Tíminn - 01.05.1962, Blaðsíða 9

Tíminn - 01.05.1962, Blaðsíða 9
SVEINN GAMALÍELSSON verkíalla, heldur staðreyndir. Hér verðum við að þæfa við ríkisstjórn ina mánuðum saman, það h<?fur nú verið reynt í tvígang, en árang- ur enginn eða verri en enginn orð ið. Það hefur ekkert fengizt út úr þessu, en þannig meina þeir víst „kjarabæturnar án verkfalla11, sem þeim -í stjórninni eru æði tamar í munni. — Og hvaða ráð eru tiltæk við slíkri framkomu ríkisvaldsins? ar og samhjálpar, til að verjast á- gengni fárra stórra og tryggja jafnari skiptingu þjóðarteknanna. Samtaka verða þessar hreyfingar að takast á við erfiðleikana. — Þar sem skórinn kreppir raunveru lega að hjá okkur er það, að marg- ir launþegar hafa ekki gert sér fulla grein fyrir því, hvað Sjálf- stæðisflokkurinn ætlar sér, þegar hann hefur náð algerum og trygg- um yfirráðum. Þeir hafa fengið Kjarabætur fást því að- eirts við stöndum saman segir Sveinn Gamalíelsson, verkamaður SVEINN GAMALÍELSSON, verkamaður, á sæti í stjórn Al- þýðusambands íslands. Hann hef- ur þetta að segja um ástandið í kjaramálunum. — Kjaramálin standa þannig, — og mér er alveg sama, hvað hag stofur segja og reikna út eftir kúnstarinnar reglum, — að ástand ið hefur sjaldan eða aldrei verið verra á síðustu áratugum. Framvindan í kjaramálum hér á landi er nánast engin, allt hjakk- ar í sama fari. Ef kaupið hækkaði um 3—4% á ári og verðlagi er haldið niðri, eins og nú gerist hja nágrannaþjóðum, eins og t.d. Sví- þjóð, þá mundi unnt að komast hjá eilífu þjarki og tjóni af vinnu- stöðvunum. í Svíþjóð koma kjara- bæturnar jafnt og þétt með samn- ingum til langs tíma, það eru ekki svikin loforð um kjarabætur án ystan rotnar og spillist og slitnar úr tengslum við hinn vinnandi mann. — Eg fæ ekki skilið, að nokkur sá, sem er sannur jafnaðar maður að lífsskoðun, geti kastað atkvæði sínu á þennan flokk. Lýð- ræðissinnaðir umbótamenn hljóta að fylkja sér um Framsóknarflokk- inn. Oft heyrir maður það, að Fram- sóknarflokkurinn sé nú bara bændaflokkur og launþegar eigi þvl ekkert erindi í hann. Þessum áróðri er óspart beitt af andstæð- ingum Framsóknarflokksins. Þetta eru mjög mikil öfugmæli. Fram- sóknarflokkurinn er al-hliða um- bótaflokkur. Það er rétt, að Fram- sóknarflokkurinn hefur haldið uppi skeleggri sókn og vörn fyrir bændur, en bændur tilheyra hin- um vinnandi stéttum, sem vinna fyrir daglegu brauði í sveita síns andlits. Bóndinn og verkamaður- inn eiga eina rót. Því betri kjör, sem launþegar hafa, því tryggari er markaður bændanna og eins og allir vita, er kaup bóndans reiknað beint eftir kaupi verkamanna og hagsmunir þeirra fara saman. Launþegar eiga því ekki síður en bændur góðan málsvara þar sem Framsóknarflokkurinn er. Alþýðu bandalagið er á fallanda fæti vegna Moskvudekursins. Fram- sóknarflokkurinn á hins vegar vax andi fylgi að fagna, ekki sízt með- al launþega. Það fer ekki á milli mála, að mesti ávinningur verka- lýðsins í landinu er að breyta því pólitízka valdahlutfalli, sem nú er á Alþingi. Launþegar þurfa að skilja, að bezta leiðin ð tryggja réttlátt þjóðfélag framfara og upp byggingar og jafnari skiptingu þjóðarteknanna er að efla Fram- sóknarflokkinn svo, að fram hjá honum verði ekki komizt. — Eg vil svo að lokum send„ vinnandi mönnum, í sveit og við _>jó, ham- ingjuóskir I tilefni dagsins og skora á þá aö sýna samhug o.0 sam heldni, því að sameinaðir stöndum vér en sundraðir fölium vér. — Verkalýðshreyfingin og sam- vinnuhreyfingin verða að taka höndum saman og þessum hreyf- ingum alþýðunnar hlýtur að verða það ljóst, að þetta er ekki hægt að líða öilu lengur. Þetta getur ekki gengið svo til lengur og við verð- um að standa saman um að létta þessari óáran af. Það verður að stjórna þjóðfélaginu með hag margra smárra að markmiði en ekki hag fárra stórra, sem nú eiga að fá að vaða uppi og setjast að ketkötlunum. Verkalýðshreyfing- in og samvinnuhreyfingin eru byggðar upp af hinum mörgu smáu til sjálfsvarnar, sjálfsbjarg- glýju í augun af skrumi Sjálfstæð isflokksins, eru stungnir svefn- þorni, kærulausir og áhugalausir um þessi mál, halda að dagar hinn ar hörðu baráttu fyrir mannsæm- andi kjörum séu löngu liðnir og heyri fortíðinni til, vegna þess að þeir halda Sjálfstæðisflokkinn ann an en hann er. — Augu þessara manna ættu þó að fara að opnast hvað líður úr þessu, því að nú sér bæði á haus og hala á skepnunni. Og ég trúi því, að ekki sé langt að bíða þess, að þessir menn skilji, að kjarabæturnar verða ekki færðar þeim á silfurfati Sjálfstæð- isflokksins, heldur fást þær aðeins með sleitulausri baráttu og þó fyrst og fremst með samtaka afli og einingu hinna vinnandi manna. Og ég vil að lokum skora á alla íaunþega í landinu, að láta sérsjón armið víkja og sLnda saman í ó- rofa fylkingu í þeirri baráttu, sem óhjákvæmilega hlýtur að véra framundan, í sókn til mannsæm- andi lífskjara. REYNIR GUÐMUNDSSON Framundan er óhjákvæmi lega hörö kjarabarátta — segir Reynir Guðmundsson, verkamaður í Hafnarfirði. REYNIR GUÐMUNDSSON, verkamaður, er í stjórn verkaiýðs- félagsins Hlífar í Hafnarfirði. — Gengislækkunin var hefndarráðstöfun - — segir Marvin Hallmundsson, trésmiður MARVIN HALLMUND230N, trésmiður, hefur tekið mikinn þátt í félagsstarfsemi trésmiða og set- ið í stjórn Trésmiðafélagsins. Marvin er á lista Framsóknar- flokksins við borgarstjórnarkosn- ingarnar. — Hv^...ig lýst þér á ástandið núna, Marvin? — Ástandið í kjaramálunum er mjög slæmt. Sjaldan eða aldrei hefur það verið verra. Menn verða að vinna myrkranna piilli, ef þeir eiga að komast sæmilega af. Eins og er má teljast næg atvinna njá trésmiðum og það bj..rgar meðan varir. En ef svo fer fram, sem horfir í byggingarmálunum, hlýt- ur atvinnuleysi óhjákvæmilega að sverfa að byggingariðnaðarmönn- um. Byggingarkostnaður hefur far- ið hækkandi ár irá ári og tekið risastökk síðan „viðreisnin" þeirra hófst. Nú er svo komið. að það er með öllu ókleift iyrir þá, sem með- altekjur hafa, að eignast eigin í- búð. Það er efniskostnaðurinn, sem hefur hækkað svona. Síðan „viðreisnin" hófst hefur verð á sumu byggingarefni hækkað um og yfir 100%. Þegar ég hóf nám í trésmíðaiðn, 1952, var efniskostn- aðurinn um það bil einn þriðji hluti byggingarkostnaöarins og vinnulaun um tveir þriðju. Nlí hef- ur þetta snúizt við, svo gífurlega hefur efnið hækkað. - Brýnasta verkefnið i húsbyggingarmálunum er að lækka byggingarkostnaðinn og er ég í engum vafa um, að það er hægt að lækka efniskostnaðinn verulega. — Menn hljóta að sjá, hve hlálegt það er, þegar ríkíð tekur í tollum og sölusköttum af efni íbúðar næstum allt ef ekki aiR '"lað, sem íl iandanum er síðan lánað til íbúðarinnar — já með okurvöxtum. MARVIN HALLMUNDSSON — Og hvað viltu segja um kjara málin almennt, Marvin? — Launþrgar sý... mjög mikla biðlund og þolinmæði við hina gífurlegu kjaraskerðingu. Vegna hinna stöðugu skrifa málgagna rík isstjórnarinnar um „kjarabætur án verkfalla“ var samningaleiðin þrautreynd áður. En ríkisstjórnin vísaði öllum kröfum um leiðrétt- ingar algerlega á bug. Ríkisstjórn- in neyddi launþegasamtökin til að beita því eina vopni, sem þau hafa yfir að ráða, verkfallsréttinum. Fórnfrekt og langvinnt verkfall hófst. Ríkisstjórnin og málgögn hennar þvældust eins og þau gátu fyrir samkomulagi og var augljóst, að nú átti að svelta verkalýðinn til hlýðni. Fyrir forgöngu sam- vinnufélaganna tókst að leysa verkfallið með hóflegum samning um, sem áttu að geta tryggt varan- legan vinnufrið, síldarvertíðmni Framhald á 15. síðu Reynir er í 5. sæti á lista Fram- sóknarflokksins við bæjarstjórnar- kosningarnar í Hafnarfirði. — Hvaða tíðindi segir þú okkur af verkalýðsmálum í Hafnarfirði, Reynir? — Eitt höfuðverkefni verkalýðs félaganna í Hafnarfirði, þegar kjaramálunum sleppir, er bygg- ing verkalýðshúss í Hafnarfirði, fé lagsheimilis verkalýðsfélaganna. Mikill áhugi ríkir fyrir að koma slíku húsi upp og er málið komið vel á rekspöl. Teikningar eru til og lóð fengin og vonir standa til að verkið geti jafnvel hafizt í sum ar. Menningarlega og hagsmuna- lega er mjög þýðingarmikið fyrir verkalýðsfélögin að eiga í slikt hús að venda með stafsemi sína. — í Hafnarfirði er ekkert almennilegt samkomuhús — og má heita með öllu óviðunandi og brýn nauðsyn úr að bæta. Slíkt hps ætti því að geta stuðlað að stórauknu félags- starfi í verkalýðsfélögunum, en ekkert er verkalýðsfélögunum nauðsynlegar en öflug þátttaka fél lagsmanna í félagsstörfum, eink- um þarf unga fólkið að taka meiri þátt í störfum verkalýðsfélaganna. Verkalýðshúsið á að verða menn- ingarmiðstöð hins vinnandi fólks í Hafnarfirði. Slíkt hús verður að sjálfsögðu dýrt, en mikill og al- mennur áhugi ríkir fyrir að hrinda þessu hagsmunamáli í framkvæmd, enda mundu flest eða öll félaga- samtök í Hafnarfirði njóta góðs af slíku húsi. — Og hvað viltu segja mér um ástandið í kjaramálunum, Reynir? — Ástandið er vægast sagt mjög slæmt. í fyrrasumar stóðum við í löngu verkfalli og fórnfreku. Þeim ávinningi, sem við höfðum af því, var rænt frá okkur í einu vetfangi með hinni óraunhæfu gengislækkun. Við teljum þetta með öllu óviðunandi, valdbeitingu og nauðung, þegar ríkisvaldið hef- ur farið inn á þá braut, að taka af verkalýðnum kjarabætur, sem hann hefur fengið í frjálsum sámn ingum við atvinnurdekendur með langri verkfallsbaráttu, sem kost- að hefur verkamann og þjóðarbú- ið mikið. Það sýnir bezt hvert stefnir, hjá okkur er vinnudagur- inn sífellt að lengjast, við verðum sífellt að lengja vinnudaginn, vinna lengur og lengur á hverjum degi til að geta lifað. Hjá ná- grannaþjóðunum er vinnudagurinn hins vegar alltaf að styttast en kjörin samt að batna stórlega. — Og hvernig á verkalýðurinn að bregðast við þessari öfugþróun? — Verkalýðnum tekst ekki að rétta sinn hlut, nema honum tak- ist og beri gæfu til að standa sam- an og hrinda af sér okurvaldi í- haldsins. Gengislækkunin í sumar var hnefahögg á verkalýðssamtök- in eftir hina löngu baráttu, sem háð var. Þá var samið um mjög hóflega kauphækkun og samning- arnir þannig úr garði gerðir, að þeir áttu að geta tryggt varanleg- an vinnufrið. Samt var þessi kjara bót af okkur tekin, þótt enginn á- byrgur aðili hafi fengizt til að sýna fram á, hvernig unnt væri að lifa af launum venjulegs vinnu- dags. Skv. útreikningum Hagstof- unnar vantar mörg þúsund krónur á árslaunin, svo að verkamaður geti staðið undir nauðsynlegustu útgjöldum vísitölufjölskyldunnar. — Núna eru kjörin orðin enn bág- ari en þau voru, þegar lagt var út í verkfall í fyrra. Vantar mjög mik ið á, að kjörin séu sambærileg við það, sem þau voru í tíð 'vinstri stjórnarinnar og ættu sumir að geta lært eitthvað af því. — Framundan hlýtur óhjákvæmi- lega að vera hörð barátta fyrir mannsæmandi lífskjörum og ég vil skora á alla launþega, hvar í flokki, sem þeir standa, að standa fast saman um kröfuna um bætt kjör, láti annarleg sjónarmið vikja, en sameinist um það, sem þeim hlýtur öllum að koma saman um, það er að kjörin verða að batna, því að aðeins að launþegarn ir standi fast saman um kjaramál- in, er ávinnings að vænta , TIMI N N , þrlðjudaginn 1. maí 1962 9 , i >, 11 i < ,1X1! : i i i i i i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.