Tíminn - 04.05.1962, Blaðsíða 9

Tíminn - 04.05.1962, Blaðsíða 9
nota tækifæiið' til að vfkjr' nokkru nánar að fyrirmyndinni okkar, sýningu enska tímaritsins. Ástæð- an er sú, að í þeirri sýningu fólst sérstakur skilningur á gildi teikni- kennslunnar og myndlistarinnar í fræðslukerfi skólanna. Hin enska sýning hafði að eink- unnarorðum tilvitnun í kvæði éftir skáldið Wordsworth, sem myndi hljóða eitthvað á þessa leið á ís- lenzku: „Töfrar himinsins hjúpa bernskuna1. Var síðan af þeim orð- um dregin ályktunin: „í list barn- anna finnurðu einlægnina og hisp- ursleysið". Forstöðumenn brezku sýningar- innar völdu myndir eftir- börn og unglinga úr öllum aldursflokkum skyldunámsins, þ. e. frá 5—16 ára aldurs. Þetta gerðu þeir af því, að þeir vildu ná tvenns konar tilgangi með sýningunni og þeirri rann- sókn, sem henni var samfara. Ann- ars vegar átti sýningin að gefa hugmynd um stílbrögð barnanna og unglinganna almennt, mismun- andi viðfangsefni þeirra og kunn- áttu. Hins vegar og það var ef til vill í sjálfu sér merkilegra atriði, — átti að varpa ljósi yfir einkenni- lega staðreynd í sambandi við sköpunarhneigð barna og unglinga listtjáningu. Staðreyndin er í því fólgin, að á vissu skeiði, sem þó er mismunandi eftir einstaklingum, virðist draga úr þessari sköpunar- hneigð eða jafnvel taka fyrir hana með öllu. Þessa tjáningarörðug- leika vildu hinir brezku forstöðu- menn sýningarinnar sérstaklega þann bátt, sem iuiin ein gæti gefið þeim tækifæri og möguleika til. Svo mikilvægt væri tjáningarform myndlistaiinnar fyrir ákveðna þætti í þroska barnanna og ung- linganna. En á þessu atriði skorti því miður alltof mikið skilning þeirra sem ábyrgð bæru á uppeld- ismálum þjóðanna. Ætlunin var, að ég flytti hér að- eins stutt ávarp við opnun þessar- ar sýningar og hef ég vafalaust þegar i'eynt meira á þolinmæði áheyrenda minna en til var ætlazt. Ég get þó ekki stillt mig um, áður en ég lýk ræðu minni að drepa lítillega á framlag mann- fræðinga, er reynt hafa að finna skýringar á því, hvers vegna mynd- listin hafi orðið sá þáttur í menn- ingu veraldarinnar, sem raun ber vitni. Til þess liggja að þeirra dómi fjórar meginástæður: Hin fyrsta er sú, að í myndlist- inni leitast maðurinn við að varð- veita og viðhalda skynjunarnæm- leik bernsku sinnar og æsku. Önnur ástæðan er tilraun manns- ins að sigra tómleikakenndina. Þá ástæðu nefna mannfræðingar „ótt- ann við auða flötinnV, horror vacui, óttann við tómið. Þriðja ástæðan felst í töfrum listarinnar, að hún veitir mannin- um sálrænan sigur yfir umhveifi sínu. Fjórða ástæðan er sjálftjáningin, að í myndlistinni öðlast maðurinn nýtt mál, mál lita og forma, sem er hliðstætt máli tóna og hrynj- andi. Ræða Guðmundar Magnússonar Góðir tilheýrendur. Við könnumst öll við hreyfing- ar ungbamsins. Það er á sífelldu iði. Strax og barn getur haldið á blý anti eða litarmola, notar það slík tæki óspart og getur unað sér við það tímunum saman. Hugmynda- auðgi barna innan við skólaaldur er oft furðuleg og þörf þeirra að tjá sig í myndum mikil. Teiknikennsla ætti því að byrja strax í 7 ára deildum skólanna. Þá ættu vel menntaðir og hæfir teikni kennarar að leiðbeina börnunum, hvetja þau og örva og leggja þann- ig smátt og smátt grundvöllinn að þeirri breytingu, sem verður á myndtjáningu barnsins eftir því sem það eldist og þroskast. Aðalkostur teikninámsins og myndsköpunarinnar er að mínum dómi fólginn í því, að það höfðar bæði til hugar og handar, þroskar hvort tveggja. Bamið vinnur að gerð myndarinnar að nokkru leyti eins og sjálfstæður og óháður lista maður. Það myndar og mútar að eigin geðþótta, gagnrýnir, endur- skoðar og rökræðir við kennarann eða félaga sína. Slíkt stælir börn og þroskar. Uppeldi barna er og verður á- vallt talið til hinna þýðingarmestu og vandasömustu starfa þjóðfélags ins. Vandinn er nú e.t.v. meiri en I Guðmondur Magnússon, skólastjóri Laugalækjarskólans, opnar sýninguna. taka til meðferðar. Ástæðan vár i sú, að þeir töldu að þessir tján-J ingarerfiðleikar í myndlistinni j vörpuðu nýju ljósi yfir ýmis þau vandamál í sambandi við uppeldi barna og unglinga, sem nauðsyn- legt væri kennurum og foreldrum að gei'a sér grein fyrir. Var það skoðun Bretanna, að sum þessara vandamála mætti að öllum líkind- um helzt og bezt leysa með því að hjálpa barninu til að sigrast á þessari niðurtalningu listtjáningar- innar. Vandinn myndi a.m.k. sum- part fólginn í því, að barnið og unglingurinn gæti ekki á vissu ald- J ursskeið'i tjáð hug sinn einmitt á' 'Svo mikill er að dómi mannfræð- inganna hlutur og hlutverk mynd- listarinnar. Ég óska skólastjóra Laugalækj- arskólans Guðmundi Magnússyni og teiknikennara skólans Jens Kristleifssyni til hamingju með af- rek nemenda þeirra. Sömuleiðis óska ég til hamingju nemendum, sem þátt tóku í keppninni. Af heil- um hug óska ég þess, að þeir megi halda áfram að skapa sér gleði og unað við þá töfra, sem myndlistin ein getur veitt. Hafið þökk fyrir erfiði ykkar og árangur. I nokkru sinni áður. Við lifum á | tímum mikilla og örra breytinga, og það er því margt, sem glepur. Uppeldislegt gildi skólastarfsins við hlið heimilanna verður ekki dregið í efa. Það er skóiunum mikill styrkur, þegar störf þeirra njóta skilnings og vináttu almenn- ings. Fyrir nokkrum vikum heimsótti okkur hingað í skólann Örlygur Hálfdánarson, blaðamaður við „Samvinnuna“. Reifaði hann þá hugmynd, að tímaritið fengi að efna til teiknimyndasamkeppni meðal 10 og 11 ára nemenda skól- ans. Telpnakór Laugalækjarskólans syngur undir stjórn skólastjórans, Guðmundar Magnússonar, Við veltum þessu fyrir okkur um stund, og þótti mér þetta þeim mun athyglisverðara sem við rædd um það lengur. Niðurstaðan varð sú, að ég skyldi í samráði við kennarana velja sögu eða kvæði úr námsefni barnanna. sama viðfangsefninu. Engar tvær myndir eru eins. Áræði og hug- myndaríki barnanna er að sjálf- sögðu misjafnt, en ánægjulegt er, að allir eru með og reyna að gera sem bezt, hver eftir sinni getu. Af hálfu skólans hefur mest Hver bekkur skyldi fá ákveðið j mætt á teiknikennaranum, Jens efni, en að öðru leyti hefði sérhver • Kristieifssyni, og færl ég honum nemandi frjálsar hendur um gerðj beztu þakkir fyrir vel unnin störf.. myndanna. 12—15 myndir skyldu j fyrst og fremst við ég fyrir verðlaunaðar, en síðan efnt til allsj hönd Laugalækjarskólans þakka herjar sýningar í skólanum á öll- j forráðamönnum „Samvinnunnar" um myndunum. Sem vænta mátti j fyrír þessa lofsverðu nýbreytni og stóð ekki á börnunum. Áhugi j skemmtilegu tilbreytingu í starfi þeirra var ósvikinn og eftirvænt- \ skólans. Þeir hafa í þessu sam- ingin mikil. Námsefni barnanna; bandi hvorki sparað fé né fyrir- var eins og hér segir: | höfn, og samstarfið við þá hefur 10 ára A: Bílar; 10 ára B: Sagan af | verjg ; a;;a sfag; big ánægjuleg- Hlina kóngssyni; 10 ára C: Kvæðið j as;a Kirkjuhvoll (Hún amma mín það , , . sagði mér um sólarlagsbil); 11 ára Ef> . "ona- íramta!c Þeirra A: Kvæðið Sveinn dúfa; 11 ára B: i verðl °ðrum tl! fynrmyndar og eft Baðstofa og eldiviður; 11 ára D: j11 rey ni' Grímseyingurinn og bjarndýrið; 11! Eg árna þessum hollvinum skól- ára C: Kisi fer á sjó. j ans persónulegrar farsældar og Það er gaman að virða fyrir sérj blaði þeirra gæfu og gengis í hví- mismunandi túlkun 30 barna á i vetna. Sáttatillaga i togaradeifiunni í gær báru sáttasemjarar fram miðlunartillögu i deilu sjómannafélaganrta við Félag íslenzkra botnvörpuskipaeig- onda um kaup og kjör á botn- "••nuskipum. t miðlunartillögunni er lagt til, að fyrsta grein samningsins, grein- in um fastakaup og fæði, verði þannig: Mánaðarkaup skal vera: a) hásetar, kyndarar, aðstoðar- menn við dieselvél, 2. matsveinar — kr. 3.800, o) netamenn — kr. 4.300. c) bátsmaður og 1. mat- sveinn — kr. 4.900. Skipverjar hafa allir frítt fæði. A hverju skipi skal sex mönnum hið fæsta greitt netamannakaup. Gert er ráð fyrir breytingum á mörgum öðrum greinum samning anna og einnig er lagt til, að 1. júní 1962 hækki mánaðarkaup og tímakaup um 4%.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.