Tíminn - 11.05.1962, Blaðsíða 15

Tíminn - 11.05.1962, Blaðsíða 15
Aflakóngur ókunnur (Framhald af 16. síðu). urinn í Grindaví'k, þegar síðast fréttist, var Áskell frá Grenivík með 914 og hálfa lest, næstur var Þorbjörn með 911 lestir og þiiðji í röðinni var Þórkatla með 875 lestir. Skipstjóri á Áskatli er Adolf Oddgeirsson. Stokkseyri Fjórir bátar hafa verið gerðir út frá Stokkseyii í vetur. Aflahæsti báturinn er Hólmsteinn með 600 lestir. Hásteinn II. er með 486 lest ir, Fróði með 364 og Hásteinn I. með 216 lestir. í fyrra var afli 3 báta, sem voru gerðir út frá Stokkseyri 945 lestir. Gæftir hafa verið góðar á ver- tíðinni og bátar hafa ekki orðið fyrir neinu veiðarfæratjóni, svo teljandi sé. Engin slys eða óhöpp hafa heldur orðið á mönnum í vetur. Hásetar á bátunum fá um 100 kr. á lestina, og þar eð ekki eru margir menn á hverjum báti er hlutur nokkuð góður. Hæsti hlutur er nú um 60 þúsund krónur. Skipstjórinn á Hólmsteini er Óskar Sigurðsson, sem hefur verið aflakóngur á Stokkseyri nokkrar undanfarnar vertíðar. Þorlákshöfn Gæftir hafa verið með eindæm- um stirðar hjá Þorlákshafnai'bát- um í vetur, eða þar til um miðjan marz. Eftir það voru gæftir góðar og ekki nema einn landlegudagur. Sjóveður var þó stirt framan af aprflmánuði, en síðan hefur verið ein samfelld blíða. Frá því um miðjan marz hefur afli verið jafn og góður, 10—15 lestir í róðri að meðaltali á bát. Aflahæsti báturinn er Friðrik Sigurðsson með 851 lest í 84 róðr- um, en í fyira var hann með 564 lestir. Heildaraflinn í ár er 5806 lestir, en var í fyrra 3425 lestir. í vetur lögðu aðkomubátar upp 103 lestir, en engir aðkomubátar lögðu upp í Þorlákshöfn í fyrra. Þá var einnig einum heimabát fleira en nú er. Hæsti hásetahlutur nú er 69 þús- und krónur. Fréttir um aflamagn heimabáta voru birtar í blaðinu í fyrradag. Vestmannaeyjar Gæftir hafa veiið góðar að und- anförnu í Vestmannaeyjum, og afli báta þar miklu meiri í ár heldur en hann var í fyrra, enda stóð þá verkfall togarasjómanna lengi framan af vertíð. Aflahæsti báturinn í Vestmanna- eyjum var í gær Halkion, og var hann með 883 lestir. Hann var á sjó í gær, og veiðir nú með net- um. í fyrradag kom hann inn með 20 lestir. Skipstjóri á Halkíon er Stefán Stefánsson. Annar aflahæsti báturinn er Eyjaberg með 872 lest- ir, og eru þeir á færum. Skipstjóri er Jón Guðmundsson. Gullborg er þriðji aflahæsti báturinn með 845 lestir, en þann afla hafði báturinn fengið 7. þ. m. Síðan hefur bátur- inn verið úti með troll, og er lík- legt að hann komi inn í dag. Ben- óný Friðriksson er skipstjóiinn á Gullborgu. Akranes Veið'in hjá netabátum af Akra- nesi hefur verið heldur lítil að undanförnu. Hins vegar hafa sfld- arbátar fengið góðan afla, eða frá 400 upp í 1000 tunnur í róðri. Bát- amir leggja yfirleitt um 200 tunn- urinn hjá frystihúsinu, en síðan verður afgangurinn að fara í bræðslu. Síldarbræðslan hefur ekki undan, og verða bátarnir að fara út aftur með þann afla, sem um- fram er það, sem í frystihúsin fer. KR o« Valur (Framhald af 12. síðu) koma að hliðinu síðustu mínút- urnar fyrir leik. Því miður vill þetta oftar en ekki brenna við hér. 62,5 milljo sala (Framhald af 1. síðu). farandi tilgangi: 1. Til stækkunar á kornum Kjarnaáburðar. 2. Til framleiðslu á blönduðum áburði, tvígildum eða þrígildum eftir þörf- um og óskum. 3. Til blöndunar áburðarkalks í köfnunarefnis- áburð, eftir því sem óskir notenda segja til um. Tækin til kornunar Kjarna hafa verið sett upp á þessu ári, og virð- ist kornunin komin í lag, en vænzt er, að blöndun áburðar geti hafizt á þes'su sumri. Kostnaður við þessa framkvæmd alla er áætlaður um 15 milljónir króna. Rekstrarlán Kostnaður tækja til að annast meðferð á lausum áburði, hvort heldur notaður væri til framleiðslu blandaðs áburðar og sekkjunar hans eða til meðferðar á eingildum tegundum, var áætlaður um 4 milljónir króna. Framangreindar framkvæmdír hafa kostað allmikið fé og raskað um stundarsakir rekstursfjárgetu fyrirtækisins. Úr hefur þó bætt m. a., að fengizt hafa um 16 millj. kr. rekstrarlán erlendis með lágum vöxtum, án ábyrgðar ríkisins eða banka, og ber það vott um traust það, sem fyrirtækið nýtur út á við. OrSin of lítil Þá ræddi formaður nokkuð um framtíðarviðhorf og benti m. a. á, að verksmiðjan væri nú þegar orð- in of lítil til að fullnægja köfnunar efnisþöif landsins. Þyrfti því að hefjast handa um stækkun verk- smiðjunnar. Þyrfti í því sambandi að athuga m. a. bæði um það, á hvern hátt aukin framleiðsla verði hagkvæmust, svo og hvort stækka skuli í smááföngum og nota til þess að mestu eigið fjármagn fyr- irtækisins eða reisa stóra verk- smiðju, sem til að byrja með yrði að byggja reksturinn á útflutningi. Lýsti formaður yfir áhuga stjórn- arinnar á þessum málum og ,sam- hug liennar um skjótar undirbún- ings afhuganir. Að lokum þakkaði hann öllum þeim, sem vel hafa unnið fyrirtækinu og stuðlað að því, að sem beztur árangur næðist í rekstri þess. Þá lagði Iljálmar Finnsson, framkvæmdastjóri, fram ársreikn- inga félagsins og gerði grein fyrir niðurstöðum þeirra. Stjórnarkjör Við stjórnarkjörið voru endur- kjörnir aðalmenn í stjórn, þeir Ingólfur Jónsson, landbúnaðarráð- herra, og Jón ívarsson, forstjóri, og varamenn einnig endurkjörnir, þeir Halldór H. Jónsson, arkitekt, og Hjörtur Hjartar, framkvæmda- stjóri. Halldór Kjartansson, for- stjóri, var endurkjörinn endur- skoðandi. Stjórn Áburðarverksmiðjunnar h.f. skipa nú: Vilhjálmur Þór, for- maður, Ingólfur Jónsson, landbún- aðarráðlierra, Jón ívarsson, for- stjóri, Kjartan Ólafsson frá Hafn- arfirði, Pétur Gunnarsson, til- raunastjóri. Veglegt afmælisrit Framhald af bls. 12 F Björn Hítdælakappi, UMF Hauk ur, UMF Dagrenning, UMF Brúin, UMF Baula, UMF Stafholtstungna, UMF íslendingur, UMF Vísir, UMF Borg, UMF Þrestir og UMF Egill Skallagrímsson. Að lokum eru í blaðínu Ferðasaga eftir Kristin Guðmundsson, Um skóla- mál eftir Andrés Eyjólfsson, kvæði eftir Guðmund Böðvarsson og borg firzk met í frjálsum • íþróttum. Blaðið er til sölu í Reykjavík hjá Jóni A. Guðmundssyni, fram- kvæmdastjóra vikublaðsms Fálk- inn. Á laugardaginn hefst Reykja- víkurmót 1. flokks og fcr það fram á Melavellinum, og hefst kl. 14. Fyrst leika Fram og KR og strax á eftir Valur og Þróttur. Sóar milljónum (Framhald ai 1 síðu). vel þótt farið sé eftir taxta verk fræffiingafélagsins, sem ríkis- stjórnin hefur bannfært. Kostn- aðurinn við verkið er að miklu leyti vinnulaun verkfræðinga, því hér er aðeins um uppdrætti og og rannsóknir ag ræða en eng- ar framkvæmdir. Vinna á faxta E-n þar meg er ekki öll sagan sögð. Það hefur komið í Ijós, að Harza Engineering Co. hyggst láta íslenzka verkfræðinga vinna meginhluta verksins, og hefur nú þegar verig ráðinn einn íslenzk- ur verkfræðingur til að stjórna verkfræðiskrifstofu, sem er verið að setja upp í þessu skyni. fs- lenzku verkfræðingjarnir munu að sjálfsögffiu vinna samkvæmt taxta verkfræðingafélagsins. Málin standa þá þannig, að eft- ir allt saman munu íslenzkir verkfræðingar annast þessar rann sóknir að miklu leyti, en ríkið verður 20 milljónum fátækara að nauffisynjalausU. Sjötugur (Framhald af 8. síðu). trúr sínu starfi. Stundvísi, reglu- semi, dugnaður og trúmennska, á- samt góðum gáfum hafa mótað glæsimennið Jón Ólafsson, og gert hann að vinsælum embættismanni. Jón Ólafsson hefur gegnt trún aðarstörfum fyrir Laugarnessöfn- uð í Reykjavík, verið hans drif- fjöður í kirkjubyggingarmálum og munu hans verk seint gleymast, enda er kirkjan í Laugarnesi fall- egt tákn, sem reist hefur verið af ótrúlegum krafti og elju, og mun Jón ekki hafa legið á liði sínu, til þess að það yrði sem allra glæsi legast. Þeir munu margir, sem leið sína leggja heim til Jóns og konu hans, Herþrúðar, í dag, og þar muiíiá"margar gamlar endurminn- ingar verða upp vaktar og mörg hlý handtök tekin á þessum merku tímamótum. Guð blessi þér ókomin ár. Gamall vhiur. Ungu mennirnir.... Framhald af 12. síðu. 200 m skriðsund karla: Guðmundur Gíslason ÍR 2.13.4 Davíð Valgarðsson ÍBK 2.22.0 Siggeir Siggeirsson 2.32.5 50 m baksund karla: Guðmundur Gíslason ÍR 31.5 Guðberg Kristinsson Æ 35.8 Guðmundur Guðnason ÆR 36.6 100 m bringusund karla: Hörður B. Finnsson ÍR 1.12.2 Árni Þ. Kristjánsson SH 1.15.4 Björn Helgason ÍBK 1.21.9 200 m einstaklingsfjórsund karla: Guðmundur Gíslason ÍR 2.26.8 Guðm. Þ. Garðarsson Æ 2.43.0 Árni Þ. Kristjánsson SH 2.56.3 4x50 mctra fjórsund karla: Sveit ÍR 2.08.7 Sveit Á 2.13.4 Sveit KR 2.17.4 50 m bringusund kvenna: Sigrún Sigurðardóttir SH 41.2 Kolbrún Guðmundsdóttir ÍR 41.7 100 m skriðsund kvenna: Hrafnh. G '-m.d, ÍR 1.09.1 Erla Larsdóttir Á 1.29.9 50 m skriðsund drengja: Guðm. Þ. Harðarson Æ 27.8 Davíð Valgarðsson ÍBK 28.3 Guðberg Kristinsson Æ 31.8 4x50 m bringusund drengja: Sveit Ægis 2.37.2 Sveit KR 2.46.5 Sveit Á 2.47.2 100 m bringusund unglinga: Ólafur B. Ólafsson Á 1.18.2 Guðm. Þ. Harðarson Æ 1.18.5 Erlingur Þ. Jóhannss. KR 1.18.8 50 m bringusund sveina: Guðmundur Grímsson Á 40.8 Kristján í Ilelgason ÍBK 41.8 Gestur Jónsson SH 41.9 I Stefnan gagnrýnd Framhald af 7. síðu. stað hreyfingu, sem kann að leiða til nýrra og betri hátta. EN HVE mikils árangurs er að vænta, þegar þeir, sem talca sér fyrir hendur að opna augu þjóðarinnar, láta staðar numið á miðri leið og hætta við að kafa til botns? Bandarískri stefnu — sem einskorðast ekki við Bandaríkin — er ekki hægt að breyta til frambúðar með yfirborðskenndum aðgerðum, jafnvel þótt þær stefni í rétta átt. Fyrir því er engin trygg- ing, að hún leggist ekki aftur í sinn fyrri farveg, ef jarðveg urinn, sem hún er sprottinn úr, er látinn óáreittur og óbreytt- ur. Yfirleitt leiðir Lederer alveg hjá sér að ræða um þau efna- hagslegu sjónarmið og hags- munahópa, sem oft og einatt ráða úrslitum um ákvörðun ut anríkisstefnunnar og þær að- gerðir, sem gripið er til. Þetta á einnig við um menningarsiði og viðhorf, sem sprottin eru upp úr sama jarðvegi. Lederer ræðir oft um það, að yfirvöld- in bresti hinar réttu upplýsing ar, láti blekkja sig og hefjist handa blindandi. En til hvers væru staðreyndirnar, jafnvel þótt þær væru tiltækar, — og ýmsar uppástungur Lederers í því efni einkennast af heil- brigði og raunsæi, — ef í þær væri lögð röng merking? IIEIMINUM hefur verið skipt eftir stjórnmálalitrofi, þar sem allir aðrir litir en hvítt — sem er jú ekki litur — eru rauðir. Svo er því haldið fram, að öll hvíta, — jafnvel fasisminn sjálf ur — sé litur þeirra, sem berj- ast fyrir frelsi og lýðræði. — Svona hefur þetta verið, og það hefur orðiffi Bandaríkjunum dýrt. Nú eru menn byrjaðir að breyta litskyni sínu, en það er stórkostleg breyting. Til henn- ar þarf vizku, víðsýni og kjark, því að hún kostar skilning á sjálfum sér fremur en viður- kenningu á öðrum, sem Leder- er Ieggur svo mikla áherzlu á. En ef til vill verður þetta meg- inefni næstu bókar hans. Akandi dísir (Framhald af 16. síðu). Kvikmynduð og sjónvarpað Skrúðgangan verður bæði kvik- mynduð og sjónvarpað. Áður en skrúðgangan hefst, verður atkvæða greiðsla meðal áhorfenda í Austur bæjarbíói. Dómnefndin mun síðan taka ákvörðun sína með tilliti til þeirrar atkvæðagreiðslu og at- kvæðagreiðslunnar í Vikunni. f bíóinu verða jafnframt því sem feg urðardísirnar koma fram, ýmis skemmtiatriði og tízkusýning. — Skemmtikraftar verða m.a. Guð- mundur Jónsson óperusöngvari, hljómsveit Jóns Páls, Sirrí Geirs, sem syngur m.a. nýtt lag eftir Jón Múla, og nokkrar stúlkur úr Ár- manni, sem sýna tvist og fimleika. Tízkuskólinn mun annazt tízkusýn inguna. Ganga fram hjá hverju borði f Glaumbæ verður síðan dans- leikur og tízkusýningar. Á mið- nætti verður kjör Ungfrúar íslands og Ungfrúar Reykjavíkur tilkynnt og þær krýndar. Meyjarnar munu ganga um alla sali Glaumbæjar og Næturklúbbsins og fara fram hjá 'hverju einasta borði, svo að eng- in hætta er á troðningi. — Eftir krýninguna verður dansað tfl kl. tvö. Dómnefnd Dómnefndina skipa Jón Eiríks- son læknir, sem er formaður, Ás- mundur Einarsson blaðamaður, Jó hannes Jörundsson auglýsinga- stjóri, Sigríður Gunnarsdóttir tízku sérfræðingur, Karólína Pétursdótt ir hjá Loftleiðum, Sigurður Magn- ússon fulltrúi, Eggert Guðmunds- son listmálari og Ásgerður Hannes dóttir tízkuskólakennari. Víðavangur (Framhald af 2. síðu). þeim stefnt í liættu. Hvaffi varð- ar þessa menn um þjóðarhag? Svo er síldin flutt til Noregs, og útvegsmenn hrósa hærra verði, meðan Faxaverksmiðjan stendur ónothæf sem óbrot- .gjarn minn'isvarði um mestu afglöp borgarráðamanna og ó- fyrirleitni stórgróðamanna. Tog araflotinn liggur allur bund- inn. Hvað varðar þessa ríkis- stjórn um þjóðarliag? LÖGTAK Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og að undan- gengnum úrskurði verða lögtökin látin fram fara án frekari fyrirvara, á kostnað gjaldenda en ábyrgð ríkissjóðs, að átta dögum liðnum frá birtingu þess- arar auglýsingar, fyrir eftirtöldum gjöldum: Bifreiðaskatti, skoðunargjaldi af bifreiðum og tryggingariðgjöldum ökumanna bifreiða fyrir árið 1961, söluskatti 1. ársfjórðungs 1962, svo og van- greiddum söluskatti og útflutningssjóðsgjaldi eldri ára, áföllnum og ógreiddum skemmtanaskatti og miðagjaldi, gjöldum af innlendum tollvörutegund- um og matvælaeftirlitsgjaldi, lesta-, vita- og skoð- unargjöldum af skipum árið 1962, öryggiseftirlits- gjaldi fyrir árið 1961, skipulagsgjaldi af nýbygg- ingum, tryggingaiðgjöldum af lögskráðum skips- höfnum ásamt skráningargjöldum. Borgarfógetinn í Reykjavík, 10. maí 1962. Kr. Kristjánsson. ÞAKKARÁVÖRP Innilegar þakkir flytjum við öllum,'sem heiðruðu okkur hjónin, með heimsóknum, skeytum og gjöf- um á 50 og 60 ára afmæli okkar 4. apríl og 4. maí s.l. Beztu framtíðaróskir til ykkar allra. Lilja Kristjánsdóttir' og Ingólfur Guðbrandsson, Iírafnkelsstöðum. T í M I N N, föstudaginn 11. maí 1962. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.