Tíminn - 11.05.1962, Blaðsíða 5

Tíminn - 11.05.1962, Blaðsíða 5
Nú er tækifærið að gera sérlega góð kaup á ails konar drengjafatnaði og karimannafatnaði Drengjafrakkar frá 6 ára Drengjaúlpur Drengjablússur Stakar drengjabuxur ullar Gallabuxur Drengjapeysur Sportskyrtur Drengjabindi Drengjanærföt Sumarhúfur Húfur Drengjasloppar Sportsokkar Karlmannaföt — Poplinfrakkar Regnfrakkar — Gaberdinefrakkar Tweedfrakkar — Karlmannablússur Vinnubuxur — Karlmannabuxur ullar Nankinsbuxur — Nankinsblússur Molskinnsbuxur — Ullarpeysur Sportskyrtur — Manchettskyrtur Spunnylonskyrtur — Minervaskyrtur Bindi — Herranærföt mAVORÐUSTSS Miyoko Matsubara og Hirosama Hanabusa voru me'Sal þeirra, sem lifðu af árásina á Hiroshima. Hann er um tví- tugt og hún er reyndar ekki gömul heldur, en þau komu nýlega til Genf til að skora á hina háu herra á afvopn- unarráðstefnunni, sem m.a. fjallar um bann við kjarnorkuvopnatilraunum, aS gera allt, sem þeir geta, til aS fá atómveldin til aS hæfta þeim þegar í staS. Þau lögSu leið sína á fund i Genf með leyfi viðkomandi vfir- valda og létu verða af ætlun sinni, og á myndinni sjást þau á hóteii einu í Genf ásamt amerískri konu, frú Reynolds frá Hiroshima, en hún er lengs't til vinstri á myndinni. STEFNDI Á HÚSID i Hinn 26. aprffs.l. var þessa frétt að lesa í Daily Record and Mail, sem gefið er út í Glasgow: Gestir í veitingastofu Renfrew flugvallar urðu heldur en ekki hræddir fyrir skömmu, þegar fjögurra hreyfla Viscountflugvél frá Flugfélagi íslands kom allt í einu þjótandi eftir malbikuðum flugvellinum í áttina að veitinga- stofunni, en þegar hún átti aðeins örfáa mctra eftir ófarna að henni beygði hún af leið og nam staðar. Þetta var annar þáttur, í því, sem hefði getað orðið sorgarleikur í Ioftinu. Hann byrjaði með því, að flugvél frá Flugfélaginu með 53 farþega innanborðs ætlaði að lenda á Renfrew flugvellinum í Glasgow. Þegar flugvélin sveimaði yfir vellinum komst flugmaðurinn, Jón Axelsson, 41 árs gamall, að því, að hann gat ekki látið hjól vél- arinnar niður vegna bilunar í kerf- inu. Flugmaðurinn sagði síðar frá því, að hann hefði aðeins skipt yfir á öryggiskerfið, og hefði þá tekizt að koma hjólunum niður. — Það var engin hætta á ferð- um fyrir þá sem í veitingahúsinu voru því að ég gat enn notað heml- ana og öll stjórntæki, sem notuð eru á jörðu niðri voru í góðu lagi, sagði hann. Ég sagði meira að segja farþegum mínum ekki frá þessu, það var engin ástæða til þess að hræða þá að þarflausu." Á meðan flugvirkjarnir voru að vinna að viðgerð á vélinni sögðu gestir veitingahússins. — Það var skelfilegt, að sjá þessa stóru vél nálgast okkur, og mikill var léttir- inn, þegar hún beygði af leið. Kynnir V-Þýzkaland Hingað til lands er kominn for- stöðumaður ferðaupplýsingaskrif- stofu Vestur-Þýzkalands í Kaup- mannahöfn, Ernst Kuttner. Er hann hér í þeim erindum að kynna Vestur-Þýzkaland sem ferðamanna- land. Skrifstofa hans í Vesterbro- gade 6 D í Kaupmannahöfn annast upplýsingar í Danmörku, Noregi og íslandi fyrir þá, sem hafa hug á að ferðast til V-Þýzkalands. í sambandi við komu Kuttners verður í kvöld haldin kynning í Þjóðleikhúskjallaranum og verða þar m.a. sýndar kvikmyndir frá V- Þýzkalandi. Kynningin hefst klukk an níu og er öllum opin. Til stuðningsmanna B-listans Á laugardag n.k. verða opnaðar kosningaskrrfstofur B- listans á eftirtöldum stöðum: Fyrir kjörsvæði Melaskólans í Búnaðarfélagshúsinu við Hagatorg. Fyrir kjörsvæði Miðbæjarskólans í Tjarnargötu 26. Fyrir kjörsvæði Laugarnesskólans og Langholtsskólans að Laugarásvegi 17. Fyrir kjörsvæði Breiðagerðisskólans að Melgerði 18. Allar skrifstofurnar verða opnar alla virka daga frá kl. 6—10. Stuðningsfólk B-Iistans, hafið samband við skrifstofurn- ar. Komið þangað í frístundum ykkar og hjálpið til við undir- búning kosninganna. Símar skrifstofanna verða auglvstir síðar. Á kjörsvæðum hinna kjörstaðanna verða cinnig opnaðar skrifstofur og verður nánar auglýst um þær næstu daga. r «■■■■—■■ "■ Kefiavík Kosningaskrifstofa Fram- sóknarmannia í Keflavík — B-listans — er á Suður- götu 24. Skrifstofan verður opin frá kl. 10—12 f. h„ 2—6 e. h. og 8—10 s. d. Sími skrifstofunnar er | 1905. Stuð'ningsmenn B-listans, hafið samband við skrifstof una og gefið henni nauðsyn legar upplýsingar. Ufankjörstaða- kosning Upplýsingar vegna utan- kjörstaðakosn'inga er hægt að fá á skrifstofu Framsókn arflokksins, Tjarnargötu 26, sími: 16066 og 19613. — Skrifstofan er opln frá kl. 9—12 f. h„ 1,30—6 e. h. og 8—10 síðd. f cftirtöldum kaupstöðum er listi Framsóknarmanna B-listinn: Reykjavík, Akranesi, Sauð'árkróki, Síglufirði, Akureyri, Húsavik, Scyðisfirði, Neskaupsfcað, Vestmannaeyjum, Keflavík, Hafnarfirði og Kópavogi. Á ísaffrði og Ólafsfirði er samstarf við aðra flokka og þar er listabóksfcafurinn II. — H-listinn. Kosningaskrifstofur úti á landi Akranesi — Félagsheim- ili Framsóknarmanna, sími 712. Keflavík — Suðurgötu 24, sími 1905. Kópavogur — Álfhólsv. 2. sími 38330. Hafnarfjörður — Suðurg. 35, sími 50067. (Gíslabúð). J 5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.