Tíminn - 13.05.1962, Blaðsíða 8

Tíminn - 13.05.1962, Blaðsíða 8
Anna Eymundsdóttir, Laugaveg 86, verður 85 ára á morgun. Hún er fædd að Kleifum við Steingríms fjörð 14. maí 1877, Eymundsdóttir Guðbrandssonar frá Syðri-Brekk- um á Langanesi og konu hans, Guðbjargar Torfadóttir, allþingis- manns á Kleifum, Einarssonar. — Önnu var minnzt á 80 ára afmæli hennar og verður ekki um það bætt hér, enda ekki tilætlunin með línum þessum. Fimm ár er ekki langur tími og að jafnaði fljótur að líða hjá þeim, sem eru í blóma lífsins við störf og strit samfara hugðarefn- um í tómstundum. En hjá þeim, sem sjúkir eru, vill mjög út af bregða. Þar silast tíminn áfram og oft ótrúlega hægt. Anna hefur átt við allmikia van heilsu að stríða hin seinni ár og lengst af legið rúmföst umrætt fimm ára tíambil. Aldur hennar 85 ARA: Anna Eymundsdóttir Laugaveg SS Rvík er orðinn hár og hún slitin að þreki og kröftum. Ævin hefur ekki ætíð verið henni mjúkhent fremur en svo mörgum öðrum á hennar aldri og þótt yngri séu að árum. f veikindum sínum hefur Anna sýnt óvenjulegan kjark og æðru- leysi, enda hefur hún alla tíð ver ið mikil þrek- og skapfestu kona. Hún býr nú með manni sínum Albert Ingimundarsyni, hjá dótt- ur sinni, Elinborgu, á Laugaveg 86, sem fyrr segir. Hafa þau bæði, maður hennar og dóttir, gert allt, sem í þeirra valdi stendur til þess að gera henni lífið sem léttast og hjúkra henni sem bezt má vera, enda svo að fyrirmynd er að. Veit ég, að hún þakkar það og metur, þó að fá orð hafi hún þar um. Hún er hrein í lund, trygg og vinföst, en segir hverjum sem er skoðun sína og meiningu, ef því er að skipta og jafnvel svo, að undan kann að. svíða snöggvast. En hver kann ekki að meta þá drenglund, ef hann vill á annað borð skilja rök staðreyndanna í Ijósi veruleikans. Þannig mun a. m.k. flestum farast við nánari í- hugun. Annars er Anna dul í skapi og ekki hrifnæm fyrir hverju sem er, enda greind og athugul sem bezt má vera. Hún lætur sér litt bregða svo að á sjái, enda aldrei borið tilfinningar sínar á torg fyrir aðra. Hið innra á hún heitt og hlýtt hjarta, — heila skapgerð í blíðu og stríðu. Lífið hefur verið henni sem mörgum öðrum, Ijós og skugg ar. Hún hefur borið þær byrðar og notið þeirrar gleði, sem það hefur veitt án sýnilegra geðhrifa. En þó að hún kunni að hafa bogn að í bylgjum storma, þá hefur þess lítt orðið vart. Svo sterk er hún og traust í skapgerð sinni. Ég þakka henni og fjölskyldu hennar góð kynni og vinskap. Það er yngri mönnum ávinningur og þroski og kynnast fólki, sem henni og hennar líkum. Ég óska þér, Anna, og fjöl skyldu þinni til hamingju með þennan áfanga lífs þíns. Ég óska þess jafnframt, að sólarlag ævi- kvölds þíns verði þér kyrrlátt, rótt og blítt, eða eins og skáldið segir: „Nóttlaus voraldar veröld, þar sem viðsýnið skín.“ o.s.frv. J. S. KVEÐJA Júlíus Geirmundsson frá Atlastöðum í gær var til moldar borinn á > ísafirði, frændi minn, Júlíus Geir- mundsson, frá Atlastöðum í Fljótavík, en hann lézt 5..maí s.l. á 78. aldursári. Júlíus fæddist 26. maí 1884 í Neðri-Miðivík í Aðalvík og ólst þar upp og á Stakkadal, en þangað fluttu foreldrar hans síðar. Árið 1906 keypti hann hálfa jörð ina Atlastaði. Sama árið gekk hann að eiga Guðrúnu Jónsdóttur frá Horni og hófu þau þegar búskap á Atlastöðum og bjuggu þar óslitið til ársins 1958, en fluttust þá til ísafjarðar. Konu sina missti Júlíus árið 1951. Þau hjónin eignuðust 12 börn, er öll komust á legg, 6 pilta og 6 stúlkur, hið mannvæn- legasta fólk. Fáir menn eru mér jafnminnis- stæðir frá æskuárunum og Júlíus, og ber þar margt til. Líkamlegt þrek hans og staifsorka var slik, að ég hef engan mann þekkt, sem var hans jafnoki. Lífsþróttur og gneistandi lífsfjör hans hafði áhrif á alla, sem með honum voru, og ekkert mótlæti né erfiði virtust geta bugað það. Svo óvenjulegur var Júlíus, að mig undraði ekki, ATTRÆÐUR: JAKOB KRISTINSSON fyrrv. fræðslumálastjóri þótt einhverjum fyndist, að frá-' sagnir kunnugra af honum beri þjóðsögublæ. Þegar Júlíus keypti Atlastaðina á móti Jósep Hermannssyni, var jörðin komin í eyði. Byggðu þeir í dag á áttræðisafmæli einn hinn ágætasti samtíðarmaður vor, sr. Jakob Kristinsson, fyrrum fræðslumálastjóri. Hann er mikill persónuleiki, gáfaður maður, víð- sýnn og hámenntaður. Hann var prestur íslendinga í Vesturheimi um skeið, siðan skóla stjóri á Eiðum og þá fræðslumála- stjóri í 6 ár, en lét af því embætti sökum heilsubrests. Við brottför hans úr því embætti ritaði Snorri Sigfússon námsstjóri um hann eftirfarandi orð m.a.: „ — — Jakob Kristinsson er maður, sem gott er að fá að kynn ast. Samvizkusemi hans, sterk réttlætiskennd og einbeitni gerir hann að fyrirmyndar embættis- manni, enda rækti hann starf sitt með þeirri alúð og réttsýni, er slíkum manni sæmir. Hann hefur haldið prýðilega uppi virðingu em bættisins og aukið þar við, og hann hefur verið fengsæll í sókn sinni fyrir fræðslumálin á hend- ur ríkisvaldinu, enda hefur nann markað spor í framkvæmd fræðslu málanna, er lengi munu siást, ef allt fer að sköpum. Allt þetta er mikilsvert. En eigi ætla ég hitt þó ómerkilegra, hversu ég hygg að hann hafi orkað á kennarana til góðs, þá, sem eitthvað hafa kynnst honum. En þeir eru marg- ir, — því að heilindi hans og hugarhlýja gerir það að verkum, að hverjum manni líður vel í ná- vist hans. Og trúað gæti ég því, að á flesta muni sú viðkynning orka þannig, að þeir eignuðust hærri og hreinni sjónarmið . .“ Hér fer á eftir grein, sem Stefán Jónsson hefur ritað um Jakob: Einn hinn göfugasti og merk- asti af hinni ágætu aldamótakyn- slóð er áttræður í dag. Er það Jakob Kristinsson fyrrum fræðslu málastjóri. Jakob Kristinsson er fæddur að Syðra-Dalsgerði í Saurbæjar- hreppi í Eyjafirði, hinn 13. maí 1882. Foreldrar hans voru Kristinn Ketilsson frá Miklagarði í Eyja- firði og Salome Hólmfríður Páls dóttir frá Hánefsstöðum í Svarfað ardal. Er ætt Jakobs vel þekkt í byggðum Eyjafjarðar og bræður hans þrír: Aðalsteinn, Hallgrímur og Sigurður, þjóðkunnir menn. Jakob lauk guðfræðiprófi frá Háskóla íslands árið 1914. Var vígður 26. júní sama ár og gerðist prestur í Kanada hjá íslenzkum söfnuði. Hann var skólastjóri við alþýðuskólann á Eiðum árin 1928 —1938. Hann var skipaður fræðslu málastjóri árið 1939 og gegndi því embætti til 1944. Formaður Guðspekifélags íslands var hann nær því áratug. Eru þar með í fáum orðum rakt ir hinir ytri þættir í lífi og störf- um Jakobs Kristinssonar en öll þessi vandasömu störf rækti hann jörðina upp að nýju og sóttu alla aðdrætti og fluttu á sjálfum sér um langan og erfiðan veg. Búskap urinn á Atlastöðum var aldrei það mikill, að hann gæti framfleytt stórri fjölskyldu. Júlíus varð því alla sína búskapartíð að draga björg í bú úr sjónum. Lengi framan af stundaði hann sjóróðra á róðrarbátum með föður mínum frá Látrum, en á milli Látra og Atlastaða er brattur f jall- vegur, þar sem ekki verður komið við hestum, og er röskur 3ja tíma gangur milli bæjanna. Um þennan fjallveg flutti Júlíus á sjálfum sér alla aðdrætti til heimilisins til 14 (Framh. á 15. síðu;. af fágætri trúmennsku og dreng lund, og tel ég að á engan sé hall að, þótt sagt sé, að fáir eða engir samtíðarmenn hans hafi hlotið betri almenna dóma fyrir störf sín en Jakob Kristinsson. Það var um sólstöðurnar vorið 1914, að ég var á gangi í Mið- bænum í Reykjavík. Var þá dóm- kirkjuklukkum hringt til tíða. Eg fór í kirkju og settist í næst aft- asta bekk, en kirkjan var nær því fullsetin. í messunni átti að fara fram prestvígsla og vígja átti Jakob Kristinsson guðfræðikandi- dat. Margt er mér • úr minni fallið frá þessari guðsþjónustu, en tvennt er mér ljóslifandi i minni, og það er prestsvígslan sjálf, og þau ábyrgðarmiklu loforð, er prestsefnið gaf, og ræða þessa unga nývjgða prests: Er mér það enn í minni, er hann, prúður og alvarlegur, fölur i andliti og geisl andi bjartur á svipinn, gekk upp í prédikunarstólinn. Ekki get ég rakið efni ræðunn- ar, en þau áhrif hafði hún á mig, ungan og lítt þroskaðan, að Jakob Kristinssyni hef ég aldrei gleymt síðan. Sannleiksþrungið efni ræð unnar, meitlað málfar og frábær flutningur, allt er þetta mér enn þá í fersku minni. Árin líða og enn er ég staddur í Reykjavik að vetrarlagi. Þá sá ég einhvers staðar auglýst að sr. Jakob Kristinsson ætti að flytja erindi, að mig minnir í Iðnó, en ekki man ég á hvers vegum. Erind ið var flutt, og nefndi hann það víst Gæfuleitina eða Sannleiksleit ina. Erindið var frábært að efni og flutningi, og mun það enn mörg um minnisstætt. Þá heyrði ég í fyrsta skipti söguna um Óla pramma, sagða af mikilli list, en hann leitaði gæfunnar hvar sem hann kom undir húsmunum og í hverju horni. Þessar eru helztu minningar ; mínar um Jakob Kristinsson, áð- ; ur en ég kynntist honum persónu lega, en persónuleg kynni okkar hófust fyrst, er hann tók fræðslú málastjóraembætti árið 1939: Um þá kynningu er það eitt að segja, að betri gat hún ekki verið frá hans hendi. Fór þar saman í kynn ingunni, virðuleiki og alvara em- bættismannsins, og hlýleiki og göfugmennska hins spakvitra manns. Haustið 1941 var svo ákveðið, að fjórir námsstjórar við barna- fræðsluna skyldu hefja störf og : ferðast um á starfstima skólanna 1 og heimsækja öll skóiahverfi utan ; kaupstaða. fyrsta skólaárið. — j Þetta var nýmæli í fræðslumál- ! um á íslandi og valt mikið á því, j að vel væri af stað farið. Ég var 1 einn af þessum fjórum námsstjór I um, er byrjuðu störf sín skóla- árið 1941—1942. — Á ég í sam- bandi við námsstjórastarfið Jakobi Kristinssyni. mikið að þakka og sama munu þeir allir segja, er þá byrjuðu sín námsstjórastörf. — Tel ég að erindi það, er Jakob fræðslumálastjóri flutti í útvarp haustið 1941, og síðar birtist í Menntamálum, hafi iagt þann grundvöll og veitt þá leiðsögn, sem störf námsstjóranna hafi, nú um rösklega ívo áratugi, hvílt á. — Er það mikil hamingja þjóðar innar, þegar nýmæli eiga sér göf ugan forustumann og leiðbeinanda. í erindi þessu farast honum m. a. svo orð: „Reynslan ein kennir smám sam an, hversu margþætt og víðtækt starf námsstjóranna kann að verða. En skólanefndir og kennar- ar geta mjög stutt þá í starfi. Þess vegna skiptir svo miklu máli, að þessir aðilar hafi góðan skilning á starfi námsstjóranna. Þeir eru ekki settir skólanefndum og kenn aranum til höfuðs, heldur til hjálp ar. Auðvitað benda þeir á misfell- ur, þar sem þær er að finna. — En þeir munu ekki gera það með refsivönd á lofti, heldur rétta fram hönd til lagfæringar og stuðnings. Þeir munu ekki reynast aðfinnslu seggir og ýfingamenn, heldur ár- vakrir vinir, sem leita jafnan úr- ræða og bóta, þar sem þess þarf með.“ Tvímælalaust má telja skóla- stjórn á Eiðum og fræðslumála- stjórastarfið aðalstörf Jakobs Kristinssonar, en fjölmörg félags leg störf hefur hann rækt um ára tugi með miklum ágætum, og má þar fyrst og fremst nefna störf hans í Guðspekifélagi íslands og stjórn hans á málum þess. Um skólastjórastörf hans á Eið- um get ég ekki dæmt af eigin reynslu eða kunnleika, en fjöl- marga nemendur hans hef ég hitt víða um land, sem ógleymanlegar eru ræður og leiðbeiningar þessa ástsæla skólastjóra, en öll hans kenning var spakleg og göfgandi segja þeir. Þegar rætt er um ágæta ræðu- mannshæfileika Jakobs Kristins- sonar, má ekki gleyma því, að hann er einnig ágætur rithöfund ur. Eru ritsmíðar hans studdar af ágætri þekkingu, skapandi gáfum og frábærri vandvirkni. Það er ekki ætlun mín í þessari fátæk- legu afmælisgrein, að nefna rit gerðir hans eða vitna í þær, — en það er spá mín, að þær verði því meir metnar sem árin líða, ef íslenzk tunga á sér lifandi fram- tíð. Jakob Kristinsson er tvígiftur. Fyrri kona hans var Helga Jóns- dóttir, ættuð úr Hörgárdal. Mikil mannkostakona. Hún andaðist ár- ið 1940. Síðari kona hans er Ingi björg Tryggvadóttir frá Halldórs- stöðum í Bárðardal og nýtur hinn aldni höfðingsmaður og speking- ur ástríkrar og skilningsríkrar um hyggju hennar við hlýjan heimilis arin. Ég mun nú ekki hafa þessi orð mín mikið fleiri. Um Jakob Krist- insson mætti þó skrifa langt mál. Er þar um auðugan garð að gresja. Hann er sérstakur persónuleiki, ágætur ræðumaður, snillingur í rit uðu máli, en fyrst og fremst er hann ágætur drengur í þess orðs beztu merkingu, eins og það var að íornu skilið. — Sannleiksleit- andi heiðursmaður, sem ætíð vill hafa það í hverju máli, sem sann ast_ reynist. Ég þakka afmælisbarninu ágæta og langa kynningu og óska þeim hjónum allra heilla. Stefán Jónsson. 8 'li ' I I M‘í 1 M I T I M I N N, sunnudagurinn 13. maí 1962.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.