Tíminn - 04.05.1962, Blaðsíða 6

Tíminn - 04.05.1962, Blaðsíða 6
Á þessum fyrsta kosningafundi B-listans vegna borgarstjórnar- kosninganna 27. þ.m. þykir mér rétt að gera örstutta grein fyrir þeim málefnum, sem við fram- bjóðendur Framsóknarflokksins munum leggja höfuðáherzlu á í borgarstjórn á næsta kjörtímabili, eftir því sem aðstaða okkar þar veitir okkur bolmagn til. En áður en ég kem að því, langar mig að víkja aðeins að öðru. Eins og okk- ur öllum er kunnugt hefur Fram- sóknarflokkurinn átt 1 fulltrúa í borgarstjórn síðan 1950, og allan þann tíma hefur semi maðurinn gegnt þessari vandasömu og oft vamþakklátu stöðu, Þórður Björns- son, sakadómari. Hefur hann svo sem kunnugt er, rækt þetta starf af frábærri skyldurækni og alúð og er það almannarómur og þá ekki sízt álit þeirra, sem hafa ver- ið samtímis honum í borgarstjórn að betri og starfhæfari fulltrúi hafi tæplega í borgarstjórn komið. Þegar hann nú, samkvæmt eigin ósk, og þrátt fyrir þrábeiðni flokks manna sinna, um að halda áfram, lætur af þessum störfum, vildi ég leyfa mér fyrir hönd allra Fram sóknarmanna í Reykjavík, að á því að í næstu borgarstjórn verði sem allra öflugust andstaða gegn meirihluta Sjálfstæðisflokks ins. Mundi hún tvímælalaust gsra hið mesta gagn á þann hátt að þoka góðum málefnum áleiðis, þótt hún hefði ekki í fyrstu lotu bölmagn til að taka völdin. Menn skulu varast að gleyma því, að snar þáttur þess hve Sjálfstæðis- meirihlutinn er værukær og svifa seinn hér í borg er einmitt sigur- vissa þeirra og sjálfstraust. Þess vegna þarf að sýna þeim í næstu kosningum að Reykvíkingar láta ekki bjóða sér hvað sem er og neyða þá þannig til bættra stjórn- arhátta, því sýnilegt er að lagfær- ingar fást ekki á þennan hátt. Það er líka óumdeilanleg staðreynd, að enda þótt aðeins sárafáir úrbóta- tillögur minnihlutans hafi á undan förnum árum komizt gegnum leð- urhlustir íhaldsins, þá hafa þó sum atriði gagnrýninnar verið svo sterk og á svo traustum rökum reist, að jafnvel það hefur ekki alveg þorað að hunza þau. Þegar þannig hefur til tekizt, hafa ein- hverjir fulltrúar meirihlutans lön.gu seinna fengið leyfi sinna yfirmanna til að taka tillögurnar hér áður. Alþýðubandalagið lýtur yfirráðum kommúnista og þeir framámenn þar á bæ, sem af ein- lægni reyndu að sveigja stefnu flokksins inn á þióffhollari braut- ir, eru ýmist farnii þaðan eða á- hrifalausir með öllu. Þess vegna er það Framsóknarflokkurinn einn sem getur látið í té þá forustu, Einar Ágóstsson reynslan hefur sýnt að slíkt sé hagkvæmt. 2. Hafnarmál Reykjavíkur eru mjög aðkallandi og er óhjákvæmi- legt að taka þau nú þe.gar föstum tökum. Núverandi höfn er orðin of lítil og hindrar það eðlilegan atvinnurekstur í borginni. Höfnin var byggð fyrir nærri 50 árum og hefur sem vænta má ekki getað annað þeim stórauknu verkefnum, sem skapazt hafa á undanförnum áratugum, glæsilegasta framfara- tímabili þjóðarinnar frá upphafi. Við leggjum áherzlu á að hraðað verði svo sem unnt er athugun þeirri, sem nú á sér stað um nýja höfn fyrir Reykjavíkurborg og að hafizt verði handa um byggingu hafnarinnar jafnskjótt og nauðsyn legum rannsóknum er lokið. Þá viljum við leggja á það áherzlu, að sem fyrst verði hafizt handa um byggingu þurrkvíar og dráttar- brautar svo að hægt sé að auka báta- og skipasmíði. Hin litla höfn getur ekki sinnt þorfum sívaxandi verzlunar, sam- gangna og útgerðar. Afleiðingin hefur orðið sú, að útgerðin situr á hakanum, aðstaða bátaflotans er algjörlega óviðunandi og aðbún- og samræma verklegar fram- kvæmdir borgarinnar. 4. Þá er það hitaveitan. Ljóst er nú orðið að miklu meira heitt vatn er til i borgarlandinu en vitað var um til skamms tíma. Árum áaman hafa Framsóknarmenn bariz't fyrir því í borgarstjórn, að tekið væri lán til hitaveituframkvæmda, hita- veita lögð í ný borgarhverfi og heita vatnið gjörnýtt, en allar til- lögur í þessa átt hefur íhaldið fellt. Með þessari afstöðu, með því að draga framkvæmdir eins og gert hefur verið, nota jafnvel ekki allt fé hitaveitunnar sjálfrar, til aukningar, hvað þá að útvega láns- fé til viðbótar, hefur borgarbúum verið bakað milljónatuga tjón og þjóðfélagslega skoðað eru fram- kvæmdir í hitaveitu ein bezta fjár festing, sem völ er á hér á landi. Það er því ástæða til að fagna að meiri'hluti borgarstjórnar skuli nú hafa látið undan og fallist á aukningu hitaveitunnar og lántöku til þeirra framkvæmda. Við Framsóknarmenn leggjum mjög ríka áherzlu á að við þetta verði staðið og að allir borgar- búar hafi fengið hitaveitu eigi síðar en í lok næsta kjörtímabils. Reykvíkingar eru framtakssamir en borgarstjórnarmeirihiutinn duglaus Ræða Einars Ágústssonar á kosninga fundi B-listans í fyrrakvöld. flytja Þórði alúðarfyllstu þakkir fyrir það stóra framlag, sem hann hefur innt af höndum, í þeirri bar áttu, sem háð hefur verið til þess að efla Framsóknarflokkinn í Reykjavík, baráttu, sem stendur yfir. Það er allt annað en auðvelt verk að taka við af svona manni, en sú er bótin að Þórður er enn sem fyrr boðinn og búinn til hvers þess liðsinnis, sem óskað er af hans hálfu og fyrir það vil ég persónulega þakka honum alveg sérstaklega. Almennt mun álitið, að þrátt fyrir allt, sem aflaga hefur farið um stjórn borgarinnar undanfarna áratugi, verði þó gæfan ekki hlið- hollari Reykvíkingum en svo, að enn verði stjórnartímabil Sjálf- stæðisflokksins framlengt um næstu 4 ár, enda er meirihluti þeirra nú svo mikill að fyrr gæti óhönduglega til tekizt hjá þeim en að þeir glopruðu honum úr hendi sér. Það hefur sannazt hér í Reykjavík eins og löngum, að hægara er að kalla ógæfuna yfir sig en rata út úr henni. Hingað til hefur Sjálfstæðisflokknum allt af tekizt með f-ulltingi sinnar vel- smurðu flokksvélar og í krafti síns sterka Morgunblaðs að skapa hér algjörlega ástæðulausan ótta hjá mörgu saklausu fólki við þær ógur legu afleiðingar, sem þeir útmála að verða mundi af því að þeir misstu meirihluta sinn hér í borg. þessu efni hefur óspart verið stuðzt við hina illræmdu glund- roðakenningu og sjálfsagt verður hún dregin upp úr skúffunni einu sinni enn, þegar líða tekur að kosningum. Er þó mála sannast að samstarf stjórnmálaflokka tveggja eða fleiri í ýmsum kaupstöðum landsins, hefur í mörgum tilfell- um tekizt svo vel að engin ástæða er til að örvænta um framtíð Reykjavíkur, þótt íhaldsins missti við. En vegna þess, hve íhaldið má nú teljast hafa sterkar líkur til endurkjörs, svo sterkar, að jafn- vel við andstæðingar þess treyst- um okkur ekki til að halda öðru fram, mætti kannski í fljótu bragði virðast að úrslit þessara kosninga væru ekki svo ýkja þýð- ingarmikil, og svo sem nokkuð sama hve mörgum atkvæðum and staðan hefði yfir að ráða og hvern ig þau skiptast. Þessu er þó allt annan veg farið og nauðsynlegt að gera sér vel grein fyrir því. Hið rétta er, að Reykvíkingum er hin mesta þörf upp og bera þær fram sem sínar eigin með tilheyrandi uppslætti á- samt.mynd í Morgunblaðinu. Það er því stórávinningur ekki aðeins fyrir Framsóknarmenn, heldur jafnframt borgarbúa alla að and staðan verði á næsta kjörtímabili sem allra sterkust, þannig að Sjálf stæðisflokkurinn þori hreinlega ekki annað en taka tillit til henn- ar. Sú sterka andstaða verður að mínum dómi bezt tryggð með því að veita Framsóknarflokknum sem allra mest brautargengi. Staðreynd er, að Framsóknarflokkurinn er næst stærsti stjórnmálaflokkur landsins og hefur sannað óum- deilanlega að hann dugar bezt í því að standa íhaldinu snúning. Þar sem forusta íhaldsandstöðunn- ar hefur verið hjá Framsókn, þar hefur gengið vel, þar sem aðrir hafa haft forustuna, þar hefur gengið illa. Nægir í því sambandi að vitna til reynslunnar hér í Reykjavík. Aðalandstaðan hér var framan af í höndum Alþýðuflokks ins, þeir voru eitt sinn sterkir og áttu marga bæjarfulltrúa, en þeir dugðu ekki, þeir glötuðu trausti fólksins og eiga nú aðeins 1 full- trúa í borgarstjórn. Þá urðu komm únistar stærsti andstöðuflokkur- inn, sú forusta tókst þannig, að þá komst Sjálfstæðisflokkurinn í fyrsta sinn upp í 10 borgarfull- trúa, og kommúnistar hafa að und anförnu alltaf verið að tapa og mega teljast góðir núna ef þeir halda sínu. Það er því kominn tími til þess fyrir Reykvíkinga, að reyna forustu Framsóknar- manna, reynslan af hinum er hvort eð er ekki svo beisin að úr háum söðli sé að detta. Frjáls- lynt og umbótasinnað fólk verður að átta sig á því og það sem fyrst, ef ekki á illa að fara, að þróun stjórnmála hér á landi stefnir óð- fluga að sömu flokkaskiptingu og gilt hefur um alllangt árabil í ýms um nágrannalöndum okkar. Þar eru annars vegar hægri flokkur eða íhaldsflokkur en hins vegar sterkur vinstri flokkur, og svo lítið flokksbrot kommúnista. Al- þýðuflokkurinn er nú genginn íhaldinu á hönd og hefur varpað fyrir borð öllum gömlum stefnu- málum og hugsjónum, er greiddu honum götu að hugum fólksins sem hér þarf til að koma. Ég mun ekki að þessu sinni flytja langt mál til gagnrýni á þeirri stefnu, sem ráðandi hefur verið hér undanfarna áratugi um málefni borgarinnar eða sýna fram á mistök meirihlutans með ákveðnum dæmum. Aðrir ræðu- menn munu geva þeim hlutum skil hér á eftir. Ég kýs frekar að verja þeim tíma, sem mér er ætlaður, til þess að gera grein fyrir nokkru af því, sem við höfum jákvætt til mála að leggja. í sambandi við það verður þó ekki hjá því komizt að geta þess að nokkru, hvernig á borgarmálefnum hefur verið hald ið, því að vitanlega eru umbæt- urnar flestar þannig vaxnar að þær hefðu átt að vera komnar fyr ir löngu og ástæðan til þess að svo er ekki, er fyrst og fremst vanrækslusyndir borgarstjórnar- meirihlutans undanfarin ár og ára tugi. Ég vil þá í stuttu máli víkja að nokkrum þeirra mála, sem við Framsóknarmenn viljum beita okk ur sérstaklega fyrir. 1. Við viljum leggja ríka áherzlu á að gætt verði ítrustu hagsýni og fyllsta sparnaðar í öllum rekstri og framkvæmdum borgarinnar, þannig að hægt sé að verja sem allra mestum hluta af tekjum borg arsjóðs til úrlausnar aðkallandi verkefnum. Verkefni Reykjavíkur eru eðlilega mörg kostnaðarsöm’ þar sem byggð hefur vaxið svo ört hér að undanförnu og stjórn mála um langt árabil verið þannig, að allt of mikið er ógert af því, sem þó var framkvæmanlegt. Við telj- um stjórn borgarinnar hafa verið allt of kostnaðarsama og fram- kvæmdum illa stjórnað og leggj- um áherzlu á nauðsyn þess að úr þeim útgjöldum verði dregið stór- lega. Kemur þar ýmislegt til greina, fyrst og fremst bætt vinnu tilhögun og sameining stofnana borgarinnar eftir því, sem við verður komið. Mætti á þann hátt gera allan rekstur einfaldari og skapa aukið hagræði fyrir borgar ana. Þá teljum við að langtum meira beri að gera af því að bjóða út þau verk, sem borgin þarf að láta vinna og kostað kapps um að borgin eignist í sem allra ríkustum mæli nauðsynleg tæki og búnað til starfsemi sinnar, þar sem aður orðinn fyrir neðan lágmark, vöruskemmur verður að byggja langt inni í landi og mætti þannig lengi telja. Sýndartillögur eins og þær, sem íhaldið kom fram með rétt fyrir kosningarnar 1958, um svonefnda Engeyjarhöfn, sem ekki stóðust verkfræðilega athugun eins og frægt er orðið, leysa hér engan vanda. Raunhæfar úrbætur fást ekki með slíkum vinnubrögð- um. 3. Eitt hið nauðsynlegasta í nú- tíma menningarborg, þar sem eru margir bílar og mikil umferð, eru ryklausar og greiðfærar götur með afmörkuðum gangstéttum. í þess- um* efnum er Reykjavík illa á vegi stödd, þar sem meira en tveir þriðju hlutar eru moldar- eða mal argötur án gangstétta. Við fram- sóknarmenn teljum þetta óviðun- andi og leggjum til að nú verði gert stórt átak í gatnagerðarmál- um borgarinnar og að því stefnt að allar götur verði á næstu ár- um gerðar úr varanlegu efni og gangstéttir hellulagðar. Ásigkomu- lag gatnanna er einn áþreifanleg- asti votturinn um það sleifarlag sem í borgarmálefnum hefur ríkt, enda algjörlega óviðunandi eins og borgarbúum er öllum ljóst og hafa daglega fyrir augum. Ástand þessara mála er líka alltaf að versna, hlutfallið milli fullgerðra gatna annars vegar og moldar- og malarstiga hins vegar, verður með hverju árinu óhagstæðara fyrir borgaryfirvöldin og er fyrirsjáan- legt að verkefnið verður algjör- lega óviðráðanlegt, ef ekki verður nú þegar tekið duglega í streng- inn. Ófremdarástand gatnanna er einn leiðasti bletturinn á þessari fögru borg og það sem stingur erlenda gesti hvað mest í augum, en þótt leitt sé að þurfa að bera kinnroða gagnvart útlendingum fyrir bor.gina sína að þessu leyti, eru það þó vitanlega hreinir smá- munir hjá því, hve moldarslóðirn- ar valda miklum óþrifum og óholln ustu, að ekki sé minnst á það fjár hagslega tjón sem þeir valda á samgöngutækjum. • Hér þarf stórátak að koi.ia til, en til þess það megi takast er m.a. nauðsynlegt að stórbæta tækni, skipulag og vinnubrögð öll við gatnagerðina. Þarf í þessum efn- 1 um að nýta reynslu annarra þjóða Munum við fylgjast vandlega með framkvæmd þessa mikla hags- munamáls borgarbúa. 5. Skipulagsmál. Án efa er það einsdæmi í siðmenntuðu landi, að byggð sé höfuðborg án þess #ð nokkur áætlun sé til um heildar- skipulag gatna og bygginga, en því miður er þetta svo hér. í skjóli handahófs og ringulreiðar hefur þrifist ýmislegt brask og spilling, sem er Ijótur blettjir á öllum borgarbrag, én - á-; : sama tíma er synjað um byggingarleyft. til ým- issa aðkallandi . pg . pa^Ssynlegra framkvæmda ' og vöritUh a skipu- lagi bbrið við. Ljóst er, að algjör lega e'r óhjákvæmilegt að ákveðið verði heildarskipulag Réýkjavíkur og næsta nágrennis, og verði þá tekið tillit til vaxandi fólksfjölda og stóraukinnar umferðar. Skipulag miðbæjarins þolir enga bið og höfuðnauðsyn að gera greið færar samgönguæðar milli ein- stakra borgarhluta og út úr borg- inni. Þá þurfa borgaryfirvöldin að beita sér fyrir endurskipulagningu stórra hluta borgarinnar innan Hringbrautar, svo aðeins séu nefnd nokkur þeirra atriða sem fastast knýja á í þessu efni. 6. Húsnæðismál. Fátt er eins mikilvægt og heilnæmt og gott toúsnæði, enda hafa húsnæðismál jafnan verið meðal brýnustu hags munamála Reykvíkinga. Borgin hefur byggzt upp fyrir framtak einstaklinga og félaga svo sem byggingarsamvinnufélaga og bygg- ingarfélaga verkamanna. Því telj- , um við Framsóknarmenn að borg- in eigi að efla framtak þessara aðila og einkum styðja þá einstak linga, sem vinna að því að koma upp eigin íbúð af hóflegri stærð. Framsóknarflokkurinn telur að borgin eigi sjálf að byggja íbúðir og leigja á viðráðanlegu verði, þeim, sem búa í heilsuspillandi húsnæði eða hafa eigi fjárhags- getu til að eignast íbúð. Álítur flokkurinn að íbúðarbraggar séu vansæmandi fyrir jafn menningar lega borg og Reykjavík og því beri forráðamönnum borgarinnar að sjá svo um, að öllum bragga- íbúðum verði útrýmt og braggarn ir rifnir á næstu tveimur árum. Þá leggjum við ríka áherzlu á, að borgaryfirvöldunum beri skylda til að hafa ávallt nægar byggingar lóðir til ráðstöfunar. Framsóknar flokkurinn hefur frá fyrstu tíð haft forustu í byggingarmálunum og hefur hver löggjöfin annari merkari verið sett um þau mál Framhald á 15. síðu. 6 T f MIN N, föstudaginn 4. máí 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.