Tíminn - 13.05.1962, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.05.1962, Blaðsíða 9
Borgarmálefni Reykjavíkur Ályktun Framsóknarfélaganna í Reykjavík i. Grundvallarverkefni borgarstjórnar er að tryggja jafnan næg atvinnutæki í borginni, starfræksiu þeirra og öllum borg- arbúum verkefni við hagnvt störf. Ber í því sambandi að leggja áherzlu á að skapa iðnaði borgarinnar sem hezta aðstöðu, með því að tryggja honum nægar byggingaríóðir og athafna- svæði á hagkvæmum stöðum. Lögð verði áherzla á stérbætta aðstöðu útgerðarinnar til byggingar fiskverkunarstöðva og hraðfrystihúsa eftir fyllstu þörfum. Stillt verði í hóf skattlagn- ingu á afvinnurekstur í borginni og þess sérstaklega gætt, að greiða sem bezt fyrir nýjum atvinnugreinum. II. Gætt verði ýtrustu hagsýni og fyllsta sparnaití, ]Hum rekstri og framkvæmdum borgarinnar, þannig að hægt sé að verja þeim mun meira af fekjum borgarsjóð? til úrlausna^ að- kallandi verkefna Flokkurinn teiur stjórn borgarinnar að undanförnu hafa verið of kostnaðarsama. Leggur hann áherzh' á nauðsyn þess að draga úr útgiöldum með bættri yinnutii- högun, almennum útboðum verka og sameiningu «tofnana eftir því, sem við verður komið. III. Fátt er eins mikilvægt og heilnæmt og gott húsnæði, enda hafa húsnæðismá! jafnan verið meðal brýnustu hags- munamála Reykvíkinga. Borgin hefur byggzt upp fyrir fram- fak einstaklinga og félaga, svo sem byggingarsamvinm'féiaga. Því telur Framsóknarflokkurinn, að borgin eigi að efla fram- tak þessara aðila og einkum að styðja þá einsfaklinga, sem vinna að þvi að koma upp eigin íbúðum, Flokkurinn telur, að borgin eigi sjálf að byggja íbúðir og ieigja á viðráðanlegu verði þeim, sem búa í heilsuspillandi húsnæði, eða hafa eigi fjárhagsgetu til að eignast íbúð. Álítur flokkurinn, að íbúðar- braggar séu vansæmandi fyrir borgina og beri forráðamönn- um hennar að sjá svo um, að ölium braggaíbúðum verði út- rýmt og braggarnir rifnir á næstu tveimur árum. Þá leggur flokkurinn ríka áherzlu á, að borgaryfirvöldunum beri skylda til að hafa ávallt nægar byggingarlóðir til ráðstöfunar. IV. Ákveðið verði heildarskipulag Reykjavíkur og næsta ná- grennis til frambúðar og þá tekið tillit til vaxandi fólksfjölda og stóraukinnar umferðar. Skipulag miðbæjar Reykjavíkur þolir enga bið og höfuðnauðsyn að gera greiðfærar sam- gönguæðar milli einstakra borgarhluta og út úr borginni. Þá þurfa borgaryfirvöldin að hafa forgöngu um endurskipulagn- ingu borgarinnar innan Hringbrautar og stuðla að uppbygg- ingu þess svæðis. V. Eitt hið nauðsynlegasta í nútíma menningarborg eru ryk- lausar og greiðfærar götur með afmörkuðum gangstéttum. í þessum efnum er Reykjavík illa á vegi stödd, þar sem meira en tveir þriðju hlutar af götum borgarinnar eru moldar- eða malargötur án gangstétta. Telur Framsóknarflokkurinn þetta óviðunandi og leggur því til, að gert verði stórt átak í gatna- gerðarmálum borgarinnar, og að því stefnt, að allar <rötur verði á næstu árum gerðar úr varanlegu efni og gangstéttir hellulagðar. En til þess að þetta megi takast, er m. a. nauð- synlegt að stórbæta tækni, skipulag og vinnubrögð öll við gatnagerðina. Þarf i þessum efnum að nýta reynslu annarra þjóða og samræma verklegar framkvæmdir. VI. Hraðað verði athugun á því, hvar hagkvæmast sé að byggja framtíðarhöfn Reykjavíkur. Verði hafizt handa um framkvæmdir, strax og niðurstöður þeirrar athugunar ásamt kostnaðaráætlun liggja fyrir. Telur flokkurinn þetta mál mjög aðkallandi, þar sem núverandi höfn er éfullnægjandi og hindr- ar þannig eðlilegan atvinnurekstur í borginni. Þá leggur flokk- urinn áherzlu á byggingu þurrkvíar og dráttarbrautar, svo að auka megi báta- og skipasmíði. VII. Árum saman hefur Framsóknarflokkurinn barizt fyrir því í borgarstjérn, að tekið væri lán tii hitaveitufamkvæmda, hitaveita lögð í ný borgarhverfi og heita vatnið nýtf sem bezt. Nú loks hefur meirihluti borgarstjórnar breytt fyrri afstöðu -inni op; fallizt á aukningu hitaveitunnar og lántöku til þeirra framkvæmda. Leggur Framsóknarflokkurinn á það ríka áherzlu, að við þetta verði sfaðið og öl! horgarhverfi hafi fengið hitaveitu eigi síðar en í lok næsta kjörtímabils VIII. Nauðsynlegt er að fjölga vöggustofum, dagheimilum og leikskólum, þar sem sífellf fer í vöxt, að húsmæður vinna utan heimilis. í mörgum hverfum er hvorki dagheimili né leikskóli. Eftir því sem borgin stækkar, fækkar hlutfallslega þeim ungl- ingum, sem komast á sveitaheimiii að sumrim;, Telur flokkur- inn, að borgaryfirvöldunum beri að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að skapa þeim unglingum heppileg verkefni, sem dveljast í borginni yfir sumartímann. IX. Skólahúsnæði borgarinnar verði aukið, svo að betri að- staða skapist fyrir nemendur og kennara, umhverfi skólanna fegrað og séð fyrir nægum leiksvæðum. Aðstaða til íþrófta- iðkana og líkamsræktar verði stórbætf. Byggt verði hús fyrir Verknámsskólann, sem miðist við þarfir hans til verklegrar og héklegrar kennslu og starfsemi skólans sem mest fengd at- vðnnuvegum borgarinnar. X. Skipulögð verði opin svæði, þar sem fólk geti eytt frí- dögum sínum og notið heilnæmrar útivisfar, án þess að fara úr borginni. Verði þessi svæði gerð sem vistlegust og heil- næmust með grasflötum, blómarækf og trjárækt. M. a. verði svæðið sunnan í Öskjohlíðinni skipulagt með það fyrir augum, að þar verði í framtíðinni skemmti- og lystigarður. XI. Eitt allra mesta nauðsynjamál borgarinnar er að bæta hið bráðasta úr þeim gífurlega skorti, sem hér er á sjúkrarými. Tekið verði lán til þess að Ijúka byggingu sjúkrahússins í Foss- vogi. Bætt verði aðstaða til sjúkdómsrannsókna og heilsu- gæzlu. XII. Samin verði framkvæmdaáætlun til að tryggja skipuleg- ar og samræmdar framkvæmdir stofnana og fyrirtækja borg- arinnar. Borgarstjórn tryggi eðlilega hlutdeild Reykjavíkur i þeirri framkvæmdaáætlun, sem gerð verður á vegum ríkis- ins. i i i > * v * > < i i ) ’»; i: i / /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.