Tíminn - 13.05.1962, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.05.1962, Blaðsíða 1
brann í gær Fötsuöu 23 ávísanir á 50 tímum Hinn 8. þessa mánaðar slógu tveir ungir menn sér út 2500 krónur, fengu sér ávísanabók og lögðu krón- urnar inn. Þeir fengu ávís anahefti og gáfu umsvifa- laust út ávísun á 2.500 krón ur og var það eina gilda ávísunin, sem gefin var út úr því hefti. Annar mannanna er Stefán Ingvi Guðmunds son, sem nýlega varð fræg ur af ávísanasvindli á Ak- ureyri.Hann safnaði í þetta -smií<am sig hirð kunningja og gáfu þeir út skæðadrifu ávísana fram á hádegi 10. þ.m., er lögreglan hafði hendur í hári forsprakkans. Höfðu þeir þá gefið út ávís anir fyrir yfir 10.000 krón- ur og fengið ag auki mikið (Framhald á 3. síðu) Grafarnesi, 12. maí. Laust eftir hádegi í dag varð elds vart í vistheimil inu Kviabryggju. Farið var með slökkviliðsdæiur frá Grafarnesi á staðinn, en húsið brann að mestu leyti. innanstokksmunir björguöust aö mesfu. Eldsins varð vart í risi hússins, en hann breiddist ört út og log- aði hvarvetna út, þegar komið var á vettvang með áhöld til að slökkva. Slökkvistarfið var þegarj hafið, en ekki tókst ag forða því, að risið og hæðin féll, en kjallar- inn skemmdist ekki af eldi. Húsið á Kvíabryggju er því nær| aldarfjórðungs gamalt, en var lag fært, þegar Reykjavíkurbær keypti það til þess ag nota fyrir vistheimili. Það var einlyft timb- urhús á kjallara með nokkru risi, en ekki voru vistarverur í því. Blaðinu er ókunnugt um trygg- ingu á húsinu. 6 vistmenn voru á. Kvíabryggju, og verða þeir fluttir til Reykja- víkur. Auk þeirra bjuggu tveir varðmenn í húsinu, en forstjóri (Framhald á 3. síðu) í gær biluðu bremsurnar á þessum litla bíl I Bankastræti, með þeim afleiðingum að hann rann á húsvegg. — Slys varð ekki af, þótt atburðurinn yrði á mesta umférðatímanum. (Ljósm.: GE). HERLIÐ TIL LAOS NTB—Washington og Vienti- ane, 12. maí. Stjórn Laos hefur nú lýst landið í umsátursástandi vegna ofbeldisárása og ihlut- unar erlendra herja, eins og segir í yfirlýsingu hennar. Fjölmennt herlið frá Thai- landi er nú reiðubúið á landa- mærunum, en stjórnarher- menn og borgarar frá Laos hafa flúið yfir landamærin til Thailands. Kennedy ræðir við háttsetta embættismenn í dag, og búizt er við, að hann muni efla herafla Bandaríkjanna í Suðaustur-Asíu á næstunni. Ambassador Breta í Moskvu, Frank Roberts, gekk fyrir hádegi í dag á fund Kuznetsov, aðstoðar utanríkisráðherra Rússa, og ræddi við hann um ástandið í Laos eftir að hann hafði fengið fyrirmæli frá brezku stjórninni. Einnig mun ambassador Bandaríkjanna ræða málið við ráðamenn í Moskvu. Meðal vestrænna stjórnmála- manna og stjórnarsinna í Laos vakið mikinn ugg. Vesturveldin telja, að aldrei hafi verið meiri hætta á, að landið kæmist allt undir yfirráð kommúnista en nú, og mikið ríði á málefnalegri lausn, ef konungsríkið á að halda frelsi sínu, þar eð kommúnistar virðast aðeins vilja beita þar hervaldi. í Bandaríkjunum telja nú margir, að útilokað sé, að' hlutleysisstjórn verði mynduð i Laos, og ekki er talið óhugsandi, að Kennedy endur skoði þá ákvörðun, sem hann tók fyrir ári síðan: að sendi ekki banda riskt herlið til landsins. Kommúnistaherinn Pathet-I.ao sækir enn fram í Laos, og 2000 stjórnaírhermenn hafa flúið yfir Mekong-fljótið og landamæri Thai lands, ásamt óbreyttum borgurum. Óttazt er, að tveir bæir falli á næst unni, Saravana og Attopeu, og kommúnistar hyggjist einníg ná borgunum Luang Prabang, þar sem kóngurinn hefur aðsetur, og sjálfri Vientiane. Fjölmennt herlið frá Thailandi hefur verið sent til landamæranna, og stjórnin þar er við öllu búin. Kennedy Banda- ríkjaforseti að efla herafla USA í < FramhaJd á 3 síðu) í gær voru framkvæmdir hafnar við hina fyrirhuguðu tollvöru- geymslu á Laugarnestanga við Héðinsgötu, þar sem tollvöru- geymslan hefur fengið land. Þrjár stórar jarðýtur tóku að grafa fyrir fyrirhuguðum byggingum, að viðstaddri framkvæmdanefnd tollvörugeymslunnar, borgarstjóra, borgarverkfræðingi og hafnar- stjóra, en fyrirhuguð Reykjavíkurhöfn á að vera fram af Laugar- nesinu. Albert Guðmundsson, formaður ncfndarinuar, ávarpaði borgarstjóra og þakkaði honum góða hjálp í sambandi við þetta mál, en borgarstjóri þakkaði fyrir sig og árnaði fyrirtækinu heilla. — Myndina tók GE er framkvæmdir voru nýhafnar. Kvíabryggja m

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.