Tíminn - 04.05.1962, Blaðsíða 7

Tíminn - 04.05.1962, Blaðsíða 7
Utgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN PramKvæmdast.lóri Tómas Árnason Ritst.iórar Pórannn Þórarinsson 'ábi Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og tndrið: G Þorsteinsson Pulltrúi ritstjórnar- Tómas Karlsson Auglýs tngastjóri: Egill Bjarnason Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu. afgreiSsla auglýsingar og aðrar skrifstotur t Bankastræti 7 Simar: 18300—18305 Auglýsingasím: 19523 Afgreiðslusimj 12323 Askriftairgj kr 55 á mán innanl í tausasölu kr. 3 eint — Prentsmiðjan Edda h.f. — Játningar Lækjar- torgsfundarins Ríkisstjórnin fyrirskipaði skósveinum sínum innan verkalýðssamtakanna að rjúfa eininguna um hátíðahöldin 1. maí, nema því aðeins að þar kæmu ekki fram nein mót- mæli gegn hinni miklu kjaraskerðingu. Jafnframt lét hún þá efna til sérstaks útifundar á Lækjartorgi, þar sem 1. maí hátíðahöldin hafa farið áður fram. Allar áróðursvélar stjórnarflokkanna vorú síðan settar í gang til þess að tryggja sem bezta aðsókn að þessum fundi. Útkoman varð samt sú, að aldrei safnaðist neinn veru- legur mannfjöldi á Lækjartorgi, en nokkuð af forvitnum vegfarendum staldraði við öðru hvoru í Bankastræti og í Austurstræti, enda veður hið bezta. Fundur þeirra, sem mótmæltu kjaraskerðingunni og haldinn var við Miðbæj- arbarnaskólann, var svo langtum fjölmennari, að stjórnar- blöðin forðast í frásögnum sínum í gær að gera nokkurn samanburð. Skírlegar gátu Reykvíkingar ekki mótmælt kjaraskerð- ingarstefnunni, þrátt fyrir hina skipulögðu viðleitni stjórnarflokkanna til þess að draga úr mótmælunum. Svo mikil og óumdeilanleg er kjaraskerðingin líka orðin, að skósveinar ríkisstjórnarinnar, sem stóðu að fundinum á Lækjartorgi, treystu sér ekki til annars en að viðurkenna hana, þótt þeir létu ríkisstjórnina beygja sig til þess að taka ekki þátt í mótmælunum gegn henni. í ályktun, sem þeir létu bera upp á Lækjartorgsfundinum, segir svo í upphafi: „Fjölmennurd) útifundur FulltrúaráSs verkalýðs- félaganna, haldinn á Laskjartorgi 1. maí 1962, telur að nú sem alltaf áður, sé atvinnuöryggið veigamest fyrir afkomu vinnandi fólks, en nú sé svo komið, þrátt fyrir nægja atvinnu, að tekjur manna hrökkvi vart fyrir nauðþurftum meðalfjölskyldu." Þá segir enn fremur í ályktuninni: „Fundurinn krefst þess, að unnið verði að því með festu og einurð að 8 stunda vinnudagur gefi þau laun, sem nægi til mannsæmandi lífskjara." Loks segir í ályktuninni, að „kauphækkanir þær, sem urðu á sðasta sumri, hafi „að miklu leyti verið teknar aftur með síhækkandi verðlagi“. Þá er skorað á ríkis- stjórnina „að taka upp viðræður að nýju um öll hugsan- leg atriði, sem verða mættu til aukins kaupmáttar launa“, en ríkisstjórnin hefur nýlega hafnað viðræðum við Al- þýðusambandið um öll slík atriði. Það er því þannig komið, að hinir hlýðnustu fylgis- menn stjórnarflokkanna, eins og þeir, sem stóðu að Lækj- artorgsfundinum 1. maí, treysta sér ekki lengur til annars en að viðurkenna, að „viðreisnin" sé búin að leika launa- fólk svo grálega, „að tekjur manna hrökkvi vart fyrir náuðþurftum meðalfjölskyldu" og að fjarri fari því, „að 8 stunda vinnudagur gefi þau laun, sem nægi til mann- sæmandi lífskjara“. Þegar svona er komið, að þeir blindu sjá þetta ekki síður en þeir heilskyggnu, þá geta menn vissulega ekki áfellzt launastéttirnar, þótt þær hefji nú kauphækkunar- baráttu eftir að ríkisstjórnin hefur líka neitað kjarabót- um í hverju öðru formi, eins og viðurkennt er í ávarpi Lækjartorgsfundarins. En það er ríkisstjórnin, sem ein er völd að öllu þessu. því að hefði hún látið gengislækkunina í fyrra ógerða myndi hagur fólks nú mun betri og vinnufriður ríkja í landinu. TÍMINN, íöstudaginn 4. œaí 19G2 lyggileg afstaöa Norðmanna Þjéðaratkvæðagreiðsla um endanlega afstöðu til Efnahagsbandalagsiits í SEINUSTU viku fóru fram einar hinar mestu umræður, sem orðið hafa í norska Stór- þinginu. Nær allir þingmenn tóku til máls, en ræðutíminn hafði nokkuð verið styttur. Mál ið, sem var til umræðu, var til- laga frá ríkisstjórninni þess efnisj að Noregur skyldi óska eftir samningaviðræðum um fulla aðild að Efnahagsbanda- lagi Evrópu. Mál þetta er búið að vera helzta viðfangsefni norskra stjórnmálamanna síðan kosning ar fóru þar fram á síðastliðnu hausti. Milli flokkanna hafði verið eins konar samkomulag um, að draga það ekki inn í kosningabaráttuna, enda mála- vextir svo óljósir á þeim tíma, að erfitt var að taka hreina af- stöðu til þess. Þó fór hægri flokkurinn ekki dult með það, að hann hallaðist að fullri að- ild að bandalaginu. Margt benti einnig til þess, að ríkisstjórnin væri helzt fylgjandi fullri að- ild, þótt hún verðist að gefa nokkrar yfirlýsingar um það. Sá grunur, að stjórnin hallaðist helzt að þessu, gaf hinum nýja sósíaliska flokki ekki sízt byr í seglin. EFTIR kosningar hófst stjórn- in strax handa um athugun þessa máls í nánu samráði við þingflokkana. Þau vinnubrögð hafa verið mjög tiL fyrirmynd- ar. Búizt var fyrst við því, að stjórnin myndi leggja ákveðnar tillögur fram nokkru fyrir ára- mótin. þar næst nokkru eftir áramótin, en þetta dróst fram í apríl. Meginástæðan var sú, að andstaðan gegn fullri aðild reyndist miklu meiri en búist hafði verið við, ekki sízt inn- an Alþýðuflokksins. Ríkisstjórn in reyndist strax eftir kosning- arnar vera fylgjandi fullri að- ild, en fór lengi vel með lönd- um, meðan hún var að vinna bug á andstöðunni innan flokksins. Miðflokkurinn eða Bændaflokkurinn tók fljótlega afstöðu með aukaaðild, og stór hluti Kristilega flokksins var á sama máli. Hægri flokkurinn var óskiptur fylgjandi fullri að PER BORTEN, formaður þingflokks Miðflokksins ild, og meiri hluti Vinstri flokksins. Aðeins Sósíalista- flokkurinn einn var bæði and- vígur fullri aðild og aukaaðild LENGI vel var búist við því, að rösklega 120 þingmenn af IðC alls, myndu greiða at.kvæði með GERHARDSEN, forsætisráðherra beiðninni um viðræður um fulla aðild. Niðurstaðan varð hins vegar sú, að hún hlaut ekki nema 113 atkvæði, en 37 greiddu atkvæði á móti. Nokkr- ir greiddu atkvæði með því for orði, að þeir vildu láta athuga fyrst, hvaða kjörum Noregur þyrfti að sæta, ef hann gerðist fullgildur aðili, og það færi eft ir þeim, hvort viðkomandi yrði fylgjandi fullri aðild að lokum. Það er því eigi víst, að þeir 113, sem greiddu atkvæði með því að óskað yrði eftir fullri aðild, greiði atkvæði með hénni, þegár fyrir liggur, hvaða skilyrði koma til með að fylgja lumni. ... Samkvæmt gildandi lagaá- kvæðum, þarf aðildin, er þar að kemur, að samþykkjast með % hluta atkvæða í þinginu eða minnst 113 atkvæðum. Meiri- hlutinn má því ekki hæpnari vera að lokum en hann varð á dögunum, þegar það eitt var á- kveðið að leggja fram beiðni um samninga um fulla aðild. ÞESS ber svo að gæta, að því var yfirlýst af öllum þingflokk- unum, að þeir væru því fylgj- andi, en það samkomulag, sem næðist við Efnahagsbandalagið yrði lagt undir þjóðaratkvæða- greiðslu áður en þingið gengi formlega frá því. Fyrir þingkosningarnar á síð astl. hausti, lýsti Vinstri flokk- urinn einn yfir því, að hann teldi eðlilegt, að láta þjóðarat- kvæðagreiðslu fara fram um þetta mál. Hægri flokkurinn tók því þá fjarri, og Alþýðu- flokkurinn virtist þeirri hug- mynd einnig fráhverfur. Mið- flokkurinn og Kristilegi flokk- urinn tóku þessari tillögu hins vegar fremur vel, án þess þó að gefa bindandi fyrirheit um það. Þegar forvígismenn Alþýðu- flokksins tóku að kynna 'r við horf flokksmanna sinna til málsins eftir kosningarnar. komust þeir fljótt að raun um, að þeir myndu ekki geta íúng- ið nægan stuðning við stefnu sína í flokknum, nema þeir féli ust á umrædda þjóðaratkvæða- greiðslu. Alþýðuflokkurinn lýsti því fylgi sinu við hana og drattaðist þá Hægri flokkurinn á .eftir. Það er tvímæialaust mjög rétt og lýðræðisleg málsmeð ferð hjá Norðmönnum að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um væntanlega samninga við Efna hagsbandalagið;- áður en form- lega er gengið frá þeim. Það er algerlegt ólýðræðislegt, að naumur þingmeirihluti geri samning, sem getur bundið hendur þings og þjóðar um langa framtíð, nemá áður sé leitað úrskurðar þjóðarinnar. Það má mikið læra af þessum lýðræðislegu vinnubrögðum Norðmanna. UMRÆÐUR í Stórþinginu um aðildarbeiðnina urðu mjög heit ar á köflum. Fylgismenn aðild- arbeiðninnar héldu því einkum fram, að full aðild myndi tryggja Norðmönnum betri að- stöðu en aukaaðild til þess að hafa áhrif á gang mála innan bandalagsins. Andstæðingar að ildarbeiðninnar gerðu lítið úr þessum hugsanlegu áhrifum Norðmanna, því að stórveldin myndu ráða mestu innan banda lagsins og þá alveg sérstaklega Þýzkaland. Þeir töldu aukaað- ild tryggja betri skilyrði til að standa gegn óeðlilega miklum erlendum áhrifum og viðhalda fullveldi Noregs. Bersýnilegt er, að enn eiga eftir að verða hörð átök um þetta mál í Noregi og er alls ekki enn séð, hver málslok verða. ÞAÐ GETUR haft veruleg áhrif á gang mála í Noregi, hvernig afstaða Svíþjóðar og Finnlands verður. Svíar hafa ákveðið að sækja um aukaaðild, en óvíst er um undirtektir. Sagt er, að Bandaríkin mæli með því, að óháðu ríkin í Evrópu verði hvorki fullir aðilar né aukaað- ilar, heldur fái sérstakan toll- og viðskiptasámning við banda- lagið. Bandaríkjamenn munu JOHN LYNG, formaður þingflokks hægri manna álíta þetta þá lausn, er henti bezf AusturriV og Finniandi sé þá rétt að hafa Svíþjóð og Sviss í sama pnum Banda- ríkjamenn munu og álíta, að bandalagið missi hinn pólitíska svip sinn, ef óháðu ríkin fái ein hvers konar aðild að því. Af þessum ástæðum og fleirum sé því rétt, að óháðu ríkin teng- ist bandalaginu. án þess að ger ast fullir aðilar eða aukaaðilar Svipaða lausn sé hægt að hugsa sér varðandi samveldislönd Breta, og svipuð lausn hefur þegar verið ákveðin varðandi þau Afríkuríki,. sem áður voru nýlendur Frakka. Þ. Þ. I S2S3iB9l 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.