Tíminn - 04.05.1962, Blaðsíða 16

Tíminn - 04.05.1962, Blaðsíða 16
Föstudagur 4. maí 1962 100. tbl. 46. árg. 1 Ljónagrín í Háskélablói Lionsklúbburinn „Þór' í Reykjavík efnir til glæsilegrar og f jölbreyttrar skemmtunar í Háskólabíói n.k. sunnudag, 6. maí kl. 2,30. Skemmtikraftarn- ir eru allir þjóðkunnir grínist- ar og listamenn og jafnframt klúbbfélagar í „Þór". — Allur ágóði af skemmtuninni rennur til Bláa bandsins. r Gallup skelfír Dani Kaupmannahöfn, 3. maí (einkaskeyti) Danska Gallupkönnunin birti í gær niðurstöður stjórnmálalegrar skoðana- könnunar, sem fór fram í marz. — Hafa niðurstöðurn- ar komið ákaflega á óvart og orðið tilefni mikilla um- ræðna í stjórnmálaheimin- um. Hinn sósíalistiski þjóðar flokkur Aksels Larsens virð- ist eiga svo stórauknu fylgi að fagna, að hann mundi fá 18 þingmenn í stað 11, ef kosningarnar færu fram núna. Hins vegar bendir skoðanakönnunin á mikið fylgistap jafnaðarmanna og róttækra, og ruglar þetta mjög stjórnmálaafstöðuna innanlands. Gallupkönnunin verður sennilega til þess, að stjórnin hættir við að efna til nýrra kosninga út af skattamálunum, en það hef- ur staðið til. Aðils. Klúbburinn bauð fréttamönnum til hádegisverðar í Þjóðleikhús- kjallaranum 1. maí s.l., og var þar skýrt frá tilhögun skemmtunarinn- ar. Tillaga um að halda þessa skemmtun til styrktar Bláa band- inu, mun hafa homið fram innan félagsins fyiir nokkru, og hafa klúbbfélagar nú látið til skarar skríffa. Kynnir verður Haraldur Á. Sigurðsson, leikari, en skemmtunin hefst á Prologus Friðfinns Ólafs- sonar. Því næst flytur Tómas Guð- mundsson, skáld, ræðu, en síðan (Fram&aid á 15 siðu Framboðslisti Framsóknar manna í Vestmannaeyjum Framboðslisti Framsóknar- flokksins við bæjarsjórnarkosn- ingar í Vestmannaeyjum 27. maí 1962 er þannig skipaður: 1. Sigurgeir Kristjánsson, lög- regluþj., Boðaslóð 24 2. Hrólfur Ingólfsson, framkv.- stj., Landagötu 21 3. Jóhann Björnsson, póstfull- tr., Hólagötu 14 4. Óskar Matthíasson, útgerð- arm., Illugagötu 2 5. Stefán Björnsson, framkv.- stj., Heiðarveg 5 6. Jónas Guðmundsson, verka- maður, Strandveg 51 7. Hallberg Halldórsson, kaup- maður, Steinstöðum 8. Ólafur R. Björnsson, hús- gagnam., Skólaveg 13 9. Hilmar Rósmundsson, út- gerðarm., Brimhólabraut 30 10. Jón Ástvaldur Helgason, bifreiðarstj., Strandveg 53 11. Baldvin Skæringsson, sjóm., Illugagötu 7 12. Jónas Guðmundsson, tré- smíðam., Illugagötu 11 13. Jóhanneá Sigmarsson, múr- ari, Kirkjubæjarbraut 4 Sigurgeir Kristjánsson 14. Björgvin Þórðarson, verka- maður, Herjólfsgötu 6 15. Olgeir Jóhannsson, múrari, Heiðarveg 60 16. Sigríður Friðriksdóttir, hús- Hrólfur Ingólfsson frú, Helgafellsbraut 23 17. Filippus G. Árnason, yfir- tollþ., Austurveg 2 18. Sveinn Guðmundsson, um- bm., Arnarstapa. BITAST HAALEITISHVERFI Bifreiðastjórar á Hreyfli og B.S.R. eru ekki á eitt sáttir þessa dagana, og má jafnvei segja, að þeir heyi stríð sín á milli, þótt ekki hafi þeir vígbú- izt enn þá. Stendur stríðið um það, hvar þessir aðilar megi leggja bifreiðum sínum til að veiða viðskiptavini. Það mun hafa verið s.l. haust, sem B.S.R. ákvað að sækja um leyfi fyrir stæði inn við Háaleitis- veg, en þar er nú risið upp fjöl- býlt hverfi. Þeir sóttu um leyfið og fengu það, en þó voru þeir bún- ir að setja upp merki sitt og taka stæðið í notkun, áður en leyfi var fengið. Nú sáu Hreyfilsmenn, að bif- reiðar B.S.R. höfðu ekki við að að meina þeim að leggja bifreið- sinna beiðnum um akstur þarna í nágrenninu, svo að þeir tóku sig til og fóru að láta talstöðvarbíla standa þar skammt frá. Þessu reidd ust bílstjórar B.S.R. Leizt þeim, sem verið væri að kássast upp á þá, og létu skjótlega athuga, hvort athæfi þetta væri leýfilegt. Hreyfilsmenn telja engum fært Kominn nð undirbúa kvik myndun 79 af stöðinni Erik Balling, aðalleikstjóri i til landsins í fyrrinótt þeirra hjá Nordisk Film, kom hingao I erinda að ræða væntanlega kvikmyndun skáldsögunnar, Sjötíu og níu af stöðinni, eftir Indriða G. Þorsteinsson. Ball- ing mun dvelja hér í tvo daga Í að þessu sinni og ræða vænt- anlega kvikmyndun við Guð- laug Rósinkranz, þjóðleikhús- stjóra, sem er framkvæmda- stjóri Edda Film hér, en kvik- myndin verður gerð af Edda Film með hjálp tæknimanna frá Nordisk Film. Guðlaugur Rósinkranz skiifaði kvikmyndahandrit að sögunni á sínum tíma og hefur unnið að því af miklum dugnaði og þrautseigju að koma því !■ kring að sagan yrði kvikmynduð. Þetta er önnur íslenzka skáldsagan, sem Edda Film lætur kvikmynda, en hin fyrri var Salka Valka eftir Lax- r.ess, í samvinnu við Svía. Guðlaugur hefur lagt á það (Framh. á 15. siðut. um sínum þar, sem þeim sýnist. Raunin mun líka sú, að B.S.R. get- ur ekki að hafzt í málinu, því að Hreyfilsmenn hafa ekki framið neitt lögbrot með framferði sínu, og þykjast Hreyfilsmenn jafnvel hafa hreinni skjöld en B.S.R., þar sem B.S.R. setti upp merki sitt við stæðið, án þess að hafa fengið leyfi til þess fyrst. Stríðið stendur því þannig nú, að Hreyfilsmenn þoka ekki af Háa- leitisveginum, en bílstjórar B.S.R. reyna að ná sér niðri á þeim með því að smeygja sér inn á Hreyfils- stæðin. STUÐNIN6SMENN B-LISTANS Kosningaskrifstofa B-Iist- ans í Tjarnargötu 26, verður opin daglega frá kl. 9 ár- degis til kl 10 að kvöldi. — Símar 15564 — 24758 — 24197 — 1294,4. — Kjörskrá- in er i síma 12942. - SJÁLFBOÐALIÐAR: SJÁLFBOÐALIÐAR: Kosningaskrifstofuna vant ar sjálfboðaliða til starfa á skrifstofunni. Látið skrá vkkur í síma 24197. KJÖRSKRÁ: Kjörskrá sú, sem gildir við næstu borgarstjórnarkosn- ingar, liggur frammi í skrif- stofu B-listans í Tjarnar- götu 26. Athugið strax, livort þér eruð á kjörskrá, því kærufresti lýkur á miðnætti næst komandi laugardag. 3ími skrifstofunnar er 12942.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.