Tíminn - 01.05.1962, Blaðsíða 12

Tíminn - 01.05.1962, Blaðsíða 12
íslandsmótið í badminton var háð í KR-húsinu um helg ina. Mótið fór hið bezta fram og á laugardaginn var keppt á þremur völlum samtímis, en keppendur voru um fimmtíu. Margir leikjanna voru jafnir og spennandi þegar í undan- rásunum og oft sást góður bad minton, enda mikil framför í þessari íþróttagrein undanfar in ár. Varaforseti ÍSÍ, Guðjón Einarsson, setti mótið og af- henti verðlaun í mótslok. Úrslitaleikirnir voru háðir á sunnudag — og voru allir óvenju skemmtilegir og þurfti þrjú game til að útkljá marga þcirra. Fyrsti úrslitaleikurinn var í tvíliðaleik karla og áttust þar við íslands- meistararnir frá í fyrra, Lárus Guðmundsson og Ragnar Thor- steinsson, gegn hinum margreyndu meisturum • Einari Jónssyni og Wagner Wa.’tonm. Fyrsta gamið var lengi vel jafnt, en undir lok- in náðu Einar og Vagn yfirtökun- um og sigruðu með 15—10. Þetta snerist alveg við í næsta gami og léku Lárus og Ragnar þá mjög vel og höfðu leikinn alveg í hendi sér og unnu með 15—1. Oddgame þurfti þvi, en þá tókst Lárusi og Ragnari ekki að sýna sama leik og i öðru gaminu og mörg einföld atriði gáfu keppinautum þeirra punkta. Einar og Vagn höfðu allt- af örugga forustu og unnu með 15—10 og urð'u því íslandsmeist- arar enn einu sinni. Voru þeir vel að sigrinum komnir, enda engir menn komið jafn mikið við sögu badminton-íþróttarinnar hér á landi og þeir. Tvíliðaleikur kvenna. Þar léku til úrslita hinar reyndu badmintonkonur Haildóra Thoroddsen, Lovísa Sigurðardóttir og Jónína Nieljohníusardóttir, sem nú hafði Gerðu Jónsdóttur, hina kunnu landsliðskonu í hand- knattleik, sem félaga. Gerða er lil þess að gera nýbyrjuð í badmin- ton, en hefur þegar sýnt, að hún er mjög efnileg í þessari íþrótta- grein. Fyrsta gamið var yfirleitt jafnt, en Halldóra og Lovísa sigr- uðu með 15—13, og í seinna gam- inu höfðu þær nokkra yfirburði og sigruðu með 15—10. Lovísa hlaut einnig íslandsmeistaratitil- inn í einliðáleik kvenna, þó án keppni, þar sem engin önnur til- kynnti þátttöku. Einliðaleikur karla. íslandsmeistarinn undanfarin ár í einliðaleiknum, Óskar Guðmunds son, gat ekki tekið þátt í keppn- inni að þessu sinni vegna meiðsla — en hann hefur verið ósigrandi í einliðaleik hér siðustu árin. Til úrslita léku hinir efnilegu leik- menn Garðar Alfonsson og Jón Árnason — en Jón er hiklaust efnilegasti badmintonleikari, sem hér hefur komið fram lengi, og er líklegur til mikilla afreka. Hann er þó enn full kærulaus í leik sín um og varð það til þess, að úrslita leikurinn varð tvísýnni en ella, og er þó þar með á engann hátt dreg in í efa geta Garðars. Fyrsta gam- ið vann Jón með 15—11 og lék talsvert fyrir áhorfendur, þegar hann hafði örugglega yfir, og skemmtu margir sér vel við það, enda leikni Jóns mikil, og eitt sinn sló hann boltann gegnum klofið við mikinn fögnuð. í næsta gami náði Garðar hins vegar fljótt yfirtökun um og sigraði með 15—11. Odd- gamið var lengi vel jafnt, en undir lokin gerðist Garðar þreyttur og sigur Jóns varð öruggur, 15—9. Hann varð því íslandsmeistari í fyrsta sinn — en það verður á- reiðanlega ekki síðasti meistara- titill hans. Jón Árnason (Jónssonar á ,,billjardnum“) náðj fyrir nokkr um árum ágætum árangri í sundi en hætti þar alltaf fljótt. Tvenndarkeppni. Til úrslita í tvenndarkeppni léku hjónin Jónína og Lárus Guðmunds son gegn Halldóru Thoroddsen og Wagner Walbom. Þetta var hörku keppni og allskemmtileg. Jónína og Lárus sigruðu með 15—13 og 17—15 við mikinn fögnuð áhorf- enda. Leit þó út fyrir í síðara gaminu að Ilalldóra og Vagn ætl- uðu að sigra, en hjónunum tókst að snúa við blaðinu undir lokin og kom þá vel í ljós gneistrandi keppnisskap Lárusar Guðmunds- sonar. í 1. flokki sigruðu þeir Gísli Guðlaugsson og Ragnar Haralds- son þá Emil Ágústsson og Guð- mund Jónson með 15—8; 15—9, en í einliðaleik sigraði Ragnar Gísla með 13—15; 15—13; 15—7. — Mótið fór hið beztá fram undir stjórn formanns mótanefndar TBR Garðars Alfonssonar, en aðaldóm ari í úrslitaleikjum var Óskar Guð mundsson. Duntiee og Ips- wich meistarar — íslandsmeistari í einliðaleik if Þegar Ipswich Town sigraði í 2. deild í fyrravor, og vann sér þar með rétt til að leika í 1. deild ensku deildarkeppninnar í fyrsta sinn, spáðu enskir .érfræð ingar því, að liðið væri komið í 1. deild aðeins til að falla strax niður aftur. Það var langt frá því að þessar hrakspár rættust, því á Iaugardaginn sigraði Ips- wich Aston ViIIa með 2—0 og tryggði sér með því sigur í deild inni — og um leið þátttöku í Evrópubikarkeppninni næsta ár. Þetta er stórkostlegur sigur fyr- ir hið litla félag, sem fyrir nokkr um árum Iék í þriðju deiltl, og einn mesti persónusigur sem um getur í enskri knattspyrnu, fyrir framkvæindastjóra liðsins, hinn kunna bakvörð enska Iandsliðs- ins og Tottenham fyrir 10 árum, Alf Ramsey, sem á ör im árum hefur gert "wich að nu bezta liði Englands, og það að mestu án þess að nokkrir pcningar væru til kaupa á leikmönnuin. Burnley — liðið, sem virtist ör- uggt með titilinn fyrir nokkrum vikum — náði aðeins jafntefli á Iaugardaginn gegn neðsta liðinu, Chelsea og missti þar með af strætisvagninum. Chelsea ásamt Cardiff féllu niður í 2. deild. Þeirra sæti í 1. deild taka Liver pool og Lundúnaliðið Leyton Orient, eitt minnsta félag stór- borgarinnar. Leyton var við að missa sæti sitt í 2. deild s.l. ár, cn þá tók jöhn -urey, hinn kunni Ieikmaður Manch. Utd. við liðinu, og breytingin hefur ver- ið mikil undir stjórn lians. Nið- ur í 3. deild féllu Brighton og Bristol ners. . .oath jigr- aði í 3. deild, en annað í deild- inni er ekki enn útkljáð nema að Newport fellur ni" ur. ★ Skozku deildarkeppninni lauk á laugardaginn með sigri Dundee — annars þess skozka liðs, sem Iék hér s.l. sumar. f síðasta leikn um lék Dundee gegn St. Jolin- stone og sigraði mcð 3—0 — en Islandsmeistararmr í tvenndarkeppni — hjónin Jónína og Lárus Guðmundsson. (Ljósmyndir R.E.) Hamragili Tvö skíðamót voru haldin um helgina í Hamragili við ÍR-skál- þar sem Rangers gerði aðeins jafntefli heima gegn Kilmarnock hafði þessf sigur ekki áhrif á mcistaratililinn, en varð hins veg ar til þess að St. Mirren hélt sæti sínu í 1. deild. St. Mirren sigraði Dunfermline á laugardag inn með 4—1 (Þórólfur lék ekki með) og hlaut 25 stig í keppn- innf eða sama stigafjölda og St. Johnstone en mun betra marka hlutfall bjargaði því frá falli. — Glasgow Rangers hlaut aðeins eitt stig í tveimur síðustu leikj- um sínum og varð því þremur stigum á eftir Dundee, sem hlaut 54 stig. f þriðja sæti varð Celtic með 46 stig. Ásamt St. Johnstone féll Stirling niður með 18 stig. •k Á sunnudaginn lauk handknatt leikstimabilinu innanhúss með hinum árlega leik milli landsliðs og pressuliðs. Þó þessi leikur sem slíkur, hafi litla mögulcika til að vekja áhuga, þar sem ekk ert er um að keppa, var þó tals- vert um áhorfendur að Háloga- Iandi. Iljns vegar brugðust leik menn pressunnar talsvert, því nokkrir beirra, sem valdir voru í Iiðið mættu ekki til leiks. — Lan4cH*i?i haf^; yfirburði oa úgr aði ineð 33 mörkum gegn 20 — og náði strax nær algerum yfir burðum í letknum. ann. Á laugardaginn e.h. var inn- anfélagsmót ÍR haldið. Veður var gott logn og hiti. Úrslit urðu þessi: Karlaflokkur 1. Steinþór Jakobsson 86,8 2. Þorbergur Eysteinsson 88,6 3. —4. Sigurður Einarsson 89,9 3.—4. Valdimar Örnólfsson 98,9 Kvennaflokkur. 1. Þórður Sigurjónsson 78,9 2. Haraldur Haraldsson 81,6 3. Eyþór Haraldsson 83,7 4. Heígi Axelsson 86,0 Á sunnudaginn var Steinþórs- mótið haldið. Steinþórsmótið er 6 manna sveitakeppni í svigi. — Þrjár sveitir kepptu, Ármann, ÍR og KR. Sveit ÍR vann með 546,0 sek. í sveitinni voru: Valdimar Örnólfsson, Steinþór Jakobsson, Þorbergur Eysteins- son, Har„ldur Pálsson, írður Einarsson, Grímur Sveinsson. Skemmsla samanlagðan braut- artíma hafði Stefán Kristjánsson Á. á 86,7 sek. Margt var um mann inn þar efra og veður var gott og færi ágætt. Brautarlagningu ann- aðist Þórarinn Gunnarsson ÍR. — Mótstjóri var Páll Jörundsson. Frú Auður, Jónasdóttir, ekkja Steinþórs heitins Sigurðssonar menntaskólakennara gerði skíða- mönnum þá ánægju að verá við- stödd mótið. RITSTJORI HALLUR SÍMONARSON OVENJU HÖRÐ KEPPNIÁ TIMIN N , þriðjudaginn 1. maí 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.