar
meðan kona hans, Evita Peron,
réð mestu um stjórnarstefn-
una, því að hún naut mikillar
hylli hjá alþýðu manna, enda
talin frumkvöðull hinna félags-
legu umbóta. Hún hafði áður
verið lítt þekkt leikkona og
sögð eiga léttúðuga fortíð. —
Fyrir Peron var það mikið á-
fall, er hún lézt skyndilega úr
krabbameini, og farnaðist hon-
um verr og verr eftir það, unz
Evita Peron
ill ósígur fyrir Frondisi
Frondisi
herinn gerði uppreisn gegn hon
um 1955 og hrakti hann úr
landi. Hann dvelur nú á Spáni.
Næstu þrjú árin fór herinn
með stjórn í Argentínu undir
forustu Aramburu hershöfð-
ingja. Árið 1958 fóru svo fram
forsetakosningar meg löglegum
hætti og náði þá núverandi for
seti, Arturo Frondisi, kosningu.
Hann hafði unnið sér orð sem
róttækur vinstri maður, og
naut stuðnings Péronista í kosn
ingunum, þar sem hann hafði
lofað að beita sér fyrir póli-
tískum náðunum og pólitísku
frelsi. .
FRONDISI hefur átt erfiða
daga síðan hann varð forseti.
Herinn hefur takmarkað mjög
völd hans og gert honum á
margan hátt erfitt fyrir. Hann
tók við efnahagsmálum lands-
ins í slæmu ástandi, því að þau
voru í ólagi, þegar Peron
hrökklaðist frá, og höfðu svo
versnað stórum á stjórnarár-
um hersins 1955—58. Frondisi
leitaði eftir aðstoð Bandaríkj-
anna við endurreisn efnahags-
lífsins og fékk mikla fjárhags-
lega aðstoð þaðan, en hún var
bundin því skilyrði, að farið
yrði eftir ráðum Alþj.gjaldeyris
sjóðsins(International Monitary
Fund). Hagfræðingar hans eru
einhverjir hinir íhaldssömustu
í heimi og þeir kröfðust þess,
að Frondisi fylgdi hinni ströng
ustu íhaldsstefnu. Þetta gerði
hann óvinsælan hjá almenn-
ingi. Frondisi hefur þó reynt
að treysta lýðræðig í sessi og
eru kosningarnar, sem fóru
fram á sunnudaginn, sönnun
þess, því að fréttamönnum kem
ur saman um, að þær hafi verið
fullkomlega frjálsar.
ÚRSLIT þeirra urðu hins
vegar mikill ósigur fyrir Fron-
disi. Bandarísk blöð fara ekki
heldur dult með það, að þau
séu einnig verulegur ósigur fyr
ir Bandarikin og hina íhalds-
sömu stefnu Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins. Það sé nefnilega ekki
höfuðatriði í löndum eins og
Argentínu að hafa jöfnuð á ut-
anríkisverzluninni og nægilega
sparifjársöfnun, heldur þurfi
fyrst og fremst að leggja á-
herzlu á verklegar og félags-
legar framfarir. Það þurfi að
bæta lífskjörin. Úrslit argen-
tínsku kosninganna eiga því að
vera Bandaríkjunum aðvörunar
og Bandaríkin
tákn í sambandi við skipti
þeirra af málum Suður-Ame-
ríku. Blað eins og New York
Times og New York Herald
Tribune taka t.d. í þennan
streng.
Úrslit kosninganna urðu og
vitanlega til þess, að íhaldsöfl-
in í Argentínu létu strax á sér
bera. Herinn setti strax hern-
aðarlega fylkisstjóra í þeim
fylkjum, þar sem Peronistar
unnu, en það þýðir, að hinir
löglega kjörnu fylkisstjórar fá
sennilega aldrei að taka við
embættum sínum. Þá hugðist
herinn um skeið að hrekja
Frondisi alveg frá völdum og
taka upp hernaðarlegt einræði.
Af því vai-ð þó ekki og munu
Bandaríkin hafa afstýrt því. —
Þau munu hafa gefið til kynna,
að óvíst væri um efnahagslega
aðstoð þeirra til frambúðar, ef
hernaðarleg stjórn yrði mynd-
uð í Argentínu, en stuðningur
Bandaríkjanna við slíka stjórn
myndi geta veikt aðstöðu
þeirra og álit í Suður-Ameríku.
Niðurstaðan virðist því muni
verða sú, að Frondisi muni
halda völdum að nafni til; en
herinn raunverulega taka
stjórnina í sínar hendur.
FLEST BENDIR til, að meðal
almennings í Argentínu verði
þetta illa þolað og því megi
búast við að verkföll og ýmiss
Peron
konar upplausn fari þar í vöxt.
Almenningur krefst félagslegra
umbóta og hefur fylkt sér um
Peronista í þeirri von, að helzt
mætti vænta þeirra þaðan. Því
mun hins vegar. fjarri, að hann
óski eftir endurreistri einræðis
stjórn Perons, heldur þeim fé-
lagslegu umbótum, sem hún ó-
neitanlega vann að.
Helzta vonin til þess, að hægt
sé að sigrast á Peronisma og
Castroisma, er njóta nú
vaxandi fylgis í Suður-Ame-
riku, felst í því, að þar geti
risig upp lýðræðissinnaður um-
bótaflokkur, er beiti sér fyrir
félagslegum umbótum. Banda-
ríkin þurfa að gera sér þetta
Ijóst, því að íhaldsstefnan, sem
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hef
ur fylgt í skiptum við þessi
lönd, býður aðeins öfgastefnun
um heim. Það sanna kosninga-
úrslitin í Argentínu. Þ. Þ.
T í MIN N, laugardagur 24. marz 1962.
I